Þjóðviljinn - 17.03.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.03.1981, Blaðsíða 13
Helgarskákmótið, Þriðjudagur 17. mars 1981. ÞJQÐVILJINN — SIÐA 13 Jón L. Árnason vann í fyrsta sinn Jtín L. Arnason sigraði örugg- lega í helgarmóti timaritsins Skákarsem haldið var á Sauðár- króki um helgina. Jón hlaut 5 1/2 v. af 6mögulegum og dugði það til ódeilds efsta sætis. Alls voru keppendur 57 talsins og voru menn almennt sammála um að keppnin hefði farið vel fram og veriö heimamönnum til sóma. Þetta var niunda helgarskákmót- ið og það þriöja fjölmennasta, að- eins Akureyrar-mótið og mótið i Vik hafa komist hærra i þátttak- endafjölda. Þegar barningurinn mikli var afstaöinn þ.e. eftir 6 umferðir þá varö röð efstu manna þessi: 1. Jon L. Árnason 5 1/2 v. 2. Karl Þorsteins 5 v. 3. Gunnar Gunnarsson 5 v. 4. Asgeir Þ. Árnason 5 v. 5. Sævar Bjarnason 4 1/2 v. Leiörétting I grein i Þjóðviljanum sl. laugardag um skólamál i Kópa- vogi skoluðust til nöfn manna og stööur og leiöréttist þaö hér með. Ólafur Jens Pétursson sem sagð- ur var kennari við Menntaskóla Kópavogs, er deildarstjóri i Tækniskóla Islands og i skóla- nefnd Kópavogs. Gisli Ólafur Pétursson er hins vegar kennari við Menntaskóla Kópavogs. Erfídleikar Framhald af bls. 5 „Annars er atvinnu- ástandið hér það sem mönn- um er efst i huga”, sagði Helgi. „Atvinnuleysi er nú meira en verið hefur i mörg ár. Yfir 100 manns eru á skrá, en eins og flestir vita eru skráningarreglur þannig að margir geta verið at- vinnulausir án þess að eiga bótarétt. Ástandið er sér- staklega siæmt i byggingar- iðnaðinum og margir tré- smiðir og aðrir starfsmenn i byggingariðnaði ganga verklausir.” „Atvinnumálin hafa verið mjög til umræðu hjá okkur i bæjarstjórn i vetur”, sagði Helgi. En það eru raunar ljósir punktar i atvinnulifi þeirra Akureyringa, t.d. vöxtur i plastiðnaðinum, fiskkassaframleiðsla Plast- einangrunar sem er i eigu Sambandsins er i vexti og i Slippstöðinni eru yfrin verk- efni næstu árin. Eins og fram hefur komið stendur til að leggja niður skóverksmiðju sambandsins á Akureyri. Helgi sagði bæjarstjórn hafa ályktað um það mál og farið fram á stuðning stjórnvalda viö þessa iöngrein. Enn er þó allt i óvissu um hvað úr verður. —j- 6.-7. Jtíhann Hjartarson 4 1/2 v. 6.-7. Helgi Ólafsson 4 1/2 v. 8. Gylfi Þórhallsson 4 1/2 v. o.s.frv. Tvær konur tóku þátt i mótinu, skákmeistari kvenna á Norður- landi, Asriin Árnadóttir og Svein- friöur Halldtírsdóttir. 1 keppninni um kvennaverölaunin hlaut As- rún 2 vinninga og það nægði. Daviö Ólafsson hreppti unglinga- verðlaun sem eru fri vist á skák- skólanum að Kirkjubæjar- klaustri. Keppnin um efsta sætiö var geysihörö og að venju var það sið- asti keppnisdagurinn sem gerði útslagið um efstu sætin. Eftir fjórar umferöir var staða efstu manna þessi: 1.-2. Jón L. Árnason og Johann Hjartarson4 vinninga. 3.