Þjóðviljinn - 10.06.1981, Page 10

Þjóðviljinn - 10.06.1981, Page 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILjrNN Miðvikudagur' 10. júni 1981 Atli á skotskóm Atli Eðvaldsson skoraði eitt fjögurra marka Borussia Dort- mund þegar liöiö sigraði Ein- tracht Frankfurt, 4-0, í Bunde- sligunni vestur-þýsku um helgina siðustu. Þess má geta að Frank- furt-liðið er núverandi bikar- meistari. Mark Atla var annað i röðinni Borussia Dortmund á nú i harðri keppni viö Borussia Mönchenglabach um sæti i UEFA-keppninni á næsta keppnistimabiji. Liðin mætast um næstu helgi og fæst þá úr þvi skor- ið hvort þeirra hnossiö hreppir. íþróttír (3 íþróttir fg íþrottir /•V staðan Staðan i 1. deildinni eftir sigurleik Breiðabliks gegn Vik- ingi i gærkvöldi (1-0) er þannig: Valur .... .5 3 1 1 12-5 7 Vikingur.. .5 3 11 Breiöabíik.5 2 3 0 ÍBV........5 2 ÍA.........5 2 KA.........4 2 Fram .....5 0 KR.........5 1 1 Þór ......4 1 FH.........5 0 6-3 Skagamenn útreið gegn fengu slæma V alsmönnum Öllum á óvart tóku Valsarar Skagamenn i karphúsið þegar liðin mættust á Skaganum sið- astliöinn laugardag, sigruðu 4-0. Valsmennirnir áttu slakan leik gegn KA og var búist við þvi að þeir yrðu harðskeyttu liði ÍA auöveld bráð, en annað varð uppi á teningnum... Heimamenn voru öllu atgangs- harðari i byrjun og á 16. min fengu þeir sannkallað dauðafæri. Kristján óð upp kantinn, gaf fyrir, en skot Guðbjörns hafnaði i þver- slá. Skömmu seinnna fór gott skot Sigþórs rétt yfir Valsmarkið. Mattias Skagamaöur Hallgrimsson lék sinn fyrsta leik á tslands- mótinu I ár með Val á Akranesi og skoraöi eitt mark. Næstu minúturnar voru eintómur þæfingur i vallarmiðjunni og ekk- ert um almennileg marktækifæri. Það kom þvi eins og þruma úr Akranes...O Valur.....4 heiðskiru lofti þegar Matthiasi tókst að skora fyrir Val á 35. min. Sigurður Lárusson hugðist senda knöttinn aftur til Bjarna, en Matthias var fljótur að átta sig, náði knettinum, lék á Bjarna og skoraði, 1-0. Jafnræði hélst með liðunum áfram i seinni hálfleiknum, en þegar um 18 min voru til leiksloka opnuðust skyndilega allar flóð- gáttir i vörn Akurnesinganna. Knötturinn barst til Þorgrims Valsara Þráinssonar rétt utan teigs 1A. Þorgrimur var ekkert að tvinóna við hlutina og þrumaði boltanum viðstöðulaust i Skaga- markið, 2-0. Nú tók Valur öll völd á vellinum og sótti án afláts. Þor- steinn Sigurðsson fetaði i fótspor félaga sins Þorgrims á 80. min og skoraði með laglegu langskoti, 3- 0. Á lokaminútunni var Þorsteinn aftur á ferðinni þegar hann renndi sér i gegn um Skagavörn- ina og upp að endamörkum. Hann renndi boltanum siðan á Val Valsson, óvaldaðan á markteig, og Valur átti ekki i ýkjamiklum erfiðleikum með að skora, 4-0. Akurnesingarnir eru i daufara lagi þessa dagana, hafa ekki náð sér fyllilega á strik siðan þeir burstuðu Eyjamenn fyrir nokkru. Reyndar var ósigurinn gegn Val alltof stór, en ÍA-liðið gaf illa eftir i lokin. 1 leiknum gegn Val stóð Jón Alfreðsson sig ágætlega og eins var Kristján Olgeirsson sterkur að venju. 1 jöfnu Valsliði bar einna mest á Sigurði markverði, Dýra og Þor- steini, sem átti sinn besta leik með Val það sem af er árinu. —IngH ÍBK með „fullt hús" Keflvikingar héldu sinu striki i 2. deildinni í fótbolta á laugardag- inn. Þeir lögðu þá Skallagrim að velli og er IBK nú með fullt hús stiga. Skallagrimsmenn sóttu mjög undan golunni i fyrri hálfleiknum, en fengu samt á sig mark i byrjun leiksins. Óli Þór Magnússon var felldur innan vitateigs og úr vit- inu skoraði Sigurður Björgvins- son. Skömmu seinna jafnaði Björn Jónsson fyrir Borgarnes- liðið, 1-1. Jafnræði var með liðunum i seinni