Þjóðviljinn - 25.07.1981, Qupperneq 16
I
lfi SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. júll 1981
Hekia og Krossfjail
Úr ferðabók Blefkens frá árinu 1607
Dithmar
Dithmar
Dithmar
Dithmar
Dithmar
Dithmar
Dithmar
Dithmar
daari vottast,
Lyga pyttur,
dreggia pottur,
friose og suitne,
drusse riettur,
jinnan slitne,
drafne og rotne,
eigi Rythmum.
Þessi visa færð til nútimasetn-
ingar litur trúlega einhvern veg-
inn svona út:
Dithmar dári vottast
Dithmar lyga pyttur
Dithmar dreggja pottur
Dithmar frjósi og svitni
Dithmar drussi (dóni) réttur
Dithmar drafni (úldni) og rotni
Dithmar eigiRythmum (kvæðið).
Visan er úr niðkvæði aftan við
ádeilurit Arngrims lærða, Ana-
tome Blefkeniana. Tilefni var það
aðárið 1607 kom út bók um ísland
i Hollandi eftir Dithmar Blefken.
Hefur sú bók þótt einna illræmd-
ust bóka um land og þjóð — og
hafa fleiri en Arngrimur orðið til
þess að vitna i ritið fyrir ein-
dæmis sakir. Þrátt fyrir það var
hún einn helsti þekkingarbrunnur
erlendra manna um ísland i hálfa
aðra öld. Hér á eftir fara nokkrar
slitrur úr þessu riti Blefkens i
þýðingu Haralds Sigurðssonar:
Púkar og andar
hjálpa til
„1 landinu eru aðeins þrir
flokkar manna, sem nokkurs eru
metnir, þvi að alþýða öll er svo
snauð að skipakosti, að hún verð-
ur að þræla fyrir þá riku. 1 fyrsta
flokknum eru þeir, sem kallaðir
eru lochmaders, þ.e.a.s. dóm-
arar, þvi að „loch” þýðir lög á
máli eyjarskeggja. Menn þessir
stjórna réttarfarinu. Eru þeir
margir, en aðeins tólf þeirra fara
með réttarstjórn á ári hverju.
Allir hlýða dómum þeirra og úr-
skurðum. Þá eru þeir, sem nefn-
ast bonden. Þeir svara til aðals-
manna, og sá þeirra, sem flest á
skipa og búfjár, hefur einnig
flestum fiskimönnum og fylgj-
endum á að skipa. Er þetta hið
eina vald, sem þeir þekkja. Þá er
þriðji flokkurinn, en i honum eru
biskupar og klerkar. Eru þeir
fjölmennir og dreifðir um allt
landið.
Margir íslendingar eru miög
hreyknir og þóttafullir og þá
einkum af likamsburðum sinum.
Ég sá einn Islending taka upp
Hamborgartunnu fulla af bjór,
bera hana að vörum sér og súpa
af. Varð honum ekki meira um
þetta en hefði hann lyft einhverju
litilræði.
A Islandi klæðast konur og
karlar sams konar búningi, svo
að erfitt er að greina af klæða-
burðinum, hvort heldur er maður
eða kona. Eyjarskeggjar hafa
engan hör nema þann, sem fluttur
menn einir fiskisælir, sem djöf-
ullinn vekur að næturlagi til þess
að róa til fiskjar.
Boðendur fagnaðarerindisins
leggja að visu allt kapp á að telja
eyjarskeggja af þessu guðleysi.
En illska þessi hefur fest djúpar
rætur og situr fast i sálum
þeirra, og svo mjög hefur Satan
tryllt þá og töfrað, að þeir aðhyll-
ast enga holla kenningu né
skipast við fortölur. Kveður svo
rammtaðþessu, að sé þeim boðið
fé til, heita þeir leiði og ljúfum
byr og standa við heit sitt með að-
stoð djöfulsins....
