Þjóðviljinn - 25.06.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.06.1981, Blaðsíða 1
Vinstrisljórnin í Frakklandi: UÚBVIUINN Kommúnistar urðu að slá af Fimmtudagur 25. júni 1981 140. tbl. 46 árg. Aðild fjögurra ráðherra úr Kommúnistaf lokk Gervasoni- málið prófraun á það hver ráði hverju í hernum? Patrick Gervasoni er enn i ströngu gæsluvaröhaldi hjá franska hernum og ýmislegt bendir til þess, aö herinn vilji láta fara i hart i þessu máli. Fréttaritari Þjóðviljans i Paris, Einar Már Jónsson, hefur nýlega haft samband við lögfræðing Gervasoni. Sá hafði fáar nýjar upplýsingar en lét að þvi liggja, að hinn nýi hermálaráðherra Mitterrands væri liklegur til að taka með velvild á máli Gerva- sonis, og hefðu skipanir komiö um það frá æðstu stöðum, að láta hann lausan þegar hann var handtekinn á landamærunum við heimkomuna til Frakklands. Hann lét éinnig að þvi liggja aö ef til vill væru einhverjir áhrifa- menn i hernum nú að þrjóskast við að fylgja fyrirmælum „að ofan” um þetta mál. Um miðjan dag i gær valt vörubifreið utan við væntanlegt Listasafn Islands við Frikirkju- veg. Mátti næstum segja að bill- inn hefði oltið um tröppur Fri- kirkjunnar sem er við hliöina. Slysið varð með þeim hætti að veriðvaraðlyfta malarhlassi af palli bilsins þegar hann missti jafnvægið og valt. Dekk á þeirri hliðinni sem sneri að húsunum var sprungið og hefur það átt sinn þátt i veltunni. Þegar ljós- myndara bar að var verið að reyna að rétta bilinn við, en engin slys urðu á mönnum við óhappið. Læknadeilan levst Félagslegar úrbætur uppistaða samkomulagsins Heilbrigðisráðherra hafði daglega yfirsýn yfir ástand mála og gang viðræðna- segir Arnmundur Bachmann, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra „Ég get ekkisagt mikiö um inni- liald sa mningsins á þessari stundu”, sagöi Arnmundur Back- man, aöstoöarmaöur heilbrigöis og félagsmálaráöherra, er Þjóö- viljinn innti hann eftir samkomu- lagi rikis og lækna I læknadeil- unni. „Meginatriöi samningsins eru þau aö ekki er um grunn- kaupshækkanir aö ræöa, heldur er samkomulagiö fyrst og fremst byggt á félagslegum grunni. Þarna eru sumpart um augljós leiöréttingaatriöi aö ræöa, en sumpart réttindabætur sem aöilar sömdu um. t samningi þessum eru m.a. atriöi um greiðslu mánaöarlauna, um mat á starfstima I héraði, um mat á starfstfma i sérfræöinámi, uin fridaga, lifeyrissjóösmál, akstur o.fl.” Samningar i læknadeilunni voru undirritaðir seint i fyrrinótt, og hafði samningafundur þá stað- iðyfir nærsleitulaust frá þvi fyrir hádegi daginn áður. Ljóst var i þeim viðræðum að þarna var um úrslitatilrauntil sátta að ræða, og að lokum tókst semsé að semja um texta sem allir gátu skrifað undir. Samkomulagið átti siðan að bera upp til samþykktar á félags- fundi lækna i gærkveldi. heilbrigðisráð- Þáttur herra. „Þetta hefur verið gifur- lega löng og erfið lota” sagði Arnmundur.” Læknar voru allt frá upphafi og fram undir það sið- asta með gjörsamlega óraun- hæfar kröfur. En málið hefur verið til lykta leitt, nema að læknar felli samkomulagið. Mér finnst ástæða til að láta það koma fram að þeir Þorsteinn Geirsson og Þröstur Ólafsson hafa leitt þessar umræður ákaf- lega vel af hálfu rikisins. Aðstaða heilbrigðisráðuneytis- ins til að hafa bein afskipti af deil- unni hefur ekki verið sérlega góð, þvi samningar af þessu tagi heyra alfarið undir fjármáia- ráðuneytið. En vegna alvöru málsins og samkvæmt skipun Svavars Gestssonar, heilbrigðis- ráðherra, sat ég alla fundi ásamt Davið Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra rikisspitalanna. Við höfðum þvi stöðuga yfirsýn yfir gang viðræðnanna, auk þess sem við vorum i sambandi við stjórnkerfið i heilbrigðisþjónust- unni. Ég var i daglegu sambandi við heilbrigðisráðherra, og auk þess hafði hann samband við fleiri aðila, þannig að hann hafði fulla yfirsýn yfir gang mála frá degi til dags.” Slæmt ástand — viðun- andi samningar „Ég er þeirrar skoðunar aö þetta séu