hálfleiknum, en Skalla- grimur átti þó öllu hættulegri færi. Undir lokin urðu markverði Skallagrims á mistök, missti frá sér knöttinn og Öli Þór skoraði sigurmark Keflvikinga, 2-1. — IngH Reynir nældi Keynismenn úr Sandgerði kræktu sér i 2 dýrmæt stig norður á Húsavik um helgina þegar þeir sigruðu Völsung, 1-0. Ómar Björnsson skoraði mark-ið skömmu fyrir leikslok eftir mikla sóknarhrinu Völsunganna. tvö stig Leikurinn var fremur jafn lengstum, en Völsungar tóku öll völd i sinar hendur eftir að einum Reynismanna hafði verið visað af leikvelli, en það dugði ekki til... - IngH Hagur Englendinga vænkaðist verulega — í HM-keppninni eftir sigur gegn Ungverjum Trevor Brooking átti stórleik með enska liðinu I Ungverjalandi og skoraði 2 mörk. Vonir enskra um að komast i úrslitakcppni HM f fótbolta á Spáni fengu byr undir báða vængi siðastliðinn laugardag þegar þeir lögðu Ungverja að velli i Budapest, 3-1. Möguleikar Eng- lendinganna virtust ekki lengur til staðar cftir ósigur þeirra gegn Sviss, en fljótt skipast veður i lofti. West Ham-leikmaðurinn Trevor Brooking náði forystunni fyrir enska á 19. min þegar laust skot hans hafnaði i stöng og inn, 1-0. Undir lok fyrri hálfleiks tókst Ungverjum aö jafna og var þar að verki miðherjinn Garbar. Brooking náði aftur forystunni fyrir England um miðbik seinni hálfleiks, skoraði með glæsilegu langskoti, 2-1. A 73. min var dæmd vitaspyrna á Ungverja þegar Keegan var brugöið innan teigs. Keegan tók sjálfur spyrn- una og skoraði af öryggi, 3-1. Ron Greenwood, einvaldur enska liösins, var að vonum ánægöur meö sina menn aö leiks- lokum og sagöist alltaf hafa full- yrt að England yrði með i úrslit- um HM og þar myndi liðið verða. Hann gerði nokkrar breytingar á liði sinu fyrir leikinn gegn Ung- verjum, setti Neal, McDermott, Thompson og Brooking inn i stað Francis, Sansom, Osman og Wilkings, sem allir léku gegn Sviss. Enska liðið var annars þannig skipað: Clemence, Neal, Mills, Watson, Thompson, Coppell, McDermott, Robson, Brooking, Mariner og Keegan. Staðan i riðlinum er þannig: England ........63 12 11—6 7 Rúmenfa..........5 2 2 1 4—3 6 Ungverjaland .... 4 2 1 1 6—6 5 Sviss............4 1 1 2 6—7 3 Noregur..........5 1 1 3 4—9 3 Standard varð bikar- meistari Lið Asgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege, tryggði sér um helgina sigur i bikarkeppninni i Belgiu þegar liöið lagði Arnór Guðjohnsenogfélaga i Lokeren aö velli, 4-0. Leikurinn fór fram á Heyssel-leikvanginum i Brílssel að viöstöddum um 50 þúsund áhorfendum. Asgeir varð fyrir þvi óhappi i byrjun leiksins aö meiðast á hné og þurfti hann að yfirgefa leik- völlinn. Lokeren náði fljótlega undirtökunum. Pólverjinn Lubanski átti kollspyrnu i stöng og leikmenn Standard björguöu á linu. Þvert gegn gangi leiksins skoraði siðan Standard og var þar að verki Sviinn Ralf Edström, 1-0. Leikmenn Lokeren létu mót- lætið ekki á sig fá og klóruðu i bakkann. í upphafi seinni hálf- leiks skoraöi siðan Daeren annað mark Standard og þá upphólst einstefna á mark Lokeren. Nokkru seinna var dæmd vita- spyrna á Lokeren og úr spyrnunni skoraði Tahamata. Siðasta mark- ið skoraði Onal, 4-0. Stórsigur Standard i höfn. Arnór Guðjohnsen var ekki i byrjunarliði Lokeren i þessum leik, en kom inná um miðbik seinni hálfleiks og stóð sig ágæt- lega. Vegna meiðslanna er fremur óliklegt aö Asgeir leiki á Laugar- dalsvellinum 17. júní eins og til stóð, en það mál mun væntanlega skýrast innan tíöar. Standard Liege sigraöi I slag Is- lendingaliöanna I Belglsku bikar- keppninni. Ásgeir bar sigurorö af Arnóri...

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.