Þjóðviljinn - 21.01.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJIÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. janúar 1981
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjódfrelsis
titgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
ólafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi
björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Keykjavik, simi 8 13 33-
Prentun: Blaöaprent hf.
Algleymi
„frjálshyggjunnar”
• í tveimur nágrannaríkjum okkar (slendinga, Bret-
landi og Svíþjóð,settust ákafir hægri menn að völdum
fyrir fáum árum. I Bretlandi ríkir Margareth Thatcher,
átrúnaðargoð allra sannra ,,f rjálshyggjumanna". I Sví-
þjóð skipar formaður hægri flokksins þar í landi, Gösta
Bohman, sæti efnahagsmálaráðherra í borgaralegri
ríkisstjórn.
• Báðir þessir fulltrúar öfgafullrar hægri stefnu unnu
kosningasigra í heimalöndum sinum út á nákvæmlega
sama leiftursóknarboðskap og Sjálfstæðisflokkurinn
flutti hér fyrir síðustu alþingiskosningar. Það voru
skottulækningar kuklarans Miltons Friedman sem
bjarga áttu Bretum og Svíum ekki síður en íslendingum
úr klóm efnahagsöngþveitis og voða til vinstri.
• Og hvernig er nú ástatt í Bretlandi, og hvernig í Sví-
þjóð?
% Við váldatöku frú Thatcher í Bretlandi fyrir tæpum
tveimur árum voru atvinnuleysingjar þar 1,3 miljónir
manna. Nú hefur atvinnulausum f jölgað um yf ir 50% og
þeir komnir nokkuð á þriðju miljón.
• Þetta samsvarar því að hér á landi væru um 10.000
manns atvinnulausir. Halda menn ekki að þá væri
gaman að lifa, ef þannig væri ástatt hér? Og nú segja
fréttir frá Bretlandi að sjö af hverjum tíu fyrirtækjum
þar í landi gef i upp að þau séu að hugsa um að draga enn
f rekar saman seglin! Og verðbólgan? Þegar síðast f rétt-
ist var hún ríflega 50% hærri í Bretlandi en þegar
íhaldsf lokkurinn tók þar við stjórn fyrir tæpum tveim
árum.
9 Er annars nema von að lærisveinar og vopnabræður
þeirra hjúa Miltons Friedman og frú Thatcher hér fái
sem víðar heldur slappar einkunnir hjá kjósendum í
skoðanakönnunum um þessar mundir?
• Ekki er nú ástandið jafn slæmt í Svíþjóð og í Bret-
landi. — En hvað hefðu menn sagt um það hér ef f jár-
málaráðherra Alþýðubandalagsins hefði lagt fram f jár-
lagaf rumvarp með hvorki meira né minna en 30% halla?
Þetta gerðist nú í Svíþjóð fyrir nokkrum dögum, þar sem
efnahagsmálaráðherrann er Gösta Bohman, formaður
hægri flokks „frjálshyggjumanna"!
• Ef við berum þetta saman við ísland, þar sem held-
arupphæð f járlaga þessa árs er um 550 miljarðar gam-
alla króna, þá ætti hallinn á ríkisbúskapnum hjá Ragnari
Arnalds að vera „aðeins" 165 miljarðar gamalla is-
lenskra króna þetta árið!
• Hvort skyldi Matthías Á. Mathiesen fremur hugsa
sér að sækja ráð til skoðanabræðra í London eða Stokk-
hólmi verði honum á ný trúað fyrir f járhirslu íslenska
ríkisins?
• Og í Svíþjóð fer atvinnuleysi tíka verulega vaxandi
um þessar mundir. Þannig má lesa þá frétt í Morgun-
blaðinu i gær, að í Svíþjóð hafi atvinnulausu ungu fólki
f jölgað um 30% á einu ári,frá því í desember 1979 og þar
til í desember 1980, og að atvinnulausum konum hafi á
sama tíma f jölgað um 23%.
• „Frjálshyggjan" lætur ekki að sér hæða, þar sem
postular hennar ná að ráða og ríkja!
• Svo sannarlega fer fjöldamargt á annan veg en
skyldi hér hjá okkur íslendingum nú eins og jaf nan áður
og síst af öilu er sjálfsánægja við hæfi.
• En ætli viðgetum samtekki bærilega unað okkar hlut á
sviði atvinnu- og efnahagsmála sé til samanburðar litið
tiljBreta og Svía þar sem öfgafull hægri stefna ræður nú
ríkjum.
• (sland er eitt örfárra ríkja í okkar heimshluta þar
sem verðbólgustigið hefur ekki hækkað frá því sem var
sumarið 1978, þegar pólitískir vopnabræður bresku járn-
frúarinnar yfirgáfu ráðherrastólana hér. Geir Hall-
grímsson og Matthías A. Mathiesen skiluðu af sér.milli
50 og 55% verðbólgu í ágúst 1978, þrátt fyrir langtum
minni alþjóðlega verðbólgu þá en verið hef ur síðustu tvö
árin. Víða annars staðar hef ur verðbólgan tvöfaldast f rá
því 1978.
