Þjóðviljinn - 25.06.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 25. júni 1981 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis t'tgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Kramkvæmdastjóri: tíiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglvsingastjóri: l>orgeir olalsson. L'msjóiiarmaður sunnudagsblaðs: Ouðjón Friöriksson. Afgreiðslustjóri: Valþor Hlóðversson Blaðamenn: Altheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttaIréttamaöur: fngollur Hannesson. L’tlit og liönnun: Guöjon Sveinbjörnsson. Sævar Guðbjörnsson. I.jésnivmlir: Einar Karlsson, tiunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir. Elias Mar. Auglysingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöi Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Baröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla (i, Keykjavik, simi 8 i:i j:i. I’rentun: Blaöaprent hf.. Frjálshyggjan og atvinnuleysiö • Ef nefna ætti eitt einstakt vandamál, öðrum meira, sem nú þjakar iðnríki Vestur Evrópu og Norður Ame- ríku, er líklegt að flestir myndu nefna atvinnuleysið. Þessi ógnvaldur vinnufúsra handa virðist á góðri leið með að ná álíka tökum á vestrænum samfélögum og á dögum kreppunnar miklu milli 1930 og 1940. Atvinnuleys- ingjar í OECD ríkjum eru nú taldir vera farnir að nálg- ast 20 miljónir að tölu. í sumum ríkjum er jafnvel hægt að tala um heilar ættir og kynslóðir atvinnuleysingja. Þar fara synirnir í röð hinna atvinnulausu fyrir aftan feðurna. Og stöðugt f jölgar þeim ungmennum sem yfir- gefa skólakerfið til þess eins að hef ja líf í atvinnuleysi, ef lif skyldi kalla. • Atvinnuleysi í verulegum mæli er í dag samnefnari nær allra iðnríkja, birtingarform þeirrar efnahags- kreppu, sem hefur ríkt meira og minna í rúman áratug. Það er þó allnokkur munur á því hve kreppan hef ur orðið alvarleg í hinum ýmsu löndum, og þá jafnframt mis- jafnt hve illskeytt atvinnuleysið hefur orðið. Umfang kreppunnar hefur ýmist ráðist af almennum efnahags- skilyrðum eða af efnahagsaðgerðum ríkisvaldsins í hin- um ýmsu löndum. • Bretland hef ur farið einna verst allra iðnríkja út úr kreppunni. Þar hefur atvinnulausum t.d. fjölgað úr rúmri miljón í tvær og hálfa miljón á tveimur árum, og í Bretlandi er litiðá þaðsem gefinn hlutað þessi tala verði komin yfir þrjár miljónir áður en þetta ár er liðið. Svo sem öllum er kunnugt, þá hefur á þessum tíma setið mjög hatrömm hægri stjórn við völd í Bretlandi, undir stjórn járnfrúarinnar Thatcher. • l efnahagsmálum hefur stjórn þessi beitt ráðum sem kennd hafa verið við peningamagnshyggju. Megin áhersla hefur verið lögð á að halda peningamagni í skefjum, m.a. með háum vöxtum, og jafnframt verið lögð áhersla á samdrátt í ríkisbúskapnum. Stef na ríkis- stjórnar Thatcher er mjög í anda þess sem Sjálfstæðis- flokkurinn boðaði með leiftursókninni fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki tækifæri til* að hrinda þessari stefnu sinni í f ramkvæmd, en með því að líta til reynslunnar á Bretlandi getum við íslendingar öðlast f róðleik um það