-4. Helgi Ólafsson og Sævar Bjarnason 3 1/2 v. 1 5. umferö gerðu Jtín og Jóhann stutt jafn- tefli og Sævar lagði greinarhöf- und. Fyrir siöustu umferö voru þeir Jón, Sævar og Jóhann þvi all- ir með 4 1/2 vinning. Tefldu þeir Sævar og Jón innbyrðis en Jóhann mætti Gunnari Gunnarssyni. Jón vann Sævar i snaggaralegri skák og Gunnar Gunnarsson vann fallegan sigur yfir Jóhanni Hjartarsyni. Jóhann fékk góða stöðu út Ur byrjuninni en uggði ekki aö sér og tókst Gunnari aö ná hættulegri sókn. Fann hann hvern leikinn öðrum betri og varð Jó- hann að leggja niður vopnin þeg- ar algjört hrun blasti við. Meðal keppenda á Sauðárkróki kenndi ýmissa grasa. Þannig marði Vilmundur Gylfason það að komast af fundi og upp i flug- vélina sem flutti keppendur á helgarmtítið. Hann tefldi af mik- Geymslur? Framhald af bls. 1 landi, og að herinn þyrfti að fá land undir fleiri radarstöðvar en nú eru reknar á íslandi. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins var að þvi spurður frammi fyrir nefnd- inni „hvort tslendingar myndu sjá til þess að landsvæði fengist, og segir hann þá mjög ákveðið að slikt yrði ekki vandamál.”, eins og segir orðrétt i frásögn Halldórs Halldórssonar fréttamanns. Nánar er um þessi mál fjallað á siðu 4 i blaðinu. —ekh Skógerð Framhald af bls. 1 varlegt mál”, sagði Kristin Hjálmarsdóttir varaformaður og starfsmaður Iðju á Akureyri. „Starfsfólkið á skóverskmiðjunni er flest nokkuð fullorðið fólk sem hefur unnið lengi viö þennan iðnaö og er þvi sérþjálfaöur starfskraftur. Það er mjög ósennilegt aö þetta fólk gangi inn i önnur störf á vinnumarkaðinum, þess biði sennilega ekkert annað en atvinnuleysi.” —j illi hörku og sýndi það aö honum er ýmislegt til lista lagt. Forseti Framhald af bls. 3 vegum heföu verið gerðir 110 millirikjasamningar, sem sumir væru opnir utanráðsað- ilum. Um mannréttindamál, um samræmingu vegaskilta, um samræmingu iyfjaskrár og margt annað. Hann taldi að nóg gæti þaö enn starfað, t.d. að gjaldeyrismálum, að þvi að hamla gegn mengun vatns og lofts, að verðbólgumálum og at- vinnuleysis við þurfum aö svara spurningu eins og þeirri, hvort lýðræði fær staöist við meiriháttar atvinnuleysi, sagði hann. Ég er ekki kominn til með að segja að viö getum leyst vandamál af þessu tagi, en frumforsenda allra lausna er þó að menn geti átt sér samstarfs- vettvang. De Koster hefur verið utan- rikisráðherra Hollands, einnig varnarmálaráðherra. Hann hefur og verið formaður at- vinnurekendasamtaka Efna- hagsbandalagsrikja. Hérlendis mun hann m.a. gefa gaum að reynslu islendinga á sviði nýt- ingu jarðhita, en orkumálasam- starf er á dagskrá hjá Evrópu- ráði. — áb 100 ára Framhald af bls. 9. verið i Reykjavik, en ég hafði enga löngun til að eiga neina þarna fyrir austan. Þær tolldu heldur ekki stelpurnar, sem nokkurt táp var i, þutu bara hing- að suöur. Það var miklu meira úrval i Reykjavik og ég hef hvergi séð jafn fallegt kvenfólk. Piltur, sem ég þekki og hefur ferðast viöa I Utlöndum, tekur undir þetta, hann hefur heldur hvergi séö fallegra kvenfólk. En ég var orðinn of gamall til að gifta mig þegar ég kom hingað. Ég hefði getað það, þvi ég hélt mér vel og leit Ut fyrir að vera yngri, en ég vissi sjálfur hvað ég var gamall og vildi ekki leggja álikt á neina konu. — Þeear bú litur til baka yfir langa ævi og mikiar brcytingar, hvað ertu bá ánægðastur með? — Ég er ánægðastur meö þaö eru komnar brýr á Afötnin og sveitin ekki lengur einangruð. En það er lika svo margt annað sem hefur breyst, t.d. meöferðin á gamla fólkinu. Þó biskupinn hafi eitthvað verið aö kvarta, þá er þetta allt annað. Það var lika dýrðlegt að fá simann á