Þjóðviljinn - 07.07.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Þriðjudagur 7. júli 1981 Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i áfgreiðslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 55 Held að Tal meini ekki innst inirí þaö sem hann sagdi „Frestuninni ekki beint gegn Karpov — segir Friðrik Ólafsson forseti FIDE vegna ummœla sovéskra skákmanna verið að tina þessi ummæli til, til að sýna fram á að ég sé með ein- „Þessi ummæli sovéska skák- sambandsins og einstakra sovéskra skákmanna munu ekki ráða þvi, hvernig og hvort þetta deiiumál mun leysast. Þessir að- ilar hafa ekki öii völd á þvi hvern- ig þessum máium mun af reiða, að minnsta kostihafa þessir sömu aðilar látið i það skina að þetta mál kæmi þeim ekkert við”, sagði Friðrik óiafsson forseti FIDE, þegar borin voru undir hann þau ummæli sovéskra skákmanna, varðandi frestun heimsmeistara- einvigisins, sem birt voru i Þjóð- viljanum um siðustu helgi. „Þessi ákvörðun min um frest- un einvigisins var aldeilis ekki beint gegn Karpov sem slikum, og ég held að hann misskilji dálit- ið það sjónarmið mitt að frestunin var einmitt gerð til þess að spilla ekki fyrir hugsanlegri lausn á máliKortsjnojs er ég var orðinn hræddur um að gæti rekist á við opnun einvigisins. Karpov kemur þvi aðeins inn i þetta mál sem kaldhæðni örlaganna og mér þyk- ir leitt ef hann tekur þvi þannig að þessari frestun sé beint gegn hon- um.” Friðrik sagðist enn ekki hafa fengið nein svör frá sovéskum yf- irvöldum varðandi beiðni sina um að fjölskylda Kortsjnojs fengi að fara úr landi. „Ég er bundinn óskum keppenda varðandi val á aðaldómara en ekki á váradómara, og ásetning- ur minn með vali á dómurum var sá að velja trausta og áreiðanlega menn, sem ég þekki og veit að hafa unnið sin störf með prýði eins og Guðmundur Arnlaugsson hefur gert og allir skákmenn þekkja til. Ég er dálitið hissa á Tal, að tala um algjört brot á reglum og geðþóttaákvörðun af minni hálfu. Ég þekki Tal einung- is af góðu og við erum góðir vinir. Ég held þvi að innst inni meini hann þetta ekki ef hann skoðar hverjar sjálfþóttaákvarðanir. „Mitt sjónarmið er að það sé skákheiminum fyrir bestu að þetta mál leysist. Þetta er búið að valda alltof lengi karpi, deilum, þrasi og ólgu i skákheiminum. Það er ekki i samræmi viö okkar stefnumið og þær hugsjónir sem FIDE hefur innan sinnar stofnskrár og i sinum lögum að skákin sé þjóðum sameiningar- tákn”, sagði Friðrik Ólafsson. -lg- MFjör” íHöllinni: Mikið tjón Drjugar skemmdir uröu á hljómleikum nýbylgju- manna í Laugardalshöll á föstudag að sögn Gunnars Guðmannssonar hjá Höll- inni. Stólar voru eyðilagð- ir, rúður brotnar, og skemmdarverk framin á salernum, að sögn Gunn- ars, enda drykkjuskapur með ólíkindum. Verið var að meta tjónið f gær og urðu úrslit þau, að for- svarsmenn máttu greiða 10.000 nýkróna skaðabæt- ur. Gunnar var fáoröur um gang hljómleikanna, kvaðst vera orð- inn of gamall til að skilja þessi mál, en bætti þó viö, að þetta væri mesta ógeö sem hér hefði komiö inn. Á hljómleikunum kom fram um tugur rokkhljómsveita, þ.á.m. Fræbbblarnir og Þeyr, og sóttu þá 12—1300 manns, mest unglingar undir tvitugu. Miðinn kostaði 70 kr., og var óvist um fjárhagsleg úrslit er rætt var i gær við Guðna Rúnar Agnarsson, forstöðumann hljómleikanna, umboðsmann Þeys, umsjónar- mann Afanga með meiru, en hann sá vart fram á að afgangurinn dygði i launagreiðslur starfs- manna og ekki til að greiða þeim hljómsveitum sem fram komu. Munar þar mest um væntanlegar tjónagreiðslur til Hallarinnar að sögn Guðna. Viðstödd lögregla kvað drykkjuskap vart heiftar- legri en gengur og gerist á venju- legum unglingasamkomum, en einsog venjulega hefði fámennur minnihluti spillt fyrir öðrum gest- um. Hinsvegar var lögreglan sammála starfsmönnum Hallar- innar um að umgengni hefði veriö hroöaleg. Um sex lögreglumenn voru á staðnum. —m Jafngildir heilum lítra af hreinum appelsínusafa frá Florida Mjólkursamsalan í Reykjavík Einn Brunamanna ræðst frammá sviðið og otar