Þjóðviljinn - 30.06.1981, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. júni 1981.
íþróttirLA íþróttir - íþróttír
\T J ■ umsjón: INGÓLFUR HANNESSOnI J
Úr einu
í annað
Helga Halldórsdóttir, KR.
Helga slgraði
í sjöþraut
Helga Halldórsdóttir, KR
varö sigurvegari i hinni nýju
sjöþraut á Islandsmótinu i fjöl-
þrautum, sem fram fór i
Laugardalnum um helgina sið-
ustu. Hún hlaut 4646 stig, sem
jafnframt er tslandsmet. í öðru
sæti varð Valdis Hallgrims-
dóttir, KA með 4591 stig.
• ••
og Elías
í tugþraut
Elias Sveinsson, Armanni
varð Islandsmeistari i tugþraut
á fjölþrautamótinu meö 6341,
sem er hreint ótrúlega slakur
árangur. I öðru sæti varö
IR-ingurinn Stefán Þ. Stefáns-
son með 5538 stig. Þeir félag-
arnir voru einu keppendurnir i
þrautinni.
Óvirðing
Þegar lið leika á hinum svo-
kölluðu Fögruvöllum i Laugar-
dal er ávallt hætta á að leikhlé
verði i lengra lagi. Úr hófi
keyrði þó s.l. laugardag i viður-
eign Vals og Þórs. Þá teygðist
leikhléið i 20 min. og á meðan
himdu áhorfendur i rigningar-
úðanum. Slikt má alls ekki
koma fyrir og er hrein óvirðing
viö þá knattspyrnuáhugamenn
sem sækja völlinn, sama
hvernig viðrar. Þetta ættu dóm-
arar og forráðamenn liðanna að
athuga.
•
Heimsmet i
stangarstökki
Sovétmaðurinn Polyakov setti
um helgina nýtt heimsmet i
stangarstökki i landskeppni So-
vétrikjanna og Austur-Þýska-
lands. Hann stökk 5.82 m og
bætti met Frakkans Thierri
Vigneron um einn cm.
Bjössi heidur
sínu striki
Björn Borg, sænski tennis-
snillingurinn, stefnir nú ótrauð-
ur á sigur i Wimbletonkeppninni
i sjötta sinn i röð. Hann hefur
ekki tapað leik i keppninni frá
þvi 1975, 39 leikir án taps. Frá-
bært afrek.
1 4. umferðinni um helgina
sigraði Bjössi Vitas Gerulaites
frá Bandarikjunum i hörkuleik,
7-6, 7-5 og 7-6. Hættulegustu
keppinautar Svians, John
McEnroe og Jimmy Connors,
sigruðu einnig i sinum leikjum.
Vfldngar sýndu
enga meistaratakta
en sigruðu samt KR 2:1
Víkingur er enn á toppi 1. deild-
arinnar i knattspyrnu. A sunnu-
dagskvöldið siöasta sigraöi liöiö
KR meö tveimur mörkum gegn
einu og þurftu Vikingarnir ekki aö
sýna ýkja mikil tilþrif til þess aö
krækja i bæöi stigin. Þaö má
segja aö slikur sé háttur meist-
araliöa, aö sigra jafnvel meö
slökum leik. En þaö er önnur
saga.
Strax i byrjun leiksins á sunnu-
daginn voru Hæðargaröspiltarnir
komnir meö forystuna. A 8. min
hrökk knötturinn til Lárusar inn-
fyrir vörn KR og hann skoraði af
öryggi, 1-0. KR-ingar áttu fullt
eins mikiö í spilinu úti á vellinum,
en vantaöi ákveðni og kraft þegar
vitateigur andstæðinganna nálg-
Þorsteinn skoraði 4 mörk i
IVIarkahátíð
Valsmanna
Framherjinn ungi i Valsliöinu,
Þorsteinn Sigurösson, var heldur
betur i stuöi þegar Valur rót-
burstaði Þór frá Akureyri I 1.
deildinni á laugardaginn, 6-1.
