Þjóðviljinn - 25.07.1981, Síða 15
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. júll 1981
Helgin 25. — 26. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Baulárvallaundrin
Þaö eru stöllurnar Unnur Kristjánsdóttir og Kristin Guöbjörnsdóttir sem sitja hér i bæjarrústunum aö
Baulárvöllum, þar sem þeir skelfilegu atburöir uröu sem frá segir I meöfylgjandi grein. Þegar aö var
komiö eftir hamfarirnar lá bærinn eftir I tóftunum, „enginn raftur, biti eöa sperra uppi hangandi, allt
mölvaö og sundurmuliö og sumt svo smátt, eins og þaö heföi veriö malaö f kvörn..’ — (Ljósm. Vil-
borg Haröardóttir).
Um miöja síðustu öld
urðu þeir atburðir á Snæ-
fellsnesi að nýbýli lagðist
af fyrir reimleika sakir.
Margir hafa sagt að þær
ógnirhafi stafaðaf manna
völdum, að héraðsbúar í
byggð hafi ekki viljað ný-
býlendur af hræðslu við
sauðaþjófnað og ofbeit á
heiðinni. En þeir Sigurður
og séra Árni eru þjóðlegri f
skoðun sinni á undrum
þessum:
Baulárvellir eru eyöibýli viö
samnefnt vatn alllangt inni I Snæ-
fellsnesfjallgaröi skammt vestan
Kerlingarskarösvegar. Grösugt
er þar og landkostir góöir, nema
vetrarþungt nokkuö. Hafa Baul-
árvellir frá öndveröu og enn eftir
aö byggö lagöist þar niöur, veriö
afréttir byggöamanna, en þar i
sveitum er yfirleitt mikill skortur
upprekstrar- og sumarbeitilanda.
Silungsveiöi er geysimikil I vatn-
inu, sumar og vetur, enda mikiö
stunduö alla tiö, en skammt er I
vatniö af alfaraleiö og sæmilega
bflfært jeppum. Sumarfagurt er
við Baulárvelli og í grennd og
ákjósanlegar skemmtiferöa-
leiöir. Getiö er byggöar á miö-
öldum, hinsvegar ekki i jaröabók
Arna Magnússonar. En 1823 var
byggt þar „nýbýli” aö einhvers
konar opinberri tilstuölan. Mun
býliö hafa haldist I ábúö nær þrjá
áratugi en fer i eyöi um eöa eftir
miöja öldina.
Baulárvallaundrin
Á Baulárvöllum geröust þeir
atburöir, sem einstakir eru i
sögunni og nefndir hafa veriö
„Baulárvallaundrin” þegar
bæjarhúsin þar voru brotin niöur
meö ókunnum og dularfullum
hætti á öndveröri siöastliöinni
öld. Tökum viö hér kafla úr frá-
sögn Siguröar ólasonar hæsta-
réttarlögmanns úr jólablaöi fyrir
meir en 18 árum. Siguröur er
fæddur og uppalinn i næsta
nágrenni þess, sem atburöir þess-
ir geröust. Siguröi segist m.a. svo
frá:
„Þá er aö vikja aö sjálfum
Baulárvallaundrunum hinni fer-
legu og ókennilegu aösókn aö
þessu afskekkta heiöarbýli um-
rædda vetrarnótt á iiöinni öld.
Verður að öllu verulegu stuðst viö
frásögn sr. Arna Þórarinssonar
af þessum atburöum og er þaö
vel, enda á fárra færi aö bæta þar
um. Auk þess haföi sr. Arni hina
bestu aöstööu til þess aö vita og
muna hiö rétta þar sem hann
haföi á sinum fyrstu prestskapar-
árum þekkt og rætt viö ýmsa þá
menn, sem segja mátti aö atburö-
irnir væru f fersku minni. Geta og
margir vottað, aö sagan er aö efni
til nákvæmlega eins og hún var
sögö af gömlu og skilriku fólki I
byggöarlaginu á þeim timum.
Læt ég nægja hér að visa til þeirr-
ar frásagnar, en drep einungis á
nokkur atriöi varöandi sjálfa aö-
sóknina.
