Þjóðviljinn - 07.07.1981, Side 5

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Side 5
Þriðjudagur 7. júli 1981ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Og á nieöan er haidið áfram deilum um þaö hvort það sé fræðilegur möguleiki á þvi að heyja „takmarkað” kjarnorkustrlð með árangri. Nýjum ddflaug- mn er raðað á V-Þýskaland Smithættan frá Mauroy forsætisráðherra tekur á möti George Bush varaforseta USA. Frakkar urðu reiðir afskiptaseminni. Vestur-Þýskaland hefur byrjað undirbún- ing á staðsetningu nýrra bandariskra kjarnorku- vopna, svonefndra TNF (Theatre Nuclear Forc- es), hvað sem liður andófi heima fyrir og i grannlöndum gegn þess- um nýja áfanga i vig- búnaðarkapphlaupi. Sænska blaðið Dagens Nyheter hefur þetta eftir háttsettum em- bættismanni i Bonn. Deilurnar um þessi kjarnorku- vopn blossuðu upp þegar árið 1979 þegar Nató ákvað að koma nýjum bandariskum kjarnorkuvopnum fyrir i Vestur-Evrópu. Akvörðun- in var i tveim liðum. Hin fyrri laut að þvi að komið yrði fyrir 464 stýrisflaugum og 108 Pershing- eldflaugum, sem drægju langt inn i evrópuhluta Sovétrikjanna 1 annan stað var Sovétrikjunum boðið upp á viðræður um meðal- drægar eldflaugar beggja aðila. Siðan hefur verið mjög um það deilt ekki sist i Vestur-Þýska- landiog Hollandi, hvort Nató eigi að standa við ákvörðunina. Frið- arvinir og ýmsar rikisstjórnir hafa ekki aðeins látið i ijós ótta við þessa nýju viðbót við kjarn- orkuvopnakerfin, þær raddir hafa lika heyrst sem segja, að Banda- rikin hafi næsta litinn áhuga á þeim lið samþykktarinnar frá 1979, sem lýtur að hugsanlegum viðræðum um niðurskurð við Sovétmenn, en þeim mun meiri áhuga á að bæta stöðu sina með fullkomnari eldflaugabúnaði. Evrópustríð Gagnrýnin á hin nýju vopn hef- ur ekki sist byggst á þvi viðhorfi að þau beri vitni um viðleitni Bandarikjanna til að „Evrópu- séra” hugsanlegt kjarnorkustrið milli Sovétrikjanna og Banda- rikjanna — m.ö.o. að reyna að takmarka slikt strið milli risa- veldanna við „vigvelli” í Evrópu. Gagnrýnin hefur skapað veru- legan þrýsting ekki sist á stjórnir Vestur-Þýskalands og Hollands. Hún hefur ekki aðeins skapað spennu innan Nató heldur einnig milli áhrifamikilla sósialdemó- krataflokka álfunnar. Hollenski Verkamannaflokkurinn, PvdA, er t.a.m. andvigur staðsetningu nýrra kjarnorkuvopna i Hollandi, en vestur-þýski sósialdemókrata- flokkurinn, eða a.m.k. forysta hans, hefur viljað fylgja eftir stefnunni frá 1979. Allar á iði En sem fyrr segir, þá telur DN sig hafa upplýsingar um að undir- búningur sé þegar hafinn að stað- setningu Pershing 2 eldflauga — samkvæmt fyrrgreindrisamþykkt áttu þær að vera koranar á sinn stað 1983. Þessar eldflaugar, sem draga 1600 km verða ekki grafn- ar i jörð, heldur eiga þær að vera hreyfanlegar, hægt að aka þeim um á stórum flutningabilum, — með það fyrir augum að Sov- étmenn eigi erfiðara með að miða þær Ut. Þegar er búið að velja þær stöðvar sem eldflaugarnar verða gerðar frá og verið er að velja allmarga staði sem hægt er að skjóta þeim frá með litlum fyrir- vara... Ekkert svigrúm En á meðan heldur umræðan áfram — og þá ekki sist um þá hugmynd