Þjóðviljinn - 26.05.1981, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. mal 1981
RW FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Vonarstræti 4 - Sími 25500
Félagsstarf eldri
borgara í Reykjavík
Sameiginleg sölu og yfirlitssýning á mun-
um unnum i félagsstarfinu að Norðurbrún
1, Furugerði 1 og Lönguhlið 3 verður hald-
inað Norðurbrún 1,30. og 31. mai og 1. júni
frá kl. 13.00 til 17.00 alla dagana.
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar.
jfiu Frá Grunn-
W skólanum á ísafirði
Þrjá kennara vantar að Gagnfræða-
skólanum á ísafirði (7.—9. bekk).
Aðalkennslugreinar: íslenzka, danska og
eðlisfræði/liffræði.
Umsóknarfrestur er til 5. júni.
Upplýsingar gefur Kjartan Sigurjónsson,
skólastjóri, i simum 94-3845 og 94-3874.
Skólanefnd.
UTBOÐ
Byggingarnefnd iþróttahúss Keflavikur
óskar eftir tilboðum i byggingu 2. áfanga
lágbyggingar við íþróttahúsið, sem steypa
áuppisumar.
Tilboðsgögn verða afhent frá og með
miðvikudeginum 27. mai á afgreiðslu
tæknideildar Keflavikurbæ jar,
Hafnargötu 32 Keflavik og á Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen h.f. Ármúla 4,
Reykjavik.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 9. júni
á skrifstofu bæjartæknifræðings
Keflavikur.
Auglýsing
um notkun aukins afgreiðslutima
(valtima) verslana i Reykjavik
Almennur afgreiðslutimi (grunntimi) er:
Mánudaga til föstudaga...frá kl. 8—18
Laugardaga...............frá kl. 9—12
Þá er óheimilt að hafa verslanir opnar á
laugardögum frá 1. júni til 1. september.
Valtimi:
Auk grunntima er verslunum heimilt að
hafa opið i allt að 8 stundir á viku frá kl.
18.00 til kl. 22.00 mánudaga til föstudaga,
þó aldrei fleiri en 2 daga i viku.
Verslanir, sem nýta sér framangreinda
heimild, skulu tilkynna borgaryfir-
völdum, hvernig heimildin muni notuð og
auglýsa það á áberandi stað i versluninni.
Með eins mánaðar fyrirvara skal á sama
hátt tilkynna um breytingar, sem gerðar
eru á notkun heimildarinnar.
Brot á reglum um notkun valtimans varða
niðurfellingu á heimild til notkunar
valtima i 3—12 mánuði.
Eyðublöð fyrir tilkynningar um notkun
aukins afgreiðslutima liggja frammi á
borgarskrifstofunum, Austurstræti 16, og
hjá Kaupmannasamtökunum, Marargötu
2.
Samstarfsnefnd um
afgreiðslutima verslana i Reykjavik.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti:
/
Iþróttahúsinu verður hraðað
Borgarstjórn hefur samþykkt
að tillögu Sjafnar Sigurbjörns-
dóttur að bygging iþróttahúss við
Fjölbrautaskólann i Breiðholti
verði forgangsverkefni og þvi
skuli lokið á tveim árum.
Fjölbrautaskólinn i Breiðholti
er fjölmennasti skóli borgarinnar
að undanskildum Háskólanum og
eru nemendur hans orðnir lang-
eygir eftir iþróttahúsinu. Hafa
þeir nýlega skrifað borgarstjórn
bréf þar sem óskað er eftir þvi að
byggingunni verði hraðað og var
það tilefni samþykktarinnar i
borgarstjórn. íþróttahúsið verður
um 3000 fermetrar að grunnfleti
og eru sundlaugar ásamt
baðaðstöðu hluti af þvi. Þær eru
þegar komnar i notkun. Bygg-
ingateikningar eru tilbúnar og má
vænta þess að á næstu fjárhags-
áætlun borgarinnar verði veitt fé
til framkvæmda en rikið tekur
einnig þátt i kostnaði við iþrótta-
húsið.
— AI
Sumardvöl
fyrir 1
sykursjúk
börn
Samtök sykursjúkra i
Reykjavik efna i sumar öðru sinni
til sumardvalar fyrir sykursjúk
börn og unglinga, en árangur
slikrar starfsemi i fyrra reyndist
mjög góður. Að þessu sinni verða
sumarbúðirnar að Reykholti i
Borgarfirði 23.-29. júni, en þar er
hin ákjósanlegasta aðstaða.
