Þjóðviljinn - 25.07.1981, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Qupperneq 24
Hjartanleg samúð með fasistum Þegar Bafbo komst við . Meöal þeirra útlend- inga sem hafa haft hér skamma viðdvöl, en skrifað um á móðurmáli sínu er ítalinn frægi Italo Balbo. Hann kom hingað sem foringi flugsveitar itala í hópflugi yfir Atlantshafið árið 1933. Balbo var náinn sam- verkamaður Mussolinis og var gerður að flug- marskálki og síðar land- stjóra eftir hernám í Líbiu. Meðal þess sem Balbo skrif- aði var bók um hópflugiö sem heitir Hundraðssveitin fljúgandi (La centuria alata). I bókinni Glöggt er gests augaðsem MFA gaf út áriö 1946, er kafli úr Hundraðssveitinni fljúgandi i þýðingu Þórhalls Þorgilssonar. Þaðan eru glefsur þær sem hér birtast. Eftir að hafa sagt frá fyrstu móttökunum, blómvendi frá telpuhnokka, segir Balbo frá komunni til Reykjavikur. „Reykjavik er skreytt okkar vegna einsog við hin mestu hátiðahöld I norðlægum höfum. Meðfram hinum þrifalegu götum eru litil timburhús, þokkaleg, snotur og aðlaðandi. Glaðværö rikir meðal fjöldans, erbiður okkar. Ómögulegt er aö skilja hvaö sagt er. En augnatil- litin og allt látbragð fjöldans gefa nógsamlega til kynna, að við erum hjartanlega velkomn- ir....” ,,A torginu á Austurvelli ná fagnaðarlæti Islendinganna hámarki sinu. Aður en forsætis- ráðherrann skilur við okkur, biður hann viðstadda að hrópa húrra fyrir Italiu....” Þá segir Balbo frá ýmsu öðru er drifur á daga hans hér i borginni, heimsóknum inn- lendra og erlendra „heldri- manna”, og skýrslugerð til Mussólinis, foringjans i Róm. „Ég fullvissa hann um að hið göfuga fordæmi hans standi mér ávallt fyrir hugskots- sjónum og muni leiða okkur til sigurs.” Þá dásamar Balbo náttúrufegurð og hibýli inn- byggjara og segir stuttlega sögu þjóöarinnar. „Nú á dögum lifa tslendingar á hafinu og afurðum Biauðbær Heitir hamborgarar -KOstajf *BBQ* *Thousand IslandsX *Friday * Shellstöðinni v/Miklubraut OPIÐ 730- 2330 24 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. júlf 198i þess og þannig hefur það ávallt verið. Fiskveiðar, aöallega þorskur og lax, hafa hingað til nægt til þess, aö öll þjóðin gæti lifað”. (Betur að satt væri). Balbo lýsir sérstakri hrifn- ingu sinni á Islenskri kvenþjóð og segir siðgæði kvenna standa af sér fagurgala og blfömælgi jafnvel ypparlegustu manna af itölsku kyni. Balbo veltir einnig fyrir sér hugsanlegum vöru- skiptum Itala og tslendinga, en segir að um þetta leyti (1933) kaupi ttalia 13 þús. smálestir af saltfiski frá tslandi fyrir 40 miljónir lira. „Að kvöldi hins 6. júli erum viö flugmennirnir gestir forsætisráöherrans. Er þó ekki um opinbera móttöku aö ræða. Þó taka þátt I þessum kvöldveröi um fimmtiu manns, þar á meöal allir konsúlar erlendra rikja. — ...Heimili forsætisráö- herrans er skreytt málverkum úr Islensku lifi. Ber þar allt vott um, að húsráðandi er hrifinn af fegurð lands sins. Samúðin með ttaliu og fasistum er látin i ljós með svo hjartanlegum orðum, að maður kemst við”. Annars veröa einhver vand- kvæði á þvi aö menn skilji hvern annan i samkvæminu þartil bankastjóri Landsbankans snýr sér að Balbo og spyr hvort hann skilji latinu ( — Latine loquer- is?). Og hefst nú upp mikill fagnaður. „En I þvi hrópar for- sætisráöherrann: Roma, patria amatissima secunda!” (Róm er annað föðurland allra þjóða). t biti næsta morgun er Balbo boðiö upp á silung áður en hann leggur af staö áfram yfir Atlantshafið. —óg Forsætisráðherra fagnar Balbo. FERÐA- FÓLK Staðarskáli Hrútafirði Ákjósanlegur áfangi hvort sem þér eruð á leið norður eða að norðan. Tjaldstæði ★ Gisting Bensínafgreiðsla ★ Fjölbreyttar veitingar Hjólbarðaviðgerðir ★ Ferðamannaverslun ESSO og SHELL þjónusta ------—--- Opið alla daga frá 8 til 23,30 /mAktm Hrútafirói Sími 95-1150 Sumargisting Fundir Ráðstefnur Leiksýningar Kvikmyndasýningar Veitingar allan daginn Heitirog kaldir réttir, smurt brauð og kökur Afgreiðsla fyrir sérleyfishafa til Akureyrar, Hornafjarðar ogl Seyðisfjarðar (Færeyjaferjan) Hótel Valaskjálf - sumargisting í menntaskólanum 700 Egilsstöðum Sími 97-1500- 1505

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.