Þjóðviljinn - 14.08.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.08.1981, Blaðsíða 6
(i SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. ágúst 1981 Útboð Alþýðusamband Austurlands óskar eftir tilboðum i að byggja 19 sumarhús að Ein- arsstöðum á Völlum. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. Ármúla 4, Reykjavik og á skrifstofu Alþýðusam- bands Austurlands Egilsbraut 25, Nes- kaupstað, gegn 1000 króna skilatryggingu. Tilboðum ber að skila til Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. eigi siðar en 9. september n.k. Alþýðusamband Austurlands Sálfræðingur Ráðuneytið óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa við fangelsin. Starfstimi og starfshlutfall eftir samkomulagi. Umsóknir með upplýsingum um náms- feril og fyrri störf sendist fyrir 25. ágúst nk. Dóms- og kirkiumálaráðuneytið, 12. ágúst 1981. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða LOFTSKEYTAMANN/ SÍMRITARA tii starfa i Neskaupstað. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjóra i Nes- kaupstað. Laus staða Staða iþróttaíulltrúa er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerli opinberra starfsmanna. Umsóknum, er veiti vitneskju um menntun og fyrri störf, séskilað til menntamálaráðuneytisins fyrir f4. september n.k. Menntainálaráðuneytið, 12. ágúst 1981. Minning Skeggi Ég tel það sé erfitt að minnast Skeggja Ásbjarnarsonar svo vel sé, svo margbrotinn persónleiki var hann i lifanda lifi. Ef eitt orð væri látið nægja, þá kemur mér i hug orðið þakklæti. Slikur ágætis- maður var hann. Ég var nefni- lega eitt sinn nemandi hans og skildi að þar fór næmur persónu- leiki, sem hafði að leiðarljósi orð- in mannvirðing og mannást. Það þarf þó nokkuð til að vera slikur yfirburða maður að bjóða nem- endum sinum upp á að taka þá sem jafningja, en það gerði al- mUgamaðurinn Skeggi Ásbjarn- arson. Skeggi hélt að visu ekkert sérstaklega upp á mig sem nem- anda, þó-einkunnin væri sU besta i bekknum, þvi að hann leitaðist alltaf við að styrkja þá.er stóðu höllum fæti. Þó leyfði hann mér stundum að lesa svona aukalega ljóð og hældi hann mér þá fyrir ákveðna hrynjandi, og bætti svo við: ÞU lest þetta eins og þU skilj- ir ljóðið. En auðvitað var það bölvuð vitleysa, þvi að vissulega þurfti ég að læra eins og aðrir. Ég Ásbjamarson veit að Drottinn hefur tekið vel á móti manninum Skeggja Ás- bjarnarsyni. Ég tel að ég eigi það þér að þakka, að ég skuli eiga al- veg flekklaust lif. Skeggi var nefnilega meira en kennari. Hann tamdi sér að vera faðir bekksins, en það get ég ekki sagt um aðra þá kennara, sem ég hef rekist á á llfsleiðinni. Ég vona að ég tali fyrir munn allra þinna nemenda, þegar ég segi: ÞU vildir varða leið nemenda þinna og það heit þitt hef ég aldrei brotið. t dag er kvaddur mikill mannvinur og ég kem ekki að tómum kofanum hjá almenningi, þvi að hann var einn af mörgum ágætum fræðurum rikisUtvarpsins. ÞU er kvaddur i dag af einlægri virðingu, þvi að sá, sem hefur efni á að bera virð- ingu fyrir öðrum, ber sennilega ávallt mesta virðingu fyrir sjálf- um sér. Þvi sá sem ekki ber virð- ingu fyrir sjálfum sér, hann á ekkert handa öðrum. ÞU fórst of snemma, en eflaust hefur drott inn viljað fá þig, til að gera birt- una hinumegin meiri. Ég hef þessi orð ekki fleiri. En þó hefði aðeins eitt orð verið nægjanlegt frá mér. Það er orðið þakklæti. Blessuð veri minning Skeggja Ás- bjarnarsonar, barnakennara. Steinar Benediktsson Minning: Sigurður Harðarson Kveðja frá Iðnskólanum 1 Reykjavík Sigurður Harðarson stundaði nám i bókagerðardeild á liðnum vetri og hugði á framhaldsnám i bókbandi næsta vetur. Sigurði sóttist námið vel, hann var vel látinn jafnt af nemendum sem kennurum. Á undanförnum árum hafði Sigurður unnið margvisleg störf. Ákvörðun hans um nám i bókbandi byggðist þvi á reynslu og yfirvegun. Félagar Sigurðar i bókagerðardeildinni telja hann hafa verið hæglátan, jákvæðan, traustan og raungóðan mann. Nemendur, kennarar og annað starfslið skólans