Hann skoraöi 4 marka Vals, en
haföi aldrei áöur skoraö nema eitt
mark i leik. Sannkallaöur gull-
leikur hins 21 árs gamla
verslunarmanns.
Fyrri hálfleikurinn einkenndist
mest af miöjuþófi, en Valsararnir
voru með undirtökin frá fyrstu
min. til hinnar siðustu.
1- o:
Þorsteinn fékk knöttinn
innfyrir vörn Þórs og skoraði
næsta auðveldlega af markteig.
1 seinni hálfleiknum jukust
yfirburöir Vals enn og þegar 12
min. höfðu verið leiknar fór
mörkunum hreinlega aö rigna.
2- 0:
Hilmar Harðarson prjónaöi sig
laglega i gegnum Þórsvörnina,
Eirikur varði skot hans, en Þor-
steinn skallaði i mark af stuttu
færi.
3- 0:
Hilmar var aftur á feröinni
skömmu seinna, á 61. min. gaf á
Njál sem skallaöi i Þórsmarkið.
Laglega gert.
4- 0:
A 64. min. brunaði Þorsteinn
upp kantinn, gaf fyrir markið.
Hilmar náði til knattarins á vita-
punkti, snéri sér við og skoraði
með lausu skoti, sem hafði við-
komu i einum varnarmanni Þórs
á leiöinni i netið.
5-0:
A 80. min. hugðist Þorsteinn
gefa knöttinn fyrir mark Þórs, en
boltinn stefnti beint á Eirik,
markvörð Þórs. Hann missti
knöttinn klaufalega frá sér og inn
i markið!!
5- 1:
Þegar rúm minúta var til leiks-
loka fékk Bjarni Sveinbjörnsson
háa sendingu inn fyrir Valsvörn-
ina, lék á Sigurð markvörð og
skoraði i autt markiö.
6- 1:
A siðustu minútunni þrumaði
Valur Valsson að Þórsmarkinu,
Eirikur varði, en missti tuðruna
frá sér. Þorsteinn var enn mættur
á réttan stað og potaöi boltanum i
Þórsmarkið. Búið spil.
Þórsararnir léku allir langt
undir getu að þessu sinni og aldrei
örlaði á þeirra helsta vopni, bar-
áttukraftinum. Viö segjum bara
eins og kerlingin: Það gengur
betur næst.
Njáll átti afburöagóðan leik i
Valsliðinu, stórskemmtilegur
leikmaður. Þorsteinn skoraði 4
mörk án þess að hafa mikiö fyrir
þvi. Sævar er traustur miðvörður
(stopper), i sannkölluðum lands-
liðsklassa. Þá átti Þorgrimur ein-
hvern sinn besta leik með Val i
stöðu miðvallarleikmanns. Loks
ber að geta hins knáa og leikna
miöherja, Hilmars Harðarsonar
sem skoraði eitt mark og lagði
upp tvö. Sem sagt, Valssigur með
bravör.
—IngH
aðist. A 11. min átti Helgi Helga-
son gott skot á mark KR, en
Stefán varði vel. Nokkru seinna
straukst kollspyrna Lárusar rétt
framhjá KR-markinu. A 35. min
átti Sæbjörn sannkallaða gull-
sendingu upp vinstri kantinn á
Elias. Hann lék að vitateignum,
skaut, Diðrik hálfvarði og boltinn
hrökk til Óskars, sem átti ekki i
miklum erfiðleikum með að pota
honum i netið úr þröngri stöðu,
1-1.
KR-ingar hófu seinni hálfleik-
inn meö látum, staðráönir i aö
komast yfir. Það var þvi eins og
köld vatnsgusa i andlit þeirra
þegar Lárus skoraði annað mark
Vikings á 48. min. Hann fékk
knöttinn úr útsparki Diðriks inn-
an vitateigs KR og skoraði með
fallegu skoti, 2-1. Laglega gert
hjá Lárusi og að sama skapi grát-
legt fyrir varnarmenn KR. Eftir
þetta dofnaði mjög yfir leiknum,
Vikingarnir héldu fengnum hlut
án mikilla átaka.
