Þjóðviljinn - 07.07.1981, Page 9

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Page 9
Þriðjudagur 7. júli 1981 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9 8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. júli 1981 5 ár frá Herjólfur er smiöaður í Noregi, en skipiö er 1058 lestir að stærð og ganghraðinn 14 mílur. Siglingartiminn miili lands og Eyja er 3 klukkustundir og 15 minútur. Skipið tekur 50 bíla á þilfar undir þiljum og 360 far- þega yfir sumartimann, og klefar eru fyrir 34 farþega. Veitingabúð þar sem hægt er að fá heitan mat og setustofa eru um borð í skipinu. Hefur flutt yflr 200 þús. farþega Þaö var meiriháttar hátíðisdagur í Vest- mannaeyjum fyrir réttum fimm árum, þann 4. júlí 1976, þegar nýi Herjólfur kom siglandi inná höfnina. Þau spor voru mörkuð i sam- göngum Eyjamanna við fasta landið með komu skipsins, að í raun var þá fyrst hægt að tala um fyllsta öryggi i farþega- og vöruflutningum, því f lugsamgöngur fara meira eftir veðri og vindum en áætlun, og gamli Herjólfur var fyrir löngu orðinn of litill fyrir þá vöru og fólksf lutninga sem stóri bróðir hefur nú tekið yfir. Starfsfólk Herjólfs hélt uppá afmælisdaginn með kaffiveislu um borð i skipinu i Vestmanna- eyjahöfn sl. laugardag. Blaða- menn voru með ferjunni frá Þorlákshöfn i boði útgerðar- innar og nutu góðs af viöur- gjörningum. Tryggvi Jónsson stjórnarformaður Herjólfs h/f upplýsti að frá þvi nýja ferjan kom fyrir 5 árum fram til 1. júni sl. hefur hún farið 1626 feröir milli lands og Eyja og flutt alls 204.783 farþega, 41.445 bila, og 42.008 tonn af vörum. Griöarleg aukning hefur orðið i farþega- og einkum vöruflutn- ingum skipsins á siðustu árum. Arið 1976 flutti skipið 21.271 far- þega en i fyrra flutti það 45.186 farþega. Rekstur skipsins hefur gengið mjög vel þessi ár, utan smágalla sem komu fram i afturbúki þess, og hefur verið lagfærður. Þá hefur verið ákveöið að taka skipið upp i haust og skipta um skrúfu. Rekstur Herjólfs hefur gengið nokkuð erfiðlega, en útgerðin hefur fengið árlega styrki frá rikissjóði. A sinum tima var skipið fengið til landsins með hjálp rikisábyrgðarsjóðs. Tryggvi benti á að það væri i raun hrein fjarstæða að ætla að Vestmannaeyingar borguðu einir þetta skip, frekar en Borg- firðingar greiða fyrir sina brú. „Rekstur ferjunnar ætti miklu frekar að falla undir vegamál, þvi ferjan er okkar þjóðvegur tií lands”, sagði Tryggvi 25 manns starfa beint við rekstur skipsins, auk þess sem það veitir fjölmörgum öðrum óbeina atvinnu, en fjöldi inn- Tryggvi Jónsson stjórnarfor- maður Herjólfs h/f. lendra og erlendra ferðamanna til Vestmannaeyja hefur stórum aukist eftir að ferjan hóf fyrst ferðir. Tryggvi benti á i þvi sambandi að eftir að skipið kom, væri hættan á þvi að verða veðurtepptur annaðhvort i landi eða Eyjum ekki lengur fyrir hendi, þar sem ekki þyrfti al- farið að treysta á flugið. Þetta atriði hefði aukið mjög á ferða- mannastrauminn til Eyja. Til að kynna ferðamönnum þjónustu.ferðamöguleika og annað sem að gagni getur komið, hefur útgerðin gefið út myndarlegan bækling, en margvisleg þjónusta i ferða- lögum bæði i og umhverfis eyjarnar er i boði og myndar- lega búið aö allri ferðamanna- þjónustu i bænum. lg. Texti: lg Myndir: eik Rjómalogn og steikjandi sól á leið í land. Það kunnu farþegar Herjólfs vel að meta og notuðu timann til sólbaðs. Myndir—eik. Það er ekki dónalegt fæðið um borð I Herjólfi, því fengu blaðamenn að kynnast á siglingunni. Talið frá vr þernurnar Sigurjóna Sveinsdóttir og Guðný Helgadóttir, Ragnar Gunnarsson bryti, Þórdis Bergþórs- dóttir, þerna, Hermann Ingi Hermannsson háseti og Guðrún Markan, þerna. Nýr kafli við hringyeginn segir Jón R. Eyjólfsson skipstjóri á Herjólfi „Síðan að þetta nýja skip kom til sögunnar, má telja víst að nýr kafli hafi bæst við