Þjóðviljinn - 26.05.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.05.1981, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 26. maí 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hríngiö í síma 81333 kl. 9—5 alla virka daga, eða skrífið Þjóðviljanum frá lesendum Stóriðj uskrýmslið Orkumál þjóðarinnar eru nú i brennidepli, eftir að Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra lagði fram á Alþingi langtima- áætlanir sinar i raforkumálum þjóðarinnar. 1 þessum áætlunum sinum gerir ráðherrann ráð fyrir þvi i stuttu máli, að islenskt frum- kvæði verið i orkufrekum iðnaði, og virkjað vatnsafl verði tvöfaldaö á næstu 10-15 árum, sem orkufrekan iðnað nefnir ráðherrann m.a. magnesium, pappir, oliuhreinsun o.s.frv. Þá sagði ráðherrann ennfremur að rikisstjórnin myndi leggja áherslu á að um islensk fyrir- tæki yrði að ræða, en á hinn bóg- inn yrði nauðsynlegt að hagnýta sér erlenda tækniþekkingu, og jafnvel gæti markaðssamvinna við erlenda aðilja verið æskileg. Þannig var frá þessu sagt i fjölmiðlum, og það var lesið og hlustað, og ekki bar á öðru en að fólk tæki þessu vel, nú ætti loks- ins að gera stórátak og lang- timaáætlanir i raforkumálum og hafa annan háttinn á en þegar lagt var t.d. út i Kröflu- ævintýrið sællar minningar. En hvað skeður þá? Rýkur þá ekki allt i einu upp eins og hundur Sverrir Hermannsson, og byrjar að spangóla og heimta að iðnaðarráðherra fari frá vegna svika við þjóðina? Og hver skyldu nú þessi svik vera? Þau eru i stuttu máli, að ráðherrann vill ekki láta reisa 20 álver eða eitthvað álika stóriðjugums, og afhenda útlendingum orkulindir þjóðarinnar, sem heitir hins- vegar á máli þeirra stóriðju- manna: „Stórhuga atvinnulif með frjálsu einstaklingsfram- taki”, þ.e. að þjóðin fái að reyna krafta sina með aðferðum frumskógarins. Eiga landsmenn i alvöru að trúa þvi að Sjálfstæðisflokkur- inn, eða réttara sagt „Geirs- brotið” vilji afhenda orkulindir þjóðarinnar útlendum auð- hringum i formi stóriðju með svipuðum afleiðingum og þegar Alverið i Straumsvik var reist, og sjálfstæði þjóöarinnar raun- veruiega skert með þeim smánarsamningi. Þaö væri þokkalegt aö fá inn i landið 20 önnur fyrirtæki á sama taxta fram að aldamótum. Þetta minnir óneitanlega á Suður-Ameriku og önnur lönd, þar sem auðhringarnir valsa um auðlindir þessara þjóða eftir vild sinni, þar sem þeir riku verða rikari og fátæku fátækari. Er þetta það ástand sem Sverrir Hermannsson vill leiða yfir þjóö sina, þar sem hann sat á hús- burstinni og spangólaöi að Hjör- leifi Guttormssyni og rikis- stjórninni? Þau fyrirtæki, sem þjóðin reisir með sinni dýrmætu orku, eiga að vera undir. isl. hús- bóndavaldi. Hinsvegar eigum við að sjálfsögðu aö hagnýta okkur erlenda tækniþekkingu þar sem skortir hjá okkur, og sá sjálfsagði varnagli sleginn að hagkvæmur markaður verði fyrir orkuna i fyrirtækjum er lúti islensku forræði. Að athugun slikra iðnaðar- kosta er nú unnið út frá isl. Pennavinur Blaðinu hefur borist bréf frá pólskum stúdent Grzybowksi Artur að nafni. Hann óskar eftir þvi aö eignast pennavin á Is- landi. Hann er 18 ára og hefur mikinn áhuga á tónlist, rokki og poppi, og hefur hann sérstakt dálæti á Bitlunum. Hann getur skrifað á ensku, rússnesku og pólsku. Þeirsem haf a áhuga, vinsam- legast skrifið til, GRZYBOWSKIARTUR UL: Wygoda 6 PL. -32-020 Wieliczka Poland. forsendum, og J>á einnig höfð i huga dreifing sliks iðnaðar, ekki siður en virkjanir eins og segir i viötali við iðnaðarráðherra i Þjóðviljanum nýlega. Andstæðingar þessa frum- varps telja þvi býsna margt