vottar aðstand- endum samUð vegna þessa svip- lega fráfalls. Iðnskóiinn i Reykjavik, Ingvar Asmundsson. Kvikmy ndaef tirlitið: Ekki vald til að banna sýningu fólki yfir 16 ára Menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér eftirfarandi greinar- gerð um skoðun kvikmynda hér á iandi, sem kvikmyndaeftirlits- mennirnir Hulda Valtýsdóttir, Erlendur Vilhjálmsson og Jón A. Gissurarson hafa óskað eftir að komið sé á framfæri: „Vegna misskilnings sem gætt hefur i blaðaskrifum að undan- förnu um hlutverk og starfssvið kvikmyndaeftirlitsins, er ástæða til að gera nokkra grein fyrir þessum atriðum. Kvikmyndaeftirlitið starfar samkvæmt ákvæðum i 58. grein laga um vernd barna og ung- menna frá 1969 og 52. grein reglu- gerðar frá 1970 um sama efni. 1 58. greininni segir svo m.a.: „Enga kvikmynd má sýna börnum innan 16 ára aldurs, nema að undangenginni at- hugun, .... Ráðherra tilnefnir, að fengnum tillögum barnaverndar- ráðs, ... menn til fimm ára i senn til að annast skoðun kvikmynda. Skoðunarmenn skulu meta hvort mynd geti haft skaðleg áhrif á siðferði eða sálarlif barna eða á annan hátt. Skulu þeir ákveða, hvort mynd sé óhæf til sýningar börnum innan 16 ára aldurs eða á tilteknum aldurs- skeiðum innan þess aldurs. Tveir skoðunarmenn hið fæsta skulu skoða hverja mynd. Greini þá á, skal hinn þriðja kveða til, eftir þvi sem nánar verður ákveðið i reglugerð og ræður þá meiri hluti, hvort banna á mynd eða ekki.” (Eins og áður segir nær slikt bann aðeins til barna að 16 ára aldri.) Ekki aflar það barni innan ákveðins aldurs heimildar til að- gangs að kvikmyndahUsi, þar sem sýnd er mynd, sem bönnuö er börnum á þess aldri, að það sé I fylgd meö fullorðnum eöa þeim sem heimild hafa að sjá viðkom- andi kvikmynd. Barnaverndar- nefndir á viðkomandi stöðum skulu hafa eftirlit með, að aðeins séu þar sýndar börnum kvik- myndir, sem kvikmyndaeftirlitið hefur leyft... RikisUtvarpið annast skoðun kvikmynda, sem það sjónvarpar.” í reglugerð frá 1970 segir svo m.a. i 52. grein: „Enn fremur bera foreldrar eða aðrir forráða- menn ábyrgð á að börn sjái ekki slikar myndir (þ.e. myndir bann- aðar börnum). Skoðun fer fram i Reykjavik. Heimilt er þó ráðherra að ákveða að skoðun fari fram utan Reykja- vikur. Orskurður skoðunarmanns skal fylgja hverri mynd og gildir hann hvarvetna á landinu.” 1 58. grein laga um vernd barna og ungmenna er ábyrgð lögð á herðar dyravarða og eftirlits- manna samkomustaða ásamt forstöðumanni að Urskurði kvik- myndaeftirlitsins sé framfylgt að viðlögðum sektum, nema þyngri refsing liggi við að lögum . Lögum samkvæmt hefur kvik- myndaeftirlitið þvi ekkert vald að banna sýningu kvikmynda fólki eldra en 16 ára. Þess má geta að 1980 barst kvikmyndaeftirlitinu bréf frd menntamálaráðuneytinu vegna tilmæla frá dómsmálaráðu- neytinu. Var þess óskað að skoðunarmenn gerðu lögreglu- stjóra aðvart.kæmu kvikmyndir til skoðunar sem ætla mætti að brytu i bága við ákvæði 210 greinar almennra hegningarlaga, en grein þessi bannar birtingu á klámi og dreifingu þess. Þetta hafa skoðunarmenn gert. Kvikmyndaeftirlitið hefur engin afskipti af málinu framar, enda er þá verið að fjalla um algert sýningarbann en ekki einungis fyrir börn innan 16 ára aldurs.” Laus staða Staða æskulýðsíulltrUa skv. 4. gr. laga nr. 24/1970 um æskulýðsmál er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum, er veiti vitneskju um menntun og fyrri störf séskilað til menntamálaráðuneytisins fyrir 14. september nk. Menntamálaráðuneytið, 12. ágúst 1981. Laus staða Staða tækja-og dýravarðar við liffræðiskor verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Um erað ræða hálfa stöðu. Starfið er einkum fólgið i við- halditækjaogeldi dýra. Nánari upplýsingar eru veittar i sima 85433. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir sendist inenntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 7. september nk. Menntamálaráðuneytið, 13. ágúst 1981.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.