Svo er frá skýrt, aö bóndi hafi
átt erindi niður i byggö og veriö
þar nætursakir. Heima i kotinu
var kona hans einsömul með barn
þeirra ungt. Var þetta á jólaföstu.
Er konan hafði tekiö á sig náöir,
„heyrir hún, aö fariö er upp á
baöstofumæninn og rekiö niöur i
hann bylmingshögg uppi yfir
rekkju hennar. Var höggiö svo
Sigurður ólason hæstaréttarlög-
maöur
mikið, aö baöstofan skalf öll við
meö braki og brestum, o.s.frv.
Greip konuna hræösla mikil sem
vonlegt var, ,,aö vita sig eina meö
ungbarn i skammdegismyrkri á
fjöllum uppi langt frá öllum
mannabyggöum og fjarri allri
mannlegri hjálp”. Hét hún á guö
sér til liknar og barninu og
signdi allt um kring. Þá heyrir
konan ruözt niöur þekjuna og úti-
dyrahuröina brotna i moia i
samri svipan og þvi næst dyra-
göngin, og mátti glöggt
heyra, aö rof og
raftar úr
gangaþakinu
hrynja niður i
göngin . Gengur
þetta alllengi, meö
höggum, braki og hruni,
og færist nær og nær
baðstofunni, en þá er snúiö
frá. og „þrammaö aö
búrinu og þaö lam-
ið niður með braki og
hrundi”, og þvi_næst
eldhúsinu gerö sömu skil.
Sr. Arni Þórarinsson
Enn erfarið uppá þekjuna, og
heyrir konan „mikiö högg og raft
falla niöur”, þá er aftur tekiö til
viö búr og eldhús, og heyrast
þaöan „högg, brothljóð og
dynkir”. Um likt leyti fellur eitt-'
hvert mók eöa annarlegur höfgi á
konuna og sér hún þá fyrir sér,
„svo skýrt sem i vöku, ófreskju
mikla og hræöilega, samt i
mannsmynd, standa fyrir utan ....
og hvessa á sig stór og heift-
þrungin augu, og kalla: „Eg
kemst ekkert fyrir krossunum
þinum”.
Ummerkjum þessarar hatram-
legu aösóknar lýsir sr. Arni svo,
að þegar að var komið daginn
eftir, hafi allur bærinn verið niöur
brotinn nema baöstofan, gegn-
frosnar þekjurnar legiö i molum
niöri i tóftunum og enginn raftur,
biti eöa sperra uppi hangandi, allt
mölvaö og sundurmuliö og sumt
svo smátt, eins og þaö heföi veriö
malað i kvörn. Gripahúsin á
bænum hafi hins vegar ekki sak-
að. Þá segir og frá þvi, að konan
hafi um morguninn komizt til
byggða meö barniö, niöur aö
Hrisdal i Miklaholtshr-eppi, en
þaö er vel tveggja tima gangur i
góöu færi. Var þegar geröur út
liössafnaöur úr byggö aö athuga
verksummerki og úrskurðaöi
hreppstjóri, aö um ógnir þessar
hafi vissulega „enginn mann-
legur kraftur veriö aö verki”.
Loksfylgirþaösögusr. Arna aö
bærinn hafi þegar verið endur-
reisturog byggö haldist á Baulár-
völlum enn um nokkurt árabil.
Var haröfengi konunnar i öllu
þessu mjög viö brugðiö, enda sýn-
ist henni ekki hafa veriö fisjaö
saman. Hins vegar mun bóndi
hafa þótt fremur litill atkvæöa-
maöur til stórræða, eða þannig
heyröi ég frá sagt.
I frásögnum af Baulárvalla-
undrunum hefur venjulega veriö
taliö, aö skrimsli eöa óvættur úr
vatninu hafi verið aö verki. Hjá
sr. Árna veröur óvættur þessi
meö nokkrum hætti draugakyns,
þ.e. eins konar samblendi af
náttúruskrimsli og afturgöngu,
sem kemur heim viö þaö, sem
ýmsir trúöu þar i byggöarlagi og
viöar, þótt nú sé sjálfsagt kallaö
hindurvitni. Fyrir þetta verður
sagan um Baulárvallaundrin svo
dulúöug og kyngimögnuö sérstak-
Baulárvallavatn. t greininni segir aö ýmsir hafi taliö, aö skrimsli eöa
óvættur úr vatninu hafi verið aö verki. óvættur þessi veröi hjá sr. Arna
„með nokkrum hætti draugakyns, þ.e. eins konar samblendi af
náttúruskrimsli og afturgöngu”. — (Ljósm. —vh).
lega i meöförum sr. Arna, hins
einstæða frásagnarsnillings, aö
hún mun lifa meö þjóöinni enn um
langa hriö.
