Þjóðviljinn - 27.05.1981, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 27.05.1981, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 27. mai, 1981 Vinnu- vernd Er vinnuvernd tiskufyrirbæri eða nauðsynleg viðbrögð við breyttum aðstæðum. Hvað er vinnuvernd og hvaða hliöar vinn- unnar eru kannaðar? Þessum spurningum er reynt að svara i bæklingi sem þeir Ari Skúlason, Einar Baldvin Baldurs- son og GylfiPállHersirhafatekið saman. Bæklingurinn tengist vinnuverndarkönnun sem iðn- aðarmenn eru nú að gera, en hann ætti að veita öllum sem áhuga hafa upplýsingar um eðli og viðfangsefni vinnuverndar. 1 inngangi kemur fram að meðalaldur karlmanna fer nú lækkandi, eftir að hann hafði f arið stöðugt hækkandi fyrri hluta aldarinnar. Dánartiðni 40 ára karla í Danmörku hefur aukist um 20% siöasta áratug. Orsak- anna er m.a. að leita til vinnu- slysa og sjúkdóma sem efna- mengun og vandamál henni tengd leiða af sér. Viðfangsefni vinnuverndar eru greind f fjóra flokka: Vinnuálag, óheilnæm vinnuskilyrði, mengun á vinnustað og streita. 1 bækl- ingnum er fjallað um þessa flokka og heilsutjón semaf þeim leiðir. Sagt er frá Exposymálinu i Danmörku, sem er dæmi um miklar deilur sem urðu vegna hættulegs efnis sem nota er i iðn- aði. Um streitu er sagt að helstu orsakir séu launaform, t.d. akk- orð og bónus, vinnubrögð t.d. hraði, vinnutimi, vinnuumhverfi, og skipulagning vinnunnar. Það kemur fram að vaktavinna sé talin einn versti streituvaldurinn. Hún truflar eðlilega hrynjandi likamans, og samskipti fólks verða erfiðari við sitt félagslega umhverfi. Vaktavinnufólk hefur fleiri veikindadaga en aðrir, en það leitar sjaldnar til læknis. 1 bæklingnum segir að baráttan gegn streitu (sem er mjög algeng meðal verkafólks og reyndar annarra) sé fyrst og fremst bar- átta fyrir breytingum á vinnu- staðnum, fyrir styttingu vinnu- timans og breyttri skipulagningu vinnunnar. Gegn mengun — fyrir heilsugæslu, sem miðast við þarfir verkafólks. Verkalýðsfélögin munu sjá um að dreifa bæklingnum til sinna félagsmanna. — ká Formleg próf í fyrsta sinn Tónlistarskóla Skagafjarðar- sýslu var siitið sunnudaginn 3. mai s.l. i fimmta sinn. Þar komu fram nemendur og létu einleik og samleik á pianó, gitara og blokk- flautur. Á efnisskrá voru iög eftir Clementi, Bach, Beethoven, Strauss ofl. höfunda. Einnig söng Karlakórinn lleimir nokkur lög. Kennsla á vegum skólans fer fram á sex stöðum, en kennslu- svæðið nær frá Fljótum i Skaga- firði og hringinn að Sauárkróki. Nemendur hafa verið frá 120—160 ár hvert. 1 ár tóku allmargir stigspróf við skólann og er það i fyrsta skipti sem formleg próf eru tekin við hann. Stigsprófin nú voru forstig, 1. stig og 2. tig. Við próf er lögð til grundvallar námsskrá útg. af menntamálaráðuneytinu og hefur verið kappkostað að fylgja henni' sem ýtarlegast. Prófdómarar voru þeir Gjuðjón Pálsson og Elias Þorvaldsson, báðir frá Siglufirði. Skólastjórinn er Ingimar Pálsson en kennarar auk hans Einar Scliwaiger, Anna Jónsdóttir, Guðni Björnsson og Margrét Jónsdóttir. Við skólaslitin kom fram, að Ingimar Pálsson, sem hefur verið skólastjóri frá þvi að skólinn tók til starfa, hefur fengið leyfi frá störfum til að stunda framhalds- nám á Italiu næsta skólaár. Hefur hann falið Einari Schwaiger pianókennara að annast störf þau er að faglegri stjórnun skólans lúta, en Margrét Jónsdóttir mun annast önnur störf skólastjóra. I haust kemur væntanlega að skólanum tékkneskur kennari, Jiri Hlavacek að nafni. Frá skólaslitum F jölbrautaskólans I Breiðholti I Bústaöakirkju á föstudag. