Þjóðviljinn - 19.02.1981, Síða 11

Þjóðviljinn - 19.02.1981, Síða 11
Fimmtudagur 19. febrúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Jakob Björnsson, orkumálastjóri: 11. alþjóðlega orkumála- ráðstefnan og horfur í orkumálum ll. alþjóðlega orkumála- ráðstefnan var haldin í Mitnchen dagana 8.—12. sept. s.l. Tvo nætu daga á undan, 6. og 7. sept. var haldinn árlegur fundur í miðstjórn ráðstefnunnar, hinu svonefnda alþjóðlega framkvæmdaráði. Á ráðstefnunni í M'únchen mættu um 3500 þátttakendur hvaðanæva úr heiminum, auk nál. 1500 maka þátttakenda og ann- arra gesta, þannig að um 5.000 manns alls tóku þátt í henni. Héðan frá lslandi sóttu alls 19 manns ráðstefnuna, þar af 11 þátttakendur: Tveir frá iðnaðar- ráðuneytinu, þrir frá Orkustofn- un, þrír frá Landsvirkjun,einn frá Rafmagnsveitum rikisins, einn frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og einn frá Hitaveitu Suðurnesja. Alþjoðlega orkumálaráöstefn- an er samtök manna og stofnana er starfa að orkumálum viðs- vegar um heim. Þau eru óháð stjórnvöldum einstakra ríkja, en hafa hins vegar mikla samvinnu við þau, svo og margar sérstofn- anir Sameinuðu þjóðanna og ýmis alþjóöleg samtöik önnur. Þetta eru gömul samtök. Þau voru stofnuð i London 1924 og hafa starfað óslítið siðan, að undan- teknum styrjaldarárunum. Tilgangur þeirra er að ,,stuðla aö virkjun orkulinda og nýtingu þeirra í friösamlegum tilgangi, svo að verða megi öllum til sem mestra nytja, bæði i einstökum löndum og á alþjóðlegum vett- vangi”. Ráðstefnur eru nú haldnar á þriggja ára fresti, til skiptis i ýmsum hlutum heims. Alþjóðlega framkvæmdaráðið, stjórn ráð- stefnunnar, hcldur fund árlega, einnig til skiptis i þátttökulöndun- um. Samtökin hafa aðalskrifstofu i London. Alþjóðlega orkumálaráðstefn- an starfar i svonefndum lands- nefndum. Er ein I hverju landi. llvcrt land hefur eitt atkvæði á fundum alþjóðlega framkvæmda- ráðsins, án tillits til fólksfjölda, og greiðir árlegt tillag til samtak- anna, sem ræðst m.a. af orku- notkun á mann I viökomandi landi, heildarorkunotkun og fleiri þáttum. island greiðir láginarks- gjald. 346 sterlingspund á ári. Auk landsnefndanna I hverju landi starfa margar sérnefndir milli þinga, að sérstökum viöfangsefnum. Eru þær gjarnan skipaðar mönnum viðsvegar aö úr heiminum. Þeirra veigámest hefur nú aö undanförnu verið svonefnd Orkusparnaöarnefnd, sem hefur gert úttekt á horfum i orkumálum heimsins næstu 40 ár, fram til ársins 2020; liklega hina umfangsmestu og vönduöustu út- tekt af þessu tagi sem gerð hefur verið. Orkusparnaöarnefndin starfar áfram. Nýlega var önnur slik nefnd sett á laggimar til aö fjalla um orkumál þróunar- landanna sérstaklega, og á fundi Framkvæmdaráðsins I Múnchen var ákveöið að hún skyldi starfa til frambúðar. Er þess vænst aö þessi nefnd verði brátt hin aösópsmesta allra sérnefndanna, svo mjög sem orkumál þróunar- landanna eru nú i brennidepli. Ráðstefna 1 Míinchen Hver ráðstefna hefur sitt höfuð- viðfangsefni. Viðfangsefni 11. ráðstefnunnar var: „Orka handa heimi okkar”. Efninu var skipt I fjdrar deildir: 1. Orkuframboð 2. Orka og samfélag. 3. Orka og umhverfi 4. Orka, samfélag og umhverfi A ráðstefnunni voru lögð fram alls 164 almenn erindi. Úr þeim voru unnin fjögur yfirlitserindi, eitt fyrir hverja deild. Loks komu fram á ráðstefnunni fjölmargar svonefndar „stöðuskýrslur” um einstök afmörkuð svið orkumála. Stöðuskýrslur þessar voru samd- ar af mönnum, sem sérstaklega 'höfðu veriö til þess fengnir. Þær yoru lagðar til grundvallar hring- borðsumræðum og vinnuhópaum- ræðum á ráðstefnunni. Frá tslandi komu tvö almenn erindi: „Oliusparnaður i húshitun á Islandi með nýtingu innlendra orkugjafa i stað oliu” eftir Jakob