Þjóðviljinn - 19.06.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.06.1981, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. júní 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis Ltgefandi: Utgáfulélag Þjóöviljans. Kranikvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan Olafsson. Vuglvsingastjóri: Þorgeir olalsson l insjónarmaöur sunnudagsblafts: Guöjón ftriðriksson. Al'greiftslustjóri: Valþor Hlóöversson Blaftamenn: Allheiftur Ingadóttir, lngibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdoltir, Magnus H Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafréttamaöur: fngollur Hannesson. útlit og liönnun: Guöjon Sveinhjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. I.jósmyndir: Eínar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörun Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiftsla: Kristin Fétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Baröardóttir. I'ökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Úlkeyrsla, afgreiftsla og auglýsingar: Siftumúla 6, Heykjavik, simi 8 i:i :t3. I’rentun: Blaöaprent hf.. Ilvor stefhan hefiir byr? • Á Orkuþingi sem haldið var í síðustu viku var haft á orði að pólitiskur ágreiningur varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar virtist minni nú en stundum áður. • Full ástæða er til að íhuga hvort slík fullyrðing hafi við rök að styðjast og ef svo er að spyrja þá hvað valdi. • Sé litið til liðinna ára þá hefur ekki verið hér uppi ágreiningur um það hvort stefna bæri að nýtingu þeirra miklu orkulinda, sem við eigum í vatnsafli og jarð- varma. Nær allir hafa út af fyrir sig verið um það sam- mála að smátt og smátt hlyti orkan að verða beisluð til margvíslegra nota. • Ágreiningur hefur hins vegar verið nokkur um það hversu ört ætti að fara í þessar f ramkvæmdir og pólitíski ágreiningurinn þó fyrst og fremst snúist um eitt höfuð- atriði: — Það hvort iáta ætti orkuna af hendi við erlend fyrirtæki, sem hér yrðu reist, eða hvort við íslendingar ættum að nýta orkuna sjálfir í okkar eigin framleiðslu- fyrirtækjum. • Á Orkuþinginu áttu þær raddir sem boðuðu erlenda stóriðju greinilega lítinn hljómgrunn. Samstaðan var um annað. • Það hefur verið dálitið spaugilegt að fylgjast með frásögnum Morgunblaðsins og fylgiblaða þess af þessu þingi. Þær hafa vægast sagt verið svona dálítið kindar- legar. • í Reykjavíkurbréf i Morgunblaðsins á sunnudaginn var er svo brugðið á það ráð að f ullyrða að ,,talsmenn úr röðum Alþýðubandalagsins" hafi á Orkuþinginu lýst samþykki við stóriðjustefnu stjórnarandstæðinga- • Svona fullyrðingu er ástæða til að mótmæla alveg sérstaklega. • Stefna flokkseigendafélags Sjálfstæðisflokksins og ráðamanna i Alþýðuflokknum hefur verið sú að beisla orkulindir okkar í því skyni að selja orkuna erlendum auðfyrirtækjum. Þeir tala enn um áiverið sem „leiðar- Ijós" i þessum efnum, samanber málflutning stjórnar- andstæðinga á nýliðnum vetri. Þessari stefnu er Alþýðu- bandalagið algerlega andvígt nú sem fyrr. Þar hefur engin breyting á orðið. • Við þykjumst hins vegar sjá merki þess að ýmsir- glöggir menn í röðum stjórnarandstæðinga séu að átta sig á þvi að þeirra gamla stef na um stórvirkjanir í þágu erlendra auðfyrirtækja sé ekki lengur boðleg, svo hörmuleg sem reynslan er af álsamningunum, er vera áttu fyrirmynd í þessum efnum. • Æ fleiri taka nú undir þá stefnu sem Alþýðubanda- lagið hefur boðað frá fyrstu tíð, að sérhvert fyrirtæki sem hér kann að rísa verði islensk eign, a.m.k. að meiri- hluta til og lúti islensku forræði og islenskum yfirráðum i orði og á borði. • Það er þessi orkunýtingarstefna, sem nú hefur greinilega vaxandi hljómgrunn. • Það er rétt