Þjóðviljinn - 14.08.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
FÓLK TEKIÐ TALI:
Skattar og veraldargengi
Blaðamenn lögðu leið sina á vinnustaði og i bæinn
til að forvitnast um viðbrögð fólks við sköttunum og
um hag þess i hvunndeginum. Það kom okkur á
óvart hversu fólk ber sig vel um þessar mundir.
Auðvitað er „úrtakið” ekki marktækt, en við heyrð-
um fáar óánægjuraddir. Vonandi er staðreyndin sú,
að fólk hafi það betra nú en áður. Eitt er vist, að
vinnuálagið á íslendingum er alltof mikið eins og
fram kemur i viðtölunum.
Stella Stefánsdóttir: Vinnuálagib
er of mikiö.
fólk þénaö vel i bónuskerfinu, en
það hefur auðvitað sina stóru
galla. Vinnuálagiö er of mikið.
Þaö þarf að endurskoöa alla
samninga varöandi bónuskerfiö
enda stendur slik endurskoöun
fyrir dyrum.”
Stella sagöist vera ánægö meö
vinnustaöinn enda heföi hún unn-
ið þar um tuttugu ára bil. Þar
Erum hæst-
ánægðar
þetta árið
Addbjörg Siguröardóttir: A sama
staö i tuttugu og tvö og hálft ár.
væri fólki ekki sagt upp störfum
eftir samningana um fastráön-
ingu árið 1974. Aö lokum vöktu
þær stöllur athygli blaðamanna á
kynningu bæjarútgeröarinnar á
nýjum fiskafuröum, sem veröur á
Lækjartorgi i Reykjavikurvik-
unni. Þar veröa á boöstólunum
karfi, ufsi og langa.svo einhverra
dæma sé getiö.
Stöllurnar Stella Stefánsdóttir
og Addbjörg Siguröardóttir i
Fiskiöjuveri Bæjarútgeröarinnar
á Granda voru haröánægðar meö
skattana aö þessu sinni.
Addbjörg (sem er systir Eð-
varðs Sigurössonar):
— Ég er ekkja og er búin aö
vinna hér á sama stað i 22 og hálft
ár. Mér likar stórvel. Hér er svo
gott fólk. Þegar maöur þénar
mikiö veröur maöur aö borga
mikið i skatta. Fólk getur þénaö
mikiö i bónuskerfinu, sérstaklega
I flökuninni þar sem unnið er frá
átta á morgnana til tiu á kvöldin
um þessar mundir.
Þegar hér var komiö i samtal-
inu kom Valgeröur Sveinsdóttir
verkakona aövifandi og lét hrós-
yröi falla um samstarfsfólk sitt.
Um bónusinn sem var til umræöu
Valgeröur Sveinsdóttir: Meö
hörku og dugnaöi tekst þaö.
sagöi Valgeröur: ,,Þaö er ekki
hægt fyrir nokkurn mann aö lifa
af timakaupinu einu saman.”
Meö hörku og dugnaði tekst
manni aö draga fram lifiö. Þar
með var Valgerður rokin.
Stella Stefánsdóttir sagöi meðal
annars: „Ég held aö fólk sé al-
mennt ánægt meö skattana aldrei
þessu vant. Hér á staönum getur
Vagnstjóri
á endastöð
Björn Sveinsson vagnstjóri hjá
SVR i sumar en nemi aö öðru
jöfnu sagðist hafa sloppið vel og
ekki hafa orðið hlessa þegar hann
fékk álagningarseðilinn um dag-
inn.
— Ég er nú skólamaður, ætla i
Háskólann i haust. Ég bý hjá for-
eldrum minum og er ekki tekju-
hár. Þó ég borgi heim hefur mér
tekist að vinna fyrir mér og átt
jafnvel aura til að skemmta mér.
— Ég held að kjör vagnstjóra
hafi versnað tiltölulega siðustu
árin. Við vinnum þetta 6 tíma á
dag og um þriðju hverja helgi.
Hversu mikið við þénum? Ég er i
8. launaflokki og þéna um 7000
krónur á mánuði.
Björnvar harðánægður meðlíf-
ið og tilveruna, þar sem hann sat
Björn Sveinsson: Hversu mikiö
við þénum ?
makindalega undir stýri á vagni
sinum og beið eftir brottfarar-
kallinu, Grandi-Vogar, leið 2.
Broshýr
út á
Granda
Næst hittum við að máli nitján
ára gamla verkakonu Ólöfu Sig-
ríði Magnusdóttur.Hún var hin
broshýrasta og engar skatta-
byrðar máttilesa úr svip hennar.
— ,,Ég kvarta ekki undan skött-
unum. Hérna hef ég unnið i
fjögur ár og mér gengur bara vel
með bónusinn. Fastakaupið er
ekki nema um fimm þúsund á
mánuði en með góðri frammi-
stöðu geturbónusinn orðið þrjú til
fjögur þúsund að auki.—
— Hvort endarnir nái saman?
