Þjóðviljinn - 17.03.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. mars 1981.
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: E'öur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Áiíheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon.
útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröar^on.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf..
Vitið þér enn?
• Fjórföldun olíubirgða bandaríska sjóhersins á is-
landi — beiðni um níu sprengjuheld flugskýli — f járveit-
ing til sprengjugeymslna — áform um viðgerða- og
málningarverstæði fyrir flugskeyti — ráðagerðir um
nýja f jarskiptastöð í Grindavík — kröfur um land undir
fleiri radarstöðvar Bandaríkjahers á Islandi — hug-
myndir um herf lugvöll á Sauðárkróki — hersjúkrahús í
flugstöðvarlíki — lendingarleyfi fyrir eldsneytisflug-
vélar— nýjar flugvélategundir — AWACS, Orion P-3C
Update 11 Phantom-þotur — tenging við árásarkerfi
Bandaríkjanna gegn kjarnorkuherafla Sovétríkjanna á
norðurslóðum.
Vitið þér enn, eða hvað?
• „Blekking heitir boðorð hernaðarmaskínunnar um
heim allan, og margir íslenskir stjórnmálamenn hafa
vísvitað eða í blindni hlýtt þessu boðorði vígbúnaðar-
smiðanna. Hlutverk herstöðva á íslandi og hættan sem
frá þeim stafar, hafa ætíð verið leyndarmál og tilefni
gegndarlausra blekkinga undanf arin 40 ár", segir m.a. í
málgagni Samtaka herstöðvaandstæðinga fyrir
skömmu.
• Miðað við þær upplýsingar sem berast nú til eyrna
íslensks almennings eftir hverskonar „hvíslingsleiðum
utan úr heimi" eins og Vísir nef nir það í gær, er deginum
Ijósara að Bandaríkjaher seilist til mun meiri umsvifa á
íslandi en verið hef ur um skeið. Fellur það saman við þá
stefnu Bandaríkjastjórnar að stórauka útgjöld sín til
hermála og framkvæma fyrirliggjandi áætlanir um enn
f rekari vígbúnað til þess að staðfesta hernaðaryf irburði
Bandaríkjanna og efnahagslegt heimsforræði þeirra.
• (slensk stjórnvöld hafa til þessa svo gjörsamlega
brugðist upplýsingaskyldu sinni við þjóðina í þessum
efnum að þau standa uppi viðundri líkust. Jafnvel ein-
lægum NATÓ-aðdáendum og veisluvinum generála á
heildsalablaðinu Vísi rennur til rifja sjúkleg feimni í
umræðum um „varnarmálin" og áform Bandaríkja-
stjórnar á Islandi. „Það er eins og öllum komi þessi mál
við öðrum en islendingum sjálfum", segir í leiðara þar.
• Tilefni slíkra upphrópana er m.a. fréttaauki í útvarp-
inu þar sem frá því var skýrt að fjárveitingar til
sprengjuheldra flugskýla og sprengjugeymslna hefðu
verið ákveðnar af NATÓ í mars 1980, sjö mánuðum áður
en ólafur Jóhannesson heimilaði byggingu þriggja flug-
skýla af níu á þessu ári. I útvarpinu var einnig greint frá
umræðum á Bandarikjaþingi um nauðsyn nýrrar og f uII-
kominnar fjarskiptastöðvar í Grindavík og þörfina á
landi undir fleiri radarstöðvar á Islandi.
• Islenska utanríkisráðuneytið og sendiráð íslands í
Washington hafa greinilega öðrum hnöppum að hneppa
heldur en að útvega Alþingi afrit af bandarískum þing-
skjölum þar sem málefni bandarísku herstöðvarinnar á
Miðnesheiði og hernaðarumsvif ber á góma. Þó er hér
um að ræða opinber skjöl að miklu leyti sem eðlilegt má
teljastað séu gerð aðgengileg á íslandi þegar þau snerta
mikilvæg innlend ákvörðunaref ni. Enn á það að minnsta
kosti að heita svo að íslenskur utanríkisráðherra, ef ekki
rikisstjórn og Alþingi, eigi að skrifa upp á ákvarðanir
NATÓ og Bandarikjastjórnar áður en þær koma til
framkvæmda á islandi.
• Kafbátavarnir Bandaríkjanna í Norðaustur- At-
lantshaf i hafa á síðustu 10 til 15 árum verið að þróast upp
í árásarkerf i sem miðar að því að loka sovéska f lotann
inni á ,innhöf um' Sovétríkjanna og granda þeim kaf bát-
um sem skotið geta atómflaugum á skotmörk í Banda-
ríkjunum. Herstöðin á Miðnesheiði er þegar orðin hlekk-
ur í þessu árásarkerf i, og stjórnstöð í hugsanlegu atóm-
stríði. Hún hef ur allan búnað til þess að vera atómhreið-
ur og þær f ramkvæmdir sem eru boðaðar, ráögeröar eða
eru til umræðu á vegum Bandaríkjahers hér, miða að því
að festa hið nýja hlutverk í sessi. íslendingar hafa ekki
verið spurðir að því hvort þeim líki þessi þróun betur eða
verr. Hún á sér stað fyrir utan og ofan Alþingi. Hver
ræður íslandi? Vitið þér enn, eða hvað?
