Þjóðviljinn - 30.06.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.06.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 30. júnl 1981. Flugfar og bílar á einum farmiða Flugleiðir og Bifreiðastöð ts- lands hafa tekið upp samstarf um sölu farmiða á ákveðnum leiðum innanlands. Farþegum gefst nd kostur á farmiðum, þar sem ekið er aðra leiðina en flog- ið hina. He'r er um að ræða hefð- bundnar leiðir I byggð og einnig leiöir um öbyggöir, svo sem Fjallabaksleið, sem er I tengsl- um við flug til og frá Hornaf irði, Sprengisandsleiö og Kjalveg, sem eru í tengslum við flug til og frá Akureyri og ennfremur eru ferðir til og frá Isafiröi, þar sem flogið er aðra leiðina en ek- ið hina. Þær leiðir um óbyggðir, sem að ofan greinir, verða eknar jUli-sept, og fer aö sjálfsögðu eftir færð hvenær þær feröir geta hafist. I ferðum um Sprengisand og Kjöl er leiösögn og nesti innifalin i veröi. Fjalla- baksleið veröur ekin i júli og ágiístog þd gist að Kirkjubæjar- klaustri. Á leiðinni verða helstu náttUruundur skoðuð. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um verö slikra ferða þar sem ekið er aöra leiðina en flog- ið hina eru eftirtalin dæmi: Reykjavik — Akureyri — Reykjavlk, 535 kr. Reykja- vík/Um Sprengisand — Reykja- vik, 824 kr. Reykjavlk — Akur- eyri/Um K jöl/R eykjavik, 824 kr. Reykjavlk — Hornarfjörður — Reykjavlk, 613 kr. Reykjavik — Hor na f j ./F j a lla b ak s- leiö/Hornafj. — Rvlk. 658 kr. Reykjavfk — lsafjörður — Reykjavik, 565 kr. t ofangreindum verölista er flugvallarskattur innifalinn og verð gilda fyrir einstaklinga, höpa og hjón. Helmingsafsláttur er fyrirbörn innan 12 ára. Fyrir ungbörn er greitt 10% af far- gjaldi. Með þessu samkomulagi BSl og Flugleiða opnast n^r ferðamöguleiki fyrir landsmenn og aðra, sem áhuga hafa fyrir fa-ðum af þessu tagi. — mhg Heimilisiðnaðar- ✓ félag Islands Grósku- mikið starf Aðalfundur Heimilisiðnaðar- félags tslands var nýlega hald- inn og lét þá Stefán Jónsson, sem verið hefur formaður um 13 ára skeið af formennsku en I hans stað var kjörin Jakobina Guöm undsdóttir. Eimig gengu Ur stjórninni Sofffa Þórarinsdóttirkennari og Sigriöur Gisladóttir kennari og voru þeim öllum þökkuð mik- il og góö störf I þágu félagsins. Auk Jakobinu skipa nú stjónina Sigriður Halldórsdóttir varafor- maður, Soffia Jónsdóttir gjald- keri, Kristin Tómasdóttir ritari, Kristín Jónsdóttir, Elinbjört Jónsdóttir og Siguröur Einars- son. 1 varastjórn eru Valgeröur Tryggvadótör, Stefán Halldórs- son og Kristin Jónasdóttir. Þessi eru helstu atriöin i starfsemi H.I.: Arsritið Hugur og hönd, sem kom út i 15. sinni á árinu 1980. I þvi eru birtar uppskriftir og fróðlegar greinar. Þvi fylgir nú efnisyfirlit fyrir alla árganga. Upplagið var 6500. Heimilisiönaöarskólinn er að Laufásvegi 2. 1 skólanum eru rekin styttri og lengri námskeið i ýmsum handmenntagreinum. A siðastliðnu skólaári sóttu um 550 nemendur námskeiö skólans i samtals 28 námsgreinum. Verslun félagsins, Islenskur heimilisiðnaður, á 30 ára afmæli á þessu ári og veröur þess minnst i' haust. Arið 1980 varð versluninni erfitt eins og flest- um fyrirtækjum I landinu. Dvalarheimiliö Hvammur (t.h.) er áfast sjúkrahúsinu — Myndir: Vlkurblaðið. Vígður Hvammur, heimili aldraðra 26 íbúar fluttír inn Hið nýja glæsilega dval- arheimili aldraðra á Húsa- vik var vígt 20. júní sl. við hátiðlega athöfn að við- stöddu miklum fjölda gesta. Sóknarpresturinn sér Björn H. Jónsson vígði heimilið og gaf því nafnið HVAMMUR. Þá flutti for- maður stjórnar dvalar- heimilisins Egill Olgeirs- son ræðu/ þar sem hann rakti aðdraganda að bygg- ingunni og framkvæmdir