til foráttu. Þaö sé allt of seinvirkt, og hvað eigi svo aö gera viö alla þessa orku, þegar hún loksins er komin i gagnið? Væri ekki nær að drifa þetta af sem fyrst, láta erlenda auðhringi um þessar framkvæmdir fyrir okkur með sinu ótakmarkaða auðmagni? Og þá um leiö að losa okkur við framleiðsluna? Þetta segja stóriðju- mennirnir. Auövitað þurfum við að losna við okkar framleiðslu og það á hagstæðum kjörum, en með þvi að fara i kjaftinn á hringavaldinu veröum við aldrei annaö en fátækir þrælar þeirra herra, þrátt fyrir það land sem við búum i og þau lifs- gæði sem það hefur upp á að bjóða. Það sem við verðum að leggja áherslu á i framtiðinni er aö selja orkuna sem mest úr landi i unnum vörum, eignast harða og duglega sölumenn sem vinna okkur nýja markaði, ekki ein- ungis á okkar gömlu mörkuðum heldur lika á svæðum þriðja heimsins þar sem þjóðirnar eru smám saman að rétta úr kútnum til vaxandi velmegunar og sjálfstæðis. Þannig eigum við að flytja út þá hættu sem af at- vinnuleysi stafar, og vissulega gæti komið i vaxandi tölvu- væddum heimi hringavaldsins, ef við gætum ekki að okkur. Það er þannig sem við eigum að standa að okkar dýrmætu orkulindum. Nýta þær fyrst og fremst i okkar þágu, en ekki 1 á t a n e i n STÓRIÐJUSKRÝMSLI hræða okkur, og standa á okkar eigin fótum sem sjálfstæð þjóð. Páll Hildiþórs. VOR Hér sendi ég sögu eftir mig/ sem heitir Vor. Svo sendi ég líka teikningu um vorið og sumarið. Einu sinni var strákur sem hét Pétur. Hann átti heima í húsi með garði. Hann var að leika sér á grasinu við húsið sitt. Skýin voru hátt uppi á himninum. Hann sagði: Bara að Anna komi til mín að leika sér. Og þá kom Anna. Hún átti heima í rauðu húsi með Ijósrauðri hurð. Sólin skein beint í augun á henni. Pétur fór að leika sér við hana og þau fóru í marga leiki og sólin skein. Andrea Hólm Fífuseli39 7 ára ísaksskóla Barnahornid Kvöldvaka A kvöldvökunni i kvöld verða tekin fyrir tvö efni, annars vegar þáttur sem nefn- ist: „ÞU vorgyðja svifur úr suðrænum geim”, 150 ára minning Steingrlms Thor- steinssonar skálds. Gunnar Stefánsson tók saman dag- skrána og talar um skáldið. Elva Björk Gunnarsdóttir les úr ljóðum Steingrims og Axel Thorsteinsson rekur minn- ingar um fóður sinn. Ennfremur verða sungin lög við ljóð skáldsins. Og hinsvegar verður flutt dagskrá sem nefnist: „Sumardagur á Höfn i Horna- firði fyrir hálfri öld”. Torfi Þorsteinsson I Haga segir frá og Baldur Pálmason les. Útvarp kl. 20.20 Steingrimur Thorsteinsson skáld Litli barnatíminn I útvarpi kl. 17.20 er litli barnatiminn i umsjá Sigrúnar Björgu Ingþórsdóttur. Margrét Lilja Guðmundsdótt- ir niu ára segir frá kúnum i sveitinni og les söguna um Anægða—Pétur og ön- uga—Pétur úr bókinni „Amma, segðu mér sögu” eft- ir Vilberg Júliusson. Útvarp %/|# kl. 17.20 Jónas Haralz Hjalti Kristgeirsson Stefna Milton Friedmans 1 sjónvarpi i kvöld kl. 21.50 mun ögmundur Jónasson fréttamaður stjórna umræðu- þætti sem ber heitið: „Stefna Miltons Friedmans og reynslan af henni”. 1 umræðu- þættinum taka þátt þeir Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur og Jónas Haralz bankastjóri. Undanfarnar vikur hafa verið sýndir i sjónvarpi þættir um kenningar Miltons Fried- mans sem báru yfirskriftina „Frelsi til að velja” og kemur þessi umræðuþáttur i kjölfar þeirra þátta. Vafalaust verður allfróðlegt að heyra hvað þessir tveir hagfræðingar hafa um málið að segja og nokkuð öruggt að þeim mun bera eitt- hvað á milli um ágæti frjáls- hýggjunnar. jO> Sjónvarp ‘'CT kl. 21.50

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.