Þjóðviljinn - 16.01.1981, Page 4

Þjóðviljinn - 16.01.1981, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. janúar 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag ÞjóBviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó'c'fsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðrikssmi. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Utlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: GuBrún GuBvarBardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára SigurBardóttir. S'mavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún BárBardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6. Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf. Sókn í orkumálum • Undanfarin þrjú ár hefur bæði hiti og úrkoma verið undir meðallagi á orkuveitusvæði Landsvirkjunar, og nú bætast við vetrarhörkur. Óhjákvæmilegt hef ur reynst að skerða verulega orkusölu til stórnotenda og að nokkru til almenningsveitna, en grípa í staðinn til reksturs vara- stöðva, sem brenna rándýrri olíu. • Þetta ástand sýnir með ótvíræðum hætti hversu brýnt það er að áfram verði haldið af fullum þrótti fram- kvæmdum á sviði orkumála hér á landi svo ekki þurfi í framtiðinni að búa við þau vandræði, sem nú steðja að. • Sem betur fer má kallast tryggt, að strax næsta haust verði tekin i notkun fyrsta vél Hrauneyjarfossvirkjunar og í febrúarmánuði á næsta ári önnur vél þeirrar virkj- unar. Þannig bætast 140 megawött af afli við orkukerfi okkar. Til samanburðar skal þess getið að hefði Krafla skilað helming þess afls, sem þar var upphaflega ráð- gert eða 30mW í stað 11 nú, og ef ekki hefðu tapast 8 mW vegna „umframleka" í Sigöldulóni, þá hefðum við að mestu sloppið við orkuskömmtun nú. |g Stundum sést því haldið fram í óvönduðum blaðaskrif- um að framkvæmdum við Hrauneyjarfossvirkjun hafi verið f restað að forgöngu Hjörleifs Guttormssonar, iðn- aðarráðherra. Þetta eru að sjálfsögðu staðlausir stafir sem enga stoð eiga i veruleikanum. • Haustið 1978 fór iðnaðarráðuneytið þess á leit að Landsvirkjun kannaði, hvort réttmætt væri að fresta gangsetningu fyrstu vélasamstæðu Hrauneyjarfoss- virkjunar um eitt ár. Að lokinni þeirri könnun haustið 1978 varð það sameiginleg niðurstaða stjórnar Lands- virkjunar og iðnaðarráðuneytisins að óhjákvæmilegt væri að halda fast við fyrri áætlun um Hrauneyjarfoss- virkjun og miða gangsetningu eins og áður við haustið 1981. í samræmi við þá niðurstöðu hefur verið unnið síðan. • En af því Alþýðublaðið gengur lengst allra í því að fara með hreinar lygar um hlut núverandi iðnaðarráð- herra að orkuframkvæmdum síðustu 2—3 árin, þá verður ekki hjá því komist að minna með örfáum orðum á þátt Alþýðuf lokksins í þessum efnum. • Innan ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, þá var það Alþýðuflokkurinn sem af miklum ákafa hélt uppi stöðugum kröfum um það, að heildarf járfesting mætti undir engum kringumstæðum fara fram úr 24,5% þjóðarframleiðslu á ári! Allir vita að á íslandi fer stærsti hlutinn af opinberri fjarfestingu til orkumála. Kröfur kratanna voru stöðugt um niðurskurð og meiri niðurskurð, — og ef nokkuð eitt skal nefnt sem varð til tafar i orkuframkvæmdum á árinu 1979, þá var það einmitt andstaða Alþýðuflokksins innan stjórnar ólafs Jóhannessonar við þau framkvæmdaáform í orkumál- um sem Hjörleifur Guttormsson beitti sér fyrir. — k. Lýöhylli enn! • Nú i fyrradag birti Dagblaðið niðurstöður