sin- um tima, svo ég tali nú ekki um útvarpið og blessað rafmagnið. Aldrei aftur austur Hefurðu fariö austur og séð breytingarnar? — Nei, ég hef aldrei fariö. Það var hálfgeröur kali i mér um tima. Ég var ergilegur yfir þvi hvað viö vorum þar lengi. Ég hef heldur ekki viljað koma að Hofi og sjá sléttað yfir binn og allt saman. — Hvaö finnst þer einkum að nú á tfmum? — Ekki margt, helst að þaö er kannski full mikið sem fólk lætur eftir sér að skemmta sér. Stúlk- urnar núna vinna kannski fyrir háu kaupi, en fara svo til útlanda og eyða þessu og koma slyppar til baka. Það er ótrúlegt og gott hvað allir geta fengiö vinnu sem nenna að vinna. — Hvernig tilfinning er að vera orðinn 100 ára? — Eg bjóst aldrei við að verða svona gamall. Þegar ég var ung- ur sjálfur fannst mér sextugir menn vera gamalmenni. Nú finn ég ekki mikið fyrir þessu. Ég er sáttur við lifið. Þetta gat aldrei orðið rtísabraut. Það hafa skipst á skin og skúrir, en mér hefur liðið ágætlega. —vh ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri Opið hús föstudaginn 20. mars kl. 20.00. i Lárusarhúsi. Framlögum til minningargjafarum Jón Ingimarsson verður veitt viðtaka. Samherjar Jóns mæla nokkur orð i minningu hans. Kaffiveitingar. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum Félagsfundur verður haldinn föstudagskvöldið 20. mars kl. 21.00 að Kveldúlfsgötu 25. A dagskrá verður umræða um forvalsmál. Rikarð Brynjólfsson og Sigurður Helgason fylgja málinu úr hlaði. Stjórnin. Verkalýðsbarátta á islanai s.l. áratug Félagar, munið fundinn með Asmundi Stefánssyni og Bjarnfriði Leós- dóttur á Grettisgötu 3 kl. 20.30 I kvöld. Stjórn ABR Alþýðubandalagið i Reykjavik Opið hús á Grettisgötu 3 Næsta opna hús Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður n.k. fimmtu- dagskvöld 19. mars. Húsið opnað kl. 20.30. Dagskrá nánar auglýst siðar. Danski rithöfundurinn Maria Giacobbe segir frá Sardiníu og sýnir litskuggamyndir þriðjudag 17. mars kl. 20.30 Verið velkomin NORRÆNA HÚSIP Sjúkrahúsið á Egilsstöðum auglýsir eftir sjúkraliðum Upplýsingar gefur hjúkrunar forstjóri í síma 97-1400 AUGLÝSING frá félagsmálaráðuneytinu Lisbeth F. Brudal, sálfræðingur, flytur fyrirlestur um norræna rannsókn um: Fæðingarstofnanir á Norðurlöndum. Starfsreglur er snerta feður og systkini. i Norræna húsinu miðvikudaginn 18. mars kl. 20.30. Herstödvaandstæðingar Opið hús f immtudaginn 19. mars kl. 20.30. Umræður um aðstoð við þróunarlöndin. Björn Þorsteinsson og Olafur R. Einarsson mæta. Húsið opnað kl. 20.00. Samtök herstöðvaandstæðinga Skólavörðustíg 1A Herstöðvaandstæðingar — Alþýðubandalag Héraðsmanna Opinn fundur um herstöðvamálið í Menntaskólanum á Egilsstöðum laugardaginn 21. mars kl. 2 e.h. Bragi Guðbrandsson menntaskóla- kennari heldur framsöguerindi. Umræður. Alþýðubandalagiö i Reykjavik Fundaröð um starf og stefnu Alþýðubanda- lagsins V erkalýðsbarátta á Islandi s J. áratug Þriðjudaginn 17. mars verður fundur á Grettisgötu 3 um verka- lýðsbaráttu á íslandi s.l. áratug. Fundurinn hefst kl. 20:30. Frummælendur á fundinum verða: Ásmundur Stefánsson og Bjarnfriður Leósdóttir. Félagar f jölmennið Stjórn ABR Bjarnfriður Asmundur Leósdóttir Stefánsson Stjórn ABR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.