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 163 nemendur brautskráðir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var slitið í Bústaðakirkju föstudaginn 22. maí en hann hefur nú starfað í rétt sex ár. Nem- endur voru 1421 að tölu sl. skólaár og brautskráðust nú 163/ en stúdentsprófi af fjögurraára brautum lauk 71 nemandi. Stúdenta- hópurinn skiptist þannig eftir sviðum: almennt bók- námssvið 28/ heilbrigðis- svið 6/ Iistasvið2/ uppeldis- svið 4/ viðskiptasvið 31/ en Alma Kobbelt Þrátt fyrir ys og þys i Bústaðakirkju á föstu- dag tókst okkur — gei að króa af nokkra ný- stúdenta frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Fyrst stoppuðum við ölmu Kobbelt, sem hafði, eins og skiljaniegt er, um annað aö hugsa en tala við blaðamenn. Hún gai sér þó tima til að segja okkur að hún hefði brautskráðst af viö- Þóra Þórisdóttir og Hildur systir hennar. skiptasviði og ætlaöi sér i meina- tækni. Tveir ungir menn voru i óða önn að bera saman bækur sinar i einu horninu i anddyrinu. Þeir reynd- ust vera fráíarandi og væntanleg- ur formaður nemendafélagsins og voru að undirbúa formanns- skiptin. Sá fráfarandi heitir Gunnar Baldvinsson og var aö brautskrást að viöskiptasviði, en hann var rokinn áður en ráðrúm vannst til að spyrja hann um framtíðina. Hinn nýi formaður nemendafélagsins er Egill Ólafs- son og stundar nám á bóknáms- sviði. Hann sagði aö formanns- starfið væri umsvifamikið, um 1400 nemendur væru i skólanum og þátttaka þeirra i félagslifinu góð yfir heildina. — Kemur formannsstárfið ekki niður á náminu? — Jú, sérstaklega i byrjun þeg- ar maður er að komast inn i þetta alltsaman. En ég var búinn að gera ráð fyrir þvi og ætla mér bara lengri tima; ætli ég braut- skráist ekki héðan eftir svona eitt og hálft ár. Nýr formaður nemendafélagsins og sá fráfarandi, Egill ólafsson og Gunnar Baldvinsson. Síðast náðum við i Þóru Þóris- dóttur þar sem hún kom ásamt Hildi systur sinni til skólaslit- anna. — 1 hvaða námi varst þú?. — Félagsfræði. — Og hvað með framtiðina? — Ekkert ákveðið með það — jú, jú, ég ætla að halda áfram i námi, en hef ekki ákveöið hvar. Og þar meö var Þóra farin, enda klukkan orðin 5 og athölnin að byrja. — A enginn stúdent braut- skráðist af hússtjórnar- eða tæknisviði að þessu sinni. Bestum árangri náði Einar Malmberg af við- skiptasviði/ stjórnunar- braut hlaut 154 einingar. Tveir fyrstu læknaritararnir, sem hlotið hafa menntun á íslandi, brautskráöust nú frá FB. Aðrar nýjungar við skólann, báðar tengdar hússtjórnarsviöi, eru grunnnám i matvæla- og mannelsisfræðum, sem metið verður til styttingar á iðnnámi i matreiðslu og til 75% styttingará iönámi i framreiðslu. Þá hefur heilbrigðisráðuneytið gefið út reglugerö um réttindi og nám matartækna. Er þar veitt full viöurkenning þriggja ára náms- braut hUsstjórnarsviðsins. Einnig hófst þetta skölaár reglubundin fullorðinsfræðsla við FB og inn- rituðust 230 nemendur á 3 náms- svið: listasvið, tæknisvið og viö- skiptasvið. Byggingarframkvæmdir Tveir merkir áfangar náðust i byggingarframkvæmdum við FB á nýliðnu skólaári. Lokið var við sundlaugar skólans og fullgeröur stór áfangi i félagsaðstöðu nem enda á jarðhæð sundlaugarbygg- ingarinnar, I Undirheimum. Þar er 500 fermetra rými ætlað til matsölu og félagsstarfsemi og mun það I framtiðinni verða aukið um helming. Þá hefur borgarstjórn samþykkt að bygg- ing iþróttamannvirkis verði forgangsverkefni og byrjað á þvi eins fljótt og auðið er. Nýlega hefur svo verið boðin út E-álma Fjölbrautaskólann, sem er höfuð- bygging hans og mun tengja þær Utálmur sem þegar hafa verið byggðar. Fyrra framkvæmda- stigi á að verða lokið að mestu i mars ’82. —A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.