Þjóðviljinn - 26.05.1981, Síða 9

Þjóðviljinn - 26.05.1981, Síða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. mal 1981 Þriðjudagur 26. mal 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 H j ólreiðadagurinn A sunnudaginn hjóluðu þúsund- ir barna, unglinga og fulloröinna frá 10 stööum í borginni, 10 km. Jeið til Laugardalsvallarins. Tilgangurinn varaðhjóla fyrirþá sem ekki geta hjólað og safna fé fyrir fötluð börn. Það var dr. Þór Jakobsson og sonur hans Vésteinn sem áttu hugmyndina að hjólreiðadegin- um, en þeir kynntust svipuöu fyr- irbæri i Toronto i Kanada. Dr. Þór Jakobsson sagði eftir hjólreiðadaginn, að hann væri mjög ánægJur með undirtektir og það hefði verið skemmtilegt að sjá allan skarann koma inn á völlinn. Sjálfur var hann meðal þeirra sem tók við áheitum og sagðist hafa upplifaðþað i fyrsta sinn á ævinni að vera með harðsperrur i handleggjunum eft- ir pemngaburð. Með honum i móttökunni voru starfsmenn Styrktarfélags vangefinna og konur úr Félagi Svalanna. Endanlegar tölur um söfnunarfé liggja ekki fyrir, en i gær höfðu verið taldar um 450 þús. kr. Sennilega hefur dr. Björn Sigfússon fyrrum Háskólabóka- vörður verið aldursforsetinn i hópi hjólreiðamanna, en hann var með syni sinum Herði, sem er fatlaður, en hjólaði með og safn- aði sjálfur á þriðja þúsund króna. Dr. Þór Jakobsson sagði að hann hefði tekið við 10 kr. frá ein- um litlum snáða sem var 3—4 ára, hann hjólaði ekki, en vildi vera með. Hjólreiðadagurinn fór ekki fram hjá borgarbúum, þvi heilu herskararnir fóru um borgina um miöjan dag á sunnudag og vöktu athygli vegfarenda á þvi hve reiðhjólum hefur fjölgað gifur- lega að undanförnu. Þrátt fyrir mikinn fjölda var litið um óhöpp og allir virtust skemmta sér hið besta þegar boöið var upp á skemmtiatriði að hjólreiða- túrnum loknum. — ká. Vel fór á því að Egill Skiíli Ingibergsson, borgarstjóri I Reykjavlk, væri meðal þátttakenda. Þór Magnússon þjóðminjavörður trónir hér meðal annarra þátt- takenda. Tekiðá móti peningum I þágu þeirra sem ekki gátu hjólaö. Alls söfn- uðust um 450 þúsund krónur. Galvaskar stúlkur á ferð. Smáóhöpp uröu, en engin stór Ekki voru allir háir i loftinu sem tóku þátt I hjólreiðadeginum. Ljósm .:cjel Breiðholtshópurinn á leið upp Bústaðaveginn. t baksýn sést m.a. rafstöðin við Elliðaár og Breiðholt I fjarska í á daaskrá Þ.essi aldraða kynslóð ætlast ekki til þakklætis. En ég held að hana hafi ekki órað fyrir því að uppskeran yrði neyslusjúkir smáborgarar sem búa í gluggalausu húsi eigingirni og sjálfselsku. Ævikvöld mannsins Góð lífskjö- verða ekki ein- göngu mæld í efnahagslegri vel- sæld. Góð lífskjör felast i þvi aö fólk hafi nóg að bita og brenna, en einnigíþvi aö fólki liði vel, likam- lega og andlega. Ef vel tekst til og tslendingar leysa sin mál af raunsæi og skyn- semi, þá eru verulegar lilkur á þvi aö i náinni framtið veröi hægt að uppfylla fyrri þátt lifskjar- anna. Allir ættu að geta haft nóg að bita og brenna á Islandi i framtiðinni. Það leikur hins vegar meiri vafi á um siðari þáttinn. Það liður ekki öllum vel á ts- landi i dag og i framtiðinni mun skortur á lffsfyllingu aukast, ef ekki veröur nú þegar fariö að huga