Þjóðviljinn - 07.07.1981, Side 4

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. júli 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Þórunn Sigurðardóttir Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, sími 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. „Lítil” klausa • Lítil fréttaklausa í Morgunblaðinu si. sunnudag hef- ur sjálfsagt farið f ramhjá mörgum. Hún er þó ógnvekj- andi í smæð sinni: //Bandarikjamenn hafa nú viðurkennt i fyrsta sinn, að sumum kjarnorkuvopnaskeytum megi skjóta án þess að forsetinn gefi sérstaka tilskipun þar um. Þeir, sem eru undanþegnir þessari skipun, eru yfir- menn bandarísku kjarnorkukafbátanna 39 og geta þeir því hafið kjarnorkustríð án þess að bera það undir Hvíta húsið. Með öðrum orðum er átt við, að þeir eru utan öryggiskerfisins, sem kemur i veg fyrir, að f lugskeytum á landi sé stefnt af staðán fyrirskipunar." • Þetta öryggiskerfi sem um er rætt hefur á síðustu árum oftar en einu sinni tilkynnt um kjarnorkuárás vegna bilunar. Og nú er það semsagt staðfest af hátt- settum bandarískum aðmírál að 39 foringjar í f lotanum hafi umboð til þess að hefja kjarnorkustyrjöld utan við hiðófullkomna öryggiskerf i. • En hvað þýðir þetta umboð? Morgunblaðið fræðir okkur um þaðað í bandarísku kjarnorkukafbátunum séu 4000 kjarnaoddar. Og Jimmy Carter, þáverandi forseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu árið 1979: • „Hver einasti af hinum tiltölulega óhultu Poseidon- kafbátum okkar— sem ber minna en 2 prósent af öllum atómvopnaforða Bandarikjanna — hefur um borð nægi- lega mikið af kjarnaoddum til þess að leggja í rúst allar stórar og meðalstórar borgir i Sovétríkjunum." • Gerum ráð f yrir að sovéskir kaf bátaforingjar starf i í svipuðu umboði og bandarískir starfsbræður þeirra og ráði yfir svipuðum eyðileggingarmætti. Fyllast menn sömu öryggiskennd og skín út úr feginsandvarpi Morgunblaðsins um helgina,yfir þvi að nú skuli hið nýja atómvopnaleikfang Breta, Trident-kafbáturinn, loks vera kominn á f lot, við að hugleiða valdsvið sovéskra og bandarískra kafbátaforingja? • „Ástæðan fyrir sjálfstæði kafbátaforingjanna er augljós", segir í Morgunblaðsklausunni, sem Peter nokkur Pringle hef ur saman sett, „og hún er sú, að ef til skyndilegs kjarnorkustriðs kæmi væri líklegt að öll f jar- skipti við forsetann mundu rofna fljótlega. Þeir í Penta- gon hafa þó ávallt verið tregir til að viðurkenna þetta til að vekja ekki ótta fólks við gjöreyðingarstríð af gáleysi, en þaðætti þó að liggja í augum uppi, að sjálfstæði kaf- bátaforingjanna eykur mjög á hættuna á því." • Fjarskipti mundu rof na... Það er setning sem ætti að vekja íslendingum hroll. Hér á íslandi hef ur verið komið fyrir stjórn- og samskiptatækjum fyrir kafbátahernað Bandaríkjamanna. Eins og fram kemur i fréttaklausu Morgunblaðsins yrðu þau upphafsskotmark í „skyndi- legu kjarnorkustríði". • Um alla Evrópu Ijúkast nú upp augu manna fyrir þeirri staðreynd að eina vörnin gegn atómvopnaógninni er að hafa hvorki kjarnorkuvopn né tengjast notkun þeirra á nokkurn hátt. Nýju Evrópuvopnin — stýrif laug- ar og Pershing 11 — eru liður í áætlun Bandaríkja- stjórnar um að skapa sér slíka yfirburði í atómvopna- kapphlaupinu, að Sovétmenn geti ekki svarað árás með gagnárás á Bandaríkin sjálf. I skjóli slíkra yfirburða hugsa Bandaríkjamenn sér að heyja megi Evrópustríð með atómvopnum, eða svara árás Sovétmanna á olíu- lindir við Persaf lóa með Norðurlandastríði. • Hér á sú yfirlýsing Johns Lehman flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, að bandaríski flotinn hafi fengið nýtt árásarhlutverk á Norður-Atlantshafi, heima í sínu rétta samhengi. Hlutverk hans er að granda