Björnsson orkumálastjóra, og „Alþjóðlegt jarðhitaþjálfunar- námskeið á Islandi i tengslum við Háskóla Sameinuðu þjóðanna” eftir Ingvar Birgi Friðleifsson, jaröfræðing á Orkustofnun, sem veitir námskeiðinu forstööu, og W. Shearer, frá Háskóla Samein- uðu þjóðanna i Tókió. Ekki leikur vafi á þvi að fyrsti þátturinn af þeim fjórum, sem taldir voru, orkuframboðið, varð fyrirferöarmestur á ráöstefn- unni, þótt um hina væri vissulega fjallað lika, ekki sist hinn fjórða. Fyrsti þátturinn fjallaði einmitt um hið brennandi vandamál okk- ar tima, orkukreppuna svo- nefndu. Verður nægilegt framboð á orku til að mæta vaxandi þörf? Þvi að veröi óhæfilegt misvægi milli framboðs og eftirspurnar getur það leitt til þess, að verðlag á orku fer úr öllum böndum, með efnahagskreppur og jafnvel styrjaldir sem afleiðingu. Bakgrunnur umræðna um orkuframboðið var ýtarleg úttekt sem Orkusparnaðarnefnd Alþjóð- legu orkumálaráöstefnunnar hefur unnið að mörg undanfarin ár, og birtist i sjö bindum árið 1978. A ráðstefnunni i Milnchen kom fram, að þær niöurstöður eru taldar óbreyttar enn i öllum meginatriðum. Vegna mikilvægis þessa máls fyrir hvert einasta mannsbarn á jarðarkringlunni er ekki úr vegi að rekja niðurstöður Orkusparnaðarnefndarinnar i allra stærstu dráttum. Horfur 1 orku- málum heimsins fram til 2020 Meginniðurstöður af könnun Orkusparnaðarnefndarinnar má draga saman þannig: 1. Heildarorkuþörf heimsins mun fjórfaldast á timabilinu 1972—2020, en raforkuþörf rúmlega áttfaldast. 2. Vöxtur orkuþarfarinnar verður mjög mismunandi i ýmsum hlutum heimsins. I OECD-löndunum sem heild (þ.e. iðnrikjum Vesturlanda, Japan, Astraliu og Nýja- Sjálandi) er áætlaö að orku- þörfin tæplega tvöfaldist, tæp- lega fimmfaldist i rikjum með áætlunarbúskap, en nær fimmtánfaldist i þróunarlönd- unum sem heild. 3. Aætlað er að þessi vöxtur orkunotkunar nægi til að halda uppi 4,2% hagvexti á ári til jafnaöar i OECD-rikjunum, svipuöum hagvexti i löndum með áætlunarbúskap og rikt hefur f þeim sem heild undan- farna þrjá áratugi, en 5,7% á ári i þróunarlöndunum. Þetta verði þó þvi aðeins mögulegt að til komi viðtækur orkusparn- aður og bætt orkunýting, þannig að árið 2020 megi ná 1% vexti i þjóðarfram leiðslu með aðeins helmingi þeirrar orku, sem slikur vöxtur kostar i dag i OECD-löndum og með þriðjungi minni orku i þróunar- löndum. 4. Bregðist þessi orkusparnaður hlýtur það að koma fram i minni hagvexti en ofan- greindar tölur sýna, þar eð ekki er talið gerlegt að mæta meiri orkuþörf en áætlunin segir til um, og raunar er engan veginn tryggt að unnt verði aö mæta henni. Verulegt misvægi milli framboðs og eftirspurnar á orku myndi tákna stórhækkað verð á henni og harða samkeppni um hana. Hætt er við að það yrðu fremur þróunarlöndin en iðnrikin sem yrðu undir i slikri keppni, þannig að það kæmi fyrst og fremst niöur á þeirra hagvexti, og þar með lifskjörum i þeim, ef ekki reynist unnt að mæta orkueftirspurninni. 5. Talið er, að unnt eigi að vera að halda viðunandi, en að visu ótryggu, jafnvægi milli fram- boðs á oli'u og eftirspurnar eftir henni, og komast þannig hjá þvi aö verðlag á oliu fari upp úr öllu valdi á timabilinu fram til 2020. Þetta er þó þvi aðeins mögulegt að nú þegar veröi stórlega dregið úr vexti oliu- notkunar frá þvi sem hann hef- ur verið, og olia takmörkuð við svonefnd forgangsnot, sem eru samgöngur og efnaiðnaður. Hætta veröur hið bráðasta að nota oliu til hitunar, hvort heldur er i iðnaði eða á heimil- um, og til raforkuvinnslu. 