við hana. Margar ræður voru fluttar á- samt árnaðaróskum. Þá bárust heimilinu margar gjafir. Haustið 1972 stofnuðu nokkrir áhugamenn félag til styrktar málefnum aldr- aðra i Þingeyjarsýslum og á Húsavik. Hlaut það nafnið „Styrktarfélag aldraðra i Þing- eyjarsýslu”. Fyrsti formaður þess var Björn Friðfinnsson þá- Sá landskunni hagyröingur Egill Jónasson er meðal fyrstu fbúanna I Hvammi og gefur hér einni starfsstúlkunni I nefiö. verandi bæjarstjóri á Húsavik. Sameignarfélag dvalarheimilis aldraðra i Þingeyjarsýslu var svo formlega stofnað 28. janúar 1976. Stofnendur voru Húsavikurkaup- staður ásamt öllum hreppum sýslunnar frá Ljósavatns- og Barðdælahreppi að vestan, til Húsvikingar og fleiri Þingeyingar við veisluborð vigsluhátiðarinnar. L Gestir hlýða á ræðuhöld I borösal. Raufarhafnar og Fjallahrepps að austan. Þaö eru 13 sveitarfélög með tæplega sexþúsund ibúa. A fyrsta fundi þessa nýja félags var ákveðið að fyrsta verkefnið yrði að reisa heimili i tengslum við Sjúkrahúsið á Húsavík. Siöar yrði stefnt að byggingu minni heimila eða ibúða viða i héraðinu. Fyrsta skóflustungan að hinu nýja heimili var tekin 20. ágúst 1976. Stöðugt hefur verið unnið við framkvæmdir siðan og fyrstu ibú- arnir fluttu inn 2. mai sl. Þessi fyrsti áfangi er um 965 ferm. að grunnfleti og rúmir 1100 rúmm. Aðalhluti hússins eru þrjár hæðir og kjallari. 1 þessari aðalbyggingu eru 17 ibúðir sem hver um sig er um 47 ferm. aö stærð. Þær samanstanda að tveimur herbergjum, eldhúsað- stöðu og snyrtingu. Gert er ráð fyrir að i húsinu öllu geti búið allt að 44 ibúar. í þeim hluta sem nú er kominn i notkun eru 11 ibúðir, auk stakra herbergja og ibúar alls 26. Húsiö er teiknað af Hróbjarti Hró- bjartssyni arkitekt. Verkfræöi- teikningar annaðist Verkfræöi- stofa Norðurlands á Akureyri og rafmagnsteikningar Egill 01- geirsson tæknifræðingur á Húsa- vik. Byggingarstjóri var Jón Ár- mann Árnason. Húsið kostaði 9.9 milljónir króna og eignaraðilar lögðu fram 35% þess fjár, sem þykir mjög gott. Þá má geta þess að á bygging- artimanum hefurheimilinu borist 900 þús. króna frá einstaklingum og félögum. 1 húsinu er auk ibúö- anna sameiginlegur borðsalur, setustofa með sjónvarpi, bóka- safn og sitthvað fleira til sameig- inlegra afnota. Einnig er gert ráð fyrir ýmisskonar þjónustu s.s. fót- og handsnyrtingu, hár- greiðslu, endurhæfingaraðstöðu meö tilheyrandi böðum, vinnusal- ir fyrir verndaðan vinnustað, rúmgóðir föndurkrókar ofl. Forstöðumaöur i Hvammi er Hörður Arnórsson. ÞB Ilúsavik. d Hjólreiðar á gangstéttum: Slysahætta fyrir blinda A aðalfundi Blindrafélagsins, sem haldinn var 21. þ.m. var vak- in athygli á erfiðleikum þeim, sem skapast myndu fyrir blinda og sjónskerta, ef hjólreiðar yröu leyfðar á gangstéttum. Var þvi beint til stjórnar félagsins að vekja athygli dómsmálaráð- herra, lögreglustjórans I Reykja- vik, Umferðarráðs og Hjólreiða- kldbbs Reykjavlkur á máliþessu. Jafnframt kom það fram á fundinum, að skilningur rikti á þvi nauðsynjamáli 'aö bjarga börnum og unglingum úr þeirri dauðahættu, sem þau eru i, þegar þau fara út i umferö, þar sem ökumenn eru algjörlega óvanir hjólreiðafdlki. Fundurinn bendir einnig á, aö erfiðleikar vegna þessarar bráðabirgðalausnar á vanda hjól- reiðaumferðarinnar bitnar ekki einungis á blindum og sjónskert- um, heldur einnig öldruöum, hjólastólafólki og öörum þeim, sem óhægt eiga með að bera sig um. Þarf þvi að leggja rika áherslu á aö kenna ungu hjól- reiðafólki aösýna fulla tillitssemi gagnvart þessum hópum I um- ferðinni og yfirleitt öllu gangandi fólki. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.