hringveginn, þjóð- vegurinn Þorlákshöfn — Vestmannaeyjar", sagði Jón Eyjólfsson skipstjóri á Herjólfi, en Jón hefur verið skipstjóri á ferjunni f rá því að hún hóf siglingar fyrir réttum 5 árum. „Skipið hefur reynst alveg ágætlega og þetta er gott ferða- skip. Fyrir utan slipptökur þá hefur ekki fallið úr ferð hjá okkur, nema að i eitt skipti urðum við að taka land i Reykjavik vegna sjógangs i Þorlákshöfn og tvisvar felldum við niður ferðir úr Eyjum i vetur, þar sem Hellisheiði var ófær. Annars förum við daglegar ferðir á milli lands og Eyja og aukaferðir eftir ástæðum, en mest um slikt er i kringum Þjóð- hátiðina, en þá má segja að skipið sé i stöðugum ferðum. Hver var helsti kosturinn við þetta nýja skip, miðað við gamla Herjólf? „Bæði er þetta skip miklu stærra og þvi hægt að aka bilum um borð. Öll aðstaða er þvi mun betri bæði fyrir farþega og vöru- flutninga, og ekki sist má gleyma þvi öryggishlutverki sem stöðugar ferðir milli lands og Eyja eru fyrir byggðarlagið og eins ferðafólk.” Er nýja skipið jafnvel orðið of litið eftir 5 ára notkun? Flutningar á farþegum og sér- staklega vörum hafa stóraukist Cr brúnni, f.v. Jón R. Eyjólfsson skipstjóri, Þórður Stefánsson, gamall skipstjóri úr Eyjum sem fær að tylla sér i skipstjórastólinn þegar hann fer með Herjólfi.en Þórður missti sjónina þegar hann var 32 ára. Síðustu 19 ár hefur Þórður unnið fangallnur úr netum fyrir báta og togaraflotann. Við hliðina á Þórði stendur Sigmar Þór Sveinbjörnsson stýrimaður og innstur er Birgir ólafsson háseti. árlega frá þvi að skipið hóf fyrst ferðir, og annaðhvort þarf bráð- lega á nýju skipi að halda, eða þá að taka upp fleiri ferðir.” Hvernig starf er að vera ferju- skipstjóri? „Fyrir mann eins og mig sem hefur veriö i langsiglingum frá unglingsárum, er þetta mjög gott starf. Ég get verið i sambandi heim við mina fjölskyldu hvenær sem á þarf að halda meðan ég er i starfi, og vinnutiminn er eins og hjá landverkafólki,. Mætum til skips kl. hálf sjö á morgnanna og ljúkum vaktinni aftur heima i Eyjum kl. hálf fimm. Ég hef haft gaman af þessu starfi og hér er gott samstarfsfólk, þannig að mér likar starfið mjög vel. Þú hefur aldrei komist í hann krappann með skipið þessi 5 ár? Nei, það hefur ekkert sérstakt komið uppá. Stundum getur þó verið erfitt að komast að bryggju i Þorlákshöfn i SA-átt. Hafnarað- staðan þar er ekki nægilega góð. Það vai\tar haus á Norðurgarð- inn, og aðstaða okkar er nokkuð þröng i höfninni, ekki sist þegar þarf að sigla innan um stóran hóp af vertiðarbátum. Það er kannski það,eina sem þyrfti að bæta fyrir aöstöðu ferjunnar. -lg SLÆMAR HORFUR l' MÁLI GERVASONI : „Nú byrjar það aftur ” Slæmar horfur eru nú í máli franska liðhlaupans Patricks Gervasoni, og sat hann er síðast fréttist í herfangelsi í Avignon. Eins og ráðgert haf ði verið gaf hann sig fram við her- dómstól í Marseille miðvikudaginn 17. júní í fylgd með einum lög- fræðinga sinna, Dany Cohen, en honum var ekki gefinn kostur á neinni málsvörn heldur var hann umsvifalaust settur upp í herbíl og fluttur burtu. Síðustu orð hans, áður en hann hvarf sjónum manna, voru að sögn þessi: „Nú byrjar það aftur!" Lög- fræðingnum var tekið mjög illa — „eins og hundi í keiluspili" að því er hann sagði sjálfur — og var honum vísað á brott, en þó án valdbeitingar. Dany Cohen, lögfræðingur, gerði siðan itrekaðar tilraunir ti að ná sambandi viö Gervasoni og fá fréttir af honum, og voru þær lengi árangurslausar, þvi að tals- menn hersins vildu ekki gefa nokkrar minnstu upplýsingar. En að lokum fékk hann bréf, þar sem honvm var tilkynnt án nánari skýringa, að Gervasoni hefði verið dæmdur i sextiu daga her- fangelsi og væri haföur i haldi i herbúðum i Avignon. Siðan hefur ekkert frést. Á landamærunum Daginn áður en Gervasoni lagði af stað til Marseille hélt hann