....Þá geta þeir og stöðvað skip
með göldrum, og eins þótt byr sé
hagstæður. Er þaö furðulegt
undur, hversu Satan leikur við þá.
tslendingar bjóða fram dætur slnar til einnar nætur fyrir<brauð, kex
eða aðra smámuni, segir Dithmar Blefken.
erþangað af löndum vorum. Kon-
ur eruþar friðar sýnum, en skart-
gripi vantar.
tslendingar eru allir mjög
hneigðir til hjátrúar og hafa púka
og anda i þjónustu sinni. Eru þeir
Ráð hefur hann kennt þeim, ef
skipþeirra stöðvast, en það töfra-
lyf er búið til úr meyjarsaur,
þeirrar er eigi hefur karlmanns
kennt. Segirhann þeim,að efþeir
rjóði þessu á stefni bátsins og
ákveðin borð i byröingnum, muni
andirm flýja burt, þar eð hann
fælist lyktina.
Aðalfæða þeirra er fiskur,
bragðvont smjör, mjólk og ostur.
1 stað brauðs nota þeir fisk, sem
barinner með steini. Til drykkjar
nota þeir vatn eða mysu. Islend-
ingar verða langlifir, þótt eigi
hafi þeir lyf né lækna. Margir
þeirra verða 150 ára gamlir, og ég
sá öldung einn, sem sagðist vera
200 ára. Olaus Magnus segir
meira að segja frá þvi I tuttug-
ustu bók sinni, að lslendingar
verði 300 ára gamlir....
Þegar Islendingar koma f
kaupstaðinn, hafa þeir með sér
dætur sinar, þær sem gjafvaxta
eru. Er þeir hafa spurst fyrir um
það hjá fcaupmönnum, hvort þeir
eigi konur heima, bjóða þeir fram
dætur sinar til einnar nætur fyrir
brauð, kex eða aðra smámuni.
Stundum láta foreldrarnir þær
ókeypis, jafnvel mánaðartima
eða svo lengi sem kaupmennirnir
dveljast i landi. Fari svo, að ein-
hver þeirra verði þunguð af þess-
um samvistum, leggja foreldr-
arnir enn meiri ást á hana. Er
barnið fæðist, ala þau það upp i
nokkur ár, ef faðirinn skyldi
koma aftur, eða þau gefa það til-
vonar.di tengdasyni sem heiman-
mund með dóttur sinni. Fyrirlitur
hann slikt alls ekki, þvi að þýskt
blóð rennur i æðum þess. Ef ein-
hver stúlka á mök við Þjóðverja,
nýtur hún mikillar virðingar og er
eftirsótt af fleiri biðlum en áður.
Sú var og tíðin, að hórdómur þótti
engin svívirðing, ef ekki var um
sifjaspjöll að ræða. Prestarnir
hamast að visu á móti hórdómi,
og sakborningum er þunglega
refsað, en landsmenn láta sér litið
segjast við það.
Rýta eins og svin
Ekki geyma tslendingar vin-
föng þau eða bjór, sem þeir kaupa
af löndum okkar, heldur fara þeir
bæ af bæ og heimsækja hverjir
aðra og drekka allt upp og án þess
að nokkuð sé fyrir það goldið.
Sem þeir drekka, syngja þeir um
hetjudáðir forfeðra sinna. Ekki
Kynnist yðar eigin landi
Það geriö þér bezt með því að gerast félagi í FERÐAFÉLAGI (SLANDS. Árgjald-
inu er alltaf í hóf stillt og f yrir það f áið þér Árbókina, sem ekki fæst í bókabúðum,
og mundi kosta þá mun meira en félagsmenn greiða fyrir hana með árgjaldinu.
Arbækur félagsins eru orðnar 54 talsins og eru f ullkomnasta íslandslýsing, sem völ
er á. — Auk þess að f á góða bók fyrir lítið gjald, greiða félagar lægri fargjöld með
ferðum félagsins og lægri gistigjöld í sæluhúsum.
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERA I FERÐAFÉLAGINU.
