Þjóðviljinn - 25.07.1981, Side 3

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Side 3
Helgin 25. — 26. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 ■WNtfiíáfciií RwhbÉS&Iné^ WSMÆ&Ssxtii’j i-A’-yu m ■-í^íP^élli BaiaasaSiéas^^Sg «5 -i.- -s^r' • -rsSr'- •*■ .tsc. .- TjsjssBgaiSes; ..-■ * ■•* ••-«•-■?- Ferðabraskararnir tala nú um að dreifa þurfi fjöldanum á aðra staði á hálendinu. Hverjir skyldu þeir vera? Þeir eru færri og smærri en fólk imyndar sér. Og það tekur skamman tíma að eyðileggja þá líka. berum saman tvær auölindir, landiö annars vegar og landhelg- ina hins vegar, þá finnst öllum auðvitað sjálfsagt aö takmarka og banna veiðar þegar viö á i landhelginni til aö vernda fiski- stofna. Auövitaö, allir eru sam- mála. En ööru máli gegnir um hina auðlindina, náttúru landsins. Ef til vill er þaö óvaninn, ég veit það ekki, en auövitaö veröur aö vernda náttúruna meö tiltækum ráöum, og þá lika boöum og bönnum einsog i landhelginni. — Stefnan i feröapólitikinni er röng. Skárra væri að reyna aö beina feröamönnum niöur i byggðirnar, en ég er áhugamaö- ur um aö minnka túrisma, fækka feröamönnum. Þaö á ekki aö aug- lýsa landiö sem feröamannaland. Landiö þolir þaö ekki. Aö baki þessarar skoöunar liggja eigin- gjarnar hvatir mínar. Nú hef ég aö baki 25 ár sem áhugamaður um náttúruskoöun og náttúru- vernd. A þessu timabili hafa ferðaskrifstofurnar og skyldir hagsmunaaöiljar færst i aukana. Menn byggja á þeim misskilningi aö landiö sé ein samfelld gróöur- viöátta, sem þaö ekki er. Gróður- vinjar á öræfum eru miklu minni og á færri stööum en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Landiö er svo litiö. baö er ofbeitt á þessar fáu gróöurvinjar. Nú er tekiö að halla undan fæti. Feröabraskar- arnir tala nú um aö vilja dreifa fjöldanum á aöra staöi á hálend- inu. Hverjir skyldu þeir vera? Þeir eru færri og smærri en fólk imyndar sér. Og þaö tekur skamman tima aö eyöileggja þá llka. - — Þvi fleiri sem koma og fara um landiö þeim mun spilltari veröur náttúran. Mér finnst aö stórum hluta vegakerfisins á há- lendinu eigi aö loka. Marka sér- staklega, fáa vegi og stæöi fyrir bila. Brot á þessum reglum eins- og á öörum náttúruverndarlögum ættu aö varöa þungum viöur- lögum. Feröafélag Islands er einna helst sá félagsskapur i feröamálum sem maöur litur til meö vinsemd. Feröafélagiö leggur nú orðiö áherslu á bygg- ingu litilla húsa miöaö viö þarfir gangandi fólks. Þannig ætti stefnan i framtiöinni aö vera. Notkun feröafólks á öræfum ætti aö miöast viö þarfir gangandi fólks og hestamanna. — * Búrfellsstöð Sigalda Vatnsfell Pórisós 1 , — Staöreyndin er sú aö skipu- lagsaðiljar feröamála á Islandi eru hagsmunaaöiljar sem hugsa eðlilega um peningasjónarmið, stundarhagsmuni. Þetta veröur aö breytast þannig að náttúru- verndarsjónarmið veröi ráöandi viö skipulag og stjórnun á ferða- málunum. — — Flest það sem Náttúruvernd- arráð er með i gangi á hálendinu er til þess að auka þjónustu við ferðaskrifstofur, sem þær fá án aukins tilkostnaðar. Það eru yfir- leitt málamynda friðanir á veg- um ráðsins á jurtum og yfirlýs- ingum á friðlöndum. Eða hvaða gagn er af Náituruverndarráöi sem ekki hefur eftirlit eða kærir brot á friðunarlögum og reglum? — Manni krossbregður þegar maður kemur i þá gömlu unaös- reiti, eins og t.d. Þórsmörk. Inn i Langadal þar sem skálinn er. bar var dalurinn foröum grasi vafinn og fagur. Nú er hann kaldur, haröur og kalinn. Manni er sagt aö þetta sé vegna veöráttunnar. En kal veröur ekki þar sem nátt- úran ræöur ein, — mun trúlegar er þetta vegna áburöarausturs i dalbotninn. Ég man eftir viðtali i sjónvarpi viö tvo feröabraskara sem verið var að spyrja um ágang á gróðurvinjarnar. Þeir kváðu hann oröum aukinn. Sjálfir hefðu þeir t.d. grætt upp stór svæöi i kringum skálann i Herðu- breiðalindum, þarsem þeir hefðu sjálfir ferðamannahópa. Þarna er um það aö ræöa að isl. jurtir sem hafa þraukað af sér veðráttu aldanna, þola ckki ágang og ániðslu ferðamanna. bá er gripið til þess ráðs að bera á og sá tún- jurtum. — Menn hafa sumsé ekki tilfinningu fyrir þvi að náttúran fái aö sjá um sig sjálf. Þeir eru að bæta skaðann með þvi að búa til nýjan.Þannig gerast menn óafvit- andi skemmdarvargar. Ósnortna náttúran er oröin tilbúin náttúra. — Göngubrýr, vegir og alls kon- ar timburverk i gróöurvinjarnar eru sams konar skemmdarverk. I Landmannalaugum þurfti fólk áöur aö ganga skriöuna eöa stoppa viö Jökulkvislina. Þegar þetta var voru Landmannalaugar einn unaösreitur, óskaland feröa- langsins. Fyrir forgöngu Nátt- úruverndarráös var lagður vegur sem er fær öllum bilum heim aö skála. Siöan er ástandið þannig að venjulegur feröalangur forðast laugarnar eins og heitan eldinn. Þvi er það skoðun min að loka ætti þessum vegi eða færa skál- ann burtu. Þannig væri hugsan- lega hægt aö bæta úr skaðanum. Og nú er eldmóður ferðalangs- ins orðinn slikur aö i huganum er hann kominn hálfa leið i faöm fagurra fjalla og i viði vaxið dal- verpi. Þar sem náttúran rikir ein. Við viljum ekki hefta för Jóhannesar lengur og þökkum honum spjallið. —óg / Eg er áhuga- maður um að minnka túrisma, fækka ferðamönnum, — Þaðá ekki að auglýsa landiö sem ferðamanna- land. Landiö þolir það ekki.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.