sovéskum kafbátum norðan íslands, jafnvel allt inn í Barentshaf, og ógna kjarnorkuvopnahreiðri Sovétmanna á Kola- skaga. Herstöðin í Kef lavík hef ur nú fengið það hlutverk að þjónusta þessar árásaráætlanir, þvert ofan í yf irlýs- ingar íslenskra ráðherra um varnar- og eftirlitseðli hennar. • Og ekki nóg með það. Vegna þeirrar mögnuðu and- stöðu sem upp er komin í Evrópuríkjum við hin nýju Evrópu-atómvopn hefur ýmsum áhrifamiklum stjórn- málamönnum dottið í hug að leysa sinn vanda með því að biðja Bandaríkjamenn að koma Evrópuvopnunum fyrir á kjarnorkukafbátum í Norður-Atlantshafi. Væntanlega mun Morgunblaðið fagna því ef kafbátaforingjum og aðmírálnum á Keflavíkurflugvelli verða falin aukin verkefni af þessu tagi. En Islendingum og öllum ábyrgum stjórnmálamönnum verður að skiljast hvílík tortímingarhætta þjóðinni er búin með því að tengjast þessu árásar- og kjarnorkuvopnakerf i. — ekh ■_■ •_ A □../ulil/t r-rAnHal Benedikt Gröndal: Ummæli mjög óljós og erfitt að átta sig á þýðingu þeirra „MfcR finnast þessi ummæli mjög óljós og erfitt að átta mig á því hvaða þýðingu þau hafa á þessari stundu. Þetta er mál sem búið er að Geir Haligrímeson Ólafur Jóhannesson: •lóhannesson Vafasamt að hann hafi ísland í huga „ÞESSI ummæli hafa nú aðeins komið fram í fjölmiðlum en hafa ekki verið send hingað. Þaö er nú hvergi minnst á ísland í þessu og vafasamt aö hann hafi það í hugai Ég vil segja svipað um þessa tillögv Geir Hallgrímsson: Þegar ein- ræðisherrar þykjast vera í vinarsókn, þá er ekki alltaf von Svavar Gestsson Svavar Gestsson: Rétt að láta á reyna hvaða alvara fylgir slíkum orðum og ummælum „MÉR finnast þetta athyglisverðar verj Hv« Bre; yfir „I það, orku árati Kekk Willy Brandt hem fráw Moskva: Vást máste ta nedrustningsbud pá större allvar Útei i nefnist það sé i en er þó ir priva. staklinga st..... ' um Alþýðuf lokkinn. Nokkurs I konar eins manns gröf. Þessa I dagana hefur Vilmundur Gylfa- son tekið til við skriftir eftir langt hlé. Þess sjást merki á biaðinu. Gifuryrði og sleggju- dómar eru daglegt brauð, enda skrif uð undir kjörorðinu: Ég einn veit. n ,.isum stjórnrr ^^eirf lokkar hafa et á pallborðiA u\L^rr\ \ r ■ frjalshyggja IvilmundarH .—iQst er að n- -/vdi ganga til lið: hyggju en frjálslynt þýöublaðsins þessa < þess vitni. 1 Brésjnéf forseti Sovétrlkj- anna hefur verið i fréttum að undanförnu i sambandi við um- mæli sem hann viðhafði viö finnskt sósialdemókratablaö; þar lét hann að þvi liggja að hugsanlegt væri að taka kjarn- orkuvigbiinað Sovétmanna á Norðurslóðum með einhverjum hætti inn i samningagerö um kjarnorkuvopnalaust svæði á Noröurlöndum. Forystumenn úr fjórum stjórnmálaflokkum svöruðu á fimmtudaginn var spurningum Morgunblaðsins um þessi um- mæli Brésjnéfs. Benedikt Gröndal átti mjög erfitt með að átta sigá þvi'sem Brésjnéf haföi sagt, enda ekki nema von, þvi að sjálfur heldur Benedikt að borgin Múrmansk á Kolaskaga sé „borg sem tekin var af Finn- um fyrir fáum árum” — þar hafa Finnar reyndar aldrei ver- ið. Geir Hallgrimsson er synu ákveönari i sinum ummælum, hann gripur til þess ráös að ná- ungum eins og Brésjnéf sé aldr- ei að treysta: „þegar einræðis- herrar þykjast vera i vinarsókn þá er ekki alltaf von á góðu.” Svavar Gestsson hafði i þessu tilefni sagt á þá leiö við Morgun- blaðið, aö það sé „rétt aö láta á reyna hvaða alvara fylgir slik- um orðum og ummælum”. Þessi ofur eðlilegu ummæli for- manns Alþýöubandalagsins til- færirMorgunblaðiö svo I leiöara á sunnudag sem sérstaka sönn- un fyrirþviað Alþýöubandalag- ið sé „einangrað’’ i því að „taka trúanlegt friðarhjal Kreml- verja” og þar fram eftir götum. Og eins og stundum áöur vitnar blaðið I þá eftirlætisvisku Benedikts