sem sagt hefur verið að Alþýðubandalag- ið hefur viljað forðast meiriháttar kollsteypur í sam- bandi við uppbyggingu stærri iðnfyrirtækja á landi hér, og sú stefna er óbreytt. • En að sjálfsögðu hefur það veriö og er stefna Al- þýðubandalagsins að nýta orkulindirnar á komandi ár- um til innlendrar atvinnuuppbyggingar í því skyni að bæta hér lífskjör og treysta okkar þjóðarbúskap. • Alþýðubandalagið vill hins vegar haga þeirri upp- byggingu þannig að hún verði til ef lingar því atvinnulíf i sem fyrir er í landinu i sjávarútvegi, landbúnaði og al- mennum iðnaði og að byggðaröskun verði sem allra minnst. Hraðann þarf m.a. að ákveða með tilliti til þessa. • Alþýöubandalagið beitti sér fyrir því á sínum tíma að útrýming olíu við húsahitun skyldi hafa forgang um- fram aðra nýjaorkunýtingu. Þetta var sjálfsagt mál f rá þjóðhagslegu sjónarmiði eins og auðvelt væri að rök- styðja. Nú er þessu mikilvæga verkefni að verða lokið. Fyrir átta árum var um helmingur húsnæðis á landi hér hitaður upp með olíu, nú er aðeins um einn tíundi hluti olíukyntur, en um níu tíundu hlutar húsnæðis hitað upp með innlendum orkugjöfum. Eftir þrjú ár verður sú tala komin fast að 100%. • Næst f röðinni kemur svo aukin nýting innlendra orkugjafa í samgöngum og því atvinnulíf i, sem fyrir er í landinu, og í nýjum innlendum atvinnufyrirtækjum stór- um og smáum. Sú hef ur verið og er stef na Alþýðubanda- lagsins. —k. [|ClÍDD'É~ Aðferð Jósefs > Sú aöferö aö endurtaka lýgi eða rangfærslur nógu oft, i von um aö trúaö veröi aö lokum, hefur jafnan átt sér fylgismenn. Yfirleitt fara áhangendur að- ferðarinnar dult meö hrifningu sina á henni, enda þykir hún ekki fin. Svo er þó ekki fariö meö Halldór Blöndal, alþingismann. t allan vetur hefur hann haft uppi heldur tilbreytingarlitiö þus um efnahagsmál og stefnu rikisstjórnarinnar i þeim málum. Næst réttu máli virðist hann komast þegar hann hefur misskiliö aögeröir stjórnvalda, og lagt út af misskilningi sinum. En hann viröist átta sig á aö ekki er nóg að gert i rangfærslu- málum. t Morgunblaðinu á þjóðhá- tiðardag gerir hann það lýöum kunnugt i fyrirsögn og grein, aö plötuna þurfi að spila dálitið lengur. Þar á hann auövitaö við aö dálitiö meira þurfi af efna- hagsmálarugli hans til að ein- hver taki þaö alvarlega. Tökum dæmi um málflutníng- inn: „Hér á landi er verðbólgan ööru hvoru megin vift 50%”. segir Halldór. En sannleikurinn er hins vegar sá að hún er i augnablikinu milli 30 og 40%, og stefna beri i þveröfuga átt til komast út úr kreppunni, sem sé aö fjölga opinberum starfs- mönnum. Enda sýnir sagan okkur aö auðvaldið hefur nær aldrei kom- ist út úr kreppum sinum án þess að nota til þess aukningu rikis- umsvifa. Framsókn vitkast i orkumálum. ■ nokkrum tslendingum vinnu, en ! arður af fyrirtækjunum renni að ■ öðru leyti út úr landinu. Þessi stefna er alveg vafa- laust háskaleg. I.itum á Kanada. Kanada er ' auðugt af orku og hráefnum. Bæöi orkulindir og hráefna- námur eru þar viða nýttar af erlendum stórfyrirtækjum, sem 1 greiða fyrir orkuna og veita I Kanadamönnum vinnu, en arð- ur og afskriftir fara út úr land- I inu. ■ Arangurinn er sá, aö Kanada, sem notar Ifklega mesta orku pr. ibúa allra landa hefur lágar I þjóðartekjur miðað við þau 1 lönd, sem við viljum helzt bera okkur saman við.” Von er að spurt sé Guömundi fer sem fleirum. • Augu hans virðast vera aö opn- ast fyrir þvj,að ekki er allt sem sýnist meö stóriöjureksturinn hér á landi: ■ ,,A ferð minni nýlega til Nor- egs, skoðaði ég reiknínga Elkem. Elkem er rekið í mörg- um deildum. Við athugun kem- 1 ur i Ijós, að fyrir samanlagt árin 1976-1980 skiiar áldeildin 71% af heildararði fyrirtækisins, en