Þjóðviljinn - 07.07.1981, Síða 14

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. júll 1981 Kennarar — Kennarar Lausar eru nokkrar almennar kennara- stöður við Grunnskóla Akraness. Æskilegar kennslugreinar: Stærðfræði i 7, 8. og 9. bekk. Enska, samfélagsfræði, liffræði og islenska i 7. og 8. bekk og sér- kennsla. Umsóknarfrestur er til 20. júli n.k. Upplýsingar gefa Hörður ó. Helgason, formaður skólanefndar, i sima 93-2326 i hádegi og á kvöldin. Guðbjartur Hannes- son, skólastjóri,i sima 93-2723 á kvöldin og Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri, i sima 93-1193 á kvöldin. Skólanefnd. Aðalfundur Iðju Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, verður haldinn i Domus Medica, fimmtu- daginn 9. júli kl. 5 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kaup á dvalarrými hjá Das. 3. Framlag til fatlaðra. 4. Framlag til hjúkrunarheimilis Kópa- vogs. 5. önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni. Mætið vel og stundvislega. Hafið félags- skirteini með. Stjórn Iðju. Húnvetníngafélagið í Reykjavík efnir til ferðar á Hveravelli föstudaginn 17. júli nk. kl. 20 eh. Nauðsynlegt er að þeir^sem ætla að fara, tilkynni það fyrir 10. júli nk. og panti far- seðla i sima 20122 og 14927 frá kl. 9—17, og i sima 19863 og 51454 eftir kl. 18. Farseðlar verða afhentir á Laufásvegi 25 dagana 13. og 14. júli kl. 18—22. T ækniteiknarar, verkfræðingar, tæknifræðingar A6 tæknideild Orkubús Vestfjarða á ísafirði þurfum við tækniteiknara til almennra teiknistofustarfa og véiaverk- fræðing eða tæknifræðing til fjölbreyttra starfa við hönnun ýmiskonar varmavinnslubúnaðar og kyndistöðva. Nánari upplýsingar fást hjá tæknideild Orkubúsins, simi 94-3900. Orkubú Vestfjarða. Dagheimilið Kópaskinn Starfskraftur óskast til matreiðslustarfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu á þessu sviði. Upplýsingar veit- ir forstöðumaður i simum 41565. Félagsmálastofnunin. Kvennaframboð rætt á fundi Bönnum ekki umferð um hálendið — en vitum að náttúra landsins er viðkvæm — segir Ferðamálaráð — Engum innan Ferðaniála- ráðs hefur komið til hugar að banna ætti umferð islenskra eða erlendra ferðamanna um hálend- ið eða önnur óbyggð svæði í land- inu, auk þess sem engin laga- skylda hvílir á Ferðamálaráði um þau efni. Hinsvegar er Ferða- málaráði fullljóst og hefur á þvi fullan skilning, til jafns við þá sem hæst láta og mest fullyrða, að öil er náttúra landsins við- kvæm og þá sérstaklega þar sem hæst liggur land og seint sumrar, en gróður á erfitt uppdráttar, segir m.a. i fréttatilkynningu frá Ferðam álaráði vegna blaða- skrifa um meint brot á lögum um náttúruvernd og slæma umgengni ferðamanna um hálendi Islands. Tekið er fram að verksvið ráðs- ins séekki einungis fólgið i þvi að hæna erlenda ferðamenn til landsins, heldur líka að bæta að- stöðu á ferðamannastöðum. í þeim efnum hafi ráðið lagt fram stórfé miðað við fjárhags- getu til að koma upp hreinlætis- aðstöðu viða um landið, auk þess sem gerð hafi verið könnun um meginhluta landsins, á aðstöðu til tjaldsvæðagerðar, og útbúinn bæklingur fyrir ferðamenn, um hvar slík tjaldsvæði er að finna. Þá segir i fréttatilkynningunni að Ferðamálaráð hafi i samvinnu við Náttúruverndarráð látið út- búa bækling sem fyrst og fremst sé ætlaður erlendum ferðamönn- um, þar sem lýst er náttúrufari fandsins. Þar sé bent á hvað allur gróður hér sé viökvæmur og ósk- að samvinnu til verndar landi. Þessum bæklingi hefur verið dreift i nokkrum þúsunda ein- staka, ma. um borð i Smyrli og verður útgáfu hans fram haldið. —lg- Kjarnorkan Framhald af bls. 3 flutningikjarnorkuvopna verði að gilda jafnt um friðartíma sem og stríðstíma. 