sem tengist mjög með- aldrægum og „nákvæmum” eldflaugum búnum kjarna sprengjum: að hægt sé að heyja með árangri svonefnda takmark- aða kjarnorkustyrjöld. Meðal þeirra sem nú bætast við hóp þeirra sem telja ógjörning að „takmarka” notkun kjarnorku- vigbúnaðar i styrjöld eru tals- menn ILSS, virtrar herfræða- rannsóknarstofnunar i London. Ein helsla ástæðan er sú, segir i nýlegu ársriti stofnunarinnar, Strategic Survey.að sú tækni sem menn hafa nú komið sér upp til að koma kjarnorkuvopnum i skot- mark er of skjótvirk til að hægt sé eftir að af stað er farið að taka réttstundis skynsamlegar ákvarðanir sem byggi á áreiðan- legum upplýsingum... (ByggtáDN) stjórn Mitterrand, nýkjörinn Frakk- iandsforseti, tók fjóra ráðherra úr Kommúnistaflokknum með i stjórn sina. Það sýnist ef til vill ekki stórmál, en samt er það ljóst af ýmsum viðbrögðum í Washing- ton og Moskvu, að þessi tiðindi eru erfið stórveldunum: þau tak- marka möguleika þeirra á þvi að hafa áhrif á þróun mála i Evrópu. I fyrsta lagi hefur Mitterrand brotið bann það sem Bandarikja- stjórn helst vill leggja á þaö að kommúnistar sitji i rikisstjórn i Natólandi. I annan stað hefur hann gert valdhöfum i Moskvu grikk m.a. með þvi að láta franska kommúnista i stefnuyfir- lýsingu stjórnarinnar taka fyrir- fram afstöðu gegn sovéskri inn- rás i Pólland. Bandarík jamenn í fýlu Georg Bush varaforseti Banda- rikjanna fór til Parisar og vakti litla hrifningu með þvi að lýsa yfir óánægju sinni með kommún- ista i rikisstjórn Frakklands. Haig utanrikisráðherra hefur itrekað þessa afstöðu og bætt þvi við, að afdráttarlausum yfir- lýsingum bandariskra stjórn- valda gegn fjórum kommúnistum i stjórn Frakklands sé ætlað að vera viti til varnaðar öðrum — einkum Itölum eins og siðar mun að vikið. Haig er það hreinskilinn, að hann heldur ekki einu sinni fram þeirri eftirlætiskenningu kaldastriðsins að allir kommún- istar séu handbendi Moskvu. Haigsegir: „það er staðreynd, að kommúnistastjórnir, hvort sem þær eru nátengdar Moskvu eða ekki.fylgja pólitiskum markmið- um, sem ekki eiga heima innan fjölskyldu vestrænna þjóða”. Gremja Ummæli af þessu tagi hafa vakið reiði i Frakklandi. Mauroy forsætisráðherra segir þau „óvið- eigandi” og bætir þvi við, að varaforsetinn hafi með fleipri sinu gert Rússum greiða: nú fái Sovétmenn tækifæri til að skamma Amrikana fyrir að skipta sér af innanlandsmálum Frakklands! Hægrimenn i Frakk- landi eru reiðir líka. Messmer, fyrrum forsætisráðherra úr röðum Gaullista, segir að hann geti ekki sætt sig við svona að- finnslur um stjórnarmyndun i Frakklandi — sama hver á i hlut. ítalía Sem fyrr segir óttast Banda- rikjamenn það einkum að hið franska fordæmi hafi smitandi áhrif á Italiu. Hinn stóri borgara- legi flokkur Kristilegra demó- krata, hefur farið með einskonar Franska stjórnin passar ekki inn í þann ramma sem risamir tveir hafa smíöaö valdaeinokun þar eftirstriðsárin, en sú einokun er smám saman að molna i sundur. Á dögunum var t.a.m. mynduð i fyrsta sinn þar i landi stjórn sem ekki lýtur for- ystu kristilegra. Það hefur á seinni misserum ekki munaö miklu að hinn stóri