Þjóðviljinn - 26.05.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Giscard fer og Mitterrand tekur viö — og lét hressa upp á taktinn I þjóðsöng Frakka, Marsailjasinum.
Mitterrand berst fram
á vinsældabylgjunni
þriðji áfangi hafinn, sagði hann við embættistökuna
FRÉTTA-
SKÝRING
Þegar Francois
Mitterrand tók við em-
bætti Frakklandsforseta á
fimmtudaginn var, kvaðst
hann hugsa til þeirra
miljdna manna og kvenna
sem hefðu mótað franska
sögu i stríði og friði — án
þess að hafa haft aðgang
að þessari sögu: Með öðr-
umorðum: Hanntalaði um
þá alþýðu sem er meiri-
hluti kjósenda/ en hefur
ekki haft pólitísk völd sem
því svarar. Hann kallaði
kosningasigur sinn þriðja
áfanga á langri göngu— og
vitnaði þá til alþýðufylk-
ingarst jórnarinnar fyrir
stríð og frelsunar undan
hernámi Þjóðverja sem
hinna fyrri tveggja.
Mitterrand kvaðst tala i nafni
alþýðunnar og vera trúr kenning-
um sósialistaforingjans Jaurés,
c® þennan hátiðisdag lagði hann
blómsveig á gröf þess fræga
sósialistaforingja, sem myrtur
var fyrir andóf sitt gegn heims-
veldastriðinu sem hófst 1914.
Nýja stjórnin.
Daginn eftir vissu, menn
hvernig bráðabirgðastjórn hans
yrði skipuð, sú sem sitja á fram
yfir þingkosningar sem Mitterr-
and hefur boðað 14. og 21. júni.
Forsætisráðherrann er Pierre
Mauroy, borgarstjóri i Lille, tal-
inn einskonar miðjumaður i
Sósialistaflokknum. Svo til allir
ráðherrarnir eru úr flokki
Mitterrands, nema hvað Marice
Faure Ur Róttæka vinstri flokkin-
um er dómsmálaráðherra — sá
flokkur hefur haft nána samvinnu
við sósfalista. Einn ráðherra er
óháður. Enginn ráðherra er úr
Kommúnistaflokkinum.
Kosningaslagur.
Mitterrand ákvað strax eítir
kosningasigur sinn að efna sem
fyrst til þingkosninga og það
dæmi virðist rétt reiknað: hann
berst áfram á vinsældabylgju.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
vikuritið Le Point birti nýlega
ætla 36% kjósenda að greiða
Sósialistum og Vinstriradikölum
atkvæði i þingkosningunum.
Þetta mundi duga til að gera
flokk Mitterrands að langstærsta
þingflokkinum — má vera hann
ætti kost á 200 af 491 þingsæti.
Kommúnistar eiga það hinsvegar
á hættu, samkvæmt sömu skoð-
anakönnun, aðfá enn minna fylgi
en foringi þeirra, Marchais, fékk i
forsetakosningunum og fara jafn-
vel niður i 13% atkvæða.
Borgaraflokkarnir hafa nú
sliðrað sverfiin og mætast stuðn-
ingsmenn Giscards úr UDF og
Gaullistarnir i RPR nú i eins-
konar Hræðslubandalagi sem
þeir kalla „Bandalag um nýjan
■ meirihluta”, UNM. Nú ætla þeir
berjast undir vigoröinu: Engar
breytingar á þjóðfélaginu! og
beina öllum skeytum að sósialist-
um, þvi' að þeir geta ekki notast
viðkommúnista lengur sem grýlu
til að fæl,a reikula kjósendur frá
Mitterrand.
Kommúnistar í klemmu.
Kommúnistar eru i slæmri
klemmu. Þeirhöfðu hvorki trúað
á sigur Mitterrands né heldur
vildu þeir hann. En einmitt með
þvi að hamast mjög gegn sósial-
istum lögðu þeir sinn skerf til
þess að sósialistaforinginn
sigraði.
Kommúnistar eiga varla ann-
arra kosta völ en að leita ein-
hverskonar samstarfs við sósial-
ista — annars eiga þeir það á
hættu að i seinni umferð fengju
þeir ekki nema örfá þingsæti. En
aðstæður allar fyrir sliku sam-
starfi eru mjög óhagstæðar
kommúnistaflokknum. Sósial-
istar standa svo vel að vigi, að
það eru þeir sem geta mótað
flesta skilmála. Og eins og ráð-
herralisti Mitterrands ber vott
um, þá eru sósialistar ekkert að
fiýta sér að taka frekar hógvær-
um tilboðum kommúnista um að
þeir séu einnig reiðubúnir til aö
„axla ábyrgð”. Stefna sósialista
sýnist vera eitthvað á þessa leið:
Kommúnistar munu ekki taka
þátti stjórn án þess að gert verði
skýrt og skilmerkilegt samkomu-
lag þar að lútandi. Og slikt sam-
komulag verður ekki gert nema
að kommúnistar breyti um
stefnu. Þar mun einkum átt við
Moskvuhollustu þá sem Marchais
hefur tekið upp aftur á undan-
fœ-num misserum, eftir að hann
um tima reyndi að skapa flokki
sinum sjálfstæða og gagnrýna af-
stöðu til Sovétrikjanna i anda
italskra kommúnista.
áb tók saman.
Torfusamtökin:
LechWalesa tók við verðlaunum í Malmö:
Skora á
borgarstjórn
að samþykkja
nýtt skipulag
Grjótaþorps
Stjórn Torfusamtakanna
samþykkti á fundi sinum þann 19.