3. Sérstök eftirlitsstofnun verði að vera starfandi til að fylgjast með framkvæmd slíks samnings um kjarnorkuvopna- iaus Norðurlönd og ætti hún að vera skipuð bæði norrænum sér- fræðingum og viðurkenndum full- trúum alþjóðiegra stofnana. 4. Stórveldin gefa yfirlýsingar um að þau virði samninga Norð- urlanda um aö Noröurlöndin séu kjarnorkuvopnalaust svæði. Boðar íslendingum alvarleg tiðindi Loks sagði Ólafur að enda þótt þessi umræða væri jákvæð, boð- aði hún Islandingum alvarleg tið- indi. 1 þeirri skilgreiningu sem fram kemur hjá löndunum fjór- um á því hvað sé kjarnorkulaust svæði er tsland ekki taliö með. Margir þeirra sem framarlega eru í þessum umræðum tala úm að „sérstaða Islands” sé slik að það geti ekki orðið aðili að samn- ingi um kjarnorkuvopnalaust svæði. Sem svar við beiðni um nánari skýringar er oftast bent á að Island hafi eitt Norðurlanda erlenda herstöð eða þá að sagt sé að íslandingar hafi ekki óskað þess að fá að vera með. Vegna þessa þurfa að fara fram umræð- ur hér heima svo að Islendingar geti einhuga gert afdráttarlausa kröfu til annarra norrænna rikja um að Island verði fullgildur aðili að viðræðum um formlegan samning sem fæli i sér að öll Norðurlönd yrðu hluti hins kjarn- orkuvopnalausa svæðis. Að undanförnu hafa farið fram umræður um nýjan framboðslista fyrir næstu bæjarstjórarkosning- ar á Akureyri. Hugmyndir hafa komið fram um að listi þessi yrði aðallega eða eingöngu skipaður konum. Hópur áhugafólks um málið boðar til almenns umræðu- fundar þar sem fjallað verður nánar um möguleika á fyrr- Hestamannamótinu á Heliu ei nú ham ingjusamlega lokið. Það hófst á fimmtudag og stóð fram til sunnudagskvölds. Var mótið mjög fjölsótt, fór hið besta fram og veðurguðirnir mjög vinsam- legir. Taliðer að gestir á mótinu hafi verið á milli 9 og 10 þús. þegarflest var. tJrslit I einstökum greinum urðu þessi: 1 250 m skeiði: Skjóni á 22,8 sek, Þór á 23,2 sek.,Fannar á 23,6 sek. Þjóðviljinn hefur nú i tvigang gert sér aö fréttaefni námsleyfi Helga Péturssonar, fréttaritara hjá Utvarpinu. Nú i siðara sinnið gert það á svo ósmekklegan máta að jafnvel mér ofbauð. LeyfiHelga er notað sem tilefni til að draga fram persónuleg mál tveggja einstaklinga, sem orðið hefur á i starfi og afgreiösla i máli annars þeirra lögð að jöfnu við námsleyfi Helga. Hér er fulllangt seilst til að koma höggi á Frimúrararegluna að minum smekk, en það virðist vera leiðarljós blaðamannsins sem fréttina skrifar. Réttur Helga er með öllu óskyldur aðild hans að Frimúr- arareglunni, eigi hann aðild að þeim samtökum. í kjarasamn- ingum BSRB er gert ráð fyrirþvi, að starfsmenn eigi rétt á launa- lausu Ieyfi, bjóðist þeim tækifæri til að vinna að verkefni m.a. tengdu starfi sinu. Hafi þessi rétt- ur verið brotinn á starfsfélaga hans, sem einnig er dreginn til sögunnar, er það hans mál og óskylt leyfisveitingu Helga. Telji Þjóðviljamenn það óeðli- legt að menn njóti félagsaðildar, kunningsskapar eða ætternis, ættuþeirað taka framferði sittog afstöðu til ýmissra embæ ttisveit- inga undangenginna mánaða til skoðunar. Ætlist Þjóðviljinn til þess að nokkur trúi þvi að þeim ólöstuðum, sem ráðherrar banda- lagsins hafa ráöið til starfa á síð- ustu mánuðum, hafi að öðru jöfnu Leiðrétting við „Stjórnmál á sunnudegi” Fyrir utan smávægilega textahnökra varð meinleg úr- felling i greininni Kjarnorku- vopnalaus svæði — stjórnmál á sunnudegi — i siðasta Sunnudagsblaði Þjóðviljans. 