Eins og s.l. sumar verður starf-
semin rekin undir stjórn sér-
fróðra manna, sérþarfir
barnanna um hjúkrun, mataræði
og annað. öllum sykursjúkum
börnum og unglingum á landinu
er boðin þátttaka, og verður
kostnaði haldið í lágmarki, þar
sem Samtök sykursjúkra,
Reykjavik munu með beinum
fjárframlögum bera hluta af
dvalarkostnaðinum.
Nánari upplýsingar veita:
Steinunn Þorsteinsdóttir i sima
21779, Snorri Snorrason, simi
75129, Þór Þorsteinsson, simi
86155(36904) og örlygur Þórðar-
son simi 16811 (38829).
Lifað með
Lennon
Fjölvaútgáfan hefur sent frá
sér nýja bók um átrúnaðargoð
aldarinnar John Lennon. Bókin
kallast „Lifað með Lennon” og er
hUn minningabók Cynthiu
Lennon, sem var eiginkona Johns
þegar sigurför Bitlanna stóð sem
hæst. HUn var þannig i einstakri
aðstöðu til að fylgjast með öllu,
sem gerðist á bak við tjöldin.
Bók FjölvaUtgáfunnar er 256
bls. með urmul af myndum af
Bitlunum og auk þess nokkrum
teikningum höfundarins, en
Cynthia Lennon lagði stund á
bókaskreytingu i Listaháskólan-
um i Liverpool, þegar hUn kynnt-
ist John Lennon og ástir tókust
með þeim. Þýðandi bókarinnar er
Steinunn Þorvaldsdóttir, einn af
B i t la-a ð dá e n d u nu m . —
Prentstofa G. Benediktssonar
annaðist setningu og prentun.
Amarfell sá um bókband.
SÍS-kaup-
félögum
fækkar
Fyrir nokkru var endanlega
gengið frá sameiningu tveggja
Sambandskaupfélaga i Skaga-
firði: Samvinnufé 1 a g s
Fijótamanna i Haganesvik og
Kaupfélags Skagfirðinga á
Sauðárkróki. Fljótamenn hafa þó
áfram verslun á heimaslóðum þvi
Kaupfélagið rekur útibú á
Ketilási.
1 ársbyrjun kom svo til fram-
kvæmda sameining þriggja
kaupfélaga á Vestfjörðum:
Kaupfélags Patreksfjarðar,
Kaupfélags Arnfirðinga á Bildu-
dal og Kaupfélags Rauðasands.
Nefnist hið nýja félag Kaupfél.
Vestur-Barðstrendinga og eru
höfuðstöðvar þess á Patreksfirði.
Minna má á, að á árinu 1979
sameinuðust Kaupfélag ólafs-
fjarðar og Kaupfélag Eyfirðinga
og er útibú starfandi i Ólafsfirði.
Fyrir þessar breytingar voru
kaupfélög innan SIS 49. Nú hefur
þeim fækkað um fjögur og eru þvi
45.
iPUBinHmn
Nýr sendiherra frá Kóreu
Suk Shin Choi, nýskipaður sendiherra lýðveldisins Kóreu hefur nýlega
afhent forseta tslands trúnaðarbréf sin að viðstöddum Ólafi Jó-
hannessyni forsætisráðherra.
Garðabær —
skrifstofustarf
Óskum að ráða til sumarafleysinga i starf
við bókhald og almenn skrifstofustörf.
Umsóknarfrestur til 28. mai n.k.
Upplýsingar gefur undirritaður.
Bæjarritari.
Tilkynning
Sumaráfangi námskeiðs i uppeldis- og
kennslufræði 1980—81 við Háskóla íslands
hefst mánudaginn 1. júni 1981 kl. 13:00 i
stofu 201 Árnagarði.
frá félagsvísindadeild H.í.
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum
i lagningu dreifikerfis á Keflavikurflug-
velli. Allt dreifikerfið er tvöfalt og pipu-
vidd 0 20—0 250 mm. Lengd skurða er 9.7
km.
Útboðsgögn verða afhent gegn 1000 kr.
skilatryggingu á skrifstofu Hitaveitu Suð-
urnesja, Brekkustig 36, Njarðvik og á
Verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Alfta-
mýri 9 Reykjavik.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu
Suðurnesja fimmtudaginn 11. júni 1981 kl.
14.00.
Auglýsinga- og áskriftarsími
81333 DJOÐvn/m