að þessum málum i fullri al- vöru. ____________ _____ Þessar staðreyndir byggjast meðal annars á þvi að mikil breyting veröur á innri gerð þjóð- félagsins i framtiðinni. Þessi breyting á þjóðfélaginú er raunar forsenda þess að góö lifskjör verði og þannig skapar lausn eins verkefnis nýjan vanda á öðru sviði. Sú breyting á gerö þjóðfélags- ins sem um er rætt, felst i meiri tæknivæðingu, meiri og óper- sónulegri rekstri og minni mann- legum samskiptum á vinnumark- aði. Með þessari breytingu mun einnig styttast sá timi, sem maöurinn „fær” að vinna i fram- leiöslunni og þjónustunni. Það er fullt raunsæi að ætla það að starfsævi mannsins muni styttast og menn hætta störfum um sextugt innan 10 ára. Að dreif- ing vinnunnar verði að koma fram i mikilli styttingu vinnunar Og styttri starfsævi. Þetta þýðir einfaldlega að fri- timinn eykst, elliláúnaaldur leng- ist og menn verða að finna sér önnur verkefni en þá vinnu, sem við skilgreinum nú sem ævistarf mannsins. Þessum nýju staöreyndum verður að mæta, meðal annars með uppstokkun skólakerfisins og hugarfarsbreytingu i sambandi við ellina. Það verður nú þegar að snúa sér að þvf verki aö búa fólk undir þá elli sem fyrirsjáanleg er i framtiðinni. Það verður að taka mið af þeirri staðreynd, að 20—30 ára „eyða” myndast i manns- ævina eftir að „ævistarfinu” lýkur. Þetta er eitt risavaxnasta félagslega verkefni sem biöur okkar. Ef þetta verkefni verður ekki leyst á þann hátt að lifeyris- þegum veröi sköpuð ytri og innri skilyröi tii lifsfyilingar, þá verður ekki hægt að tala um góð lifskjör á Islandi I framtiðinni. Við skulum huga að þessari staðreynd meðan timi vinnst til. Ég hef talað hér um þann vanda sem snýr að næstu framtið. Þann vanda er enn hægt að leysa, hvað ellina varðar. Málefni þess fólks, sem nú er orðið aldraö, verða hinsvegar ekki geymd. Stór hluti þessa fólks býr á margan hátt við ill kjör. bæði fjárhagslega og félagslega. Sú kynslóð sem nú er fullorðin og komin á eftirlaunaaidur, á skilyrðislaust aö búa við jafn góð lifskjör eða betri en hún hafði á starfsævi sinni. Slik tilfærsla á fjármunum er eingöngu siðferðis- legt vandamál þjóðar sem býr við okkar þjóðartekjur. Þvi fólki sem hér um ræðir, eig- um við mikla skuld að gjalda. A okkur hvílir þarna svört van- rækslusynd sem ekki verður bætt %ema höfð séu snör handtök. A þeim tfmum þegar þrýsti- hóparnir vaða uppi i þjóðfélaginu og hver reynir að ota sér áfram á annarra kostnað eða heildar- innar, ættu menn að skammast sin. Menn ættu að minnast þess að sú kynslóð sem nú er að deyja, mataði þetta kröfugerðarfólk allt frá fæðingu. Það kostaði bestíi uppeldi sem völ var á og bestu menntun sem völ var á og lagði allt i sölurnar vegna þess draum 3 að betri framtið og betra og rétt- látara þjóðfélag biði næstu kyr- slóðar. Þessi aldraöa kynslóð ætlaðist ekki til þakklætis. En ég held að hana hafi ekki óraö fyrir þvi, aí uppskeran yrði neyslusjúkir smá- borgarar sem búa i gluggalausu húsi eigingirni og sjálfselsku. Hrafn Sæmundsson Hermann Pálsson, sextugur Hermann Pálsson, útlaginn i Edinborg, verður sextugur i dag. Hann er þekktastur núiifandi Is- lendinga, sem fást við islensk fræði, og