1 fjórða dálki neðarlega ruglast áætlanir kenndar við fyrrver- andi pólska og sænska utan- rikisráðherra. Rétt átti setn- ingin að hef jast sem hér segir: „Hugmyndin um kjarnorku- vopnalaust svæði i Evrópu eða á Norðurlöndum einum er ekki ný af nálinni. Rapacki- áætlunin, kennd við pólska utanrikisráðherrann Rapacki, Undén-áætlunin, kennd við sænska utanrikisráðherrann östen Undén, og Kekkon- en-áætlunin, kennd við Uhro Kekkonen Finnlandsforseta, eru allt vegvisar á langri leið.”. O.s.frv., nefndu framboði og nauðsyn þess að konur taki meiri og virkari þátt i bæjarmálum. Fundurinn verður haldinn i Alþýðuhúsinu á Akureyri nk. miðvikudag, 8. júli kl. 20.30. Fluttar verða framsögu- ræður og siðar fara fram hópum- ræður. 1 350 m stökki: Stormur á 25.1 sek. Blakkur á 25.4 sek og Skessa á 26.3 sek. í 250 m stökki sigraði Mannsi á 18.4 sek., i 800 m stökki Þróttur á 60.5 sek., i 150 m skeiði Trausti á 14,8 sek. og i 800 m brokki Léttir á 1.37.1 min. Einsog fram hefur komið var mönnum gefinn kostur á að geta sér til um röð þriggja fyrstu hest- anna i' 250 m skeiði og 350 m stökki. Þar reyndist enginn óskeikull. —mhg liðið fyrir aðild sina að Alþýðu- bandalaginu. En einmitt aðild að þeim samtökum er mörgum manninum jafn ógeðfelld og okk- ur þykir aðild að FrimUrara- hreyfingunni. Að lokum aðeins þetta, þurfi Þjóðviljinn að agnúast við sam- tök eöa einstaklinga, tel ég til- efnislitið og óverjandi að tækifær- ið sé notað til að gera breiðsíðu árds d fjölda manna, sem málínu er með öllu óviðkomandi, og átt hafa um sárt að binda. Ýíingar á þeirra málum I þessu sambandi er smekkleysa. Þrátt fyrir skoðun mina á nefndum samtökum, er ég reiðu- búinn að leggja allt i sölurnar til þess að verja, að persónu- og fé- lagafrelsi einstaklingsins sé virt og einkalif manns látið i friði, ef þess er kostur, og vænti þess að starfsmenn Þjóðviljans séu sama sinnis. Reykjavik, 3. júli 1981 Gunnar Gunnarsson, f ra m kv. st jóri SF R Utilokað vegna... Framhald af 1. siðu landa í des. n.k. 1 öllum þessum samþykktum og aðgerðum sem á undan hafa verið taldar er island útilokað ásamt Grænlandi og Færeyjum. „Útilokun islands er orðin áber- andi einkenni þeirrar viðtæku umræðu sem á sér stað á Norður- löndum um þessi mál”, sagði Ólafur Ragnar. „Færi svo að ey- rikin þrjú yrðu viðskila við hin Norðurlöndin og kjarnorku- vopnalaustsvæði yrði aðeins látið ná yfir Sviþjóð, Noreg, Dan- mörku og Finnland myndi slik niðurstaða skapa alvarlegt ástand fyrir hinar þrjár fámennu Nffl-ðurlandaþjtíðir i Atlantshafi.” ____________________— e.k.h. Skákin Framhald af 1. siðu jafnræði sé ekki með keppendum, á meðan yfirvöld annars kepp- andans hefta fjölskyldu hins i að fara frjálsa ferða sinna. Þvi leggja stjórnir skáksam- bandanna fast að FIDE og Skák- sambandi Sovétrikjanna að þau geri allt sem i þeirra valdi stendur til þess að tryggja að áskorandanum verði leyft að fá fjölskyldu sina til sin þangað sem þau kjósa, og gera heimsmeistar- anum þannig kleift að mæta áskorandanum við sanngjarnar og jafnar aðstæður.” Alyktun þessi verður send öllum skáksamböndum heims, FIDE-fulltrúum og nefndar- mönnum, öllum skákblöðum og skákfréttariturum. — lg Hellumótið: Heppnaðkt vel Persónuníð

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.