skoðana- könnunar um fylgi og andstöðu við efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Af þeim 600 einstaklingum, sem spurðir voru álits,hafði tæpur þriðjungur ekki tekið af- stöðu, en af þeim sem afstöðu tóku sögðust 68,2% styðja ráðstafanir stjórnarinnar, en 31,8% lýstu yfir andstöðu. Auðvitað ber að taka niðurstöðum skoðanakannana með fyrirvara, en engu að síður er þessi útkoma einkar athyglisverð. — Sérstaklega er hún þó athyglisverð þeg- ar haft er í huga að í skoðanakönnun Dagblaðsins í septembermánuði reyndist fylgi ríkisstjórnarinnar einn- ig milli 60 og 70% (61,4), en fylgi stjórnarandstöðunnar milli 30 og 40% (38,6). • Nú er um eitt ár liðið frá myndun núverandi ríkis- stjórnar og óneitanlega benda skoðanakannanirnar til þess að fylgi hennar sé nokkuð fast, nálægt tveimur þriðju kjósenda. En hvað sem því líður ætti samt hver og einn að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá að verkum sínum. — Sé tekið mið af fylgi flokkanna í síðustu alþingiskosningum, þá samsvarar fjöldi stuðnings- manna við ráðstafanir ríkisstjórnarinnar nú samkvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins öllum kjósendum Alþýðu- bandalagsinsog Framsóknarf lokksins að viðbættum sex af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Hvað verður nú um Geir og flokksbrot hans? — k. rklippt i | 2.5 milljarða bit ■ Nýlega hefur veriB frá þvi Iskýrt i Þjóðviljanum aB fjórir farmar af gasoliu frá breska rikisfyrirtækinu BNOC hafi • kostað 2 milljörðum króna Imeira en ef keypt hefði verið gasolia á sama tima miðað við verð á hinum svokallaða • Rotterdammarkaöi, sem er við- Imiðunin i oliukaupasamningum okkar við Sovétrikin. Þegar endanlega var gengið frá samn- • ingum við BNOC sl. vor var Isamið um 100 þúsund tonn á föstu verði, og er einn 20 þúsund tonna farmur enn ókominn. • Ekki er þvi ósennilegt að verð- Imunurinn verði þegar upp er staðið um 2.5 milljarðar gamalla króna. ■ Ekki væri nú ónýtt aB hafa Isparaö þjóðarbúinu þessi út- gjöld og eiga eitthvaö léttara undir fæti meö ákvöröun fisk- • verðs. En nú bregður svo við aö IMorgunblaöiö, sem var hvað óö- ast þegar RotterdammarkaBur- inn sveiflaöist sem mest upp á < við, minnist ekki á að BNÓC- Imenn séu „okrarar” og „hörmangarar nútimans.” Ekkert er um það rætt að inn- • lendir aöilar hafi hagsmuni af Iþvi pólitiska að kaupa gasoliu á sem óhagstæðustu verði frá breska heimsveldinu. Ekki orö. ■ I Stórar ýkjur Frjáls verslun fjallar um ■ Rotterdammarkaöinn I desem- Iberhefti timaritsins af mun meira jafnaðargeöi en skoöana- bræðrum á Morgunblaðinu er * lagið. Er þar um fróölega úttekt að ræða á þvi fyrirbæri sem svo mjög var rúmfrekt á siöum blaða á árinu 1979. Gefum Frjálsri verslun oröið: „Að undanförnu hefur veriö nóg af oliu að hafa og allir I gleymt Rotterdam-markaöin- um. Sannleikurinn er sá aö þessi svonefndi „markaöur” er , hvorki i Rotterdam né er hann • eiginlegur markaður. Þetta er i I raun þröngur hópur manna, sem vinna i umboösskrifstofum , i Norðvestur.Evrópu og semja I sin á milli um sölu, ýmist i sima eöa telex. Þessi starfsemi er orðuð við , Rotterdam, af þvi aö þar ei ■ stærsta oliuhöfn heims og geysi- stórar olluhreinsistöövar, sem sjá fyrir stórum hluta af þörfum , iBnrikjanna I Norður og Vestur- Evrópu. Rotterdam-markaður- I inn skiptist I tvennt. I fyrsta lagi verslun með oliu á alþjóölegum , markaði, venjulega heila skips- farma, og i ööru lagi