Þjóðviljinn - 30.06.1981, Side 5

Þjóðviljinn - 30.06.1981, Side 5
Þriðjudagur 30. júni 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Jöfn staða á kosningadegi: i dag er gengiö til kosn- inga í Israel. Fyrir skemmstu leit svo út sem Líkúdblökk Begins hefði náð sér á strik í vinsældum með sérkennilegri blöndu af kosningamútum (lækk- un tolla og skatta á lúxus- vörum fram yfir kosning- ar) og hernaðaryfirgangi í Líbanon og irak. En sam- kvæmt síðustu skoðana- könnunum eru Líkúd og Verkamannablökkin f stjórnarandstöðunni nokk- uð jafnar að fylgi; gætu báðar fengið rösklega 40 þingsæti af 120. Það er því mjög tvísýnt um það# hver fær aðstöðu til að mynda stjórn í ísrael. Begin og Peres hafa ekki sparaö stóryrði i kosningaslagnum. Skiptir það máli hver sigrar í Israel í dag? Það er ekki sist sjálfur kosn- ingaslagurinn siðustu daga, sem hefur dregið hægrisamsteypu Begins niður i vinsældum. Ungir stuðningsmenn hans hafa hleypt upp fundum stjórnarandstæðinga og jafnvel brennt flokksskrifstof- ur þeirra. Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hefur kallað stuðningsmenn Begins fasista, en Begin svarar i sömu mynt og heldur þvi blákalt fram að stjórn- arandstæðingar hafi sjálfir skipu- lagt árásir á sig til að hressa upp á lélega útkomu i skoðanakönn- unum! Af leitstaða Israel er um marga hluti illa statt. Verðbólgan er gifurleg og atvinnuástand slæmt i ýmsum greinum. Eina „afrek” Begins er sérfriður við Egypta, en sá áfangi hefur alls ekki verið notaður til að halda áfram i „sögulegri mála- miölun” við hina arabisku granna. Þvert á móti hefur Begin haldið áfram að efla Gyðinga- byggðir á hernumdu landi á vest- urbakka Jórdanár og hefur ekki boðið upp á neinar þær áætlanir um sjálfstjórn Palestinuaraba, sem þeir væru liklegir til að virða viðlits. ísrelar hafa sterkan mótbyr á alþjóðlegum vettvangi, ekki sist vegna loftárásar sinnar á kjarn- orkuver i Irak fyrir skemmstu. Að visu munu t.d. Bandarikja- menn gráta það þurrum tárum að írakir verða fyrir tjóni, en þeir eru engu að siður gramir vinum sinum i Israelsstjórn vegna þess, að loftárás þessi torveldar fram- gang þeirra áforma Haigs utan- rikisráðherra að tosa ýmsum „ihaldssömum” Arabarikjum inn i hernaðarsamvinnu við sig. Báðir sekir Eftir sigurinn i sjö daga striö- inu 1967 naut Israel allmikillar virðingar, ekki aðeins vegna þess að her þess hafði sigrað miklu stærri heri, heldur vegna sam- yrkjubúa og annarra félagslegra tilrauna sem vöktu áhuga margra. Nú hefur sd mynd viða þokað fyrir hinu ágenga her- námsveldi, sem hefur mjög reynt á þolrifin jafnvel á hinum velvilj- uðustu meðhaldsmönnum. Og þetta er ekki sök Menachems Begins eins. I blökk með Verka- mannaflokki þeirra Peresar og Rabins er litill vinstrisósialista- flokkur sem Mapam heitir. Einn af leiðtogum hans, Elizer Ronen, segir i nýlegu viðtali á þessa leiö: „Við verðum nú að greiða fuilu verði fyrir þá stefnu sem allar stjornir hafa fylgt siöan 1967. Við höfum blekkt fólkið til að halda að hægt væri að halda hernumdu svæðunum, að hægt væri aö tryggja varanlegan frið án þess að leysa mál Palestinuaraba.” Þetta er sjálfsgagnrýni, þvi að allt til sigurs Begins 1977 stjórn- aði Verkamannaflokkurinn land- inu og Mapam var með i stjórn. Það var Verkamannaflokkurinn sem eftir hernaðarsigurinn byrj- aði á þeirri landvinningastefnu að stofna Gyðingabyggðir á her- numdu svæðunum — stefnu sem Begin hefur siöan fylgt fram af mikilli hörku. Elizer Ronen gefur til kynna, aö i þessu stórmáli skipti ekki miklu hvor sigrar i kosningum i dag, Verkamannablökkin eða Likud. Munurinn er sá helstur, að Begin vill halda öllu þvi hernumdu svæði og öllum þeim Gyðinga- byggðum sem nú hafa verið reist- ar meðan Peres vill halda sumum nýiendum — og jafnvel styrkja þær. Mapam er gagnrýnni á þá stefnu sem fylgt hefur verið, en sá flokkur er ekki öflugur. Hvoru- tveggja landvinningastefnan get- ur að sjálfsögðu verið stórhættu- leg. Munurinn Þó er einn umtalsverður munur á. Peres vill ekki ganga svo langt i nýbyggðamálum og innlimunar- stefnu að Gyðingar verði minni- hluti i rikinu. Það gæti hinsvegar vel átt sér stað, ef Begin fær að ráða lengur, að