Þjóðviljinn - 30.06.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.06.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. júní 1981. Útboð Stjórn verkamannabústaða á Húsavik óskar eftir tilboðum i byggingu átta ibúða i fjölbýlishúsi að Garðarsbraut 83, Húsa- vik. IJtboðsgögn verða afhent á tæknideild Húsavikurbæjar frá og með 1. júli n.k. gegn 100 kr. skilatryggingu. Frestur til að skila tilboðum rennur út 20. júH n.k. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofunni Húsavik þriðjudaginn 21. júli n.k. kl. 11 f.hád. Húsavik 24. júni 1981 Stjórn verkamannabústaða Húsavik. Lögfræðingur Ráðuneytið óskar eftir að ráða löglærðan fulltrúa til að annast útgáfu Stjórnartið- inda og Lögbirtingablaðs. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknarfrestur er til 10. júli nk. Umsóknir sendist ráðuneytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. júni 1981. LAUSSTAÐA Staða ritara hjá samgönguráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt lánakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist ráðuneyt- inu fyrir 10. júli 1981. Upplýsingar um téða stöðu verða ekki gefnar i sima. Reykjavik, 25. júni 1981. Samgönguráðuneytið. Garðabær — Ióðaúthlutun Úthlutað verður um 30 einbýlishúsalóðum á svæðinu austan Silfurtúns. Umsóknarfrestur er til 15. júli n.k. Umsóknareyðublöð afhent á bæjarskrif- stofunni. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Upplýsingar gefur byggingarfulltrúi i sima 42311. Bæjarritari. ÚTBOÐ Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir tilboðum i jarðvegsskipti i hús- grunna við Eiðsgranda. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30 þriðjudaginn 30. júni gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 7. júni kl. 14 á sama stað. Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik á dagskrá Benda má á umsagnir fjölda atvinnu- rekenda um eftirvinnubannið sumarið 1978, þar sem árangurinn varð fyrst og fremst sá að verkafólk bjó almennt við 40 stunda vinnuviku, en skilaði sömu afköstum og áður. Grétar Þorsteinsson, formaöur jTrésmiöafélags PovUiavikur: Styttum vinnutímann Ég hef í nokkrum dagskrár- greinum i blaöinu fjallað um þann þátt vinnuverndarmála, sem snýr að öryggis- og aðbúnaðarmálum á vinnustöðum, og fullt tilefni væri til að bæta einni grein við um þau mál. Ég ætla þó i þessu greinarkorni aö vikja að öðrum þætti vinnu- verndarmála og ekki ómerkari, en þar er um að ræða daglegan vinnutima verkafólks. Framundan er gerð nýrra kjarasamninga i haust. Ekki hef- ur enn verið mótuð endanlega kröfugerð verkalýðshreyfingar- innar, en sannarlega væri það veröugt verkefni fyrir verkalýðs- hreyfinguna að setja kröfuna um raunverulega 40 stunda vinnu- viku sem aðal kjarakröfuna i þessum samningum. Þar nægir ekki að ná aöeins fram kröfunni um niðurfellingu eftirvinnu i á- föngum, það verður jafnframt að tryggja aö þvi fylgi raunveruleg vinnutimastytting. Það hljómar kanske nokkuö einkennilega aö ræða hér um nauðsyn þess að setja fram kröf- una um eölilega lengd vinnuvik- unnar i næstu kjarasamningum, en verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir þessari kröfu allt frá árdögum hreyfingarinnar. Það veröur hins vegar aö viðurkenn- ast að i mörgum starfsgreinum hefur miðað sorglega hægt i þessu máli, þrátt fyrir lagasetningu um 40 stunda vinnuviku, og fyrsta skref, sem stigið var til þess aö afnema eftirvinnu meö niðurfell- ingu eftirvinnu á föstudögum. Reynslan hefur sýnt aö raun- verulegur vinnutimi hefur ákaf- lega litið styst, þrátt fyrir þessi lagaákvæöi. Ein aöal ástæöan fyrir hinum langa vinnutima, er aö sjálfsögðu sú, að dagvinnu- tekjúrnar nægja ekki til fram- færslunnar. Þess vegna er mikil- vægt aö jafnframt niðurfellingu á eftirvinnu hækki dagvinnutekj- urnar að sama skapi. Hér er vafalaust sú leið likleg- ust til að þessu marki verði náð, að það gerist i áföngum á ein- hverju tilteknu timabili, og jafn- framt veröur að leggja á ráðin, meö hvaða hætti verði tryggt að um raunverulega vinnutimastytt- ingu verði aö ræða. A það veröur verkalýðshreyfingin að leggja á- herslu og tryggja með einhverj- um hætti. Einhver kann að benda á að slikt gerist samhliöa niðurfellingu eft- irvinnunnar, ef sú krafa næði fram að ganga, þar sem timaein- ingin, i framhaldi af dagvinnunni, væri þá orðin of dýr atvinnu- rekstrinum. Reynslan hefur sýnt okkur að þessi kenning stenst ekki, nema að litlu leyti, og nægir i þvi sam- bandi að benda á að i mörgum starfsgreinum viðgengst ekki að- eins tveggja stunda eftirvinna, nánast sem regla, heldur nætur- vinna i stórum stil, og virðist i þeim tilvikum sem kaupið sé ekki að sliga atvinnureksturinn, eins og gjarnan er