• Og hverjir vilja svo skipta á fullri atvinnu og tíu
þúsund atvinnuleysingjum?
• Eða máske á hallalausum ríkisbúskap, sem við
búum nú við, og fá í staðinn búskaparlag sænskra
„frjálshyggjumanna" með 30% halla á rikiskassanum,
sem hér þýddi skuldasöf nun hjá ríkinu upp á 3,7 miljarða
gamalla íslenskra króna á einu ári á sérhverja fimm
manna fjölskyldu?
k.
Aldrei
unniO fyrir
útvarp
segir Ásdís Ralnar. nýráðinn
fréttamaður við Rikisútvarpið
Guðmundur H. Garðarsson:
99
Nú ríður á að
halda völdum“
Tilvitnun í forystumann Alþýðubandalagsins
. kk, ,.|. kk. f\ rirhrigð, , «•»« —«tu K**a m,ð„.„ð h„,n, s..s,ul,sn,a. raðs„,,rn. ,f„r |-,n.
si^unm. að l.tlir n,,„nihl„uh„p lagu^M ráð '„M-'mngar Ir'ð,,,,,.^ m-h, I-i, hrn.uðu ,
;',l fs,n''\t,hbn kTií"-„r'.-” V-Íh *urfi i IsUml,'
\,„S,„„ raðun, HMuitum l,.ll- Kftír s,,nn, hrimsstvrjold.n:. I ngir „g rfn,l„g,r sosial.star
,nu„n, un.lir >f,r„k,m bjöðfrrb, 4ar k„mn,un,s,um v.ða um hr.m frnjju," Yfirrýs"*vini11v[ð
1-,'n “'r'l'Jwíun,"\'rIraðun, íaldítaka*n„nni SÍ.vrtnkin \ar rkk, Irngur aðal
hlutahupa , skjnl, v„|,na „tí alriðlð Það
Guðmundur H. Gurður—>n
klippt
Hvatarkommi
Ja, ljótt er ástandið. Ellert
Schram gerði þvi góð skil i
rikisútvarpinu i fyrrakvöld.
Kommar vaöa uppi, satt var
orðið. 1 útvarpsviðtalinu gerði
Ellert engan greinarmun á
þeim þremur fréttamönnum
sem ráðnir hafa veriö á frétta-
stofuna þvert ofan i vilja
meirihluta útvarpsráðs. Sama
dag og McCarthy-isma Schram-
arans er útvarpið birtist i blaöi
hans Visi,viðtal við einn hinna
nýráönu fréttamanna. Asdis
Rafnar hefur unnið á Morgun-
blaðinu frá 1977 og starfar
„einnig I Sjálfstæðiskvenna-
lélaginu Hvöt”. Þá er skörin
tekin að færast upp á bekkinn
þegar ,,málaliðar”kommúnista
og/eöa „nytsamir sakleysingj-
ar undir áhrifum annarlegs
pólitisks þrýstings” eru farnir
að vinna á Morgunblaðinu og
starfa með Hvatarkonum.
Áratugur Al-
þýðubandalagsins
Þeirri kenningu er nú haldið á
lofti af ýmsum ihaldssinnum aö
vinstri menn og kommar ráöi
óeölilega miklu um gang mála á
tslandi. Indriöi G. segir aö nú sé
genginn I garð áratugur Alþýðu-
bandalagsins, sem taki við af
áratug Framsóknar. Aðrir
hægrisinnaðir rithöfundar hafa
talað um að enginn njóti sann-
mælis nema að hann sé annað-
hvort „utan eða innaná”
Alþýðubandalaginu. Ellert
Schram útvikkar kenninguna
um fjölmiölaitök Alþýðubanda-
lagsins á þann veg að jafnvel þó
starfsmenn rikisfjölmiðla gangi
ekki meö flokksskirteinið upp á
vasann séu þeir annaðtveggja á
mála hjá kommaflokknum, eöa
nytsamir sakleysingjar i verk-
um fyrir hann. Ellert er greini-
lega undir áhrifum eftirmanns
sins i formennsku fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna i Reykja-
vik við gerð pottþéttra
samsæriskenninga. Þar hefur
Guðmundur H. Garöarsson þó
slika yfirburði að Ellert læri-
sveinn hans mun seint komast
með tærnar þar sem hann hefur
hælana.
j Afl, þekking og fé
| Fimmtudaginn 15. þessa
I mánaðar skrifar Guðmundur H.