kommúnista- flokkur landsins tæki þátt i stjórnarsamstarfi, en Banda- rikjamenn hafa beitt sér af alefli gegn þvi aö af þvi yröi. Sú við- leitni, sem gengur þvert á póli- tiskt ástand á Italiu, grefur svo mjög undan trú manna á þvi, að Bandarikjamenn hafi rétt til að fara með hlutverk lýðræðishetja, eins og þeir helst vilja. Eldf laugar og Pólland Þau illindi sem nú skapast milli Frakka og Bandarikjamanna eru þeim mun fróðlegri sem Banda- rikjastjórn hefur nokkra ástæðu til að vera ánægð með afstöðu hinnar nýju frönsku stjórnar til meðaldrægra eldflauga, til Afganistans og til Póllands. Um eldflaugarnar segir á þá leið i stefnuyfirlýsingu sósialista og kommúnista, að mælt er með alþjóðlegum samningum um að takmarka slikan vigbúnað i Evrópu, og eru þá nefndar til bæði SS-20 eldflaugar Sovét- manna og Pershing-2 eldflaugar bandariskar. Segja má að i þeirri formúlu sé með vissum hætti tekið tillit til sovéskrar afstööu. En það.sama verður ekki sagt um Pólland. í yfirlýsingu sósialista og kommúnista segir: Flokk- arnir tveir óska þess að pólska þjóðin sé frjáls að þvi að fylgja eftir þeirri efnahagslegu, félags- legu og lýðræðislegu endurnýjar- þróun, sem hún stendur nú i”. Þetta er túlkaö á þann veg, að Marchais og kommúnistaflokkur hans hafi fyrirfram skuldbundið sig til að fordæma h\ert það skref frá sovéskri hálfu sem gæti hindrað yfirgreinda þróun. Yfirsjónir Moskvufréttamaöur franska stórblaðsins Le Monde skrifar i þessu sambandi að ráðamenn i Moskvu hljóti aö eiga erfitt með að venjast nýjum aðstæöum i Frakklandi. Þeir hafi nefnilega gert sig seka um þrjár yfirsjónir að þvi er frönsk mál varðar: Þeir héldu að Giscard mundi sigra og héldu með honum. Þeir héldu að borgaraflokkarnir mundu halda meirihluta á þingi og siðast en ekki sist trúðu þeir ekki á aðild kommúnista að rikisstjórn. (Þess er getið að i sovéskum blööum var það ekki látið koma fram i greinum um Frakkland, að kommúnistar hefðu farið fram á að fá ráðherra i hugsanlegri stjórn Mitterrands.) óvissa Fréttaritarinn minnir á, aö Sovétmenn hafi haft litlar mætur á Mitterrand og að það sem i stefnuyfirlýsingu stjórnar hans segir um Afganistan og Pólland minni þá á, að náinn bandamaður þeirra til skamms tima, Kommúnistaflokkur Frakklands, sé nú aftur kominn inn i þá storm- sveipa, sem hafa staðfest mikið bil milli sovéskra kommúnista og „Evrópukommúnista” á Spáni og á ttaliu. Stjórnarsamstarfiö i Frakklandi er fyrir Sovétmenn fullt með allskonar óvissuþætti, sem geta gert Kremlverjum lifið enn erfiðara en ella — einmitt á þeim tima þegar þeir standa and- spænis ótal erfiðleikum — i Pól- landi og viðar. Franska stjórnin er brot á hefð, brot á kreddu, og um leið styrkur þeim sem gera sér vonir um að Evrópa verði óháðari risunum tveim. ÁBtóksaman. .. MISSK) EKKIAF MOGULEGUM VIMMIMGI 7. flokkur Endurnýjið tímanlega. Vió drögum 10. júlí. 18 @ 10.000 180.000 90 — 5.000 450.000 1.548 — 1.000 1.548.000 7.659 — 500 3.829.500 9.315 6.007.500 36 — 2.500 90.000 9.351 6.097.500 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS VERTU MEÐTILVIMMIMG5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.