hvers við fórum á mis, að fá ekki að kynnast leiftursókninni í reynd. • Hér hefur þegar verið minnst á það hve afdrifarík þessi ómengaða íhaldsstefna hef ur reynst fyrir atvinnu- ástand á Bretlandi. Ein og hálf til tvær miljónir atvinnu- lausra Breta geta beinlínis rakið örlög sín til tilkomu Thatcher stjórnarinnar. • Helsta opinbera markmið Thatcher stjórnarinnar var að lækka verðbólguna, rétt eins og leiftursókn Sjálf- stæðisf lokksins átti að heita beint gegn verðbólgunni. En hver hef ur árangurinn af peningamagnshyggju orðið, að því verðbólgu varðar? l stuttu máli þá er hann nær enginn. Thatcher stjórnin tók við rúmlega 10% verðbólgu og það er hún í dag, eftir að íhaldið breska hafði misst hana upp fyrir 20% um skeið. • En það hallærislegasta f yrir þá peningamagnsmenn er þó, að þeim hefur í verulegum mæli mistekistað halda peningamagni i skef jum, og einnig hef ur árangur þeirra viðaðdraga saman í ríkisbúskapnum verið harla rýr, en bæði þessi atriði voru samtímis pólitísk markmið og efnahagsleg stjórntæki Thatcher stjórnarinnar. • Það er sama hvert litið er í breskum efnahagsmál- um. Allsstaðar blasir við skipbrot peningamagnshyggju, eða leiftursóknar, svo notuð sé íslensk viðmiðun. Frjáls- hyggjan reynist semsé ekki innihaldsríkari í efnahags- málum en 17. júní ræður í sjálfstæðismálum. • Það er full ástæða fyrir okkur íslendinga, sem höf- um verið svo lánssamir að sleppa við atvinnuleysi pen- ingamagnshyggjunnar, að gefa gaum að þeim varnaðar- orðum, sem koma frá þeim er kynnst hafa ómengaðri frjálshyggjunni af eigin raun, varnaðarorðum á borð við eftirfarandi niðurstöðu úr grein sem Kaldor lávarður ritaði fyrr á þessu ári: „Þær aðferðir sem fylgt hefur verið undir áhrifum hinnar nýju peningamagnshyggju hafa hingað til ekki haft í för með sér neina minnkun á verðbólguhraðanum, en þær hafa valdið verulegum samdrætti í f jarfestingum og atvinnu, og hafa minnkað hagvöxt í kapítalískum iðnríkjum um meira en helm- ing". eng. klippt Andmæli framkvœmda stjóra VSÍ I grein eftir Þorstein Pálsson framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambands Islands (VSI), sem birt var í Þjdö- viljanum í gær, koma fram at- hugasemdir við efni i Klippt og skorið frá 17.6 sl. Með þvi að i grein Þorsteins gætir veru- legrar ónákvæmni, svo ekki sé meira sagt, hvað staðreyndir varðar, verður ekki hjá þvi komist að gera nokkrar leiðrétt- ingar við málflutning hans. Dylgjur Þorsteins um hagræna fávísi Þjóðviljans og fleira eru hins vegar persónulegt vanda- mál Þorsteins sem Þjóðviljinn hefur engan áhuga á. Missagnir framkvœmda stjóra VSÍ í fyrsta lagi er rétt að leið- réttaþað, sem Þorsteinn hefur mislesið i umræddri Klipptri og skorinni grein Þjóðviljans. 