Þjóðviljinn - 25.06.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.06.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. júni 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið Sjáðu, — ég er að bíta út Reykjanesskagann. Lokaatriði Þórskabaretts: f.v. Þórhallur Sigurðsson, Ingibjörg Pálsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Birgitta Heide, Jörundur Guð- mundsson, Guðrún Pálsdóttir og Pétur Hjálmarsson kynnir og jafn- framt bassaleikari og söngvari f Galdraköllum, hljómsveit Þórs- kabaretts. Ljósm: Sigurður Þorri Þórskabarett um landið Aðstandendur Þórskabaretts leggja nú af stað i landreisu og fyrsti viðkomustaður er i Vest- mannaeyjum annað kvöld, Kabarettinn hefst ki. 21 og stendur linnulaust i 100 minútur en kl. 23 hefst svo dansleikur. Höfundar og flytjendur kaba- rettsins eru Jörundur, Halli og Laddi, en meðdansarar og dansahöfundar eru þrjár stúlkur úr islenska dansflokkn- um, Ingibjörg og Guðrún Páls- dætur og Birgitta Heide. Hljóm- sveitin Galdrakarlar sér um undirleik og leikur siðan fyrir dansi. Fyrsta útgáfa af Þórskaba- rett var sýnd i Þórskaffi i fe- brúar 1980 og á þessu ári hefur hann verið sýndur 38 sinnum fyrir fullu húsi. Á laugardags- kvöld verður Þórskabarett á Höfn i Hornafirði og á sunnu- dagskvöld á Klaustri. _A Helgi gegn lesendum Eins og ljóst mátti verða völd- uð þið, lesendur góðir að leika 46... -Ke7. Helgi leikur 47. Hc8 og er þá staðan þannig: — Veistu af hverju leik- ararnir vildu ekkert gera í upptökumálinu? — Nú, þeir eru allir á bandi Sveins! Rætt við ✓ Erling Olafsson hjá Náttúru- fræðistofnun íslands um óprúttna ferðamenn Þjófarnir ótrúlega kunnugir hér — Ég tel það alveg vist að út- lendingar hafi um árabil flutt mikið magn af ungum, eggjum, grjóti og öðrum náttúrumunum á ólöglegan hátt úr landi. Það var ekki fyrr en eftir að komst upp um Fálkaþjófana 1978 og ;aftur I fyrra, auk eggjamálsins ,nú, að almenningur virðist vera lað vakna til vitundar um hvað ‘ hér er i húfi. Við getum ekki lengur horft aðgerðariaus uppá slfkan þjófnað, sagöi Erling ólafsson liffræðingur og starfs- maður Náttúrufræðistofnunar tslands í samtali við Þjóövilj- |ann. — Menn verða að gera sér ljóst að sektargreiðslur skipta jdiki höfuðmáli i þessum efnum,. Iþótt vissulega gerum við okkur að aðhlátursefni erlendis, fyrir Iþessar smánarsektir sem er- iendir veiðiþjófar og náttúru- spjallarar þurfa aö greiða hér. Margfalt hærri sektir eru ekki lausnin þvi' peningar eru ekki spursmálið hjá þessum mönn- um, þegar þeir á annað borð eru komnir hingaö til þess að ræna náttúruna. Það þarf að stórbæta toll- gæslu og eftirlit með erlendum ferðamönnum við Smyril, en mér er nær að halda að þar sé stærsta gatið, og að menn keyri með hlaðna bila af alls kyns náttúrum injum um borö i ferj- una á Seyðisfirði. Þangað þarf að ráða þegar, minnst tvo menn sem fylgjast með hvað flutt a- úr landi. Eins þarf að bæta og herða eftirlitið á Keflavikur- flugvelli, þvf við vitum ósköp vel að þegar upp komst um fálkaþjófnaðinn i fyrra þá var það einungis vegna klaufaskap- ar hjá þjófunum. En hvað með eftirlit á landinu sjálfu, þar sem þessir óprúttnu feröalangar eru á ferð? — Eggjaþjófnaöurinn sem komst upp um nú á dögunum, má þakka árvekni landeigend- anna I Mývatnssveit sem létu vita af grunsamlegum ferðum