Gerizt félagar og hvetjið vini og kunningja til að gerast einnig félagar og njóta
hlunnindanna.
FERHA FÉE l <i f VM VWS
Oldugötu 3 — Reykjavík. Símar 19533 og 11798.
syngja þeir eftir neinni vissri
reglu eða lagi, heldur hver með
sinu nefi. Ekki telst sæmandi, að
neinn standi upp frá drykkju-
borðum til þess að kasta af sér
vatni. Verður þá heimasætan eða
einhver önnur kona að gæta
borðsins og taka eftir, ef einhver
gefur henni bendingu. Hún réttir
þá að hinum sama kopp undir
borðið. Meðan þetta fer fram,
rýta hinir eins og svin, svo að ekki
heyrist hvað fram fer. Er hún
hefur hellt úr koppnum, þvær hún
hann og býður þeim, sem næst
kennir sin, og er sá talinn afglapi,
sem andvigur er þessu framferði.
Þeim, sem koma i heimsókn,
heilsa þeir með kossi. Ef svo ber
undir, að Islendingar sjái lýs
skriða á fötum sinum, tinir hver
þær af öðrum. En lús ásækir þá
mjög, vegna þess að þeir ganga
ekki i linklæðum. Fyrir hverja
lús, sem þannig er tind, þakka
þeirhver öðrum og taka ofan. En
þessu er haldið áfram, meðan
nokkur titla finnst.
íslands
undarlegu fjöll
Þrjú fjöll eru á Islandi, sem
dásamleg mega kallast. Heitir
eitt Krossfjall og annað Snevels-
jockel. Bæði eru þessi fjöll svo há,
að þau gnæfa upp úr skýjunum,
og hefur enginn maður séð tinda
þeirra, enda eru þeir jafnan
þaktirisi og snjó. Má sjá eldingar
og heyra þaðan hræðilegar þrum-
ur, þótt veður sé gott og bjart i
dölunum umhverfis, svo sem oft
er að sumarlagi. Þriðja f jallið er
norðan til á eynni. Það er ekki
mjög hátt, en hefur logað I mörg
ár. Ókunnugt er, hvers konar
eldur þar er eða hver efni það eru,
sem þar brenna. En með þvi að
brennisteinn er grafinn úr jörðu
viðsvegarum landið, mætti ætla,
að stundum kviknaði i honum.
Fjallið stendur nærri sjó, og
lemur særinn eina hlið þess. Fjall
þetta heitir Hekla. Stundum spýr
það eldi, stundum logandi vatni
og siðan svartri ösku og vikri og
með þeim ódæmum, að sólin
sortnar. Enginn maður getur
hafst við nær fjallinu en i sex
mllna fjarlægö, og engin beitilönd
eru þar i grenndinni. Stundum
kemur það fyrir, að ofdirfsku-
fullir menn og þeir, er eigi hirða
um lif sitt, varpa steinum i
gigina, þvi að stundum er fjallið
undra kyrrlátt. Það er einkum I
vestanvindi, að fjalliðþeytir aftur
upp steinum þeim, sem niður var
kastað, og fylgir þvi hræöiiegur
hávaði og óhljóð. Alþýðan trúir
þvi, að sálir fordæmdra séu
kvaldar þarna niðri. Og vist er
það, að ýmsir hryllilegir andar
hafa sést á fjallinu og umhverfis
það. Ef orusta er háð einhvers
staðar, vita Islendingar, og þó
einkum þeir, sem eru á sjó nærri
Heklu, hvenær barist var, enda
þótt þeir viti ekki, hvar þaö var.
Þeir telja sig sjá hina illu anda
koma úr fjallinu, halda þangað
afturogtaka sálimar með sér. -
Ættu þessi sýnishorn úr bók
Dithmar Blefkens að nægja les-
endum til að geta dæmt um rétt-
mæti visunnar i upphafi máls.
(Heimild. Glöggt er gests
augaðMFA 1946) —óg