blaðamannafund i Paris og gerði þar grein fyrir máli sinu. Hann sagðist hafa fengið timabundið dvalarleyfi i Danmörku til 22. júli og haft góöar vonir um aö fá siöan vegabréf og varanlegt dvalar- leyfi. En þegar Mitterrand var kjörinn forseti heföi hann taliö réttast að snúa aftur til Frakk- lands til þess að halda baráttunni áfram þar og láta reyna á kosn- ingaloforð hins nýja forseta. Það hefði m.a. ráðiðgerðum hans, aö i Danmörku og Sviþjóð væru nú um 30 franskir liðhlaupar, sem biðu i ofvæni eftir þvi hvort einhverjar ráðstafanir væru geröar þannig að þeir gætu óhultir snúið heim. Hefði hann haldið til Frakklands 4. júni en veriö handtekinn þegar á landamærastöðinni i Jeumont.. „Landamæralögreglan hafði mig i haldi i fjórar klukkustundir án þess að segja við mig eitt orð”, sagði Gervasoni, „en þá mun hún hafa fengið fyrirskipun frá her- málaráöuneytinu, og sennilega frá Charles Hernu hermálaráð- herra sjálfum, um að láta mig lausan gegn þvi að ég lofaði að gefa mig fram við rétt yfirvöld sem fyrst. Það gerði ég greiðlega enda var ég til þess kominn. Eftir það urðu lögregluþjónarnir stimamjúkir og þeir fylgdu mér aftur á járnbrautarstöðina til að tryggja það, eins og þeir sjálfir sögðu, að ég kæmist aftur af stað með fyrstu lest og vinir minir i Paris þyrftu ekki að biða lengur eftir mér!” Kosningaloforð Gervasoni skýrði siðan nánar frá þvi i hverju kosningaloforö Mitterrands væru fólgin og hverju hann byggist nú við. Eins og venja er þegar nýr forseti tekur viö völdum hefði hann lofað mjög viötækri sakaruppgjöf. Þessu hefði Giscard einnig lofað 1974, en þá hefði reyndin þó oröið sú, þvert ofan i loforð hans, að sakaruppgjöfin náði ekki til þeirra sem áttu i útistöðum viö herinn. Nú hefði Mitterrand hins vegar lýst þvi yfir að hún yrði við- tækari en áður og næði einnig til liðhlaupa og annarra slikra manna. En það skipti þó meira máli að Mitterrand hefði lofað þvi að leggja niður alla sérdómstóla, þar sem réttindi sakborningsins væru miður tryggö en fyrir al- mennum dómstólum, og hefði hann nefnt sérstaklega hinn um- deilda „öryggisdómstól rikis- ins”, sem de Gaulle kom á fót á sinum tima, og herdómstólana, sem dæma samkvæmt gamalli hefð alla þá sem eiga i útistöðum við herinn. Væri tilvera þessara frönsku herdómstóla fullkomið brot á mannréttindum, þvi að herinn væri þar bæði málsaðili og dómari, sakborningur fengi ekki aö hafa neinn verjanda og enginn lögfræðingur fengi að fylgjast með málinu eða lita á málskjöl. Gervasoni skaut þvi inn að sósial- istar á Norðurlöndum væru ákaf- lega hneykslaðir á þessu fyrir- komulagi. Prófmál Aö þessu mæltu tilkynnti Gervasoni að klukkan hálf fjögur daginn eftir ætlaði hann að gefa sig fram viö þann herdómstól í Marseille sem upphaflega hefði dæmt sig. Sagðist hann myndu lisa þvi yfir að dómstóllinn hefði engan rétt til þess lengur að dæma i sinum málum, þar sem Patrick Gervasoni: eru yfirvöld hersins farin að brjóta gegn fyrirmælum ráðuneytis? hann ætti von á þvi að fá sakar- uppgjöf innan skamms og búið væri að lýsa þvi yfir að dóm- stóllinn yrði lagður niður. Siðan ætlaði hann að krefjast þess að dómstóllinn hætti þegar störfum og þeir sem hann hefði dæmt til fangelsisvistar yrðu látnir lausir. Þetta yrði prófmál, og færi allt vei, gætu landflótta liðhlaupar nú loks snúið aftur. Auk Gervasoni voru fleiri lið- hlaupar á blaðamannafundinum, og tók einn þeirra til máls og skýrði frá þvi hvaða erfiðleikar væru framundan og hvers vegna nauösynlegt væri fyrir þá að halda baráttunni áfram. Þótt Mitterrand hefði sýnt það fylli- lega að hann ætlaði að efna það kosningaloforð sitt að leggja „öryggisdómstól rikisins” niður, bæði með þvi að lýsa yfir að laga- frumvarp þess efnis yrði lagt fyrir þing við fyrsta tækifæri og með þvi að láta þegar leysa úr haldi þá sem dómstóllinn