Þjóðviljinn - 23.07.1981, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 23.07.1981, Qupperneq 7
Fimmtudagur 23. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — glIÍA 7 Dögun ars hefur verið komið fyrir. Uppi á loftinu var ibúð þeirra hjóna önnu og Einars og stendur hún óhreyfö eins og hún var meðan þau lifðu. Einnig þar uppi eru sérkennilegar innréttingar. Þau sváfu i lokrekkjum hvort I sinu herbergi, og enn einu sinni kemur samræmið i byggingunni i ljós, jafnvel skrifborð Einars er i stuðlabergsstilnum. Ibúðin hefur að geyma margar fágætar bækur og myndir eftir innlenda og erlenda listamenn, svo sem Asgrim Jónsson. Þá er postulinið sem geymt er á hillum, kapituli út af fyrir sig. Lausn II og Sindur II heita stóru myndirnar. tbúðEinars og önnu. Blaðamaður á tali við Ólaf Kvaran listfræðing og forstöðumann safnsins og Kristinu gæslukonu Listasafn Einars er ekki siöur merkilegt að þvi leyti að fram til 1951 var það eina listasafniö i landinu og hefur þvi gegnt stóru hlutverki i listalifinu. Ólafur Kvaran listfræðingur veitir safninu forstöðu og það er i stil við annað i þessu húsi að kom- ast inn á skrifstofuna til hans. Niður stiga, gegnum sali, inn um rammgerðar dyr, upp stiga og þá blasir fyrrum blómastofan við. Ólafur tjáði okkur að nú væri unn- ið við að steypa styttur Einars i eir og er ætlunin að koma þeim fyrir i garðinum, sem enn er að mestu ónýttur. Til nánari fróð- leiks sýnir ólafur okkur bækling um Einar, sem fæst i safninu. Listasafnið er opið aila daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16 og það er svo sannarlega hægt að ráðleggja fólki að leggja leið sina inn i safnið. Þar rikir þessi kyrrð og helgi sem oft fylgir söfnum, það er eins og maður komi inn i veröld þar sem önnur lögmál rikja. Við blasa kraftalegir karl- menn með hnykklaða vöðva, ver- ur sem brjótast út úr steininum, konur sem tákna gyðjur eða standa fyrir móður náttúru og mannlegum tilfinningum. Ailt er þetta stórbrotið, en ber vitni um hugmyndaheim sem liggur okkúT~“ fjarri nú um stundir. Jafnframt er list Einars sprottin upp af is- lenskum rótum sem sameinast erlendum straumum, og gera verk hans einstök i sinni röð. — ká

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.