valda þvi frábærar þýð- ingar hans og Magnúsar Magnús- sonar á islenskum fornsögum, sem komið hafa út i tugþúsundum eintaka i bókaflokknum Penguin Classic. Þar hafa komið út: Njála, Vinlandssögurnar eða Ei - riks saga rauða og Grænlendinga- saga, Haralds saga harðráða eftir Snorra Sturluson og Laxdæla. Þá hefur Hermann þýtt einn og gefiö út Hrafnkels sögu, Auðunarþátt vestfirska og fimm aðra Islend- inga þætti og Gautreks sögu og Örvar-Odds sögu úr Fornaldar- sögum Norðurlanda. öllum þess- um sögum fylgja rækilegir for- málar um islenskar miðaldabók- menntir og félagslegar forsendur þeirra. Einnig hefur Hermann skrifað bók um Arts and Ethics in Hrafnkel’s Saga, List og fagur- fræöi i Hrafnkels sögu. Þótt Hermann sé ekki eini mið- aldafræðingurinn i heiminum, hefurhann unnið öllum Islending- um árangursrikara starf við kynningu á islenskum fornsögum, en gengi sitt á hann að einhverju leyti að þakka heilladrjúgri sam- vinnu viö rithöfundinn snjalla, Magnús Magnússon. Sögurnar höfðu verið skýrðar sem fornleif- ar frá hálfforsögulegum tima, en Hermann ruddi þeim endanlega til rúms á fremsta palli sigildra heimsbókmennta. Hann bendir réttilega á að þær séu samdar á háklassisku skeiði fræða og lista i Evrópu, eigi aöalforsendur sinar i evrópskri menningu, séu evr- ópskar bókmenntir, jafnframt þvi sem þær eru sprottnar upp úr islenskum jarðvegi. Hann er bæði gæddur baráttugleði, manndómi, kunnáttu og getu til þess að koma sjónarmiöum sinum og bók- menntunum sjálfum á framfæri á heimsmáli kenjalaust, svo að menn geta notiö þeirra og skipað þeim i það öndvegi sem þeim ber. Margt stuðlaði að þvi að Her- mann hefur orðið öðrum Islend- ingum meiri afreksmaður i fræð- unum. Eftir strið hafði lýsingar- orðið germanskur óþægilegan hljóm i eyrum enskumælandi þjóða, en orðiö islenskur var hlut- laust og jafnvel forvitniiegt. Þjóðverjar höfðu reynt að fita germanskan anda á miðalda- framleiðslunni islensku, en nú gafst færi að losna við germanska stimpilinn og setja merki fram- leiðandans á vöruna. Miöalda- menningin varð evrópsk, og ein grein hennar voru islenskar mið- aldabókmenntir. Þetta voru stað- reyndir sem flestir gátu auðveld- iega skilið. Fjöldi fræðimanna hafði f jallað um islenskar miöaldabókmenntir i erlendum málum löngu fyrir daga Hermanns Pálssonar, en þeir höfðu yfirleitt rætt og ritað fyrir þröngan hóp. Þeir höfðu þó plægt akurinn fyrir dugmikinn hæfileikamann, þegar hann tók til starfa. Menntabylting eftirstriðsár- anna skóp forsendur fyrir aukn- um áhuga á Islenskri eins og ailri annarri klassik. Hermann starfaði við háskóla i Bretlandi. Hann fór utan til náms i irsku og keltneskum fræðum, eftir að hafa lokiö námi i islensk- um fræðum við Háskóla íslands 1947. Hann stundaði nám við há- skólann i Dyflinni 1948 - 50 og lauk B.A.