KR-ingarnir léku oft á tiðum
þokkalega kpattspyrnu i þessum
leik, einkum var Elias ógnandi á
vinstri kantinum þar sem hann
Framhald á 14. siðu.
Lárus Guðmundsson hrelldi oíi
KR-vörnina með hraða sinum og
leikni. Hann skoraði 2 mörk i
leiknum og er nú markahæstur i
1. deildinni.
Island hafnaði
/
1
á EM í golfi í Skotlandi
12. sætinu
Þorsteinn Sigurðsson var f sannkölluðu marka-
stuði gegn Þór, kom boltanum fjórum sinnum i
net norðanmanna.
lslandsmeistarinn, Hannes Ey-
vindsson, og félagar hans náðu
frábærum árangri á Evrópu-
meistaramóti áhugamanna i
golfi.
tslenska golflandsliöið varð i
12. sæti á Evrópumeistaramóti
áhugamanna, sem lauk um helg-
ina á St. Andrews vellinum i Skot-
landi. Landinn lék um 11. til 12.
sætið gegn Austurrikismönnum á
sunnudeginum og unnu þeir aust-
urrfsku viðureignina 5-2. Björg-
vin og Hannes sigruðu f tviliða-
leiknum og Hannes vann i einliða-
leiknum. Aðrir leikir töpuðust.
Segja má að ævintýrið hafi
byrjað fyrir alvöru þegar strák-
arnirlögöuNorðmenn að velli 5-2
og unnu sér þar meö rétt til að
leika um 9. til 12. sætin. I fyrri
hluta þeirrar rimmu töpuöum við
fyrir Hollendingum 3-4 eftir æsi-
spennandi keppni. Siðan töpuðum
við fyrir Austurrikismönnum,
eins og áður var sagt frá, og 12.
sætið varð Islands. Mun betri
árangur en áður hefur náðst hjá
islensku golflandsliði á EM.
Fyrir aftan okkur uröu m.a.
Portúgalir, Luxemborgarar,
Belgar, Finnar, ttalir, Spánverj-
ar og Norðmenn. — IngH
Framararnir sluppu
naumlega fyrir horn
Fram krækti i 2 dýrmæt stig i 1. deildar-
slagnum norður á Akureyri um helgina. Þeir
léku gegn KA og sigruðu 1-0. Þaö var Guð-
mundur Torfason sem markiö mikilvæga
skoraöiá 75. min. Hann fékk sendingu frá Al-
bert Jónssyni og skoraöi af harðfylgi úr mjög
þröngri stöðu, 1-0.
Bæði liðin komu til leiksins ákveðin i að
sigra og varhvergi gefið eftir. Marktækifær-
in létu fyrir bragðið á sér standa. A siðustu
min. fyrri hálfleiks missti Aðalsteinn, mark-
vöröur KA, knöttinn frá sér, en Erlingi tókst
að koma honum burt af hættusvæðinu á sið-
ustu stundu.
KA náði nokkuð góðum tökum á leiknum i
seinni hálfleik og Gunnar Gislas. og Hinrik
fengu báðir góð tækifæri til markaskorunar,
en þau misfórust. Framarar skoruðu siðan
mark sitt þegar langt var liðið á leikinn og
það sem eftir var sóttu heimamenn án afláts
og árangurs. Vörn Fram var föstfyrir og stóð
af sér öll áhlaup KA-manna.
Guðmundur varði mark Fram af snilld
allan leikinn og Marteinn stjórnaði varnar-
leiknum. 1 framlinunni bar mest á Pétri
Ormslev. Hjá KA voru Gunnar Gislason og
Erlingur sem brimbrjótar og Gunnar Blön-
dal barðist vel að vanda.