Þjóðviljinn - 19.02.1981, Side 16
DJÖÐVIUINN
Fimmtudagur 19. febrúar 1981.
Mikil rafmagns-
skömmtun á
Vestfjörðum
Frysti-
hús
lokuð
Mjög alvarlegt ástand er
nú i rafmagnsmálum á
Vestfjöröum. Hjá Ingva
Guðmundssyni, rafmagns-
eftirlitsmanni hjá Orkubúi
Vestf jaröa fengum við þær
upplýsingar aö brotnir
væru 16 staurar í gömlu
stofnlínunni frá Mjólkár-
virkjun og 6 samstæöur í
nýju stofnlínunni. Þetta er
i Arnarfirði skammt frá
virkjuninni og erfitt að
koma þangaö þungavinnu-
vélum.
Þetta gerir það að verkum að
ekkertrafmagn berst frá virkjun-
inni og er nú keyrt með disel-
vélum á öllum fjörðum.
Þá er linan frá landskerfinu
einnig slitin i Reykhólasveit. en
þeirri orku væri ekki hægt að
dreifa vegna bilunarinnar i
Arnarfirði.
Tekin hefur verið upp mikil
raf magnsskömmtun einkum
norðan Arnarfjarðar og þar
liggur niðri öll vinnsla i frysti-
húsum. Þá eru einnig bilanir og
rafmagnsskortur á Borðeyri og i
Árneshreppi.
Yngvi sagði.að með björtustu
vonum væri hægt að gera ráð
fyrir að bráðabirgðaviðgerð á
annari stofnlinunni frá Mjólkár-
virkjun yrði lokið á morgun.
Bó
Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i afgreiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Miklar umræður á Alþingi um dýr togarakaup:
Alvarleg mistök
segir forsœtisráðherra og
lofar að kanna málið
Þrir ráðherrar, forsætisráð-
I herra, fjármálaráðherra og
\ sjávarútvegsráðherra upplýstu
| á Alþingi i gær aö rikisstjórnin
" hefði ckki beint neinum sér-
| stökum tilmælum til stjórnar
■ Framkvæmdastofnunar um
I togarakaup til Þórshafnar.
_ Fjallað hefði vcrið um máiið i
| rikisstjórn á þriðjudag án þess
■ að sérstök samþykkt hefði verið
I gerð. Eftir rikisstjórnarfundinn
B ræddi svo Steingrimur
| Hermannsson við Sverri
B Hermannsson framkvæmda-
_ stjóra Framkvæmdastofnunar
I og mun skýrsla Sverris til
■ stjórnar slofnunarinnar af þvi
I samtali hafa verið skilin svo(að
■ fyrir lægju tilmæli frá ríkis-
■ stjórn i málinu. Steingrimur
“ mun hinsvegar hafa kynnt
■ Sverri hugmyndir sinar og
I Ragnars Arnalds um hugsan-
■ lega lausn málsins, en þá hug-
| mynd lagði stjórn Fram-
■ kvæmdastofnunar til grund-
L
vallar samþykkt sinni i málinu
á þriðjudag.
Langar umræður voru um
togarakaupin til Þórshafnar i
báðum deildum Alþingis i gær
og fór allur fundartimi beggja
deilda i umræður um málið og
gerðu þingmenn þar grein fyrir
afstöðu sinni til þessa umdeilda
máls. Eins og kunnugt er þá
samþykkti stjórn Fram-
kvæmdastofnunar á þriðjudag
að leggja fram 10% af kaup-
verði togarans, en önnur 10%
yrðu fengin af lánsfé sem rikis-
stjórnin hefur ákveðið að
ábyrgjast til stofnunarinnar
vegna innlends skipasmiðaiðn-
aðar. Rikissjóður mun hins
vegar ábyrgjast beint lán fyrir
80% af kaupverði togarans.
