Þjóðviljinn - 17.03.1981, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN
Þriðjudagur 17. mars 1981 —63. tbl. 46. árg.
Guðný stórskemmd aí eldi
Um klukkan 3 i fyrrinótt
kom upp eldur i Guönýju tS
266, sem er 75 lesta stálbátur,
þar sem hann var að veiðum
um það bil 15 sjómilur útaf
Deild. Eldurinn mun hafa
komið upp í lofti vélarrúms og
komst þaðan i brúna, en þar
urðu skemmdirnar mestar. Er
brúin brunnin innan og öll
siglingartæki skemmd eða
ónýt.
Flosi ÍS sótti slökkviliðs-
menn frá Bolungarvik og fór
með þá út til Guðnýjar og luku
þeir viðað slökkva eldinn um
borð. Skipverjar komust ekki
inni stýrishúsið þar sem þeir
höfðu ekki reykköfunartæki.
Þegar eldurinn hafði verið
slökktur dró Orri Guönýju til
hafnar. —S.dór
Hann er
100 ára
„Hann er 100 ára i dag:
Sveinn Bjarnason, fyrrum
bóndi i öræfum, siðar verka-
maður við höfnina i Reykja-
vik. , Sprækur og hress til
likama og sálar. Minnugur
og hafsjór af fróðleik.” —
Þannig hefst viðtal Vil-
borgar Harðadóttur við
Svein og heldur það áfram á
opnu blaðsins i dag.
SJÁ OPNU
Heimildum fréttamanns og forstöðumanns vamarmáladeildar ber ekki saman
Spreng f ugeymslur eða
málningarverkstæði?
Bandaríkj amenn
gera kröfur um
land undir fleiri
radarstöðvar
— Ég get staðfest það að i
bandarisku þingskjölunum sem
ég hef undir höndum er rætt um
skotfæra- eða sprengjugeymslur.
Ensku orðin eru „Ammunition
Storage”, sagði Halldór Halldórs-
son fréttamaður i samtali við
blaðið i gær. Helgi Agústsson for-
stöðumaður varnarmáladeildar
hélt þvi hinsvegar fram i Dag-
Verður Iöunni á Akureyri lokað?
Skógerð hœtt
hér á landi?
Máiefni skóverksmiðju Sam-
bandsins á Akureyri er nú mjög i
brennidepli þar nyrðra, en ef ekki
verður gripið til viðeigandi ráð-
stafana er ekkert framundan
annað en uppsögn 50 starfsmanna
og lokun verksmiðjunnar og þar
með endalok islenskrar skófram-
leiðslu en verksmiðjan á Akur-
eyrier nú sú eina sinnar tegundar
á landinu.
Framkvæmdastjóri Sambands-
verksmi ðjanna á Akureyri,
Hjörtur Eiriksson sagði i gær i
samtali við Þjóðviljann að á
stjórnarfundi Sambandsins 4. og
5. mars s.l. hafi átt að taka
ákvörðun i málinu en þeirri
ákvörðun hafi verið frestað m.a.
með tilliti til þess ótrygga ástands
sem nú rikir i atvinnumálum á
Akureyri. Atvinnumálanefnd
Akureyrarbæjar hefur málið til
umfjöllunar svo og Iðja félag
verksmiðjufólks. Þessir aðilar
reyna að finna einhvern útveg til
að halda starfseminni gangandi.
En Hjörtur sagði að samkvæmt
fjárhagsáætlun fyrir árið 1981
skorti um 600 þúsund krónur til að
ná endum saman. Hann sagði
einnig að til að það væri rétt-
lætanlegt að halda starfseminni
áfram þá þyrfti að gera áætlun til
lengri tima helst fimm ára og
reyna á þeim tima að endurskipu-
leggja starfsemina og koma undir
hana fótunum. „Við höfum i
rauninni sett frest fram að næsta
stjórnarfundi sem verður 27.
mars”, sagði Hjörtur „og þá
þurfa tillögur að liggja fyrir”.
„Við teljum þetta vera mjög al-
Framhald á bls. 13
blaðinu i gærmorgun að það sem
fréttamaður útvarpsins virtist
kalla sprengjugeymslur væri
bygging sem á ensku kallaðist
„Missile Maintenance Checkout
Facility” en það er „viðgerðar-
og málningarverkstæði i tengsl-
um við flugskýlin eða flugskeytin
sem Phantom-orrustuþoturnar
bera”.
Astæða þessa misræmis mun
vera sú að bandariska varnar-
málaráðuneytið talar um
sprengjugeymslur en hvergi i
heimildum Varnarmáladeildar er
rætt um annað en málningar-
verkstæði, að þvi er haft er eftir
Helga Agústsyni i gær.
I kvöldfréttum i fyrrakvöld var
skýrt frá þvi að i bandariskum
þingskjölum kæmi fram að NATÓ
hefði i mars i fyrra veitt fjármun-
um til eldsneytiskerfis, flugturns,
stjórnsstöðvar, flugskýla og
sprengjugeymslna vegna þeirra i
herstöðinni á Miðnesheiðinni.