viðunandi samn- ingar miöað viö þær kröfur sem uppi voru, og i vissum tilfell- Aðlögunargjald fyrir íslenskan iðnað Þung skeyti fara milli formanns | iðnrekenda og viðskiptaráðuneytís L Daviö Scheving Thorsteins- son, formaður iönrekenda heldur þvi fram, aö hjá EFTA og Efnahagsbandalaginu riki meiri skilningur á þörf islcnsks iönaðar fyrir aölögunargjald en hjá viöskiptaráöherra og ráöu- neytisliði hans. Þórhallur Asgeirsson ráöu- neytisstjóri segir þessa túlkun mestu ósvifni, þaö sé gjörsain- lega út i hött aö saka viöskipta- ráöuneytiö um aö hafa árum saman unniö i raun gegn hags- ■ munum fslensks iönaöar. Sjá nánar á baksiöu. gs- ■ ðu. | Arnmundur Backman: Tók þátt i öllum viöræöufundum og var i daglegu sambandi viö Svavar Gestsson. um var aðeins um það aö ræða að læknar fengu aftur það sem af þeim hafði verið tekið. Það er ekki hægt að slá á það i prósentum hve mikið þessar félagslegu umbætur þýða i laun- um,ogekkitilsiðs. En það get ég þó fullyrt að þær tölur sem nefnd- ar hafa verið eru rangar. Um ástandið er það að segja að þetta er alveg voðaleg pressa, og ástandið er slæmt. Þaö tekur langan tima að koma þvi i sama lag, liklega mánuði. Neyðarþjón- ustu hefur verið haldið uppi og meiri háttar áföllum forðað, en biðlistar og hægagangur hefur valdiö fólki Uti i bæ verulegum þjáningum”, sagöi Ammundur Backman að lokum. eng Siöustu fréttir: A fundi i Læknafélaginu i gær- kvöldi voru atkvæði greidd um samkomulag það, sem náöist i læknadeilunni i fyrrinótt. Féllu atkvæöi á þá leið aö 116 sam- þrkktu samkomulagiö en 40 voru þviandvigir. —mhg Frakklands aö nýrri rikis- stjórn er hér í Paris túlkuð sem enn eitt dæmi um aö Mitterrand hafi tekist allt sem hann ætlaði sér — meöal annars að hafa kommúnista með í stjórn og binda þannig hendur þeirra með vissum hætti — án þess að verða þeim háð- ur. Svo fórust orð Einari Má Jóns- syni i Paris er blaðið leitaði frétta hjá honum i gær. Vill ekki fara geyst En það hve ráðherrarnir eru fá- ir minnir á, að þótt Mitterrand vilji kommúnista i stjórn vill hann ekki fara geyst i þær sakir, enda er hálfgert kaldastriðs- andrúmsloft i alþjóðamálum og allt annaö en þegar kommúnistar voru siðast i stjórn 1944—47, sagði Einar Már ennfremur. Heilbrigðisráðuneytiö er veiga- mesta embættið sem kommúnist- ar fá. Ekki má heldur gleyma þvi, að annar helsti foringi þeirra, Charles Fiterman samgönguráö- herra, er „rikisráðherra” og fjórði mikilvægasti maður stjórn- arinnar að opinberu mati. Kommúnistar fara og með endur- menntun og mál opinberra starfs- manna. Engin önnur leiö Blöö eru svo nokkuð á einu máli um, aö samkomulag vinstriflokk- ana sýni, að kommúnistaflokkur- inn hafi orðið að slá mjög af (einkum i utanrikismálum) og nánast skrifa undir flest það sem sósialistar kröfðust. Marchais, foringi kommúnista, kom i sjón- varpið i gærkvöldi og reyndi að túlka þróun mála á þann veg, að útkoman væri i anda þeirrar stefnu sem flokkurinn heföi alltaf fylgt. En það þykir ljóst, aö Marchais var i úlfakreppu — hann átti þessa eina leið út úr þeim ógöngum sem hans eigin einangrunar- og kúvendingar- stefna hafði sett hann i. Marchais hefði átt erfitt með að hafna^tilboði sósialista nú, þvi að kommúnistar höfðu alltaf krafist þess aö fá ráöherra i vinstri- stjórn, þótt ekki væri sú krafa fyrst borin fram til að auðvelda Mitterrand kosningabaráttuna, öðru nær. Marchais verður .og að taka þátt i stjórn til að hafa mót- leik gagnvart væntanlegri gagn- rýni innan flokksins á það, hvern- ig fjandskapur viö sósialista hef- ur spillt fyrir kommúnistum. Sjálfur kaus hann að verða ekki ráðherra, væntanlega til að geta betur glimt við væntanlegar inn- anflokksdeilur. Þessi stjórnarsamvinna kemur ekki á óvart hér i Paris, sagði Einar Már að lokum. Hægri blöðin eru eitthvað að blása en það er mest i nösunum á þeim. — áb. Nú er komin Hiteskýrsla- um kynlífs- vandamál karlmanna Sjá bls. 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.