Gyðingabyggð- irnir á hernumdu svæðunum yrðu einskonar „óafturkræf” staö- reynd — vegna pólitiskra áhrifa vaxandi fjölda þjóðernissinnaðra og heittrúaðra landnema. Stór-Israel með meirihluta ibú- anna réttlitla Araba og gyðing- legan minnihluta sem einn nyti fullra réttinda — slikt sögulegt stórslys er meiri likur á að takist að forðast ef að hin um margt ráðvillta stjórnarandstaða tekur við af Begin, sem hefur sterkar tilhneigingar til að skoða póli- tiskar staðreyndir fyrst og fremst út frá guðfræöi hins rétttrúaða Gyðings. — áb. Grískir frímúrarar Allra veðra von í íran Beheshti og liðsoddar hans myrtir í Teheran Ajatolla Beheshti og mikill fjöldi víröingár- manna Islamska lýðveldis- flokksins í Iran fórust í mikilli sprengingu sem varð í höfuðstöðvum flokksins á sunnudags- kvöld/ Auk Beheshti/ sem var forseti hæstaréttar, flokksleiðtogi og einn af handhöfum forsetavalds- ins, fórust tíu ráðherrar, tuttugu þingmenn og alls um sjö tugir manna. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af þvi að einhver samtök hafi lýst sig ábyrg fyrir þessari afdrifarikri sprengirigu. Fyrstu viðbrögö málgagns Is- lamska byltingarflokksins voru þau að nefna til skjalanna banda- riska samsærismenn, en það hafa veriö nokkuð sjálfkrafa viðbrögð i þeim herbúðum að kenna þeim „mikla Satan” um alla hluti. Hitt er svo ekki óeðlilegt, aö gera ráö fyrir, að aðþrengdir fylgismenn Banisadr forseta, sem nú hefur farið um hrið huldu höföi, eftir aö þingið svipti hann embætti, hafi staöið að tilræði þessu. En all- margir vinir og stuöningsmenn forsetans hafa verið handteknir undanfarna daga. ,/ Pláss á himnum" Ekki er ýkja langt siöan að mynd Banisadr hékk uppi i svotil hverju heimili i Iran viö hliöina á mynd af Khomeini erkiklerk. Forsetinn var reyndar undir verndarvæng Khomeinis allt frá þvi þeir voru saman i útlegð i Paris. En nú hefur Khomeini sjálfur gengið fram i þvi að for- dæma forsetann sem var. Og á dómsmálaráðuneytinu i Teheran hangir auglýsing með skopmynd af Banisadr: þar segir að hans sé leitað og fái sá sem grípi dólginn að launum „pláss á himnum”. Va Idatafl Beheshti og hinn lslamski lýð- veldisflokkur hans, hafa allt frá þvi að flokkurinn náði meirihluta á þingi i fyrra grafiö undan for- setanum með ýmsum hætti. Það valdatafl sýndist á enda fyrir skemmstu: forsetinn settur af og á flótta. En nú er allra veðra von og þá ekki sist er þaö Iiklegt, að mikil hjaöningavig hefjist milli stuðningsmanna tslamska lýð- veldisflokksins og svo stjórnar- andstöðuhópanna tveggja, Þjóð- fylkingarinnar og Mujahedin Khalq (sem eru oröaðir við sós- ialisma). Fréttir frá Iran hafa veriö æsi- legar undanfarna daga, en ekki enn farið mikið fyrir nánari út- listun á ástandinu þar. 1 stuttu máli sagt hafði valdatafliö milli Beheshtis og Banisadr öðru fremur staðið um það, hver yrði hlutur kerka og Kórans i irönsku byltingunni. Banisadr er þá tal- inn forystusauður þeirra sem hóf- samari teljast, og um leið þeirra sem ekki vilja að Iranir brenni allar brýr að baki i samskiptum við Vesturlönd. Beheshti naut skamma sigursins yfir forsetanum stund sæta illum grun Hneykslismál og myrkraverk tengd ítölsku f rímúrarastúkunni P-2 haf a komið af stað miklum deilum og umræðum á Grikklandi. Þar hafa blöð birt lista yf ir f rímúrara og komið m.a. niður á nafn f orsætisráðherrans, Georgs Rallis. Biskupastefna grisku rétttrún- aðarkirkjunnar lýsti frimúrarf þegar árið 1933 „andkristin, heið- in trúarbrögð” og hefur kirkjan ekki tekiö þá afstöðu aftur. Kirkj- an hefur nú farið þess á leit við stjórnvöld, að rannsókn fari fram á frimúrarastúkum „i ljósi þess lærdóms sem draga má af nýleg- um afhjúpunum”. Þrir þingmenn sósialista hafa og farið þess á leit viö stjórnina, aö rannsókn verði hafin vegna blaðafregna frá Róm, um að stúkubræöur i P-2 hafi komið við sögu valdaráns herforingja i Grikklandi árið 1967. Félagar i P-2 hafa m.a. verið sakaöir um samsæri um að kippa þingræði úr sambandi á ltaliu. Þingmennirnir vilja einnig að efnt sé tilýtarlegrarrannsóknar á áhrifum frimúrara á stjórnkerfi, dómstóla og her landsins. (Irish Times)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.