Þjóðviljinn - 25.07.1981, Side 21
Helgin 25. — 26. júll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
ALDREI MEIRA ÚRVAL AF
SPORTJÖKKUM, SPORTSKYRTUM,
SPORTBLÚSSUM, SPORTSKÓM.
QlísW
Séö út um Klettshelli. Viö blasir Eldfell og Helgafell og austasta byggöin i bænum. Myndir — eik.
Komnar aftur
Sagt f rá
ferö um
sjávar-
hellana I
Vestmanna
eyjum
Þaö er ekki nóg að ganga
um Vestmannaeyjar, þú
verður einnig að komast
inn í þær; að öðrum kosti er
varla hægt að tala um að
þú hafir kynnst töfrum
eyjanna. Hitt er þó víst að
einhver hluti heimamanna
sem búið hefur í Eyjum
allan sinn aldur, hefur ekki
enn komið því við að skoða
sig um inni i undrahellum
þeim sem víða er að f inna í
Heimaey og næstu úteyj-
um.
Fyrir feröamenn ætti hins veg-
ar aö vera lítill vandi aö koma
slikri skoöunarferö fyrir á dag-
skrá heimsóknar til Eyja, þvi
félagarnir Hjálmar Guönason og
ólafur Gr3nz eru I sumar meö
regluiegar skoöunarferöir i hraö-
bátnum Bravo kringum eyjarnar.
í þeim fcröum er litið viö i öllum
helstu og stærstu sjávarhellunum
i Vestmannaeyjakiasanum, skoö-
aö fuglalif i björgunum og feröa-
menn fræddir um helstu örnefni
scm siglt er framhjá og saga
þeirra rifjuö upp.
Fyrr i sumar gafst blaöamönn-
um tækifæri til að fylgja Hjálmari
Guönasyni i eina hringferö um-
hverfis Heimaey. Hjálmar sem er
einn af bestu trompetleikurum
landsins tók aö sjálfsögöu hljóð-
færið með sér i ferðina, og eftir
Hjáimar Guönason lék listilega á
trompettinn inn i hellunum, en
vandfundnari eru betri hljóm-
ieikasaiir. Myndir — eik.
aö allir höföu komiö sér vel fyrir i
Bravo-bátnum tók hann stefnuna
yfir i Klettshelli sem er and-
spænis hrauntánni sem mótaöi
svo stórgóða innsiglingu i höfn
þeirra Eyjamanna i eldsumbrot-
unum fyrir 8 árum.
Þegar inn i Klettshelli kom,
sem er viður til veggja og hár til
lofts, drap Hjálmar á mótornum,
dró upp trompettinn og lék siðan
fallegar etýður sem bergmáluöu
og mögnuöust þaö upp, aö engu
likara var en Sinfónian væri mætt
til leiks i hellinum.
Aður en lengra var haldið flutti
Hjálmar sjóferöabæn, en hann
starfar mikið innan Hvitasunnu-
safnaöarins i Eyjum. Að bæna-
haldi loknu var ekkert þvi til fyrir
stööu aö halda áfram út i gegnum
þrönga innsiglinguna á hið
ólgandi haf.
Siglt var vestur meö eynni og
heilsað upp á tvo Drengi, sem eru
sérkennilegir klettadrangar i
mynni vikur sem heitir Drengja-
bót. Bjargið iöaöi af fuglalifi svo
langt sem augaö eygöi, og uppi á
brUnunum sáust heimamenn með
háfinn á lofti, enda lundaveiði-
timinn runninn upp.
Áfram var feröinni haldið, og
Hjálmar benti mönnum á ýmis-
konar kynjamyndir i berginu.
Lögmannssæti, Hákarlabyrgi,
klettadrangarnir Stóri-örn og
Litli-örn og Uteyjurnar Hæna og
Hani.
öllum þessum stööum fylgdi
saga, ýmist sönn eöa login, og
Hjálmar Utlistaði á skemmtileg-
an hátt fyrir forvitnum feröa-
mönnum.
Um Stóra-örn, þverhniptan
klettadrang kunni hann tvær yfir-
náttUrulegar sögur þar sem guös-
hönd greip inn i þráö örlaganna
og heimti menn Ur helju.