er aðeins um 18% veltunnar. ■ Alverksmiðjur Elkem greiða þó hærra orkuverð en álverk- smiðjan hér. Plötuna þarf að spila dálítið lengur jafnvel Vinnuveitendasam- bandið fer ekki hærra en i 42% i sinni pólitisku verðbólguspá. Ennfremur segir Blöndal: „Við höfum setiö eftir á meðan nágrannaþjóðir okkar hafa bætt sinn hag”.Meöan sannleikurinn er sá að viö höfum fyllilega haldiö okkar hlut meöal OECD rikja varöandi hagvöxt og við- lika viðmiöanir, nema þá helst atvinnuleysið. Og varla ber að harma þaö. Tímabundið atvinnuleysi Annar hreinskilinn ihalds- maður, Viglundur Þorsteinsson, heiörar Morgunblaðiö á þjóö- hátiðardaginn. Erþaðræöa sem hann flutti á ráðstefnu verka- lýðsráðs Sjálfstæöisflokksins og segir auðvitað sitt um verka- lýðsráö þess flokks! Ræða Viglundar er eitt alls- herjar kvein yfir þvi, að stjórn- völd hér á h'ndi hafa haft fulla atvinnu sem markmið i efna- hagsmálum. Viglundur segir m.a.: „Þaö er þvi min niður- staða, að markmiðinu „full at- vinna” verði því aðeins náð á ni- unda áratugnum að við séum reiðubúin að horfast í augu við timabundiö atvinnuleysi og framkalla það með þvi að fækka opinberum starfsmönnum”. Hér eru heldur betur Thatcher-tónarnir á feröinni. Þetta var eitt helsta lausnarorö þeirrar kvinnu i efnahagsmál- um, enda er t.d. kennurum nú sagt upp i stórum stil i Bret- landi. Ekkert sem frá þeirri eyju heyrist bendir þó til þess aö þarna sé um lausn á efnahags- vandanum að ræöa. Þvert á móti fjölgar þeim hagfræöing- um dag frá degi sem lita svo á, Orkusölu hafnað Guðmundur G. Þórarinsson heiðrar sitt blaö, Timann, á þjóðhátiðardag, meö grein um orkumál. Ölikt er það viturlegri ritsmiö heldur en þaö þus i- haldsmanna sem hér hefur veriö vitnaö til. Þar heldur hann fram skoö- unum sem i flestu eru mjög i ætt við skoðanir Alþýðubandalags- manna i orkumálum. Og hafnar m.a. orkusöluleiðinni: „Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur hafa lagt megin- áherziu á aö hiö fyrsta verði gerðir samningar við erlend stórfy rirtæki um orkusölu. Þessir flokkar hafa talið jafnvel háskalegt aö tslendingar eigi sjálfir i kostnaðarsömum iön- fyrirtækjum sem nýta orkuna. Slík stefna hefur í för mcð sér að nokkur erlend stórfyrirtæki eigi hér miklar verksmiðjur, greiða fyrir orkuna og veita A sama tima skilst manni að álverið við Straumsvik hafi átt við rekstrarerfiðleika að striða. Elkem er nú að ráðast í tals- verða stækkun á álframleiðslu. Hvernig kemur þetta saman? Elkem skilaði ágóða (fyrir skatta) samanlagt árin 1976-1980 upp á 535.8 millj. norskra króna. Þar af var 379.3 millj. norskra króna frá áldeild- inni. Heildarvelta fyrirtækisins á tímabilinu var 15.895 millj. norskra króna en velta ál — ’deildarinnar var 2914 millj. norskra króna.” SÍS í stóriðju Athyglisverð er hugmynd Guðmundar um þátttöku sam- vinnuhreyfingarinnar i orku- uppbyggingunni: „A sinum tima vann sam- vinnuhreyfingin þrekvirki við að taka verslunina i hendur ts- lendinga sjálfra. Siðan hefur mikið vatn runniö til sjávar og nú fást margir við verslun sem betur fer. Nú er það okkar stærsta sjálf- stæöismál að reisa iðjuver sem nýta orku landsins i stórum stil og ná sjálfir valdi á þvi aö selja þær vörur á alþjóðlegum mark- aði. Hin öfluga islenska sam- vinnuhreyfing er einn fárra aðila sem getur oröið verulegur þátttakandi i þeirri baráttu. Það cr verðugt starf fyrir samvinnu- hreyfinguna að leggja hönd á plóginn við að tryggja virk yfir- ráö íslendinga sjálfra við nýt- ingu orkulindanna.” í heild sýnist klippara að framsókn sé nú mjög farin að „alþýöubandalagast” i orku- málum, og auövitaö fögnum við þvi. eng. •9 slceríð

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.