svonefnda I „prammaverslun”, sem er raunverulega staösett i Rotter- , dam og fæst við verslun með | oliu, sem flutt er eftir fljótum til Þýskalands ogSviss. Hlutverk Rotterdam-mark- , aösins i alþjóðlegri oliuverslun i hefur verið ýkt stórlega. Megin- hluti af þeirri oliu, sem fer um I höfnina i Rotterdam, er á veg- um stóru oliufélaganna, sem ■ bæBi framleiBa og hreinsa oliu og dreifa henni i smásölu. ! Jöfnunarmiðstöð Meginhlutinn af þeirri ollu, sem fer um Rotterdam, er seld- I ur á langtima samningum. Það sem eftir er, um það bil 5% af oliunni, sem notuð er I iönrikjum I norðvesturhluta 1 Evrópu, er keypt og selt á ! Rotterdammarkaði. Þaö eru um 30 milljónir tonna á ári af oliu og oliuvörum, þó að verslað ' sé meö miklu meira magn, þar ! sem sami farmurinn skiptir I stundum oft um eigendur á leið- inni til neytenda. Alþjóðlegu oliufélögin þurfa á ! Rotterdam-markaöinum aö halda sem einskonar miöstöð, þar sem hægt er að jafna fram- boð og eftirspurn. Jafnvel með háþróuöustu áætlunum er ekki hægt að ná fullu jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á markaði. Framboð og eftir- spurn er erfitt að jafna ná- kvæmlega, þegar haft er i huga að það tekur sex vikur fyrir oliuskip að sigla frá Persaflóa suöur fyrir Afriku til Norður- Evrópu. A meöan á feröinni stendur getur ýmislegt gerst, sem veldur skorti og ruglar áætlanir oliufélaga. Þegar þannig fer er leitaö á náðir um- boðsmanna á Rotterdam -mark- aöi. Tímabundin eðlisbreyting Rotterdam - markaBurinn gegnir miklu hlutverki I sölu á unnum oliuvörum, svo sem þotueldsneyti, gasoliu og svart- oliu. Þegar skortur er og of- framleiBsla hjá olfufélagi selur það eða kaupir á Rotterdam- markaöi. En þessi markaður er ekki alltaf aukaatriði. Vestur- Þjóðverjar hafa til dæmis um árabil keypt um 30% af bensini og 20% af gasoliu á Rotterdam- markaði og lita á hann sem mótvægi gegn stóru oliufélögun- um. Þær skyndilegu veröhækkan- ir, sem urðu á Rotterdammark- aði I fyrra (1979,aths. klippara) breyttu um skeið eðli þeirra við- skipta. 1 stað þess aö vera sölu- staður sem fyllti i eyður, annaö- hvort I framboöi eða eftirspurn, varð markaðurinn að viömiöun I öllu oliuverði i heimfnum. Þetta geröist af þvi aö framleiöendur og kaupendur skildu ekki eðli markaðsins. Verðá þessum markaði er ná- tengt framboöi og eftirspurn i norðanverðri Vestur-Evrópu. Minni háttar kuldakast I eina viku getur valdiö aukinni eftir- spurn sem veldur miklum skorti, án fyrirvara. Vegna þess hve litil olia er á ferðinni á þess- um markaði, er hann mjög við- kvæmur fyrir minnstu breyting- um i eftirspurn, þó að skortur, sem veldur veröhækkunum, sé mjög litill i tonnum. Olía með afslœtti Verðhækkanir i fyrra (1979) höfðu mikil áhrif á Rotterdam- ---------------og markaöinn og ollu þvi aö hann tvöfaldaöist aö magni, i nærri 10%, þegar fjöldi framleiðenda stefndi viöskiptum sinum þang- aðog á timabili fóru 30% af oliu- notkun Noröur-Evrópu um markaðinn. En þegar ró komst aftur á oliuviðskiptin tók mark- aöurinn aftur við sinu fyrra hlutverki að dreifa afgöngum eða fylla inn i eyður, sem lang- tima samningar náöu ekki til. Þaö er almenn trú að verðlag sé almennt hærra á Rotterdam- markaði en annarsstaðar. Sannleikurinn er sá aö fyrir kreppuna i tran leituðu menn á Rotterdam-markaö til að fá oliu meö afslætti. Þar voru seldar umframbirgðir. Mestan hluta siðasta áratugs hefur verið veruleg umframframleiösla á oliu og