Kaupverð togarans er nú
komið i 28 miljónir norkra króna
en var upphaflega 21 miljón
króna og má rekja mismuninn
m.a. til mikilla og umdeildra
breytinga á skipinu. Við um-
ræður um málið á Alþingi i gær
kom skýrt fram að þing-
mönnum og ráðherrum þykir
skipið oröið óþarflega dýrt en
hins vegar er ekki eins ljóst
hver ber meginábyrgð á þeirri
stööu. Fram kom m.a. i um-
ræðum i gær að til boða hefði
staðið að kaupa ódýrara skip frá
Frakklandi, en ekki liggur fyrir
hvers vegna hið norska skip
varð fyrir valinu.
Ýmsum þingmönnum þykir
þvi margt óljóst i þessu máli og
hefur Matthias Á. Mathiesen
óskað eftir þvi við forsætisráð-
herra að hann flytji Alþingi sér-
staka skýrslu um málið. Niu
aðrir þingmenn rita undir
beiðnina með Matthiasi.
Forsætisráðherra lét þau orð
falla i gær að alvarleg mistök
hefðu orðið i málinu og bæru
stjórnvöld nokkra sök með
skorti á eftirliti. Málið yrði
kannað til að fyrirbyggja að
slikur atburður endurtæki sig.
Til þessara togarakaupa var
stofnað til að bæta úr slæmu at-
vinnuástandi á Þórshöfn og
Raufarhöfn og lögðu sumir
þingmenn áherslu á að hér væri
um mikilvægt byggðarmál að
ræða þó aö kostnaðarþátturinn
hefði farið úr böndum.
Sundlaugin í Breiðholti:
Opin lengur
á kvöldin
Akveðið hefur veriö að lengja opnunartíma nýju
sundlaugarinnar við Fjölbrautarskólann í Breið-
holti og verður framvegis opið til kl. 21. mánudaga
til föstudaga. Opnunartimi um helgar verður
óbreyttur.
Að sögn Hallgrims Jónssonar, forstöðumanns
sundlaugarinnar er þessi ákvörðun tekin i fram-
haldi af samþykkt borgarstjórnar fyrir hálfum
mánuði. Mikil aðsókn hefur verið að lauginni sem
vegna skólasunds hefur aðeins verið opin almenn-
ingi frá kl. 7.20 til 9.00 og frá kl. 17 til 20.00. Hall-
grimur sagði aö nokkuð hefði dregið úr aðsókn
barna i laugina enda hefðu mörg þeirra komið langt
að i upphafi fyrir forvitnissakir. Oft var haus við
haus i lauginni og hafa þeir sem rosknari eru
kvartað undan þvi að geta ekki synt fyrir krakka-
skara. Þetta stendur þó allt til bóta að sögn Hall-
grims, nýjabrumið fer fljótlega af og lengri
opnunartimi ætti einnig að segja sitt.
Öveðrið á mánudag hlifði ekki sundlauginni
fremur en mörgum öðrum mannvirkjum i Breið-
holti. Gluggar rifnuðu upp og skemmdust auk þess
Hún lét liða úr sér I heitum polli i lauginni á
dögunum þegar —gel Ijósmyndari var þar á ferö.
sem allt heitt vatn var tekið af á þriðjudag. í sumar
hefur verið ákveðið að ganga frá lóðinni umhverfis
laugina og verður hún áreiðanlega hinn ákjósan-
legasti sólbaðsstaður fyrir Breiðhyltinga.
—AI
Þak á útiskýli sjúklinga við
Vifilsstaðaspitala fauk af i heilu
lagi. — Ljósm. — eik —
Mikið
tjón
Ljóst er að mjög tilfinnanlegt
tjón hefur orðið i fárviðrinu sem
yfir landið gekk á mánudags-
kvöldið. Guðjón Petersen fram-
kvæmdastjóri Almannavarna
rikisins fullyrti að það væri mun
meira en 1973, þegar „Ellen”
gekk yfir, enda hefðu nú orðið
tjón í öllum landshlutum.
Guðjón sagði að engin leið væri
á þessu stigi að gera sér grein
fyrirheildartjóninu, en þeir hefðu
nú sent út skýrslur til almanna-
nefnda sveitarfélaganna og beðið
um nákvæmar upplýsingar. Nú
hefði t.d. komið i ljós að miklar
skemmdir hefðu orðið á sumar-
bústöðum við Þingvallavatn og
víða i sveitum hefðu orðið skaðar.