hljómmikilli, en tann- lausri vélsög. — Ljósm. — eik — Málning á veggjum; Steinpúr Guðmundsson dyravörður i Höilinni er áhyggjufuliur. — Ljósm. — eik — Hlj ómsveit handjámuð Þau fáheyrðu tiðindi gerðust á nýbylgjuhljómleikunum i Laug- ardalshöll á föstudagskvöldið aö ein hljómsveitanna sem fram átti að koma var handjárnuð i heilu lagi og flutt i fangageymslur lög- reglunnar, þarsem hljómsveitar- félagar máttu flestir dúsa um nóttina. Varð þetta fyrir tilstilli forstöðumanns hljómleikanna, Guðna Rúnars Agnarssonar, sem kunnur er, a.m.k. i poppheimin- um, fyrir umsjón sina með þætt- inum Aföngum i útvarpinu. Aðsögn liðsmanna Bruna bé béi en svo nefnist umrædd hljóm- sveit, voru málsatvik á þá leið, að rétt áður en hljómsveitin átti aö koma fram birtist Guðni ásamt lögreglumönnum, og tilkynnti hljómsveitinni, aö ekkert yrði úr framkomu hennar. Urðu hljóm- sveitarmenn fáir viö, en kröfðust leyfis að tilkynna þessa ákvörð- un á sviðinu, sem var neitað. Reiddist þá einn Brunamanna, og brotnuðu tvær rúður, ennfremur dreifðist máling um svæðið (m.a. ájakka ljósmyndara Þjóðviljans) og var drengur handtekinn og færður á brott. Nokkrir hljóm- sveitarmenn aðrir undu ekki neit- un forstöðumannsins við beiðni þeirra um að fá aö tilkynna ákvörðun hans á sviðinu, og tókst þeim að komast aö hljóðnemum á allvigalegan hátt og tilkynna þar um málib, en voru síðan hand- járnaðir og fluttir i fangageymsl- ur, og með þeim aðrir félagar hljómsveitarinnar, sem ekki höfðu beitt sér, og auk þess ein- hverjir sem hjá stóðu og á horföu. Fjórir félagsmanna gistu of nótt að lögreglunnar. Bruni bé bé i miöjum gjörningi á Borginni. — Ljósm. Loftur Atli. Bruni bé bé flytur svonefnda hljóðgjörninga, og munu flestir aðstandenda stunda nýlistarnám. Meðal atriða i þeim gjörningi sem fyrirhugað var að flytja á tónleikunum var að hella máln- ingu yfir einn þeirra og kveikja i öðrum, en að sögn Brunamanna skyldi gætt fyllsta öryggis við þessar athafnir, og engin hætta hér á ferðum. Við gjörninginn eru höfð ýmis hljóð, úr hljóðfærum og frá vélum ýmisskonar, þarámeðal viðarsög allmikilli, en búið þannig um hnútana, að skemmdir verða ekki af, hvorki á mönnum né öðrum tækjum, og hafði tannarblaðið t.d. verið tekið af söginni. Þeir Brunamenn höfðu ekki fengið öll sin tæki aftur þegar siö- ast fréttist og óvist hvort yrði. Að sögn hljómsveitarinnar, var meðferð lögreglunnar allóþyrmi- leg, en þó verst, að engin ástæöa var gefin fyrir banninu og eftir- farandi handtökum. Guðni Rúnar hefði samþykkt alla dagskrá hljóösveitarinnar einsog hún vill kallast, fyrirfram, og ekki gert neinar athugasemdir fyrren rétt áður en hljóðgjörningurinn skyldi gerður. Una þeir félagar illa sin- um hlut, en þessir atburðir urðu m.a. til þess, að hljómsveitin gat ekki komið fram hjá Leigjenda- samtökunum á Menntaskólatún- inu daginn eftir, auk þess sem hljómsveitin fengi ekki greiddan efniskostnað og það annað sem um var samið við Guðna Rúnar. Guðni Rúnar sagöi i samtali við blaðið i gær, að það væri rétt, að hann hefði vitað um og samþykkt það sem hljómsveitin ætlaði að flytja, en litist þannig á ástandið, að hlutirnir væru að fara úr bönd- um hjá Brunamönnum, og auk þess hræddur við, að þeir æstu áhorfendur meira upp en orðið var, og hefði hann þvi ákveðið að banna gjörning sveitarinnar. Lögregla og húsverðir hefðu haft áhyggjur af atriðunum, en ákvöröunin væri þó sin. „Ég stend á ákvörðun minni” sagði Guðni. „Þetta var að magnast upp i hasar.” Lögreglan hefði vit- aö hvað hún átti aö gera þegar óspektir þróuðust, en það hefði þó verið sin ósk að þessir menn yrðu fjarlægðir, og hefði hann reynt sjálfur til. Guðni sagði rétt, að samiö heföi verið um greiðslu kostnaðar af upptroöslu, en reikningurinnhefði veriðhærri en til stóö, og auk þess hefðu orðiö þær skemmdir af völdum hljóm- sveitarinnar, að hann treysti sér ekki til að borga reikning þeirra, alls 5000 kr. Brunamenn ihuga nú málshöfð- un i samráði við lögfræðing. —m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.