þ.m. eftirfarandi áskorun til
Borgarstjórnar Reykjavikur
varðandi skipulag og framtið
Grjótaþorps:
„Undanfarna mánuði hefur
tillaga að skipulagi Grjótaþorps
legið fyrir til ákvörðunar hjá
borgaryfirvöldum. Tillaga þessi,
sem er gerð af Borgarskipulagi
Reykjavikur, hefur verið kynnt
almenningi vandlega með
sýningu og fundahöldum.
Stjórn Torfusamtakanna telur
þessa hugmynd að skipulagi
Grjótaþorps mjög jákvæða. Þar
er gengið út frá þvi, að núverandi
götur haldi sér áfram og sama er
að segja um flest húsin. Þær
nýbygging31- sem lagt er til að
leyfðar verði, falla vel að þeim
húsum, sem fyrir eru og fylla i
þær eyður er myndast hafa.
Á þennan máta varðveitist yfir-
bragð Grjótaþorps og hlýleiki
þess um framtið.
Aratugum saman hefur
Grjótaþorp verið afskipt svæöi i
hjarta borgarinnar. Borgaryfir-
völd hafa ekki treyst til að taka
ákvarðanir um framtið þessa
svæðis, það hefur verið umhirðu-
litið og hús og mannvirki hafa
ekki notið neins viðhalds að heitið
geti.
Stjórn Torfusamtakanna beinir
þvi þeim eindregnu tilmælum til
borgarstjörnar að samþykkja
framangreinda skipulagstillögu
og sjá til þess að framkvæmdir
hefjist svo fljótt sem við verði
komið.”
Viljum hafa hönd í bagga
— en ekki velta pólsku stjórninni
Viö viljum ekki velta
pólsku stjórninni/ en viö
viljum hafa eftirlit með
henni/ sagði Lech Walesa,
leiðtogi pólsku verkalýðs-
samtakanna n ý j u,
Samstöðu/ þegar hann tók
við verðlaunum sænska
sósía Idemókratablaðsins
Arbetet í Malmö i fyrri
viku.
Verðlaunin eru 50 þúsund
sænskar krónur og heita „Lát
leva”. Walesa lætur þau ganga til
Samstöðu.
Walesa lagði áherslu á það,
sem og oft fyrr, að Samstaða væri
ekki pólitisk hreyfing heldur
félagsleg og myndu samtökin
ekki sækjast eftir þvi að verða
einskonar pólitiskur flokkur.
Hann vildi ekkert út á það gefa
hvort hann kysi sósialiskt kerfi
eða kapítalískt — það er ekki
stimpilhnn sem skiptir máli,
sagði hann, — heldur inntakið.
Hann sagði það kerfi best sem
best skildi sitt fólk.
Uppsagnir hér og þar
Walesa kom við i Kockum-
skipasmiðastöðinni, en þar vinna
nokkrir Pólverjar sem áður unnu
með honum i skipasmiðastöðvum
i Póllandi. Kockum er i hættu, þar
er verið að skera niður og segja
fólki upp. I þvi samhengi geröi
Walesa óbeint fróðlegan saman-
burð á pólskum og sænskum
aðstæðum. Hann sagði meðal
annars:
„Það er leiðinlegt að ekki
skuli vera hægt að nýta þessar
miklu fjárfestingar... í Póllandi
hafa verkalýðsfélögin krafist
þess að ekki sé hægt að segja
verkamönnum upp. Stjórn fyr-
irtækisins hefði lika átt að sjá um
að Kockum lenti ekki i þeirri
stöðu, þar sem það nú er....”
Menntamenn
Walesa dró ekki úr þvi, aö átök
færu fram innan Samstöðu, en
sagði að þetta væri að þvi leyti
jákvætt að átökjn stöfuðu af þvi,
að nú hefðu menn sannfærst um
að einnig þeir gætu „komið ein-
hverju til leiðar”. Sumpart stafar
ágreiningur innan hinna pólsku
verkalýðssamtaka af þvi, að
verkamönnum finnst að mennta-
menn úr liði andófsmanna. hafi
haft of mikil áhrif á samtökin. 1
Malmö sagði Walesa, að mennta-
mennirnir væru nauðsynlegir
sem ráðgjafar þegar um það væri
að ræða að „móta kröfur okkar til
nauösynlegra efnahagslegra
endurbóta. En þeir gætu talað
minna og framkvæmt meira,”
bætti hann við.
Hvenær verkföll?
Walesa talaði einnig um
verkfallsréttinn i tengslum við
þær efnahagslegu umbætur sem
nú er unnið að. Hann sagði þá: „1
efnahagskerfi eins og þvi sem við
búum við, veröum við að gera
okkur grein fyrir þvi, að verkföll
bæta ekki efnahagsástandið i
heild. Þess vegna verðum við að
beita þessu vopni af mikilli gát”.
Þessí ummæli benda til þess að
Walesa sé kominn i svipaða stöðu
i þessum efnum og margir verka-
lýðsforingjar á Vesturlöndum
hafa verið: að velja á milli
verkfalla og hærra kaups og þess
að halda fyrri kjörum til að
tryggja sem flestum vinnu.
Verðlaunin L&t leva hafa áður
verið veitt ölvu Myrdal fyrir
baráttu hennar gegn kjarnorku-
vopnum , rithöfundahjónunum
Lasse og Lisu Berg fyrir um-
fjöllun þeirra um matvæla-
ástandið i heiminum og Mary
Anderson fyrir baráttu hennar
fyrir heilsu verkamanna i asbest-
framleiðslu. Lech Walesa fær
verðlaumn fyrir baráttu sina fyrir
mannréttindum og réttindum
verkalýðssamtaka.
ábbyggðiá InfoogDN.
Lech Walesa tekur við verðlaununum: svo það á að fara að segja upp
fdlki hér hjá Kockum....