-prófi þaðan 1950. Sama ár réðst hann lektor i islenskum fræðum við háskólann i Edinborg og varð fastur kennari þar 1954. Hermann er mikill náms- og at- orkumaður og stóö greið leið opin á Bretlandi að námi loknu, en ein- hverra hluta vegna hefur honum aldrei boðist starf i fræðum sinum hér heima svo að mér sé kunnugt. Hann fór ungur utan til þess að nema fræði þjóðar, sem ýmsir staðhæfa aö sé náskyld okkur Is- lendingum og hafi haft mikil áhrif á islenskar menntir. Þegar til kastanna kom fýsti ráðandi menn ekki að fá Hermann til starfa hér- lendis og nýta það, sem hann hafði aflað, en hjá annarri þjóð var hann boðinn velkominn til fræðanna. Hermann er Húnvetningur, fæddur á Sauðanesi i Torfalækj- arhreppi 26. mai 1921 og á fjölda systkina. Eftir hann liggur mikið starf i frumsömdum bókum og þýðingum, alls nær 20 bækur, þar af eru 9 frumsamdar á islensku, en ein á ensku, hitt eru útgáfur og þýöingar, en með rækilegum for- málum. Hann hefur kynnt okkur Islendingum írskar fornsögur og Söngva frá Suðureyjum, en þeir þykja mér hugþekk bók, „enda er gelisk tunga langtum betur til söngs fallin en islenska”. Hjá söngelskum Keltum hefur hann dvalist langdvölum bæði á Irlandi og skosku eyjunum, farið þar ein- förum, þreytt drykkjur viö fram- liðna, hlustað á draum Suöurey- inga um að brugga bjór úr lyngi og skrifað um morðför Magnúsar konungs berfætts, siðasta vik- ingsins, sem gladdi úlfa á Suður- eyjum en grætti meyjar. „Og nor- rænir vikingar voru miklu frum- stæðari en Suðureyingar, þeir sem þar bjuggu fyrir. Þess vegna varð það tslendingum svo mikils virði, að margir komu frá Suðureyjum til þess að nema hér land. Isiand hefði aldrei orðið menningarriki, ef þaö hefði byggst Norðmönnum ein- um, sönglausum og sögulausum” (51 - 52).I eina tið var hann svo hollur Irum, að við vorum reknir út úr vopnasafni Breta, Imperial War Museum, fyrir orðbragðs sakir. Hermann hafði flutt þar áhrifamikla þulu á framandi tungu og skildist mér af viðbrögð- um eins varðarins að það hefði veriö irsk Buslubæn fyrir framtið Bretaveldis. Fyrir 20 árum varð lærimeist- ari Hermanns, Einar Ölafur Sveinsson, sextugur. Þá sendi hann honum hugvitssamlegan af- mælisþátt, dálitið kver. Þar ræð- ast þeir við af iþrótt nemandinn og meistarinn um hin ljúfustu vis- indi, fornar sögur og fyrirheitna landiö, en þar segir m.a.: Handan við hafið djúpa hreinferðug þin eyjan i útnorðri bíður. Silfurtær, sikvikur lækur i suðurátt flýr af köldu kristalsfjalli og skundar niður um skóga. Hin skjólmjúka björk við hörðu veöri hlýr. Þótt Hermann hafi dvalist fjarri kristalsfjölium og skjól- mjúkum birkiskógum hefur hann unnið við þau ljúfu visindi að greiða öðrum leið aö sagna- brunni, sem boðar að hver sé sinnar gæfu smiður. Ég veit að hann hefur oft saknað þess að sitja ekki á Fróni. Þar hefur hann búið i huganum öll sin útlegðarár, eins og bækur hans sanna. Fyrir um 20 árum skrifaði hann um Sagnaskemmtun Islendinga, þá þjóðariþrótt aö segja sögur. Fræðið er komið af Islandi skrifað á bók svo breiða, segir i færeyskum dansi, og Her- mann hefur unniö manna dyggi- legast að þvi að greiða leið bókar- innar breiðu vitt um álfúr og kenna mönnum aö meta gildi þess, sem hún hefur að flytja. Ég óska honum og fjölskyldu hans, ágætri konu Guðrúnu Þor- varðardóttur og Steinvöru dóttur þeirra, allra heilla og hamingju. A heimili þeirra hef ég átt marg- ar ánægjustundir, og hér heima er hátið hjá mörgum þegar þau koma i kynnisferðir. Björn Þorsteinsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.