— ekh
klippt
I Aulagangur
1 ýmsum bandariskum þing-
nefndum fara fram umræður
árlega um framkvæmdir
Bandarikjahets viðsvegar um
heim, skuldbindingar Banda-
rikjastjórnar i hermálum og um
ýmis stefnuatriði i utanrikis-
málum. Eins og frá öðrum sam-
komum þar sem mikið er talað
verður úr mikið pappirsflóð,
sem að stórum hluta eru opin-
ber plögg og frjáls aðgöngu
fyrir þásem bera sig eftir þeim.
í slikum umræðum i varnar-
utanrikis- og fjárhagsnefndum
öldungardeildar og fulltrúa-
deildar Bandarikjaþings má
ætið búast við þvi að Island og
bandariska herstöðin á Miðnes-
heiði og annar herbúnaður hér-
lendis og á hafsvæðinu i kring
beri á góma.
Það er dæmigert fyrir aula-
gang okkar að fjölmiölar hér
„eldsneytiskerfis, flugturns,
stjórnstöðvar, flugskýla, og
sprengjugeymslna” Haft var
eftir Helga Agústssyni forstöðu-
manni varnamáladeildar að
Bandarikjamenn hefðu farið
fram á byggingu sprengju-
geymslna i nóvember, þegar
ákvörðun var tekin um fram-
kvæmdir á Keflavikurílugvelli.
„Helgi sagði aö hér væru um aö
ræöa geymsiur fyrir flugskeyti,
sem orrustuvélarnar bera”. Og
fréttamaður bætir við frá eigin
brjósti: „þess má geta aö
Phanton þoturnar geta boriö
kjarnorkuvopn”.
„Ammunition
Storage”
I Dagblaðinu i gær kveður
hinsvegar við annan tón hjá
forstöðumanni varnarmála-
deildar: „Helgi Agústsson hjá
varnamáladeild visaði þvi i
morgun á bug að til stæði að
reisa slikar sprengjugeymslur.
Hér i Grindavik mun hafa staöiö tll aö reisa nýja fjarskiptastöð og
bandariska varnarmálaráöuneytiö telur brýna þörf fyrir land undir
nýjar radarstöðvar á tslandi.
hafa litið gert af þvi að sækja i
þennan heimildasjóð til þess að
upplýsa almenning. Þó er það
enn aulalegra að þeir sem sér-
staklega eru settir til þess að
fara með utanrikis- og öryggis-
mál þjóðarinnar hafa látiö undir
höfuð leggjast að fylgjast reglu-
lega með þvi þegar umræður
snúast um Island á Bandarikja-
þingi. Sendiráði Islands i
Washington væri þó i lófa lagið
að útvega öll skjöl sem snerta
hermálið á íslandi og koma
þeim til utanrikisráðuneytisins,
og eðlilegt mætti teljast að utan-
rikismálanefnd og öryggis-
málanefnd fengju árlegt yfirlit
um slikar umræður á Banda-
rikjaþingi.
Ákveðið hjá
NATÓ ífyrra
Þvi er á þetta drepið hér að
Halldór Halldórsson frétta-
maður á útvarpinu hefur
gluggað I bandarisk þingskjöl
fráliðnu ári og m.a. upplýst, að
staðið hafi til að byggja i ár
sprengjugeymslur i tengslum
við ráðgerð fiugskýli á Vell-
inum.
I fréttaauka útvarpsins i
fyrrakvöld kom fram að sam-
kvæmt upplýsingum banda-
riska varnarmálaráðuneytisins
hafi NATO strax i mars i fyrra
veitt fjármunum til m.a.
Það sem Halldór virðist kalla
„sprengjugeymslur væri
bygging sem á ensku kallaðist
„Missile Maintenance Checkout
Facility” sem er viðgerðar- óg
málningaverkstæði i tengslum
við flugskýlin eða flugskeytin
sem Phantom-orrustuþoturnar
bera”.
Eins og fram kemur annars-
staðar i blaðinu hefur Þjóðvilj-
inn fengið það staðfest hjá
fréttamanni útvarps að i þing-
skjölum þeim sem vitnað er i
var ekki rætt um viðgerðar- og
málningarverkstæði flugskeyta
heldur „Amniunition Storage”,
sem þýða má með sprengju- eða
skotfærageymslu. Forstöðu-
maður varnarmáladeildar er
þvi „úti aö mála” i þessu efni.