6. Aætlað er að oliuvinnsla muni enn vaxa nokkuð og ná hámarki i kringum 1990, um 5 milljörðum tonna á ári, boriö saman við nál. 3 milljaröa tonna nú. Eftir það mun oliu- vinnsla dragast saman, niður i um 4 milljaröa tonna árið 2005 og 2,3 milljaröa árið 2020. Svip- MÖGULEG VINNSLA HRÁ0RKU í HEIMINUM,EXAJÚL Á ÁRI, SAMKVÆMT MATI ORKUSPARNAÐARNEFNDAR ALÞJÓÐLEGU ORKUMÁLARÁÐSTEFNUNNAR 0RKULIND 1972 1985 2000 2020 Kol 66 115 170 259 01 ío 115 216 195 106 Jorðgas 46 77 143 125 Kjamorka 2 23 88 314 Vatnsorko 14 24 34 56 óhefdbundnar olíu- og gaslíndir 0 0 4 40 Endurnýjanlegor orkulindir- sólarorka, jordhiti, lífroen efni 26 33 56 100 ALLS 269 488 690 1000 0RKUSPÁ ORKUSPARNAÐARNEFNDAR ALPJÓDLEGU ORKUMÁLARÁÐSTEFNUNNAR EFTIRSPURN EFTIR HRÁ0RKU,EXAJÚL Á ÁRI 11 0ECD lönd Lönd med óœtlunar- búskap Þróunar- lönd Heimurinn í heild 1972 150 66 27 243 1980 178 86 46 310 1990 212 120 86 418 2000 242 167 152' 561 2010 262 233 253 748 2020 278 325 397 1000 11 I exajúl (EJ)er IOl8júJ (J) eðo 278 TWh Eitt exajúl jofngildir orttuí rúmlegu 22,7milljónum tonno of olíu. Virkjonleg votnsorka íslonds er, reiknud sem hróorko, um 0,3 exojúl ó óri. Jakob Björnsson. að er aö segja um jarðgas, nema hámarkinu er þar talið munu verða náð um aldamótin. Aukningin frá núverandi vinnslu upp i hámarkið er talin verða mun meiri en fyrir oliuna. 7. Ef hætta á að nota oliu og gas til raforkuvinnslu, jafnframt þvi sem hún á að áttfaldast að magni, er ljóst að aðrir orku- gjafar verða að bera byrðar raforkuvinnslunnar. Komist er að þeirri niðurstöðu að meginþunginn muni hvila á kolum og kjarnorku, þrátt fyrir að áætlað er að raforkuvinnsla úr.vatnsafli muni fjórfaldast frá 1972 til 2020. Kolin ein geta þó ekki tekið á sig þaö sem á vantar þegar vatnsorkunni sleppir. Kjarnorka verður aö sjá fyrir verulegum hluta. Aætlað er að vinnslugeta 150-faldast milli 1972 og 2020. Tekið er fram, að fyrir heiminn i heild sé aðeins um það að velja að nýta kjarnorkuna eða ná ekki þeim hagvexti sem áætlaður er. Þar sé enginn þriðji möguleiki til. Aftur er hætt við að slik tak- mörkun hagvaxtar kæmi fren;- ur niður á þróunarlöndum en iönrikjum. Þessi niðurstaða varðandi kjarnorkuna á við um timabilið fram til 2020, en þar með er ekki sagt að hún þurfi að gilda um alla framtið. Þegar kemur lengra fram á næstu öld gætu aðrir orkugjafar leyst kjarn- orkuna (þ.e. klofningskjarn- orku þá sem nú er nytjuð) af hólmi, og hlutverk hennar þannig orðið timabundið. 8. Aætlað er, að nýting óhefð- bundinna, varanlegra orku- linda, svo sem sólarorku, jarðvarma, orku úr lifrænum efnum, eða samrunakjarn- orku, muni vaxa hægt fram yfir 1990, en hraðar úr þvi, og hafa árið 2020 nálægt fjórfald- ast frá þvi sem var 1972, sem þýðir, að hlutdeild þeirra i orkuvinnslunni i heild er nánast óbreytt. Talið er, að einmitt þessar óhefðbundnu orkulindir séu megin-orkuvon mannkynsins, séö til langrar framtiðar, miðbiks næstu ald- ar eða svo. A hinn bóginn er taliö óraunhæft að vænta þess að þær leysi aðsteðjandi vanda. Þaö hljóti óhjákvæmi- lega að taka langan tima að breyta hinu risavaxna orku- kerfi heimsins, sem er tregt i eðli sinu. Minnt er á, að það hafi tekið oliuna meira en heila öld að ná þeirri yfir- burðastöðu sem hún nú hefur á orkumarkaði heimsins. Það hljóti einnig að taka nýjar orkulindir sinn tima að ná yfirburöastöðu, enda þótt stytta megi þann tima mikiö meö markvissum ráöstöfun- um. 9. Orkuframtiö mannkynsins, séö til lengri tima, er talin björt. En ódýr olia og gas, meginorkulindir dagsins i dag, eru á þrotum, og fram- undan eru miklir breytinga- timar, þar sem orkukerfi heimsins þarf að laga sig aö breyttum aðstæöum. Þessir breytingatimar eru varasam- ir og erfiðir. Vandinn er ekki sá að orkulindir skorti, þegar á heildina er litið. Vandinn er fdlginn i sjálfum breytingun- um. Orkukerfi heimsins er Framhald á bls. 12

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.