Hjá lögreglunni i Reykjavik og
Kópavogi fengum við þær upplýs-
ingar að stöðugt væru að berast
inn tilkynningar um skaða og
engan veginn væri hægt á þessu
stigi að meta tjónið á þessum
stöðum.
Einna verst var veðriö á Vest-
urlandi. Pétur Þorsteinsson
sýslumaður i Búðardal sagði að i
Dölum hefðu orðið miklar
skemmdir. Yfir 20 ibúðarhús
skemmdust og að minnsta kosti
30 gripahús. Þá fauk kirkjan á
Kirkjuhóli i Saurbæ á samkomu-
húsið Tjarnarlund og skemmdi
það talsvert.
Pétur sagði að enn væri ekki
búið að fá heildarmynd af
skemmdunum, meðal annars
vegna þess að simasambands-
laust hefði verið við Saurbæ þar
til í gær. Hann sagði að vinnu-
flokkar hefðu unnið linnulitið frá
þvi á mánudag að viðgerðum
undir stjórn almannavarna i Döl-
um. bó
Ákvæðisvinna í skreiðar- og
saltfisk-
verkuninni
Saltfiskverkun er erfið vinna og óánægja hefur rikt hjá verkafólki að
njóta ekki sömu kjara I saltfiski og skreið og þeir sem I frystingunni
starfa.
Hinn 4. febrúar sl. var undir-
ritaður samningur um ákvæðis-
vinnu við verkun á saltfiski og
skreið milli Verkamannasam-
bands lslands annars vegar og
Vinnuveitendasainbandsins og
Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna hins vegar. Þessi
samningur er undirritaður með
fyrirvara um samþykki félaga og
stjórna.
Ætti að bæta úr misréttinu
milli vinnslugreina
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður V.M.S.l. sagði i viðtali
við Þjóðviljann að tildrög þessa
samnings væru þau að um langt
skeið hefði rikt megn óánægja
með að kaupgreiðslur væru mjög
mismunandi i fiskverkun. 1 flest-
um frystihúsunum er unnið eftir
bónuskerfi og hefur bónusinn
gefið verkafólki töluverðan kaup-
auka og viða verulegan.
„Hins vegar hefur fólk i salt-
fisk- og skreiðarverkun einungis
haft timakaup. Þetta fólk vinnur
kannski hjá sama fyrirtæki, eða
þá i fyrirtækjum sem starfrækt
eru við hliö frystihúsanna.
Þrátt fyrir að saltfiskverkunin
er oft á tiðum erfiðari en störfin i
frystihúsunum hefur fólkið við
hana fengið mun minna i sinn
hlut.
Óánægjan með þessa skipan
mála hefur komið fram á fundum
Verkamannasambandsins og i
sumar var samkomulag gert
milli þess og atvinnurekenda að
saltfiskverkendur legðu fram til-
lögu að bónusfyrirkomulagi fyrir
áramótin. Við þetta var staðið og
samningar hófust eftir áramótin
og undirritaðir þann 4. febrúar.
Verkamannasambandið hefur
sent aöildarfélögum sinum þenn-
an samning og mælt með þvi að
þau samþykktu hann og gerðu að
sinum. Hagræðingar ASl hafa
þegar farið um að kynna samn-
inginn td. á Snæfellsnesi og i Þor-
lákshöfn, og þar er fyrirhugað að
vinna eftir honum.
Það má búast við að einhvern
tima taki að koma þessu bónus-
kerfi á, en með þessum samningi
ætti að vera hægt að bæta úr þvi
misrétti sem verið hefur á milli
fólksins i hinum ýmsu greinum
fiskvinnslunnar. Auðvitað eru
ýmsir gallar á ákvæðisvinnu, en
meðan hún viðgengst i fryst-
ingunni er mjög óréttlátt að hún
Framhald á bls. 13