Þjóðviljinn - 19.06.1981, Síða 15
Föstudagur 19. júnJ 1981 ÞJÓÐVILJINN — gtÐA 15
Hringiö í síma 81333 kl. 9—5 alla
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
lesendum
Tálknfírðmgar eru óhresslr
með öryggis- og læknamál
tbúi á Tálknafirði hafði sam-
band við okkur og vildi gjarnan
koma eftirfarandi á framfæri,
þó að ekki væri til annars en
vekja athygli á þvi bága ástandi
i brunavörnum og læknaþjón-
ustu, sem rikir viða úti um land:
Tálknfirðingurinn sagðist
hafa farið að hugsa alvarlega
um þær lélegu brunavarnir sem
tiltækt er að beita á staðnum er
eldur kom upp þar i verkstæði i
s.l. mánuði.
Athugasemd
vegna
fyrirspumar
Lesandi Þjóöviljans og vel-
unnari á Selfossi hringdi vegna
fvrirspurnar i lesendadólki sl.
þriðjudag, þar sem Magnús H.
Magnússon var spuröur hvers-
vegna bróðir hans, menntaður
húsasmiöur, væri simstöðvar-
stjóri á Hvolsvelli. Sagðist Sel-
fyssingurinn harma að lesa slikt
i „Blaðinu okkar” þar sem hér
væri ómaklega sneitt að þeim
bræðrum. Umræddur sim-
stöðvarstjóri hefði verið sim-
ritari áður og starfað hjá Póst
og sima mestallan sinn starfs-
aldur og Magnús bróðir hans
hvergi komið nærri ráðningu
hans.
Slökkvilið á Tálknafirði
samanstendur af sjálfboðalið-
um og hefur yfir að ráða aðeins
einni dælu á hjólum, en enginn
brunabill er á staðnum. Er
bruni sá varð, er áður er
nefndur, var þvi kallað á bruna-
liðið frá Patreksfirði, sem hefur
yfirbrunabil aðráða. Ekki er sú
bifreið þó kraftmeiri en svo, að
eigandi áðurnefnds verkstæðis,
sem staddur var i Reykjavik er
eldurinn kom upp, var kominn
til Tálknafjarðar á undan
brunaliði Patreksfjarðar, að
visu með einkaflugvél. Eldurinn
kom upp kl. 12.10 og meira en
klukkutimi leið áður en billinn
komst á leiðarenda.
Tálknfirðingurinn sagðist
ekki vilja hugsa til enda hvað
gerst gæti, ef eldur kæmi upp i
ibúðarhúsi þar, að næturlagi t.d.
ef ekkert yrði gert til úrbóta i
brunamálum.
Svo er það læknisþjónustan.
1 Tálknafirði er enginn læknir
og verða ibúar að fara til Bildu-
dals aö leita hans. Þar er til við-
tals einu sinni i viku læknir frá
Patreksfirði, en þar eru starf-
andi tveir ágætir læknar.
Tæplega hálftima akstur er
milli Tálknafjarðar og Bildu-
dals ef allt er i lagi með vegina,
en á veturna er æði oft annað
hvort illfært eða ófært milli
þessara staða. Það gefur þvi
auga leið að ekki er auðhlaupið
að þvi fyrir gamalt og lasburða
fólk að leita sér lækninga, né
heldur ófriskar konur eða konur
með ungabörn sem þær þurfa
með i ungbarnaskoöun. Þar að
auki hafa ekki allir bil til eigin
afnota.
Tálknfirðingurinn sagði að
lokum, að meira að segja væri
ekki hægt að fá send lyf frá
lækninum á staðinn. Verkalýðs-
félagiðhefðireynt að fá Kaupfé-
lagið á Tálknafirði til að vera
þar milliliöur, en af einhverjum
ástæðum hefði- það ekki tekist,
enda þótt slikur háttur væri
hafður á sums staðar úti um
land.
/
Urkynjað
skallapopp?
Tónlist er eitt af þvi sem fólk
deilir um — endalaust að þvi er
virðist. A.m.k. er val á tónlist i
útvarp búið að vera sigilt rif-
rildisefni i lesendadálkum blaða
svo lengi sem viö munum eftir
og hér kemur enn ein athuga-
semdin varöandi tónlist og er nú
borgarstjórn sökuð um smekk-
leysi i þessum efnum. Þaö er
4913-1038 sem skrifar:
Einhverra hluta vegna hélt ég
að vinstri meirihlutinn i borgar-
stjórn væri menningarlega
sinnaður. Þvi rak ég upp stór
augu þegar ég las að reykviskri
æsku yröi boðið upp á úrkynjað-
asta skallapopp Hlj.pl.útgáf-
unnar hf. á 17. júni. Er hægt að
sýna ungdómnum meiri fyrir-
litningu á sjálfum þjóðhátiðar-
degi íslendinga?