1 annaö sinniö var ungur maöur
á ferð og reyndi þá aö klifra eftir
járnkeöju upp á efsta leitiö, en
járnkeöjan haföi legiö ósnert fyr-
ir veðri og vindum um áratuga
skeiö. Þetta var áriö 1946, þegar
stráksi reyndi uppgöngu. Keöjan
var oröin illa ryöguö, og þegar
hátt var komiö gaf hUn sig. Pilt-
urinn missti festuna og hrapaði
aftur fyrir sig niöur bjargiö. En
hann mundi eftir aö ákalla guö
sinn, að sögn Hjálmars, og þaö
var eins og hendi væri veifaö;
stráksi fékk mjUka lendingu á
þröngri klettasyllu, nær óskadd-
aður. En þar sem hann sat fastur
hátt i bjarginu og ekki fær leið
niðurgöngu, tók hann til þess ráös
að afklæöast hverri spjör, binda
þær siöan saman, og allsber náöi
hann aö feta sig niður bjargiö.
Aftur kom Stóri-Orn við sögu
siðar á þessari öld, þegar hrakin
ungmenni náöu þar landi eftir
miklar svaöilfarir.
Ungt og ástfangiö Eyjapar
hafði brugðið sér Ut i eina Ut-
eyna i bliöskaparveöri og hugöist
dvelja þar fram á kvöld. Þegar
leiö á daginn fóru veöur að skip-
ast i lofti, og leist unga fólkinu
ekki meira á en svo, aö þau tóku
saman sitt hafurtask og hugöu ná
landi áöur en geröi verra i sjóinn.
Þegar þau voru komin á móts
viö Stóra-örn var skolliö á aftaka
veöur og meö öllu Utilokaö aö
, reyna aö komast inn i gegnum
j innsiglinguna. Þau reyndu þvi aö
ná landi i vik einni sem gengur
inn i Heimaey ekki langt frá
Stóra-Erni. StUlkan var ófrisk og
komin langt á leiö. Þrátt fyrir þá
aðstöðu sýndi hUn af sér hörku-
dugnað, þegar lendingin mis-
tókst og báturinn brotnaði i spón.
Meö mikilli herkju og gubs hjálp,
aö sögn Hjálmars, tókst þessu
Skoðið SNÆFELLSNES
sem erfrægtfyrir stórhrotið
og fagurt landslag
giSTW NJÁ OKKUR
bW.V^mannahcr^.
I8vel'>ú'n,vegf*
VUÚe^.^^matur, Va«i
illréttir allan
g VaHihrauö, grt
varp-
SJÓBÚÐIR H/F
Ólafsvík
Símar (93)6300 og 6315
unga fólki aö ná landi i Stóra-Erni
þar sem þau höfðust við þar til
aðstoð barst Ur landi. Ekki varö
stUlkunni meira um volkiöen það,
aö á réttum tima átti hUn sitt
barn, myndarlegan pilt, sem aö
sjálfsögöu býr i Eyjum.
I Hænu er einhver fallegasti
sjávarhellir sem finnst á jaröriki.
Sá fallegasti segja Eyjamenn, og
lái þeim þaö hver sem vill, þvi
fallegur er hann.
Göng liggja i gegnum Hænu,
þannig aö sjórinn innst i hellinum
er botnlaus ef svo má kalla. Sá
litatónn er þó litilfjörlegur miöaö
við það litaskrUð sem gefur aö lita
á hellisveggjunum. Þegar sólin
nær aö hella geislum sinum inn i
hellinn verður litadýröin slik, aö
þvi lýsir enginn á prenti. Enn og
aftur tók Hjálmar upp trompett-
inn og töfraöi fram leiftrandi tóna
sem bergmáluöu um viöáttumik-
inn hellinn.
I Hana sem er næstliggjandi eyja
viö Hænu voru Uteyjamenn enn
bUnir aö koma sér fyrir i veiöi-
hUsinu. Við héldum hins vegar
áfram ferbinni vestast á eyjuna,
þar sem er aö sjá stórbrotin
stuölabergslög, sem sjá má Ut Ur
margvisíegar kynjamyndir. Þar
er Fillinn frægi, liklega sá eini i
heiminum sem mótaður er i
stuðlaberg.
Viö höföum veriö á annan tima i
siglingu kringum Eyjar.
Hjálmar setti brátt á fulla ferö,.og
áöur en nokkur viss: vorum viö
komin aftur aö bryggju þar sem
hópur innlendra og erlendra
feröamanna beiö eftir þvi að
komast i sömu ævintýri og viö
höföum rataö i. — lg.
' Eyjar