1) Það er alls ekki „staðhæft” I greinÞjóðviljans, að Utgáfa VSI á verðbólguspám sinum sé gerð i „óheiðarlegum pólitiskum til- gangi”, eins og Þorsteinn segir. Verðbólguspár VSl hafa verið mjög rangar frá upphafi og skekkjurnar hafa verið mjög kerfisbundið i samræmi viö • vissa pólitiska hagsmuni. Á bandsins” felstekki i gerð verð- bólguspáa í samræmi við ósk- hyggju þess. Það er tiltölulega saklaust athæfi. Það er útgáfa slikra spáa undir þvi yfirskini, að þar sé um vandaða vöru að ræða, sem Þjóðviljinn gagn- rýnir. Það er í meira lagi sérkenni- legt, aö Þorsteinn skuli kjósa aö láta eins og gagnrýni Þjóð- viljans hafi beinst að Hagdeild VSI, þegar þaö liggur fyrir svart á hvitu að það var VSÍ al- mennt og stjórnendur þess sér- staklega,sem Þjóðviljinn beindi gagnrýni sinni að. Missagnir Þorsteins um al- mennar staðreyndir eru margar. Hér er aðeins rúm til aö drepa á örfáar þeirra. 1) SU fullyrðing Þorsteins, að verðbólguspá VSI i janUar 1981 hafi lækkað um fjórðung fyrst og fremst vegna þess, að inn- flutningsverðlag hafi hækkað hægaren fyrirsjáanlegt var, fær ekid staðist. Þegar i októ- ber 1980 lá fyrir opinber spá Þjóðhagsstofnunar um fram- vindu innflutningsverölags 1981. SU spá hefur fram til þessa reynstnær hárrétt. Sú lækkun á innflutningsveröi oliu, sem horfur eru á að fari að gæta á siðari hluta ársins, mun i hæsta lagi jafngilda 1-2% lækkun verð- bólgunnar 1981. 2) Þjóðviljanum hefur ekki tekist að staðfesta þá full- yrðingu Þorsteins, að Þjóðhags- stofnun hafi i nóvember eöa desember 1980 spáð yfir 70% verðbólgu á árinu 1981. Þau ó- formlegu dæmi, sem Þjóðhags- stofnun reiknaði I nóvember 1980 og Þjóðviljinn hefur haft aðgang að hljóðuðu upp á verð- bólgustig undir70%, þvertofan i þeirri skoðun Þjóöviljans, að veröbólguspár VSl séu póli- tiskar, er einfaldast fyrir hann aö birta yfirlit yfir verðbólgu- spár VSI eitt ár fram I timann frá 1977 ásamt samanburði við raunveruleikann. Þegar öllu er á botninn hvolft hafa allar þessar spár þegar verið gefnar Ut og raunar rækilega aug- lýstar. Þjóðviljinn beinir hér meö þessari áskorun til Þor- steins og stingur upp á þvi, að yfirlitið verði birt i Morgun- blaðinu, svo að sem flestir landsmenn fái tækifæri til að fella sinn eigin dóm i málinu á grundvelli staðreynda. Þorsteinn Pálsson er auðvitaö ekki svo skyni skroppinnaðhann haldi að lesendum Þjóðviljans yf irsjáist þessí kjarni málsins. Hann kemst þvi ekki hjá þvi að birta dæmi um verðbólguspár VSl i grein sinni. Hann treystir sér þó ekki til að birta nema eina af tugum slikra spáa, sem VSl hefur gert, og hann gætir sin vandlega á þvi, að sýna ekki dæmi um verðbólguspá heilt ár fram i ti'mann. Dæmi Þorsteins eru um verðbólguspár, ef spár skyldi kalla, þar sem 1-3 árs- fjórðungar af spátimabilinu eru þegar liðnir. Þrátt fyrir þetta tekst ekki betur til en svo, að dæmi Þorsteins er i nánu sam- ræmi við fullyrðingar Þjóð- viljans. Verðbólguspá Þor- steins 1 ársfjórðung fram I tímann er t.d. nær 100% hærri en verðbólgan á þeim ársfjórð ungi. Meginatriðið er þó það, að öll dæmi Þorsteins spá of mikilli verðbólgu 1979-1980, nákvæm- lega eins og Þjóðviljinn hafði fuilyrt. Þannig blasirþað við, að það dæmi um verðbólguspár VSl, sem Þorsteinn velur til að Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands: Vinnuveitendasambandiö spáir verðbólgu 1981: ...> í- f nóv. 1980 86% P í febr. 1981 55% í júnl 1981 42,5% ____í sept. 1981 ?