Þjóðviljinn - 19.06.1981, Side 5
Föstudagur 19. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Símaskráin 1981:
Letrið
stækkað!
Margir sem að undanförnu hafa
orðið að gripa til gleraugnanna i
hvert sinn sem þeir flettu sima-
skrá munu varpa öndinni fegin-
samiega þegar þeir fá nýju
skrána þar sem letrið hefur vcrið
stækkað um 10%. Þetta var unnt
með þvi að færa dálkana saman á
siðunum og setja strik á milli tii
aðgreiningar i stað breiða bilsins.
Brotið er óbreytt frá 1980, en
blaðsiðutal hefur aukist um 64
siður, upplagið er 105 þúsund ein-
tök. Simaskráin verður afhent
simnotendum frá og með n.k.
mánudegi- 22. júni og gengur i
gildi 1. júli n.k. Afhending á
höfuðborgarsvæðinu verður
nánar auglýst i dagblöðum, en
þegar er farið að senda skrána út
á land til dreifingar.
Númer neyðar- og öryggissima
eru nú á forsiðu kápunnar innan-
verðri og efri hluta baksiðu utan-
verðri. Skrá um ný og breytt
númer á höfuðborgarsvæðinu er
aftast og leiðarvisir um sjálfvirkt
val til útlanda á bls. 10-13.
Knattspymu-
námskeið í
Breiðholti
Knattspyrnunámskeið fyrir
krakka, sem fæddir eru 1971, 1972
og 1973, hefst i dag á vegum
Iþróttafélagsins Leiknis i Breið-
holti og fer innritun fram kl. 17
við íþróttahús Fellaskóla. Gjaldið
er kr. 150 og má greiða það i
tvennu lagi, 100 kr. við innritun og
50 kr. siðar.
Námskeiðið verður á þriðju-
dögum og fimmtudögum og lýkur
27. ágúst. Forstöðumaður þess er
Hörður Hinriksson iþróttakenn-
aranemi.
Dansinn er dýr:
Tvær
miljónir
gamlar
fyrir tvær
minútur
Höfðum ekki efni á
því, segir um-
sjónarmaður Þjóðlífs
„Okkur þykir vissulega leiðin-
legt að hafa ekki getað tekið þetta
dansatriði upp, en við höfum ekki
efni á þvi”, sagði Sigrún Stefáns-
dóttir, umsjónarmaður Þjóðlifs,
en eins og fram kom i Þjóð-
viljanum i gær hafði tsienski
dansflokkurinn æft írumsaminn
dans fyrir þáttinn, þegar hætt var
viðupptöku, vegna peningaleysis.
Að sögn Sigrúnar var atriðið
tveggja minútna langt og átti að
kosta tæplega tuttugu þúsund ný-
krónur skv. samningum Leikara-
félagsins. „Við höfðum ekki þá
peninga”, sagði Sigrún.
Sigrún sagði ennfremur að það
hefðu verið gagnkvæm mistök
sjónvarpsins og dansflokksins að
ganga ekki frá greiðslusamningi
fyrr en komið var að upptöku, en
þegar ljóst hefði verið hversu
dýrt atriðið yrði hefði ekki verið
um annað að ræða en hætta við.
„Orn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri dansflokksins
sagðist sjálfur myndu hafa sam-
band vegna greiðslu fyrir
æfingarnar en það gerði
hann aldrei”, sagöi Sigrún. „Þess
i stað barst bréf frá Leikaraíélag-
inu þar sem krafist var tvöíaldrar
greiðslu miðað við samningana.”
Sigrún sagði að samkvæmt 5.
grein samningsins ætti að greiða
50% af grunnþóknun auk launa
fyrir æfingar, þegar ekki yrði af
upptöku, en i bréfinu hefði Leik-
arafélagið farið fram á íulla
grunnþóknun. „Þetta þykja mér
heldur leiðinleg vinnubrögð,”
sagði Sigrún Stefánsdóttir að lnk-
Þátttakendur.kennararog túlkur.Frá vinstri: Kári Halldór, Pétur Einarsson, Kristbjörg Kjeid, Sigrið-
ur Hagalin, Ritva Hoimberg, Sigurður Skúiason, Kaisa Korhonen, Guðrún Ásmundsdóttir, Þórhaliur
Sigurðsson, Sigmundur örn Arngrimsson og Sigurveig Jónsdóttir. Maðurinn sem felur sig á bakvið
Guðrúnu Ásmundsdóttur er Gunnar Eyjólfsson.
Framhaldsmenntun fyrír leikara
Tvelr Finnar kenna
íslenskum leikurum
Leiklistarskóii tslands hefur að
undanförnu gengist fyrir nám-
skeiði fyrir starfandi leikara i
samvinnu við Norrænu leiklistar-
nefndina og er þetta i fyrsta sinn
sem námskeið af þessu tagi er
haldið hér á iandi.
