Þjóðviljinn - 07.07.1981, Page 7

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Page 7
Þriftjudagur 7. júli 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Rokksirkus Jónasar og Nonna Sig Yfirvöld Kamarorgbælis fara á fjörur saman — Kristján Pétur og Lisa, en til hliftar eru þeir Stjáni stjarna og Tobbi. Lisa Páls I einu af mörgum gervum sinum 17. júni. Ef Jónas Hallgrimsson og Jón Sigurðsson væru uppi i dag, væri sá fyrrnefndi pönkari og sá siðar- nefndi á kafi i að meika það sem rokksöngvari! Sautjánda júni stóðu þeir báðir, ásamt Tómasi, Konráð og hinum krökkunum, á sviði Salthússins i Kaupmanna- höfn. Hópur af islenskum skap- andi listamönnum i Höfn hafði tekið sig saman um að smala landanum saman til þjóðhátiðar- skemmtunar. Þarna mættu ekki bara gamal- grónir nvlendubúar, sem eru „kaupmannahafnarlegri en Kaupmannahafnarbúar sjálfir” að sögn innfæddra, heldur lika túristar og aðrir nýkomnir — i penu tiskufötunum og með gull- bjór eða elefant fyrir framan sig. Það var búið að hita fólk svo- litið upp með ljóðalestri og söng, þegar dansk-islenski leikhóp- urinn Kraka yfirtók bæði dansgólf og senu með fiflalátum sinum. Þau sýndu útdrátt úr götu- sýningu, sem er annað af tveimur framlögum þeirra til leikhús- hátiðarinnar Festival of Fools 2' sem stendur hér yfir nú. Þau sýndu ýmis trúðslæti i hröðu og öruggu tempói, oft bráðfyndin og alltaf hrifandi. Sennilega hafa margir hugsað hið sama: hvilik nautn hlýtur það að vera að geta notað kroppinn á þennan hátt. Og við sem sátum næst dansgólfinu, fengum smá forsmekk að lifsgleði trúðsins með þvi að dansa hring- dans með Kröku i lokin. Kamarorghestar buðu okkur velkomin i bæli sitt sem reyndist vera heljarmikill rokksirkus með tilheyrandi sminki, búningum og miklu fjöri. Lifsgleðin smitaði samkomugestina, svo að bæði sena og gólf svignuðu undan dans inum. Þau fluttu m.a. lögin af væntanlegri breiðskifu sinni, en bættu um betur með tilþrifamiklu senusjói. Þau brugðu sér i gervi yfirvalda og alls kyns venjulegs fólks, sungu hvorki um atóm- sprengju né arðrán, heldur þann vanda hvers og eins að skapa sér mannsæmandi og skemmtilegt Ein títil frásögn eftir Gest Guðmudsson lif, á meðan samfélagsaðstæður bregða einatt fyrir þig fæti og „blindgöturnar eiga við þig orð”. Eftir mikið japl og jaml og fuður með hljómflutningstækin komu Utangarðsmenn sér fyrir á sviðinu til aðskekjafólk inn i rétta þjóðhátiðarstemmningu. Kaup- mannahafnarbúar höfðu vita- skuld beftið spenntir eftir að njóta ávaxtanna af islenskri rokk- menningu, og þegar hljóðið var loks komið i lag, var enginn svik- .inn. Þrátt fyrir þreytu og hungur langra ferðalaga, þrýstu Utan- garðsmenn sér upp i banastuð, svo að svitalyktin breiddist út um dansgólfið. Eini gallinn var, hve erfitt var að nema oröin, ýmist á ensku eða islensku. I barnum stóðu ánægðir verts- húshaldarar. Salthúsið hefur aldrei selt jafn mikinn bjór á einu kvöldi og 17. júni 1981, og samt „fór allt friðsamlega fram”. Klukkan tvö var Utangarðs- mönnum skipað að hætta, og vakti þaðlitla lukku i salnum, þar sem fóik sat enn drykklanga stund, en týndist siðan út á nætur- krár, i parti eða heim i bólið. Með þessari frásögn langaði mig eiginlega að lýsa þeim lifs- krafti sem fram kemur i sýningum islensku listahópanna i Kaupmannahöfn og þeirri alvöru sem liggur i fjörinu. Þegar v:ð horfum og hlustum á slika sköpun, þar sem imyndunarafUð . og lifsgleðin fer langt út yfir sin v daglegu mörk, — og þó einkura þegar við verðum þátttakendur i dansinum og fjörinu, — þá eru n við örlitlu nær um það, hvað i þvi felst að berjast fyrir feguri a mannlifi: Þvl erindið er vift allt heila liftif sem leiftist rullan og meikar ei sviöið: Upp meö stælinn og til I tuskil — rokk cr betra en fúl tæm djob > (Kamarorghesta 'i Kaupmannahöfn, Gestur Guftmundsson Kamarorgbestar. Margrét Arnadóttir, hrekkjótti trúfturinn I Kröku, á 17. júnl. Hún er brátt á leiö til Els Comediants á Spáni. Arni Pétur, úr Krökuhópnum. Hann notafti þetta gervi einnig 17. júnl.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.