þessara manna. Það eru einmitt landeigendur sem þurfa að vera vel vakandi i þessum efnum. Hinu er ekki að leyna að allt of margir útlendingar sem greini- lega eru komnir hingað i þess- um umrædda tilgangi, fá oft góða fyrirgreiðslu hjá ýmsum aðilum hér innanlands, bæði landeigendum og öörum vegna þess að það eru peningar i boði. Það skal tekiö fram aö leyfilegt er að selja sumar eggjategund- ir, en það er stranglega bannað aö flyt ja þau úr landi. Einnig er töluvert flutt út af andareggjum en það er gert i samráöi við Náttúrufræðistofnun og stjórn- völd. Af hverju er ásókn i andaregg héðan eins mikil og raun ber vitni? — Það er mjög vinsælt viða um heim, að einstaklingar komi sér upp andagörðum, þar sem þeir safna andartegundum viða aö úr heiminum. Eggin sem flutteru ólöglega héðan eru seld á svartamarkaði i Evrópu fyrir háar upphæðir. Hingaö sækja þessir aðilar, einkum vegna þess að óvlöa I heiminum er andavarp eins þétt og margar tegundir á litlum bletti eins og t.d. viö Mývatn. Ýmis svæði á landinu eru þvi hrein gósen- svæði fyrir þetta fólk. Hvað um fálkann. Höfum við misst mikið af honum úr landi? — Það er ekki nokkur leið að segja hvað hefur tapast en hitt er staðreynd aö héðan er flutt úr landi eitthvað af fálkaungum á hverju ári. Þessa fálka kaupa . forrilcirolfufurstar i Arabiu, þar sem fálkinn er stöðutákn, og þeir greiöa svimandi upphæðir fyrir hvern fugl. Hvað um Haförninn? — Hann hefur örugglega ekki fengið að vera i friði. Sam- kvæmt upplýsingum frá land- eigendum sem fylgjast með arnarhreiðrum, þá hafa horfið egg úr mörgum hreiðrum. Er hætta á þvi að þessir óprúttnu erlendu ferðamenn fái islendinga I sinn stað, þegar þeirfinna aðbetur er fylgst með ferðalögum þeirra en áður? — Vissulega er alltaf hætta á sliku. Það hefur komiö mörgum spánskt fyrir sjónir, hversu sumir útlendingarnir eru ótrú- lega kunnugir hér i varplöndum þótt þeir hafi aldrei komið til landsins áður. Þaö er erfitt aö dæma um slikt en sá grunur læðist óneitanlega aö mér, að þar eigi Islenskir aðilar sök á. -lg- Markúsar minni Einn ágætur lesandi Þjóðviljans færði Þjóöviljanum eftirfarandi kvæði um Markús hetjuna Þorgeirsson sem við teljum ástæðu til að komist fyrir fleiri augu en okkar. Vex vegur þjóðar Oft á fundi fer. og eldur glóðar. Eykur oröspor um islenskt vor, halur hugprúður, höldur raungóður Okkar allra von, Markús Þorgeirsson. Mikil hans mannlund á margri stund. Sækinn, sókndjarfur, sannleikanum þarfur. Lyftir Grettistökum af ýmsum sökum. Upphóf eidlegan kross út af Mánafoss. Þá forkláraöur er. Orðsins undragnótt æðir dag sem nótt. Bliknar bleyðufans. Brestur flótti án stans. Enginn fella kann þennan frækna mann. Milli flokka og fer. Fremst i liði er. Heggur hér og þar. Hartnær alls staðar. Veður grcitt um grund. Glæstur alla stund. Honum heiður ber hér og hvar sem er. Gegn her i landi hann er vakandi. Fleyg hans frelsisþrá fer um loftin blá. Dularsýnir sér. Sá af öðrum ber. Hlusta skal á hann slikan höfðingsmann. Verja vill grandi á sjó og landi. Gleipnis gerir net. Guðleg setur met. Frægð hans viða fer, frábær. Tjáö er mér. Enn finnst úrvalsblóð hjá okkar þjóð. Snöggsoðin samantekt aö sunnudagsmorgni 29. mars 1981. Með tilhlýðilegri viröingu. Eirikur Pálsson frá Olduhrygg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.