Þjóðviljinn - 25.06.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.06.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 25. júni 1981 Rauðsokka Japan og Kína til umræðu Kauösokkahreyfingin ætl- ar i sumar að hafa opiö hús á fimmtudögum og bjóöa gest- um til aö ræöa ákveðin mál- efni. 1 kvöld kl. 8.30 koma i heimsókn þeir Ragnar Baldursson sem stundaði nám i Kina um nokkurra ára skeið og er nú búsettur i Japan og Kazuya Tachibana grafiklistamaður. Þeir munu m.a. segja frá stöðu kvenna i Japan og Kina og svara spurningum um kvenna- baráttu þar, svo og uppeldi karla og kvenna á þessum austlægu slóöum. Svo kann að fara að fleiri austurlanda- búar slæðist inn, en það kem- ur i ljós. Allir eru velkomnir i Sokk- holt Skólavörðustig 12 og þar verður kaffi á könnunni. — ká Hafnleysið háir fisk- vinnslunni Eins og kunnugt er liggur vinnsla i frystihúsinu i Borg- ■ arfirði eystra aö verulegu leyti niðri yfir vetrarmánuö- I ina, vegna þess hve hafnar- I skilyrði eru þar slæm. Er þá fiskurinn fluttur landleiöina til þeirrar vinnslu, sem þar fer fram. Frá siðustu áramótum og fram til seinustu mánaða- móta höfðu þó verið unnin i Borgarfirði rúm 111 tonn af fiski. Frystir voru 747 kassar og hengdur upp til skreiðar- verkunar fiskur, sem ætlað er að nemi um 7 tonnum af fullunninni vöru. Hausar hafa einnig verið hengdir upp en allgott verð er á þeim um þessar mundir. A Borgarfirði hefur og verið tekið á móti grásleppuhrogn- um. —mhg Sjálvirkt val út 95-svæðið í samband Nú er lokiö breytingum á 95-svæðinu fyrir beint val til útlanda og geta þvi allir not- endur sjálfvirka simakerfis- ins valið beint til útlanda. 1 sambandi viö valið til út- landa er simnotendum bent á leiðarvisi á bls.10-13 i sima- j skránni- Norrænt þing í meinefna- og blóð meinafræði: t Menntaskólanum viö Hamra- hliö er að hefjast norrænt þing þeirra sem vinna viö rannsóknir I meinefna og blóðmeinafræöi. Jafnframt þinginu hefur veriö sett upp stór sýning á tækjum sem notuö eru til rannsókna og taka um 40 framleiöendur þátt i henni. Undirbúningsnefnd ráðstefn- unnar kallaði blaðamenn á sinn fund i gærog greindi þar frá þing- haldinu. Þetta er i 18 sinn sem slikt þing er haldið, en það eru einkum læknar sem það sækja. Þá þrjá daga sem þingið stendur verða fluttir fyrirlestrar og ýmis efni verða kynnt. Du Pont Automatic Ctínical Analysor Bam. ÆæEtm' » ■ “l JÉfflöWtefcJH 1 JBr b \\mmf' -jf Frá sýningu á rannsóknartækjum i Menntaskólanum viö Hamrahliö. Þar er á ferðinni háþróuð tækni sem islensk sjúkrahús ráða fæst yfir enn sem komiö er. Ljósm: eik. T ækninni f leygir f ram og sjálfvirkni eykst Sýning á rannsóknartækjum í Menntaskólanum við Hamrahlíð Þeir Eggert Jóhannesson, Björgvin Guömundsson, Jóhann L. Jónasson, Matthias Kjeld og Stefán Jónsson sem allir vinna að rannsóknum við sjúkrahúsin i Reykjavik sögðu, að meinefna og blóðmeinafræðin væri sá þáttur i starfsemi spitalanna sem snertir nær alla sjúklinga, en þeir sjá minnst af. Sjúklingurinn verður aðeins var við það að tekin er blóð- eða þvagprufa, en siðan fer öll greining fram á rannsóknar- stofum. Gifurlegar framfarir eiga sér stað i öllum rannsóknum og tæknibreytingar eru svo örar að sjúkrahúsum hér er illmögu- legt að fylgjast með, enda mikill kostnaður sem fylgir nýjum tækj- um. Þeim læknunum (rannsóknar- læknum) bar saman um að það sem helst teldist til tiðinda i grein þeirra væri hve allri mælitækni fleygði fram, það væri hægt að mæla svo örsmáar einingar að engan hefði dreymt um það fyrir svo sem 15 árum. Þá er sjálf- virknin i mælingum