Barnahornid
Hér kemur mynd af öskubusku,
pabba hennar og prinsinum,
sení Vilborg Daðadóttir, 7 ára, á
Bolungarvik sendi Barna-
horninu, og giskum viö á, að hún
hafi séö öskubusku á leiksviði.
V eiðivör ðurinn
ný mynd eftir Ken Loach
Kvikmynd kvöldsins Veiði-
vörðurinn er heldur betur
hvalreki á fjörur kvikmynda-
unnenda. Hún var gerð árið
1979 og er leikstýrt af hinum
kunna breska leikstjóra Ken
Loach (Hann gerði m.a.
myndina Cathy come home og
Fálkann). Eitthvað vafðist
fyrir Bretum að sýna þessa
mynd enda Ken Loach þekkt-
ur fyrir þjóðfélagsgagnrýni og
skarpa sýn á samfélagiö.
Veiðivörðurinn lýsir einu
ári i lifi veiðivarðar. Náttúru
Yorkshire er lýst á afar fal-
legan hátt, en spurningar
umeign á landi, karlmenskuna
og vald karlmannsins innan
fjölskyldunnar koma einnig
við sögu.
Aðalpersónan George er
fyrrum verkamaður sem vann
i stáliönaðinum, en hefur nú
gerst veiöivörður á herragarði
i eigu hertoga (þessir Eng-
lendingar). Verkefni veiði-
varðarins er að sjá til þess að
nóg sé af fasönum þegar veiði-
timabilið hefst og að reka alla
ókunnuga út af eigninni. Við
segjum ekki meira, en i sið-
asta hefti sænska kvikmynda-
timaritsins Chaplin er fjallað
um Ken Loach og myndir
hans. Þar er Veiðivarðarins
sérstaklega getið sem spenn-
andi verks. -ká.
■tO/- Sjónvarp
<CF kl. 22.25
Erindi um
kvennamál
fyrr og nú
Vilborg Sigurðardóttir
kennari flytur erindi um
kvennamál fyrr og nú i kvöld
kl. 21.30. Ekki tókst Þjv. að ná
tali af Vilborgu, en við getum
okkur þess til að erindið sé
flutt I tengslum við 19. júni, en
svo sem kunnugt er fengu
konur kosningarétt á þeim
degi árið 1915.
Vilborg skrifaði á sinum
tima ritgerð um kvenréttinda-
baráttuna og hún var einn af
stofnendum Rauðsokkahreyf-
ingarinnar. Af þessum stað-
reyndum leyfum við okkur að
draga þær ályktanir að erindiö
fjallium þróun kvennabarátt-
unnar og hvetjum alla til að
leggja eyrun við, enda ekki á
hverjum degi sem kvenna-
Vilborg Sigurðardóttir.
málin eru tekin fyrir i radióinu
fremur en annars staðar.
Útvarp
kl. 21.30
Lögreglan í
Kaliforníu
Wicker i Kaliforniu nefnist
þáttur sem er á dagskrá sjón-
varpsins I kvöld kl. 21.15. Það
er þekktur enskur sjónvarps-
maður sem kynnir gósen-
landið Kaliforninu fyrir sjón-
varpsáhorf endum.
Kalifornia er rikið sem
fóstraði Ronald Reagan
Bandarikjaforseta, þar var
hann um skeið rikisstjóri. í
Kaliforniu eru höfuðstöðvar
kvikmyndaiðnaðarins, þar
átti hippahreyfingin sitt
blómaskeið og þaðan koma
berin og ávextirnir sem við
fáum yfir vetrarmánuðina. í
Kaliforniu er einnig að finna
dökku hliðarnar á bandarisku
samfélagi og það er hluti
þeirra sem Wicker ætlar að
kynna okkur. Hann fylgist i
þessum þætti með starfi lög-
reglunnar, þar á meðal segir
frá konum sem gengið hafa i
lögregluna oý fá þar þjálfun i
meðferð skotv 'pna og annars
sem nauðsynleýt þykir þar
vestra.
•áJÞ Sjónv
O kl- 21.1.1