| Grein i Morgunblaðið þar sem
, hann hefur eftir ónafngreindum
■ forystumanni Alþýðubanda-
I lagsins að „nú riði á að haida
I völdunum”. Hann lýkur grein-
, inni með þvi að láta þvi „ósvar-
■ að að sinni” hvernig foringjum
I Alþýðubandalagsins hefur bor-
| ist það afl, þekking og fjármagn
i til að útfæra þá valdatöku i
■ ýmsum myndum sem átt hefur
j sér staö á tslandi á áratugnum
I 1970—80.” Þessa aöferð hefur
, Ellert lært til hlitar af Guð-
| mundi H., þvi i útvarpinu vildi
I hann ekki aö sinni nafngreina
I málaliðana sé tilgreina
, þrýstingsaöila. Það gerði
| McCarthy heldur aldrei á sinni
I tið fyrr en aö gjörningaveðrið
I var orðið slikt aö ekki tjóaði fyr-
■ ir útnefnda komma að bera
I hönd fyrir höfuð sér. En ekki er
I þaö alveg öruggt að það sem
| dugöi vel i Bandarikjunum i
■ byrjun sjötta áratugarins nýtist
■ að sama skapi á Islandi 1981.
j Sovétníðið
herbragð
I Mesta flugið á Guðmundi H.,
■ er þó þegar hann flettir ofan af
nýjum vinnubrögðum Alþýðu-
bandalagsins. Yfirlýst vinátta
viö Sovétrikin er ekki lengur að-
alatriöiö. „Hin nýja lína var að
koma þyrfti á kommúnisma,
róttækum sósialisma, ráðstjórn,
eftir þeim leiðum, sem best
hentuðu i hverju landi.”
Svo klókir og viösjárverðir
eru kommarnir að öllu er snúið
viö:
„Þá mun það boð hafa verið
látið út ganga, að ef afneita
þyrfti Sovétrikjunum vegna ein-
stakra atvika, yrði það þolað,
svo framarlega sem vel og
skipulega yrði unnið að megin-
markmiðunum: Aö eyöileggja
valdakerfi borgarastéttarinnar
og koma á sósialisma.”
Loksins er fundin skýring á
þvi hversvegna Arni Bergmann
er með eilifar aðfinnslur við
Sovétkerfið. Hann gerir það
samkvæmt sérstakri tilskipun
frá Moskvu og til þess eins að
villa um fyrir trúgjarnri borg-
arastéttinni á Islandi. Jafnvel
gamlir islenskir sovétvinir hafa
átt erfitt með að botna I þessum
klókindum fyrr en Guðmundur
H., flettir svona rækilega ofanaf
þeim.
Vísindaleg
vinnubrögð
Enda segir hann:
„Timabært er, að íslendingar
geri sér grein fyrir, að það er
engin tilviljun hversu langt
alþýðubandalagsmenn (islensk-
ir kommúnistar) hafa komist i
að ná svo til ölium völdum á
tslandi. Að baki er þrautskipu-
lögð vinna, sem greinilega er
gerð á grundvelli visindalegra
þjóðfélagsrannsókna á styrk og
veikleika islensks þjóðfélags-
kerfis.”
Hver var að segja að Alþýðu-
bandalagið heföi aflagt allan
marxisma?
Fyrst og siðast eru Ellert,
Guðmundur og Indriði G. og
fleiri andlegir bræður þeirra að
■ brýna fulltrúa borgarastéttar-
innar hvar i flokki sem þeir
standa að sameinast gegn þeirri
skipulögðu vá sem stafar af
Alþýðubandalaginu. Kosninga-
visitala hefur hingaötil bannað
slikt samstarf til langframa, en
nú er hvatt til þess að borgara-
flokkarnir láti eiginhagsmuni
vikja, þvi annars muni borgara-
stéttin tortimast. Þetta er allt
að koma, gæti maður sagt af
þessu tilefni.
---------------«9
Matthías
hló ekki
Visir spyr i gær: Hvernig
skyldi standa á skyndilegum
áhuga Þjóðviljans á þvi að
Matthias A. Mathlesen bjóði sig
fram til formanns í Sjálfstæðis-
flokksins? Visi finnst það skrit-
ið. En ólafi G. Einarssyni for-
manni þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins fannst þaö ekki bara
skrltið að rætt væri um Matthias I
A. Mathiesen sem formann j
heldur lika hlægilegt. „Mér |
þykir þú gamansamur” segir .
hann viö blaðamann Þjóövilj- I
ans.Núerþaðvitaðaðum skeið I
hefur verið togstreita milli J
Ólafs og Matthiasar, og kom j
það fram nokkru sinni á Alþingi. I
Staðan er flókin i flokksbrotinu I
og formannsembættið gæti oröið J
laust i vor ef mál veltast á þann .
veg.
En hitt höfum við fyrir satt að I
Matthiasi A. Mathiesen þyki [
það hvorki skritið né hlægilegt .
að talað sé um hann sem for- I
mannsefni i flokksbrotinu.
Ekki varðbergur
í klippi i gær var talað um að J
„tveir Varðbergir”, Guðmund- ■
ur H. Garðarsson og Halldór I
Valdimarsson, heföu komið I
fram i sjónvarpsþætti um stjórn J
Reagans.
Halldór hefur vakið máls á I
þvi, að hér sé um herfilegan I
misskilning að ræöa, hann hafi J
aldrei verið við þann félags- .
skap, Varðberg, kenndur. Og er I
hann nú beðinn velvirðingar á I
þvi, að þessum misskilningi J
skuli hér hafa upp skotið.
—e.k.h. j
skorið