haldið fram af tals- mönnum atvinnurekenda. Ég tel að krafan um raunverulega 40 stunda vinnuviku og viðunandi laun fyrir þann vinnutima, sé stærsta og mikilvægasta verkefni verkalýðshreyfingarinnar i dag. Og óneitanlega hrökk ég við, þegar ég sá i fréttum frá Alþýöu- sambandsþinginu norska, i mai s.l., að eitt af stærri málunum, sem þar voru til umfjöllunar, var umræða um 6 tima vinnudag i til- teknum störfum, þar sem komiö hafi i ljós aö 8 timarnir voru of langur vinnutimi i þessum störf- um, en starfsbræður okkar I ná- grannalöndunum hafa búið við raunverulega 40 stunda vinnu- viku áratugum saman og þar er sem sagt hafin umræða um að stytta 40 stunda vinnuvikuna. Ég get ekki látið hjá liöa að vikja að þeirri hlið þessa máls, sem snýr að afstööu okkar sjálfra i verkalýöshreyfingunni til þessa vanda. Ég get ekki neitað þvi að mér hefur fundist alltof rikjandi einhvers konar hetjuljómi yfir þvi að vinna þetta 10-16 klst. á sólar- hring, vikum og mánuðum saman ár hvert. Ég tel það engan hetju- skap að leggja heilsuna að veði og i flestum tilvikum að stytta starfsæfina verulega meö slikum hætti. En hvað með tekjuþörfina, spyr þá einhver. Ég vék að þvi fyrr, að ein aðal ástæðan fyrir hinum langa vinnudegi væri sú, að dagvinnutekjurnar hjá flestu verkafólki duga skammt til fram- færslunnar. Staðreyndin er sú, að verkafólk, sem að staðaldri vinn- ur langan vinnudag, skilar ekki meiri afköstum þrátt fyrir langan vinnutima, heldur en ef viðhafður væri eðlilegur vinnutimi. Þetta hafa ótal rannsóknir sannað og benda má i þessu sambandi á um- sagnir fjölda atvinnurekenda, um eftirvinnubannið sumarið 1978, þar sem árangurinn varð fyrst og fremst sá að verkafólk bjó al- mennt við 40 stunda vinnuviku, en skilaði sömu afköstum og áður með lengri vinnudegi. Þetta var nú að visu ekki til- gangur eftirvinnubannsins, ef ég man rétt, en vafalaust raunsönn lýsing. Ég held sem sagt, að það vanti nokkuð á að fyrir hendi sé, innan verkalýðshreyfingarinnar, nægur skilningur á eðli þessa vanda- máls. 1 hnotskurn horfir málið þannig við mér, að hægt er að ná sömu og jafnvel meiri afköstum með 8 stunda vinnudeginum en hinum langa vinnudegi, sem viða viögengst. Þess vegna eru full rök fyrir þvi að fá sömu laun, og jafn- vel hærri, fyrir 8 stunda vinnu- daginn. Astandið, sem mörg okkar búa við i dag, er með þeim hætti að við erum í raun, dag frá degi, nánast markvisst, að eyðileggja heils- una. Þetta ástand er augljóslega dýrara fyrir atvinnureksturinn, og mætti þar benda á ýmsa liði i fastakostnaöi, einnig er þetta dýrt og óæskilegt fyrir þjóðfélag- ið i heild og með öllu óviöunandi fyrir þaö fólk sem þetta ástand bitnar á. Það væri sannarlega hægt að tina sitthvað fleira fram i dags- Ijósið, sem rök i þessu máli, en hér læt ég staðar numið að sinni. Ég vil að lokum aöeins undir- strika, að ekki er nóg, þó hugsan- lega takist að tryggja niöurfell- ingu eftirvinnu i samningum, verkalýðshreyfingin verður jafn- framt að tryggja að um raun- verulega vinnutimastyttingu sé að ræða. Grétar Þorsteinsson. AROSASKOLI Námsbraut í neytendafræði íslendingar eiga þar greiðan aðgang Við Arósarháskóla I Danmörku er tekin til starfa ný námsbraut I neytenda- og félagsfræði og eiga tslendingar greiöan aðgang að henni. Hér er um ársnám að ræða og skiptist skólaárið i haust- og vorönn. Haustmisserið hefst 1. sept. og stendur til 31. jan. og vor- misseri frá 1. febr. til 1. júni. Jafnhliða þessu námi geta nemendur sótt fyrirlestra I öðrum greinum. Þetta kom fram ma. hjá cand. merc Hans Rask Jensen, lektor við Arósarháskóla, sem er aðal- leibeinandi á námskeiði um neytendafræðslu i skólum sem haldið verður á Akureyri dagana 29. júni — 3. júli. Það er norræn samstarfsnefnd um hússtjórnar- fræðslu sem stendur fyrir nám- skeiðinu, en nefndin heldur fræðslufundi annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. H.R. Jensen er aðalfulltrúi Dana i umhverfis- og neytenda- nefnd Efnahagsbandalagsins og stjórnaði sl. ár rannsóknum og kennslutilraun i neytendafræðum i 9. bekk grunnskóla bandalags- landanna. Auk hans flytja sér- fræðingar frá öllum Norðurlönd- unum erindi á námskeiðinu svo og fulltrúar íslenskra atvinnu- vega og ýmissa félagasamtaka. Norræni menningarmálasjóð- H.R. Jensen, lektor. urinn styrkir námskeiðið á Akureyri en norræna samstarfs- nefndin hefur eflt norræna Hús- stjórnarskólann sem starfar i tveimur löndum. Námsbraut i næringarfræöi starfar við Oslóar- háskóla og i Gautaborg er starf- rækt textildeild og einnig náms- braut i sjúkrafræði. Námsbrautin við Arósarháskóla og áður er á minnst, er fyrirhuguð sem ein grein neytendahagfræði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.