Ný fjarskiptastöð
En það var ekki siður at-
hyglisvert i fréttaaukanum að
heyra af umræðum um nauðsyn
endurbóta á fjarskipta- og
radarneti Bandarikjahers á
tslandi: „1 janúar áttu að
hefjast framkvæmdir á Kefla-
víkurflugvelli i þvi skyni að
bæta fjarskiptanet varnarliðs-
ins og Atlantshafsbandalagsins.
Hér er um aö ræöa mjög full-
komna fjarskiptastöð, sem átti
aö kosta 3.6 miljónir dollara.
—
--------------------------,
Hönnun stöövarinnar lauk á •
miöju siðasta ári.”
Ljósterað i upphafi mun hafa I
verið rætt um að setja slika |
fjarskiptastöð á framkvæmda- •
áætlun hersins i ár, þvi haft er I
eftir Helga Agústssyni: „Þetta j
var fellt niöur, og þeir hafa |
sennilega hætt viö þetta.” •
I bandarisku þingskjölunum I
er að sögn útvarpsins lögð rik |
áhersla á mikilvægi þess að |
stöðin verði reist. „Fulltrúar ■
bandariska varnarmálaráðu- I
neytisins færðu aðþvi mörg rök, |
að bæta þyrfti fjarskipti og |
búnað stöðvarinnar við Grinda- •
vik, að öðrum kosti væri tak- I
markað gagn af stöðinni. Á það I
er bent að fjarskiptamastriö i I
Grindavlk hafi nýlega verið •
skoðað og ekki sé nema nokkur I
ár þangað til það verði orðið I
hættulegt. En meginröksemdin I
er þó sú að ný ja fjarskiptastöðin ■
i Grindavik komi i staðinn fyrir I
samskonar stöð i Londonderry á
Norður-lrlandi, sem sé búið að I
leggja niður.” ■
Land undir
radarstöðvar
I niðurlagi fráttaaukans segir I
ennfremur: ,,I fjárveitinga- |
nefnd fulltrúadeildar Banda- |
rikjaþings var i umræðum vikið •
að þessari fjarskiptastöð, en þar I
var einnig fjallað um nauðsyn |
þess að efla radarstöðvar á |
tslandi, og að varnarliðið þyrfti ■
aö fá land undir fleiri radar- I
stöðvar en nú eru reknar. Full- |
trúi varnamálaráðuneytisins |
gerði grein fyrir þessu og sagði •
að á tslandi væri greinilega |
skortur á slikum stöðvum með j
hliðsjón af hlutverki bandariksu |
herstöðvarinnar á Islandi, og á ■
hann þá við eftirlit með kaf- I
bátum einkum kjarnorkukaf- |
bátum á Norður-Atlantshafi. |
Fulltrúi varnarmálaráðuneytis- ■
ins var spuröur hvort Islend- I
ingar myndu sjá til þess aö I
landsvæði fengist, og segir hann |
þá mjög ákveöið að slíkt yröi ■
ekki vandamál.Hinsvegar segir I
hann að Bandarikjamenn séu
alltaf hálf feimnir við radar- |
málin þarna uppfrá, eins og ■
hann kemst að orði. Raunar er I
þetta atriði svo viðkvæmt að
það er strikað út úr þing- 1
skjölum.” ■
Sjúkleg hlédrœgni
Ef Bandarikjamenn eru „hálf
feimnir”, hvað má þá segja
um embættis- og ráðamenn á
Islandi. Þeir eru ekkert hálf ■
heldur er þeim máske best lýst I
sem sjúklega hlédrægum. |
Meira að segja heildsalablaðinu |
Vfei blöskrar það að upplýs- ■
ingar varðandi herstöðina skuli |
i flestum tilvikum koma eftir |
„hvislingaleiöum” utan úr |
heimi, og telur það sist NATO- ■
málstað til framdráttar. „Það |
er eins og öllum komi þetta mál I
viö öörum en islendingum |
sjálfum”, segir blaðið i ■
hneykslun sinni, og minnir á i
hvernig fréttir um sprenguheld |
skýli, nýja flugstöð, oliutanka i |
Helguvik og leningarleyfi fyrir ,
eldsneytisflugvélar hafa borið i
að.
Ólafur rœður
En Etelgi Agústsson er ekki i |
nokkrum vafa hverjum „þetta |
mál” kemur við. I Dagblaðinu I
segir hann: „Þaö gildir einu *
hvort NATO eöa Bandaríkja- j
stjórn samþykki fjárveitingu I
nokkrum mánuöum áöur. Hiö I
eina sem skiptir máii er hvort ■
utanrikisráðherrann gefur leyfi jj
fyrir byggingunum eða ekki.” j
Þetta skynjaði Karl Steinar I
Guðnason einnig þegar hann 1
ákallaði almættið og Óla Jó i út- j
varpinuádögunum: „1 guöanna 1
bænum, stattu þig Ólafur!” ekh l
skorið