hefði dæmt eða hefðu átt að koma fyrir hann, hefði hins vegar verið hljótt um herdómstólana, og mættu þeir sem dæmdir hefðu verið til fang- elsisvistar á þeim vettvangi enn dúsa i prisundinni. Loks var þaö tekið fram á fund- inum að hvorki sakaruppgjöf né afnám herdómstóla væru endan- leg lausn á vandamálum lið- hlaupa, þvi að slikar ráðstafanir leystu þá sem andvigir væru her- þjónustu ekki endanlega undan kvöðum sinum. Þótt búið væri að gefa þeim upp allar fyrri sakir, ættu þeir enn eftir að gegna her- skyldu, og þá væri viðbúið að herinn reyndi að góma þá aftur. I slikum tilvikum væri þeim feng- inn einkennisbúningur hermanna og þeim sagt að iklæðast honum, en eftir margra ára feluleik væri harla óliklegt að þeir hefðu hvik- að frá fyrri skoðunum, heldur neituðu þeir þessu eins og áður, og þannig væru þeir enn á ný orðnir sekir um „óhlýðni”. Fyrir sligt „agabrot” væru þeir aftur komnir upp á kant við herinn og hætt við að balliö byrjaði með ein- hverjum hætti upp á nýtt. Mark- miðið væri því að liðhlaupar fengju ekki aðeins fulla sakar- uppgjöf heldur væru þeir einnig leystir endanlega undan öllum kvöðum. Bið að heilsa islendingum Eftir fundinn náði fréttamaður Þjóðviljans tali af Gervasoni og spurði hann hvaða hug hann bæri til Islands eftir allt sem á daga hans hefði drifið þar. „Ég hef dásamlegar endur- minningar um ísland”, sagði Gervasoni. „Ég harma það að visu að alls kyns óheiöarlegum áróðri hafi verið þyrlað upp kringum mál mitt, en ég held að meirihluti manna hafi þó verið mér velviljaður. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðnings- mönnum minum á tslandi, og þá einkum og sér i lagi Guðrúnu Helgadóttur: án þeirra hefði ég verið sendur umsvifalaust i / ,,Eg hefi dásam- legar endurminn- ingar um Island” sagði liðhlaupinn á blaðamanna- fundi í París franskt herfangelsi ég hefði ekki fengið hæli i Danmörku og ekkert tækifæri til að undirbúa vörn mina og halda aftur til Frakk- lands sem frjáls maður. Ég vona að þegar allt þetta er yfirstaðið og ég er búinn að fá öll min skilriki geti ég komið aftur til tslands i sumarleyfi”. Að fara i hart En eins og áður var sagt, var bjartsýni Gervasonis þennan dag á ótraustum grundvelli reist, og fékk hann aldrei neitt tækifæri til þess að vefengja rétt herdóm- stólsins, heldur var hann þegar fluttur á brott. Dany Cohen, lög- fræðingur hans, sagði eftir þau málalok að búast mætti við tvennu: annað hvort væru yfir- menn hersins aö búa sig undir aö leysa Gervasoni endanlega undan herskyldu og vildu hafa hann á sinu valdi þangað til sú serem- onia gæti farið fram i kyrrþey, eða þá að herinn ætlaði að fara i ‘ hart og þyrma að Gervasoni eins og hægt væri. Eftir þvi sem lengri timi leið varð seinni kosturinn lik- legri, ekki sist þegar hin stuttara- legu tiðindu um sextiu daga fang- elsisdóminn bárust. Taldi lög- fræðingurinn þá aö búast mætti við þvi að atburðarásin hefði ein- mitt orðið eins og spáð var á blaðamannafundinum: yfirmenn hersins hefðu einungis tilkynnt að Gervasoni ætti eftir að gegna her- þjónustu, honum hefði verið fyrirskipaað að iklæðast ein- kennisbúningi en hann neitað samkvæmt skoðunum sinum. Þá hefði hann verið dæmdur i sextiu daga svartholsvist fyrir þetta fyrsta „agabrot”. Framhaldið gæti orðið i sama dúr, og giskaði lögfræðingurinn jafnvel á að yfir- völd hersins væru með þessu að brjóta gegn fyrirmælum ráðu- neytisins. Um þessar mundir hefur hin nýja stjórn Frakklands i mörg horn að lita og sér þvi kannske ekki glöggt inn i skúmaskot svarthola i Avignon, en hinn þekkti lögfræðingur de Félice, sem er aðalverjandi Gervasonis, sagöi fréttamanni Þjóðviljans, að hann heföi ritað bæði hermála- ráöherra og Frakklandsforseta bréf til að vekja athygli þeirra á máli hans. —e.m.j.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.