meiri afkastageta i oliu- hreinsunarstöövum en hægt hefur veriö að nýta. Ef oliu- hreinsunarstöö hefði allan þann tima selt á Rotterdamverði, hefði hún farið á hausinn, þar sem veröið þar var að staðaldri undir framleiðslukostnaði. ABur en til strlðsins kom milli , tran og trak var verö á Rotter- ■ dam-markaði svo lágt aö mörg af stóru oliufélögunum spöruðu sér fé meö þvi að kaupa þar , unnar oliuvörur, frekar en aö ■ vinna þær i eigin hreinsunar- I stöövum” Hagstœð viðmiðun Það sem hér hefur verið ti- ! undað uppúr Frjálsri verslun styður þá fullyrðingu sem Þjóö- viljinn hélt mjög á lofti að með- ■ an framboö héldist i eðlilegu horfi væri viðmiðun við Rotter- dam- markaöinn Islendingum mjög hagkvæm eins og hún hef- ur lengstum verið. Þvi til við- ‘ bótar er nú ljóst að framleið- endur og kaupendur hafa áttað sig betur á eöli markaöarins, og ekki er liklegt að þegar næst 1 kreppir að I oliuframboði verði hækkanir eins hrikalegar á Rotterdam-markaöi. Þá hefur • birgðarými og birgöahald veriö ! stóraukiö i flestum iönrikjum, auk þess sem orkusparnaður er viöast farinn aö segja til sin. Þannig eru oliufélög, riki og einstaklingar á margan hátt betur undir þaö búin að taka af- leiöingum næstu framboðs- kreppu. — ekh skorið Rotterdam makaöurinn: Ekki eins mikið brask og okur og menn halda Þó aö „Rotterdam markaöurinn" hafi verið nær stanslaust í fréttum síðasta árið eða svo, er minna um að menn skilji hvað( hann er og hvernig hann verkar. Þegar otiukreppan í fyrra lór af staö, vegna atburða í íran, þaut verðiö á Rotterdam markaði úr 8 dollurum á tunnu upp í 40 dollara á tunnu á elnnl viku, þegar alllr reyndu í senn að tryggja sér olíu. Meðllmlr Opec, samtaka olíuútflutnlngsríkja, notuðu svo þessar veröhækkanlr tll að rétt- læta sínar verðhækkanir. Mikið ófremdarástand varð á markaðnum. Seljendur yfirgáfu sína fyrri viðskiptavini og buðu farma á frjálsum markaði. Olia sem unnin var í olíuhreinsunar- stöðvum I Karibiska hafinu fyrir Bandaríkjamarkað var þess í staö seld á Rotterdam markaði. Fram- leiðendur rufu langtimasamninga og seldu olluna hæstbjóðanda. Að undanförnu hefur verið nóg af oliu að hafa og allir gleymt Rotterdam markaðinum. Sann- leikurinn er sá að þessi svonefndi „markaður” er hvorki I Rotterdam, né er hann eiginlegur markaður. Þetta er I raun þröngur hópur manna, sem vinna i umboðsskrif- stofum ( Norðvestur Evrópu og semja sin á milli um sölu, ýmist i síma eða telex. Þessi starfsemi er orðuð við Rotterdam, af þvi að þarerstærsta olíuhöfn heims og geysistórar oliuhreinsistöðvar, sem sjá fyrir stórum hluta af þörfum iðnrikj- i alþjóðlegri oliuverslun hefur ver- iö ýkt stórlega. Meginhluti af þeirri oliu, sem fer um höfnina í Rotter- dam, er á vegum stóru olíufélag- anna, sem bæöi framleiða og hreinsa olfu, eða smærri sjálf- stæðra fyrirtækja, sem hreinsa oliu og dreifa henni i smásölu. Meginhlutinn af þeirri olíu. sem fer um Rotterdam, er seldur á langtfma samningum. Það sem eftir er, um þaö bil 5% af oliunni, sem notuð er í iðnríkjum i norð- vesturhluta Evrópu, er keypt og selt á Rotterdam markaði. Það eru um 30 miljónir tonna á ári af olíu og oliuvörum, þó aö verslað sé með miklu meira magn, þar sem sami farmurinn skiptir stundum oft um eigendur, á leiðinni til neyt- enda. Alþjóðlegu olíufólögin þurfa á Rotterdam markaðnum aö halda, sem einskonar miðstöð, þar sem

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.