% grundvelli þessara staöreynda, sem Þorsteinn mótmælir ekki, dró Þjóðviljinn þá ályktun, aö á- stæðan gæti verið sií.að þessar verðbólguspár væru gefnar Ut i pólitiskum tilgangi. Lýsingar- oröið „óheiðarlegur” var ekki notað I grein Þjóðviljans og verður því að álfta það vera sér- skoðun Þorsteins á pólitiskum verðbólguspám. 2) Þvi' fer fjarri, að Þjóöviljinn hafi brugðið hagdeild VSl um „óáreiðanleika” og „pólitisk klofbrögð” eins og Þorsteinn segir. Hér er á nýjan leik um að ræða orðalag Þorsteins sjálfs, að þessu sinni um undirmenn sina. Hvergi i grein Þjóðviljans er hagdeild VSI ásökuð um eitt né neitt. I grein Þjóöviljans eru leiddar likur að þvi, að VSl sem slikt, undir framkvæmdastjórn Þorsteins Pálssonar, gefi út rangar verðbólguspár i pólitisk- um tilgangi. Hagdeild VSI, sem á margan hátt býr við slakan aöbUnað ekki sist hvað verö- bólguspár snertir, annast ekki slika Ugáfu. Það er auðvitaö Þorsteinn Pálsson sem fram- kvæmdastjóri VSI, sem ákveöur og sér um slika kynningu. Þor- steinn Pálsson virðist ekki skilja það, að það sem hann nefnir „óheiðarlegan pólitískan tilgang Vinnuveitendasam- það, sem Þorsteinn fullyrðir. 3) Þorsteinn fullyrðir, að verð- bólguspár VSÍ hafi reynst betri en flestra annara. Hverjir eru þessir flestir aðrir, sem Þor- steinn er að tala um? Þjóðvilj- anum er fullkunnugt um það, aö verðbólguspár þeirra þriggja opinberu stofnana, sem við slika hluti fást, hafa veriö miklu betri en spár VSt á undanförnum ár- um. Jafnvel eina dæmið’ um spár annarra aðila sem Þor- steinn telur sér til tekna i grein sinni, þ.e. meint spá Þjóöhags- stofnunar i nóvember 1980, er a.m.k. 15% nærhinu rétta verð- bólgustigi en spá VSI aö sögn Þorsteins sjálfs. Aðalatriði málsins Aðalatriöi þessa málseru hins vegar ekki missagnir Þorsteins Pálssonar. Röksemdafærsla Þjóðviljans byggist á þvi, aö verðbólguspár VSÍ hafi frá upp- hafi reynst mjög rangar og að skekkjurnar i þeim hafi kerfis- bundið verið i samræmi við til- tekna pólitfska hagsmuni. Ef Þorsteinn Pálsson er ósammála _ «a reyna að hrekja málflutning Þjóöviljans er i fullu samræmi I við það sem Þjóðviljinn sagði. ■ Betri staðfestingu á mál- I flutningi er erfitt að Imynda sér. Hver borgar j brúsann? I lok greinar sinnar fullyrðir I Þorsteinn siðan, að launþegar j greiði ekki rekstrarkostnað VSI. , Þetta er auðvitað ómerkileg til- ■ raun til frekari blekkinga. Framlög þeirra fyrirtækja, I sem enn eru aðilar að VSl, eru \ ekki greidd Ur vasa eigenda ■ þeirra. Siöur en svo. Þessum framlögum er einfaldlega bætt I við rekstrarkostnað fyrirtækj- 1 anna og yfirleitt eru þau meira J að segja dregin frá skattskyld- um tekjum þeirra. Rekstrar- | kostnaöur fyrirtækjanna kemur 1 siðan I vöruverði með beinum J og óbeinum hætti, eins og Þor- | steinn sjálfur þreytist aldrei á að minna á. Auk þessara fram- ■ laga nýtur VSI opinberra fram- J laga, af skatttekjum, sem eru, I eins og allir vita, aðallega greiddar af launþegum. — eng skorrid

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.