Þjóðviljinn - 17.03.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1981, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Frá bók til færandi i hlutverki sjoppueig- andans að mann dauðlangar að skrifa allt unglingavandamálið á hans reikning. Hjónin i sveitinni eru einnig vel leikin af þeim Höllu Guðmundsdóttur og Bjarna Steingrimssyni. Frekari upptaln- ing á nöfnum er óþörf, en rétt aö láta þess getiö að leikurinn i myndinni er yfirleitt mjög góöur. Engar áhyggjur Tónlistin á ekki litinn þátt i að skapa réttu stemmninguna, og heyrðist mér Valgeir Guðjónsson komast vel frá sinu. Einn galli var á frumsýning- unni i Háskólabiói, sem ekki veröur skrifaður á reikning aðstandenda „Punktsins”: hljóöið i bióinu er nefnilega ónýtt. Fyrir skömmu auglýsti Háskóla- bió að nýtt Dolby-kerfi hefði verið tekið i notkun, en af þvi sást ekki tangur né tetur á frum- sýningunni. Forráðamenn biósins ættu svo sannarlega að taka sig til og lagfæra þetta áður en þeir hætta að sýna myndina, hún á betra skilið. Hinsvegar mun vera óhætt að mæla með sýningunum i Laugarásbiói; þar er Dolby-kerfið i lagi. tslenskir kvikmyndageröar- menn hafa áður sýnt að þeir eru tæknilega samkeppnisfærir við starfsbræður sina erlendis. Stundum hefur manni þótt skorta nokkuð á aö þeir hefðu eitthvaö að segja sem máli skipti. Eftir frum- sýningu á „Punktinum” held ég að við þurfum engar áhyggjur aö hafa, hvorki af hinni tæknilegu hlið málsins né listrænum boð- skap. —ih ny biónusta móttaka á Hlemmi Punktur punktur komma strlk húmor svffur yfir vötnunum, stórir atburöir eru faldir milli lina, maður veit af þeim allan timann og öðru hverju troða þeir sér inn I frásögnina eitt andartak. Það er her 1 landi, sumir græða á honum, aðrir eru á móti honum. Landið er fagurt og frítt og stendur af sér allar skólaferðir og alla hræsni fulla kennara með lygasögurnar sinar. „Allt sem hefur veriö troðið i okkur er áróður,” segir félagi Andra sem er byrjaður að sjá I gegnum lygina. Fyrir rúmum 20‘ árum var Reykjavik ennþá smábær. Það hlýtur að hafa kostaö ótrúlegt erfiði að endurskapa þennan smábæ i þeirri borg sem við búum nú i, enda sagði Björn Björnsson leikmyndasmiður, að það hefði ekki verið neitt auðveld- ara en að skapa leikmyndina fyrir Paradisarheimt. Þarna hjálpast allt að: næmt auga og smekkvisi Björns, fundvisi Friðar ólafsdóttur á réttu búningana, og listrænt handbragð Sigurðar Sverris Pálssonar. Ég minnist þess ekki að hafa séð betri kvikmyndatöku i islenskri mynd. Þar sem veriö er að kvikmynda fortiö borgar sem tekið hefur miklum stakkaskiptum gefur auga leið aö breiðar yfirlits- myndir eru ekki mögulegar. Svo er Sigurði Sverri fyrir aö þakka, að við söknum þeirra alls ekki, þvert á móti verður still myndar- innar nátengdari áhorfandanum fyrir bragðið. Augað hefur alltaf nóg að skoða og við komumst nær persónum og umhverfi sögunnar með þvi aö skoða það úr návigi. Sum „skot” Sigurðar Sverris eru svo falleg að mann langar til að biðja sýningarmanninn að stoppa vélina. Ég minni t.d. á landslagið þar sem rútan ekur framhjá hrossahópi og hverfur I rykmekki en hrossin standa eftir og fjöllin i baksýn. Trúverðug mynd Langflestir fullorðnu leikar- arnir sem fram koma i myndinni eru atvinnuleikarar, og svo sannarlega sér þess stað. Það er mikil tiska nú á þessum bernsku- dögum Islenskrar kvikmynda- listar aö halda þvi fram að hver sem er geti leikiö i kvikmynd, aðeins ef hann hefur rétta útlitið. Þetta kann að vera rétt i ein- hverjum undantekningartil- vikum. Meginreglan er þó sú, að til að geta leikiö þurfa menn að hafa lært þaö. Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gislason leika Astu og Harald, foreldra Andra. Við fylgjumst myndar Skólastjórinn messar yfir strákunum um Gunnar á Hllðarenda meðan verið er að skjóta Kennedy Bandarikjaforseta. með hjónabandi þeirra frá upphafi til enda, frá þvi Haraldur birtistmeðsjópokann á bakinu og þrifur Astu með sér út úr bakari- inu þar sem hún vinnur, upp á háaloftið þar sem hún býr, og þangað til Asta, mörgum árum siðar, réttir honum sjópokann ásamt öðrum eigum hans þegar hann er að flytja frá henni. „Þú reynir aldrei að setja þig i min spor” — segir hann ásakandi. Hjónabandið viröist vonlaust frá upphafi. „Þú veist hvernig það fer” — segir Asta þegar Har- aldur biður hennar. Þau eru ólik og skoðanir þeirra fara ekki saman. Hann vill komast áfram, græða á hernum. Hún er á móti hernum. Leikur þeirra Krist- bjargar og Erlings er einsog best verður á kosiö. í fáum dráttum draga þau upp trúveröuga mynd af þessu „venjulega” fólki og þau kunna bæði þá list að láta augna- ráðið tala. Karl Guðmundsson og Baldvin Halldórsson eru frábærir full- trúar hins fáránlega skólakerfis, og Evert Ingólfsson stendur sig nokkuð vel i samskonar hlut- verki. Flosi ólafsson er svo sann- JVix getur þú skellt inn smáauglýsingu á medan þú bíður eftir strætó Móttaka á opnunartima verslana i Snyrtivöruversluninni SARA HLEMMTORGI Smáauglysing i VÍSI cr engin SM Áauglýsing Skáldsögur Péturs Gunnarssonar, „Punktur punktur komma strik" og „Ég um mig frá mér til mín" eru hvorttveggja í senn: þroskasaga einstak- lings og breið samfélags- lýsing. Samþjappaður frá- sagnarmáti Péturs, fyndni hans og hæfileiki til að segja margt stórt í fáum og stuttum setningum — allt þetta hef ur tryggt hon- um stóran og þakklátan lesendahóp. Þorsteinn Jónsson færist þvi ekki litið I fang þegar hann ákveður að kvikmynda söguna Englnn falskur tónn Þá er komiö að hlut leikaranna. Margir þeirra eru á barnsaldri og er skemmst frá aö segja, að Þor- steini hefur tekist vel að fá þá til að leika. Einkum eru þeir minnis-, stæöir drengirnir sem leika Andra og Dodda. Af öllum börnunum mæðir vitaskuld mest á Pétri Birni Jónssyni i hlutverki Andra, og hann stendur sig með prýði. Hallur Helgason leikur Andra á unglingsárunum og gerir það að mörgu leyti skynsamlega. Við trúum þvi mætavel að Andri hafi oröið einmitt slikur ung- lingur. Þrátt fyrir fjárhagslega velgengni föður hans hefur hann hlotið dæmigert lágstéttar-' uppeldi. Samband hans við föður sinn er ekkert, og móðir hans kann ekki að svara spurningum hans. Skólinn er skripaleikur. Andri og félagar hans eru þvi að mestu sjálfala og verða sér sjálfir úti um menntun þar sem hana er að fá: á götunni, i sveitinni og I bókinni „Hjónalíf”. Unglingurinn Andri er i raun- inni óskrifað blað, stöðugt opinn fyrir þvi sem gerist i kringum hann. Atburðirnir og umhverfið eru i óða önn aö skapa hann. Við- brögð hans mótast af þvi uppeldi sem hann hefur hlotið. Ég heyrði hvergi falskan tón i þessari sinfóniu. líSlÍÍiKHÍlMiiÍii a «u! Þorsteinn Jónsson um strákinn Andra. Allir stærstu kostir Péturs sem rithöfundar eru vitaskuld bókmenntalegir, fyndni hans byggist t.d. mjög á orða- leikjum, leik meö málið. Hvernig á að koma þessum bókmenntum á filmu? Mér sýnist Þorsteinn hafa valið skynsamlegustu leiðina. Hann umgengst bókina ekki einsog heilaga kú, hann er ekki að myndskreyta bók, einsog svo oft er gert og kallað kvikmynd, heldur endurskapar hann söguna á myndmáli. Þetta er mikil kúnst, ef vel á að vera, og mér finnst Þorsteini hafa tekist það frábær- lega vel. ótal dæmi mætti tilnefna um snjallar lausnir, þar sem kvik- myndavélin sjálf er látin segja söguna, án orða. Mér er efst I huga atriðið þar sem litli dreng- urinn er lengi að bisa við að brjóta brunaboöann og tekst það loksins. Einnig atriðin þar sem söguhetjurnar eru i bió og við fáum að sjá biómyndina með þeirra augum. Biómyndir og bió- ferðir eru talsvert stór hluti af uppeldi Andra i bókunum, og Pétur lýsir þvi mætavel hvernig Andri og félagar hans liföu sig inn i hlutverkin, urðu miklir menn i smátima: „maður borgar sig inn á fullkomiö lif i eina og hálfa klukkustund, svo kvikna ljósin og manni er hent út á gaddinn”. Biólifið er allt öðruvisi en venjulega lifið, yfir þvi hvilir draumkennd slikja, og þaðan er ættuð myndin sem Andri sér fyrir sér þegar Magga vinkona hans segist ætla aö eignast tiu börn. Lúmskur húmor Sagan er endursögð á mynd- máli. Til þess þarf að stokka hana upp á nýtt, vixla til atriðum, sleppa og bæta inn i — myndmálið gerir aörar kröfur, lýtur öðrum lögmálum en bókmáliö. tJtkoman verður kvikmynd sem segir okkur það sama og bækur Péturs sögðu.en á sinn hátt. Andrúms- loftiö er þaö sama: lúmskur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.