sivaxandi og tölvutæknin hefur haldið innreið sina i læknisfræðina eins og ann- ars staðar. Dæmi um það má sjá á sýningunni. Sýningin sem er á báðum hæð- um skólans er ein hin stærsta sem hér hefur sést á slikum tækjum en mörg þeirra eru ekki tii á sjúkra- húsum hérlendis. Það kom fram að álögur á rannsóknartæki eru það miklar að fyrir hvert eitt tæki sem keypter hér, fá Skandinavar tvö. Það vantar fjármagn til tækjakaupa og þvi er sjálfvirknin mun skemmra komin hér en ann- ars staðar. Félag islenskra rannsóknar- lækna stendur eitt að ráðstefn- unni, þátttakendur borga ráð- stefnugjald og sýningaraðilar greiða leigu fyrir sýningarbás- ana. Læknarnir lögðu áherslu á að tækin sem sýnd eru koma fleirum til góða en læknum einum, það er fróðlegt fyriralla þá sem fást við efnarannsóknir að sjá hvað þarna er á boðstólnum, m.a. var nefndur bæði landbúnaður og sjávarútvegur. Hægt er að kaupa dagskort inn á sýninguna og ráð- stefnuna og kosta þau 150 kr. Ráðstefnan stendur til 26. júni, en þess má geta að auk þinghalds hafa rannsóknarlæknar á Noröurlöndum samstarf á ýms- um sviðum m .a. starfa nefndir að samræmingum á mælieining- um, fylgst er með gæðum rann- sókna og fleira mætti telja. Auk ráðstefnunnar er mökum og börnum boðið upp á kynnis- ferðir samkvæmi og tónleika, en þátttakendur verða alls um 260 ef allt er talið. — ká Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands: Heildarsalan nam um 28 mlliorðum króna Aaöalfundi Sláturfélags Suöur- lands, sem haldinn var um miðj- an jdni, var frá þvi skýrt, aö heildarsala SS á sl. ári hafi numið rdmlega 28 miljörðum kr. og var að mcstum hluta kjöt og kjötvör- ur af eigin framleiöslu. Félagiö greiddi a.m.k. meðal- grundvallarverð fyrir innlagðar afuröir, meö inniföldum verð- hækkunum sölutimabilsins 1979—1980, þótt þaö kæmist ekki að fullu til búvöruframleiöenda, þar sem lagt var á þá jöfnunar- gjald til þess að greiða þann halla á bdvöruútflutningi, sem umfram var framlag rikisins til út- flutningsbóta. Heildarsala SS jókst um rúm 58% frá árinu 1979. 1 afurðadeild- um var aukningin 55%, kjöt- vinnslu 63%, sútunarverksmiöju 70% og verslunum SS 57%. Slátr- að var 164.400 fjár i sláturhúsum SS. Er það um 34 þús. færra en haustið 1979. Kjötsala var álika mikil og árið á undan en birgðir verulega minni i árslok 1980, þótt hærri meöalþungi dilka, — rúm- lega 1,6 kg. meiri en haustiö 1979, — dragi Ur minnkun kjöts af miklu færra sláturfé. Vegna hærri meðalþunga var kjötið betra en áður. Hjá SS fóru rUm- lega 93% kjötsins i fyrsta gæöa- flokk en 84% áriö áöur. A öllu landinu hækkaði þetta hlutfall Ur 83% i'92%. Aárinu 1980 var 14.200 stórgripum slátrað hjá SS. Sláturfélagið greiðir um 250 milj.kr. i skatta og önnur opinber gjcSd fyrir árið 1980. Afskriftir námu 660 milj. og var þeirri upp- hæð og meira til varið til endur- nýjunar á bunaði. Fjárfesting á árinu nam 815milj., þaraf var 450 milj. varið til kaupa á vélum og tækjum og 170 milj. til bygginga- framkvæmda. Fast starfslið SS i árslok 1980 var rUmlega 600 manns en flest var starfsfólk i sláturtiðinni, 1220 manns. Ur stjórn áttu að ganga Siggeir Lárusson, Kirkjubæjarklaustri og Siguröur Sigurösson, Stóra - Lambhaga. Sigurður var endur- kjörinn en Siggeir baðst undan kosningu. í stað hans var kosinn Lárus Siggeirsson, Kirkjubæjar- klaustri. — mhg Menningar- og Listasjóður SÍS A aöalfundi StS kom fram, aö á sl. ári veitti stjórn Menningar- sjóðs Sambandsins fimm styrki Ur sjóönum, aö upphæö samtals 105 þús. nkr. Skiptust styrkveit- ingar þannig: 25 þUs. kr. runnu til Gigtar- félags