Við leigjum ibúð, ég og kærastinn
minn en sonur minn þriggja ára
myndarstrákur er á barna-
ÓlöfS. Magnúsdóttir: Þetta hefur
ailt biessast.
heimili. Éinhvern veginn hefur
þetta alltaf blessast. Mér finnst
einhvern veginn að ég eyði ekki
eins miklu eftir mynt-
breytinguna,—
Svo sveif ólöf Sigriður á braut
með bros á vör.
Sigurður Þórarinsson: trésmiöur
og pianóleikari.
Slapp
vel í ár
Sigurður Þórarinsson trésmiö-
ur, sem vinnur viö viðhald I Bæj-
arútgerðinni, sagöist vera sæmi-
lega ánægöur meö álagninguna f
ár. Taldi hann sig haf a sloppið vel
vegna þess að hann hefði haldið i
við sig meö vinnu á siðastliðnu
ári.
— Konan min vinnur líka úti og
á veturna vinn ég tvöfalda vinnu.
Ég er pianóleikari i Þjóðleikhús-
inu. Við höfum fyrir tveimur
börnum að sjá og fyrir þremur
árum festum við kaup á i'búö og
stöndum þvi i ströngu. Annars er
nokkurn veginn sama hvað mað-
ur vinnur mikið, aurarnir hverfa
alltaf.
— Ég tel að trésmiðir séu verst
settir allra iðnaðarmanna. Móta-
uppsláttur eru einu uppgripin og
allir geta ekki verið i því. Aðrar
trésmfðar eru seinleg vinna.
Sigurður sagöi, að það væri
góður andi á vinnustaðnum og aö
unglingarnir í dag væru einkar
viðkunnanlegir. Þeir væru miklu
friðsamlegri idag en fyrirnokkr-
um árum.
Skattamir
í eðfflegu
samræmi
Næst vildum viö heyra hljóöið i
þeim „sem betur mega sin” og
leituðum þvi til Jóhanns Páls
Valdemarssonar forstjóra Ið-
unnar.
— Skattarnir voru eins og við
var að búast hjá mér. í eðlilegu
samræmi viö fyrri ár, miðaö við
veröbólgu og aukin umsvif. Það
hefur blessunarlega dregiö úr
veröbólgu og nú rikir meira
„stabilitet” i efnahagsmálum.
Raunvaxtastefnan hefur dregið
úr óheilbrigöu braski og spilltri
hugsun.
Jóhann Páll taldi að stööu
bókarinnar væri ekki ógnað af
nýjum tæknitólum i fjölmiðlum á
borð við vídedbönd. Hann taldi að
„ólæsi” hér væri ekki oröiö aö
þvilikri plágu eins og þekkist i
Bandarikjunum. Sú þróun væri
hægari hér en þar. Að lokum
sagöist Jóhann Páll hafa tröllatrú
á framtið bókarinnar.
Jóhann Páll Valdemarsson: TVöllatrú á framtfö bókarinnar.
Fer varla
á hauslmt
héðan af
Asgeir M. Asgeirsson kaup-
maður i Sjóbúðinni á Granda-
garöi var ánægður með skattana
sina, kærir allavega ekki.
— Mér finnst þessi rikisstjórn
hafa bara staöiö nokkuð vel aö
málum. Astand mála ekki verra
en við er aö búast. Aöur en ég tók
aö versla her á Grandanum hafbi
ég sótt sjóinn um árabil. Siðan
varö ég veikur i maga og lagöist
þrisvar undir hnifinn. Þá var ég
svo heppinn aö enginn vildi sjá
mig tU neins,enga vinnu að hafa.
Þá kom til Gunnar Thoroddsen þá
bankast jóri og bjargaði málunum
og ég fór að versla.—
— Hvernig búðin gangi? Ég fer
varla á hausinn héðan af, jafnvel
þó svipaðar verslanir hafi risið
upp hér i kringum mig. Ég get svo
sem verið sáttur viö mitt, ég hef
komið börnunum vel á legg og
skilað minum hlut.—
Asgeir M. Asgeirsson: sótti sjóinn
um ára bfl.
— Um stjórnmálaástandiö I
landinu hef ég margt misjafnt aö
segja. Það er nú til dæmis þetta
með rUciseinkasölu á grænmeti,
árans útitafliö og peningaaustur-
inn i blööin. Hvers vegna þarf aö
rifa þulina upp eldsnemma á
morgnana til aö þylja leiðara
dagblaöanna? Asgeir haföi ýmis-
legt meira aö segja við okkur
blaðasnáöa, sem hann taldi
mestu vafagemsa en það veröur
aö biða betri tima.