Þjóðviljinn - 26.05.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 26.05.1981, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐViLJINN Þriðjudagur 26. mal 1981 Við erum á efri svölum Pavarotti: Fæst við fleira en aríurnar ttalska söngvaranum vinsæla Pavarotti er ýmislegt fleira til lista lagt en að sperra sig við ariur. I fristundum sinum heima hja pabba og mömmu i Modena fæst hann t.d. við að mála og þykir þónokkuð lið- tækur við það verk. A meðfylgjandi myndum sést Pavarotti annarsvegar við trön- urnar að mála verk sem er til orðið fyrir áhrif frá hlutverki hans í óperunni „Tosca” og hinsvegar með foreldrunum i Modena. Helgi / gegn \ lesendum Hér heima er útigangsfólk barasta á hrakhólum. Það er einhver munur i New York segir hann Arni Johnsen i Mogganum sinum. Þar er, segir hann, „slangur af útigangsfólki sem villlifa útigangslifi”. Einhvers- staðar er frelsi manna virt sem skyldi! viðtalió Rætt við Þórgunni Eysteinsdóttur búfræðing Skemmti- legt og fjölbreytt nám Bændaskólanum á Hvanneyri var slitift fyrir skömmu, enda ekki seinna vænna að senda htífræðingana heim i sauð- hurðinn eða til bústarfa, ætli þeir sér ekki annað. Alls voru brautskráðir54búfræöingar þar af 14 stúlkur. Tvær þeirra dúx- uftu og tókst Þjóðviljanum að ná tali af annarri þeirra, Þórgunni Eysteinsdóttur frá Arnarvatni í Mývatnssveit, en hún hlaut verðlaun frá Búnaðarsamband- inu við uppsögn skólans. — Það fréttist hingað suður að þið hefðuð staðið ykkur vel stelpurnar, er það í fyrsta sinn sem konur ,,dúxa”? Bændaskólinn á Hvanneyri. „Nei, það hefur komið fyrir áöur.” — Hvernig er námið i Bænda- skólanum, lagðir þú áherslu á eitthvað sérstakt? „Ég var i almennri búfræði i einn vetur.en þetta var i siðasta sinn sem boðið er upp á eins vetrar nám. Hér eftir verður það tvö ár. Við lærðum margar greinar, en sumar þeirra eru nú ekki efnismiklar. Það var m.a. kennd liffræði, búfræði og bú- stjórn, jarðrækt og fleira. Þetta var fjiSbreytt nám og skemmti- legt.” — Ætlar þú að halda áfram ná nt i? „Ég get ekki haldið áfram i bændaskólanum, það er ekki boðið upp á framhald, nema fyrir þá sem hafa stúdentspróf, þeir kom ast i búvisindadeildina. Það kemur vel til greina að fara i eitthvert nám t.d. garðyrkju”. — Kunnirðu ekki vel við þig á Hvanneyri? „Jú, þarna var gott félagslif og gott að vera. — Hvað er svo framundan, ætlaðu að taka við búi á Amar- vatni? „Það verður nú ekki i nánustu framtið hvað sem siðar gerist. i sumar ætla ég að vinna á hótelinu i Reynihlið, en sé svo til hvað verður.” —ká Ný von fyrir þá sem fá brunasár: Húðlíki - unnið úr hákörlum m.a. Ar hvert deyr mikill fjöldi fólks af völdum eldsvoða i ver- öldinni og of oft, að þvi er læknar álita, vegna þess að svo mikill hluti húðarinnar brennur að li'fsnauðsynleg likamsstarf- sem truflast. Mikilvægur vökvi gufar upp og varnir likamans gegn bakterium verða sára- Iitiar. Til að koma i veg fyrir þetta hafa læknar reynt að græða yfir brunasárin skinn af ósködduðum likamshlutum sjúklingsins, en oft er svo litið eftir að það er ekki nóg og þá verða þeir að notast við húö af svinum eða nýlátnu fólki. En yfirleitt er reynslan sú, að likaminn afneitar þessum utan- aðkomandi vefjum eftir 3—25 daga. Akjósanlegasta lausnin væri að finna upp e.k. gervi-húð, en þvi marki hefur visinda- mönnum ekki tekist að ná, þar tii nú fyrir u.þ.b. mánuði siöan aö hópur visindamanna á rann- sóknarstofu i Boston lýsti yfir, að þeir hefðu með góðum Ilér sýnir visindamaður okkur húðlfkiö. árangri búið til skinnliki úr frumlegri blöndu: nautgripa- húð, hákarlabrjóski og plasti. Húðliki þetta hefur verið notað á 10 sjúklinga á aldrinum 3—60 ára. Allir voru þeir með þriðja stigs brunasár á 50—90% af yfirborði likamans. 16 mán- uðir eru liðnir siðan húðliki var grætt á fyrsta sjúklinginn og likamsstarfsemi hefur ekki hjá neinum þeirra afneitað þvi, né hefur sýking myndast við igræðsluna. Varnarkerfi likamans virðist þannig ekki bregðast við húðlikinu sem utanaðkomandi efni, og óþarft er að gefa sjúklingunum lyf þar að lútandi. Auk þess verður litið um ör eftir að sárin eru gróin. Gerð húðlikis er enn á til- raunastigi og meiri rannsóknir og visindalegar tfiraunir þarf að gera áður en það verður fáan- legt viða um heim. (SnaraðúrTime) Nær 20% grunn- skólanema skráðir í KFUM ogK 1 fréttabréfi biskupsstofu er birtur samanburður á fjölda þátttakenda i starfi KFUM og K og fjölda nemenda i grunn- skólum (7—15 ára) i starfs- hverfum samtakanna i Reykja- vik og bæjum á Reykjanesi. Niðurstöður eru að i Reykjavík eru 19,3% af grunnskólanemum skráðir i KFUM og K og 13,0% virkir þátttakendur i starfinu. í nágrannabæjunum Garðabæ, austurhluta Kópavogs, Sel- tjarnarnesi, Keflavik og Sand- gerði eru 24,4% skráðir og 14,5% virkir. Athygli vekur mikil þátt- taka grunnskólanemenda i Sandgerði, en þar eru 52,5% skráöir og 34% virkir i sam- tökunum. Molar Listin að vera hamingju- samur er fólginn i þvi að hugsa: Verra gæti það verið! Le Liweng Sá sem ekki leyfir sér stund- um að vera latur getur ekki verið frjáls maður. Cicero Allir voru lesendur sammála um leikinn 30. b7xa6 enda kom vart annaft til greina. Helgi svarar með 31. Hbl-el og þrýstir nú óþægilega á riddarann á e7. n < Q O Þh - y -i - Zú ðefur heirrt að \ bestiujörðin zeefur / zent zapparat J ) zhingað? J * zhérna zá mánan? /ýzjá, og klikk klik- II zmyndaapparat ztil

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.