Fram-kom að Bandarikjamenn
fóru fram á byggingu sprengju-
geymslna i nóvember s.l., þegar
tekin var ákvörðun um að leyfa
byggingu þriggja sprengjuheldra
flugskýla af niu sem Bandarikja-
menn báðu um að fá að reisa á
þessu ári.
1 þeim bandarisku þingskjölum
sem fréttastofa útvarps hefur
undir höndum er einnig að finna
ráðagerðir um nýja fjarskipta-
stöð i Grindavik, sem af einhverj-
um ástæðum var hætt við, en
framkvæmdir áttu að hefjast i
janúar s.l. 1 fjárveitingarnefnd
fulltrúardeildar Bandarikjaþings
var i fyrra fjallað um nauðsyn
þess að efla radarstöðvar á is-
Framhald á bls. 13
víkurkirkju
Þegar mokkrir blaðamenn
voru staddir á Húsavik sl.
föstudag hittu þeir Jónas
Arnason rithöfund og fyrrum
alþingsmann, sem er staddur
þar nyðra i tilefni þess að
innan skamms verður frum-
sýnt þar leikrit eftir Jónas,
sem Leikfétag Húsavikur
hefur verið að æfa undanfarið.
Blaðamenn fóru i gönguferð
með Jónasi um bæinn og
m.a. var komið við i Húsa-
vikurkirkju. Þá stóð svo á að
verið var að prófa i söng nem-
endur úr Tónlistarskóla Húsa-
vikur og var Margrét Bóas-
dóttir söngkona prófdómari.
Jónas sagðist halda meira af
sálminum „Vist eru Jesú
kóngur klár” en en öðrum
sálmum og gjarnan syngja
hann þegar hann kæmi i
kirkju. Það varð svo úr að þau
Jónas og Margrét sungu
þennan sálm saman fyrir
blaðamenn og var það til-
komumikil stund. Það er til
siðs að klappa á tónleikum i
Húsavikurkirkju, þótt slikt sé
óviða gert i kirkjum og það
var klappað innilega að söng
þeirra loknum.
Af hinu nýja leikriti Jónasar
Arnasonar sem hefur hlotið
nafnið „Halelúja” og fjallar
um forsetakosningar er það að
segja, að stefnt er að frum-
flutningi um næstu mánaðar-
mót. Æfingar hófust um
mánáðarmótin januar/febr-
úar en flensufaraldur hefur
nokkuð tafið æfingar. Maria
Kristjánsdóttir leikstýrir
verkinu, sem að sögn er
sprenghlægilegur gamanleik-
ur.
—S.dór
R AFORKUMÁLIN:
F ramkvæmdaáætlun
næstu 10-20 ára
lögð fram á næstu vikum,segir Hjörleifur Guttormsson
Ég tel nauðsynlegt að þær laga-
hcimildir sem afla þarf til nýrra
virkjunarframkvæmda liggi fyrir
áður en Alþingi lýkur störfum i
vor og við það hefur verið miðað
af minni hálfu, sagði Hjörleifur
Guttormsson iðnaðarráðherra I
samtali við Þjóðviljann i gær.
Hjörleifur sagði einnig:
Það hefði verið tiltölulega auð-
velt að kasta fram tillögum til
heimildarlaga um næstu virkjun
eða virkjanir strax i þingbyrjun
en slik tillögugerð hefði ekki
verið undirbyggð með þeim hætti
sem ég tel nauðsynlegt. Allir
þekkja væntanlega stjórnar-
samninginn að þessu leyti, um
næstu virkjun utan eldvirkra
svæða, og þannig var ástatt i
vetrarbyrjun að miklar vett-
vangsrannsóknir höfðu farið
fram á s.l. sumri vegna stórvirkj-
unar á Austurlandi. Hins vegar
var eftir að vinna úr þeim gögn-
um, svo og að ganga frá málum
gagnvart rétthöfum þar svo sem
landeigendum og að fá umsögn
Náttúruverndarráös um fyrir-
hugaða virkjun. — A Norðurlandi
vestra lá að visu fyrir tæknilega
allvel undirbúin virkjun Blöndu,
en óleystur var og er enn harður
hnútur varðandi landnýtingarmál
og aðra samninga við landeig-
endur og aðra rétthafa á þvi
virkjunarsvæði.
Að lausn allra þessara mála
hefur verið unnið kappsamlega i
vetur og niðurstöðu senn að vænta
bæði varðandi virkjun á Austur-
landi, svo og hvað varöar horfur i
deilunum um Blönduvirkjun. Ég
áforma aö leggja fyrir rlkis-
stjórnina nú á næstu vikum
framkvæmdaáætlun í raforku-
málum fyrir næstu 10-20 ár og
jafnframt tillögur varðandi laga-
heimildir er afla þarf I þvf sam-
hengi.
Ég vek athygli á að vegna
þeirrar miklu undirbúningsvinnu,
sem átt hefur sér stað á siðustu
Hjörleifur Guttormsson
misserum, eigum við nú vætnan-
lega fleiri kosta völ en áður, og
eigum að geta rifið okkur upp úr
þvi fari, sem virkjanamál okkar
hafa falliö i. Þar á ég við, að horf-
ur eru á, aö nú megi takast i
fyrsta sinn að reisa meiriháttar
virkjun fyrir landskerfiö utan
Þjórsársvæðisins.
Sjá 5.