Gröndal að allt það sem Alþyðubandalagsmenn segja um vlgbúnaöarmál sé „stuðningur við Sovétrikin og fordæming á hinum frjálsu rikj- um”. Bersyndugur Brandt Brésjnéf hafði einnig verið i fréttum vegna itrekunar fyrri tilboða um að „frysta” þann kjarnorkuvigbúnað sem nú er i Evrópu, og þó einkum að koma i veg fyrir endurnyjun eða upp- setningu á meðaldrægum eld- flaugum i álfunni. Eins og aö likum lætur hafa Morgunblöð heimsins óspart tUlkað þetta sem „friðarhjal” án inntaks, sem gildru og slóttugheit. NU á dögunum var oddviti Al- þjóðasa mbands jafnaðar- manna, Willy Brandt, fyrrum kanslari, að koma frá Moskvu. Þar hafði hann áttitarlegar við- ræður við sovéska ráðamenn um þessar hugmyndir og fengið útlistanir á þvi hvaö átt væri við, m.ö.o. kannaö nokkuð „hvaða alvara fylgir slikum ummælum”. Brandt sagði við brottför sina frá Moskvu og itrekaði hvað eftir annað, að Vesturveldin yrðu að taka til- lögur Sovétmanna i alvöru og að hinir sovésku leiðtogar væru einlægiriþvisem þeir segðu um þessi mál. Willy Brandt er bersýnilega i flokki þeirra sem Morgunblaðiö segir að „láti undir höfuð leggj- ast að æðra við gifurlegum vig- búnaði þeirra (Kremlverja) og yfirgangsstefnu”. Það væri gaman aö vita hvort Benedikt Gröndal er ekki sama sinnis um þennan „flokksbróöur” sinn. Annarra manna jússur Svo mikiö er vist, aö þeir á Al- þýðublaðinu eru meira en visir til þess að telja alla þá menn tortryggilega sem hugsa svipaö um vigbúnaöarmál og þeir gera Willy Brandt eða þá Olof Palme. Eins og stundum hefur verið nefnt hér i blaðinu, brýst pólitlsk sálarkreppa þeirra ein- att Ut i þvi að þeir gerast kaþólskari en sjálft ihaldið, hvort sem er I Natómálum eða efnahagsmálum. Visir getur ekki oröa bundist á föstudaginn og er mjög hneykslaöur á þvi, aö Alþýöuflokkur Vilmundar og Jóns Baldvins veit ekki lengur hvaö hann heitir og kássast óspart upp á þær jússur sem I- haldið vill hafa fyrir sig. I leiö- ara Visis segir: „Eftir langvarandi andaslitr- ur tök Alþýöuflokkurinn nokk- urn kipp I kosningunum 1978, mest fyrir þá sök að upp spruttu nokkrirnýgræðingar sem töluöu i messíasarstfl. Flokkurinn missti fljótt fót- festuna, datt upp fyrir, einfald- lega vegna þess að kjósendur uppgötvuðu að þar fór meira fyrir persónulegri framagirni en einlægri jafnaðarmennsku. Há- vaðinn var i' öfugu hlutfalli við innihaldið. Jafnvel flokkshjörö- insjálf hafnaði messiasi, þegar gengið var til kosninga um varaformennsku i flokknum. Siðan hafa þeir nýkratar dundað sér viö að stúdera Hajek og Friedman og boðað frjáls- hyggju. Þeir hafa gerst kaþólskari en páfinn. Markaðs- hyggjan á að gilda, lögmál vaxta og peninga eiga að ráða feröinni, arðsemissjónarmið eiga að taka við af pólitisku skömmtunarkerfi. Allt er þetta gott og blessað, svo langt sem það nær og frjálshyggjumönn- um fagnaðarefni að fá slika bandamenn.” Hvert er horfið blómið blitt „En hvaö varð um jafnað- armennskuna? Hvar eru itök Alþýðuflokksins I verkalýðs- hreyfingunni? Hvar eru mál- svarar jafnréttis, frelsis og bræðralags? JU, sumir þeirra sitja I for- stjórastööum hjá BÚR eða eru skrifstofustjórar hjá Byggingar- sjóði. Bitlingarnir eru þeim meira virði en hagsmunir al- þýðunnar. Enn aðrir stunda boðsferCir hjá Nato og svo eru þeir, sem sjá sér þaö til lifs- bjargar aö gera Mitterrand Frakklandsforseta að alþýðu- fldcksmanni. Skyldu örlög is- lenska Alþýðuflokksins veröa ráöin i Versölum eða i kokkteil- boði í AlþýðuhUsinu? Hver veit hvar siðasta vigið stendur?” Svona getur nú andaö köldu stundum milli höfuðbóls og hjá- leigu. Eða eins og Brynjólfur biskup sagði: Heimilisbölið er þyngra en tárum taki... AB.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.