Kennarar á þessu námskeiði
eru tveir Finnar, þær Kaisa Kor-
honen, sem er lslendingum að
góðu kunn frá þvi i fyrra, er sýn-
ing hennar á ..Þremur systrum”
var sýnd hér á Listahátið, og
Ritva Holmberg, leikstjóri og
leikritahöfundur.
Pétur Einarsson, skólastjóri
Leiklistarskóla Islands sagði á
fundi með blaðamönnum að nám-
skeið af þessu tagi væru mjög
þýðingarmikil fyrir leikara, og
standa vonir til að unnt verði að
bjóða fleiri starfsgreinum innan
leikhússins upp á slika fram-
haldsmenntun.
Kaisa og Ritva hafa báðar
kennt við Leiklistarháskólann i
Helsingfors, jafnframt þvi sem
þær hafa unnið við leikhúsin.
Varðandi aðferðir þeirra sagði
Kaisa að þær byggju ekki yfir
neinni ákveðinni aðferðarfræði
eða formúlu, þær ynnu út frá
manneskjunni sjálfri, reyndu að
skilja og skynja eiginleika leikar-
anna og hjálpa þeim við að velja
sér túlkunarleiðir i samræmi við
það.
„Mér finnst islenskir leikarar
likjast Finnum um margt. Hins
vegar er erfitt hér og nú að segja
fyrir um árangur svona nám-
skeiðs, þetta er langtimaþróun og
ef til vill kemur það ekki fram
nærri strax hver áhrif þetta heíur
á hvern og einn”, sagði Kaisa.
Leikararnir sem þarna voru
staddir voru sammála um að
námskeiðið hefði verið mjög gef-
andi og skemmtilegt.
„Þær hafa verið mjög næmar
og hjálpað okkur við að reyna að
finna okkur sjálf — vinda ofan af
okkur þvi sem okkur er ekki eðli-
legt.en hefur safnast fyrir á iöng-
um tima,” sagði Kristbjörg Kjeld,
og Gunnar Eyjólfsson bætti við:
„Þetta eru ekki nýjar aðferðir.
Þær byggja á ýmsum rótgrónum
aðferðum i leiktúlkun sem eru
sannar og sigildar, og þær eru
ákaflega góðir kennarar.”
Það voru 10 leikarar sem kom-
ust inn á þetta námskeið, og eru
þeir atvinnuleikarar frá Leikfé-
lagi Reykjavikur, Leikfelagi Ak-
ureyrar og Þjóðleikhúsinu. Kári
Halldór Þórsson er túlkur nám-
skeiðsins, en nákvæm þýðing er
mjög mikilvæg þegar unnið er
með hugtök og huglægar útskýr-
ingar og leiðbeiningar. Þær Ritva
og Kaisa halda héðan til Finn-
lands nú að loknu námskeiðinu,
þar tekur Kaisa við starfi sem
einn af þremur leikhússtjórum og
leikstjórum Lilla Teatern og
KOM-leikhússins, sem verða rek-
in i mjög náinni samvinnu frá og
með haustinu.
þs
Frá setningu norræna féiagsfræðingaþingsins I Háskóla tslands. Um 200 manns sitja þingið. Mynd: -eik
Norrœnir félagsfrœðingar þinga i Reykjavík:
Skipulagsmál í brennidepli
A sunnudag hófst i Reykjavik
ráðstefna norrænna félagsfræð-
inga en hún er haldin annað hvert
ár til skiptis á Norðurlöndum. Er
þetta i fyrsta skipti sem ráðstefn-
an er haldin hér á landi.
Um 200 þjóðfélagsfræðingar
sitja þing þetta sem lýkur 19. júni.
M'örg mál verða tekin til meðferð-
ar en yfirskrift ráðstefnunnar er
„Valkostir i áætlanagerð og
skipulagsmálum.” Fjórir fyrir-
lestrar verða fluttir auk þess sem
sérstaklega verður gerð grein
fyrir i umræðuhópum félags-
fræðilegum rannsóknum á Is-
landi. Tiu vinnuhópar verða
starfandi á ráðstefnunni þar sem
fjallað verður um eftirfarandi
málaflokka: Félagsleg og hagræn
áætlanagerð, fiskveiðisamfélö|
nútimaleg verkaskipting, þróu
iðnaðarsamfélagsins, kreppa o
atvinnuleysi á Norðurlöndun
lýðræði og skipulagning, lifskji:
og þjóðfélagsþróun, rannsóknir
stöðu kvenna, valkostir i skipi
lagi heilbrigðismála og tækni o
skipulag vinnustaða.
Lægra símskeytagjald til Bandaríkjanna
I gær lækkaði gjald fyrir orðið i
simskeytum til Bandarikjanna.