Islands, 25 þús. kr. til Sjálfsbjargar vegna byggingar endurhæfingarstöðvar á Akur- eyri, 25þUs. kr. til Styrktarfélags vangefinna, 15 þUs. kr. til Kristi- legra alþjóðlegra menningar- samskipta og 15 þUs. kr. til flug- björgunarsveita. Þess er og vert aö geta, að Listasjóöur Sambandsins haföi 13,4 milj. kr. til ráðstöfunar á sl. ári. Keypt voru listaverk fyrir 7 milj. kr. Eru þau eftir Þorvald SkUlason, Jón Engilberts og Svavar Guðnason. Fram kom á aöalfundinum að Kaupfélag Þingeyinga á HUsavik og Sambandið heföu skipað sam- eiginlega nefnd til undirbúnings hátiðahöldum i tilefni af 100 ára afmæli Kaupfélags Þingeyinga og 80 ára afmæli Sambandsins á næsta ári. Hefur Hauki Ingi- bergssyni, fyrrverandi skóla- stjóra i Bifröst, verið falið að starfa að undirbúningi afmæl- anna. — mhg j „Átak ■ gegn ! áfengi” Alþjöðaheilbrigðisstofnun- in hefur beint til aðildar- þjóða aö reyna meö öllum ■ tiltækum ráöum aö minnka heildarneyslu áfengis þar sem tjóniö, sem neyslunni fylgir, er i ákveönu hlutfalli ■ viö hana. Fjölmargir aðilar hér á landi hafa tekið höndum saman um aö vinna gegn • vaxandi vanda af neyslu áfengis og annarra vimu- efna. A þessu ári verður | unnið undir heitinu „Atak ■ gegn áfengi”. Markmiðið er að hafa áhrif til breytinga á I viðhorfi til áfengisneyslu svo [ að heildameysla minnki og ■ úr áfengistjóni dragi. I Tekið skal fram, að öll fé- lög og samtök, sem vilja leggja hönd á plóginn, eru ■ boðin velkomin til sam- i starfs. Upplýsingar eru veittar i si'ma 19944. Eftirtaldir hafa þegar ■ gerst aðilar: Afengisvarnarnefnd Hálsuv.st. Rvíkur, Afengis- varnarráð, ASÍ, allir stjórn- ■ málaflokkarni r, Bandal. kvenna í Rvik, BSRB, Bindindisfél. isl. kennara, Bindindisfél. ökumanna. Heilbrigðisráðuneytið, Is- ■ lenska bindindisfél., Ung- templarar, Bandal. isl. skáta, ISt, Kvenfél. samb. I tslands, Landssamb. gegn • áfengisbölinu, Landssamtök | JC, Menntamálaráðuneytið, Samtök áhugafólks um I áfengisvandamál, Slysa- 1 varnafél. tslands, Stórstúk- I an, Unglingaregla Stórstúk- unnar. Æskulýðsráð Rvíkur, I Æskulýðsráð ri'kisins, Æsku- • lýösstarf þjóðkirkjunnar, Landssamband KFUM og I KFUK, Ungmennafélag Is- I lands. —mhg. j Höfðlngleg gjöf til ! Víkurskóla | Vfkurskóla I Mýrdal barst viö slit hans i vor peninga- gjöf, aö upphæö 10.000, sem , verja skal til bókakaupa fyr- l ir skólann. Er gjöf þessi gef- in til minningar um Jón | Ólafsson, barnakennara frá , Lækjarbakka og fyrri konu l hans, Sigriöi Einarsdóttur frá Reyni i Mýrdal. | Jón ólafsson starfaði viö , skólann frá 1906 til dauða- ■ dags, 7. aprfl 1927. G jöfin var afhent i tilefni þess, að 31. | maí i'ár voru 100 ár íiðin frá , fæðingu Jóns. Gefendur eru | börn þeirra Jóns og Sigriðar, ásamt syni hans frá seinna hjónabandi. Björn H. Sigur- , jónsson formaður skóla- | nefndar og Jón Ingi Einars- son, skólastjóri, tóku við | gjöfinni fyrir hönd Vikur- ■ skóla. ■ t vetur stunduðu 74 nem- endur nám við skólann, en 16 I þeirra gengu undir grunn- , skólapróf. Að prófum lokn- | um fóru nemendur 5., 6., 7., I og 8. bekkjar i skólaferðalag | til Vestmannaeyja. —mhg j Stærri ; möskvar Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð , um lágmarksmöskvastærðir loðnunóta. Samkvæmt reglu- gerð þessari er lágmarks- , möskvastærðin 21,0 mm en . var áður 19,6 mm. Afram er þó heimilt að nota 19,6 mm riðil i poka nót- , arinnar, sem miöast við 50 . metra á korkateini og enn- fremur það nótaefni, sem I flutt hefur verið til landsins , fyrir útgáfudag reglugerðar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.