Ýmsum mun sjálfsagt þykja
sagan um „Baulárvallaundrin”
fremur ótrúleg, og enn eru aðrir,
sem þykjast þess umkomnir, aö
stimpla hana sem hreina lygi-
sögu, hjátrú og hindurvitni. En
varlega skyldu menn samt full-
yrða slikt. Eg held varla, að það
verði vefengt með nokkrum gild-
um rökum, að atburðir þessir hafi
raunverulega skeð, þótt ein-
hverju geti skeikaö um smærri
atriöi. Aldrei heyrði ég i minu
ungdæmi, aö fólk þar i byggöar-
; > §| 'v'"
Séöyfir Baulárvelli. Vatnafell og Sáta Ibaksýn. — (Ljósmynd —vh)
"lagi drægi á nokkurn hátt i efa, aö
húsbrotin á Baulárvöllum hafi i
raun og veru átt sér stað. Fjöldi
fólks i þann tiö haföi á sinum
yngri árum þekkt eöa heyrt frá-
sagnir eldri manna á þeim tima,
sem mundu um atburöina, eöa
höföu jafnvel verið vitni að þeim
eöa verksummerkjum þeirra.
Sjálfur heyröi ég t.d. gamlan
mann, merkan og skilrikan,
Kristján á Ytra-Lágafelli, segja
frá þeim, en faöir hans var einn
þeirra, sem tilkvaddir voru á
vettvang daginn eftir og hjálpuðu
til við endurbyggingu bayarhús-
anna. Frásagnir beggja prest-
anna, sr. Arna i „Eiliföarverum”
og sr. Lárusar i þjóösögum Ólafs
Daviössonar, eru byggöar á til-
greindum heimildum, nánast
samtimis atburðunum sjálfum,
svo að þar getur varla fariö neitt
verulegt milli mála. Aöur haföi
reimleikanna á Baulárvöllum
verið getið i bréfabók biskups,
Geirs Vidalin. Engu máls-
metandi fólki þar um slóðir datt i
hug að vefengja, aö undur þessi
hafi gerzt, og býst ég þó varla viö,
aö fólk i þessu byggöarlagi hafi
verið trúgjarnara eöa hjátrúar-
fylllra en almennt gerðist i
landinu á þeim timum. Vitanlega
fá slikar sógur oft á sig reyfara-
kenndan blæ, er frá liður, en þar
fyrir er engin ástæöa til þess aö
rengja þessa frásögn, aö megin-
efni til. „Trúið aldrei renginga-
manninum”, sagði sr. Arni, þvi
að rengingamaöurinn heföi aö
öðru jöfnu minna á að byggja en
frásagnarmaðurinn.
En hvaö var svo þetta, sem
þarna gerðist, hvaöa öfl voru aö
verki, hvað var á seyði? Oft
heyrðum við unglingarnir á tal
eldra fólksins um þessa dular-
fullu atburöi og fleiri af sliku tagi
þar i byggöarlagi. Auövitaö höfðu
menn sitthvað tii mála aö leggja
og ýmsar skýringar og tilgátur
fram að færa. Ýmist vildu menn
skýra atburöina út frá eðlilegum
og náttúrlegum forsendum eða þá
hins vegar, ef allt um þraut, út frá
einhvers konar yfirnáttúrlegum
forsendum, þar sem skýringanna
á þessum fyrirbærum kynni aö
vera aö leita utan hins takmark-
aöa sviös mannlegrar þekkingar
og skilnings.” —óg
„Trúið aldrei rengingarmanninum”, sjjgði sr. Árni, þvíað rengingarmaðurinn heföi að
öðrii jöfnu minna á að byggja en frásagnarmaðurinn.