Lækkunin nemur 28,2% og er
orðagjaldið nú 2,80 kr. i stað 3,90.
Fastagjald verður áfram 32,30
kr., en söluskattur er innifalinn i
þessum upphæðum.
Sem dæmi um áhrif þessarar
lækkunar má taka að 10 orða
skeyti lækkaði um 15,4% og 25
orða skeyti um 21,2%. Lækkun
þessi er vegna nýrra og hag-
stæðra samninga við simafyrir-
tæki vestan hafs.
Forseti íslands
—y
A Strandir
og í Dali
Forseti tslands Vigdis Finn-
bogadóttir leggur á laugardaginn
af stað i ferð um Dali og Stranda-
sýslu og mun m.a. taka þátt i
menningarvöku Strandamanna i
Hólmavík og Arnesi.
1 fylgd með forsetanum verða
Vigdis Bjarnadóttir fulltrúi á for-
setaskrifstofunni og eiginmaður
hennar Guðlaugur Tryggvi
Karlsson og er feröaáætlun i
meginatriðum eftirfarandi:
Laugardaginn 20. júni verður
fyrst ekið að Byggðasafni Dala-
manna að Laugum, en siðan i
Búðardal þar sem verður gist. A
sunnudag verður farið fyrir
Strandii; komið við á Staðarfelli
og Skarði, en hádegisverður
snæddur i Saurbæ. Eftir hádegi
verður haldið til Hólmavikur. Þar
hefst menningarvaka Stranda-
manna með þvi að forseti opnar
sýningu á málverkum eftir Isleif
Konráðsson. Gist verður á
Hólmavfk.
A mánudag verður fariö i báts-
ferð til Grimseyjar á Steingrims-
firði og þaðan siglt til Drangs-
ness. Siðan verður ekið til Hólma-
vikur með viðkomu á Laugarhóli i
Bjarnarfirði. A þriðjudaginn
veröur ekið norður i Arnes, þar
sem fluttur verður hiuti af menn-
ingarvöku Strandamanna og á
miðvikudag haldið til Reykja-
vikur með viðkomu á Borðeyri.
14 sæmdir
fálkaorðu
Forseti islands sæmdi 17. júni
eftirtalda menn heiðursmerki
hinnar islensku fálkaorðu:
Berg G. Gislason, fram-
kvæmdastjóra, riddarakrossi,
fyrir störf að flugmálum, Guðjón
Guðmundsson, rekstrarstjóra
Rafmagnsveitna rikisins, ridd-
arakrossi, fyrir störf i þágu raf-
orkumála, Guðmund Danielsson,
rithöfund, riddarakrossi, fyrir
bókmenntastörf, Guðrúnu A.
Simonar, söngkonu, riddara-
krossi, fyrir störf að tónlistar-
málum, Halldór Sigfússon, fv.
skattstjóra, riddarakrossi, fyrir
embættisstörf, Helgu Björr.sdótt-
ur, riddarakrossi, fyrir störf að
liknar- og félagsmálum, Hjálmar
R. Bárðarson, siglingamála-
stjóra, stórriddarakrossi, fyrir
embættisstörf, Hjört E. Þórarins-
son, bónda, Tjörn i ;Svarfaðardal,
riddarakrossi, fyrir störf að fé-
lagsmálum, Séra Jón Auðuns, fv.
dómprófast, stórriddarakrossi,
fyrir embættisstörf, Kristján J.
Gunnarsson, fræðslustjóra i
Reykjavik, riddarakrossi, fyrir
störf að fræðslumálum, Laufeyju
Tryggvadóttur, formann Nátt-
úrulækningafélags Akureyrar,
riddarakrossi, fyrir störf að fé-
lagsmálum, Pétur Sæmundsen,
bankastjóra, riddarakrossi, fyrir
störf að iðnaðarmálum, Snorra
Jónsson, fv. forseta Alþýðusam-
bands Islands, riddarakrossi, fyr-
ir störf að félagsmálum, og Þór
Magnússon, þjóðminjavörð,
riddarakrossi, fyrir embættis-
störf.
Aukatekjur
Vinniö ykkur inn allt að
1000 krónum aukalega á viku
með auðveldum heima- og
fristundastörfum. Bæklingur
með um þaö bil 100 tillögum
um hvernig hefja skuli
auðveldan heimilisiönaö,
verslunarfyrirtæki, umboðs-
sölu eða póstpöntunarþjón-
ustu verður sendur gegn 50
dkr. þóknun. 8 daga réttur til
að skila honum aftur er
tryggður.
Buröargjöld eru undan-
skilin, sé greitt fyrirfram, en
sendum líka i póstkröfu og
þá að viöbættu burðargjaldi.
HANDELSLAGER-
ET
Allergade 9 — DK
8700 — Horsens
Danmark.