Þjóðviljinn - 14.08.1981, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 14.08.1981, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. ágúst 1981 Þó að trúrækni fslendinga á seinni árum sé ekki upp á marga fiska, þá er það óbifanleg staðreynd, að kirkja guðs byggð á bjargi skýtur upp kollinum á helstu krossgötum í líf i alls þorra landsmanna á leið þeirra frá vöggu til grafar. Reyndar vefst það fyrir fáum, að kristin kirkja hér á Islandi líkt og annars staðar á vesturlöndum er enn virk og bráðlifandi sam- félagsstofnun þrátt fyrir að fáir á okkar dögum geri sér reglulega ferð í guðshús í leit að andlegu fóðri. I Ijósi þessa þótti blaðamanni Þjóðviljans ástæða til þess að leita álits kirkjunnar þjóna um eitt af alvarlegustu málefnum líðandi stundar: afvopnunar- og friðarbaráttu fólks um víða veröld. Einnig þótti mikilsvert að kynna fyrir lesendum blaðsins hlut kirkjunnar i þeirri baráttu. Haft var samband við fimm fulltrúa Þjóð- kirkjunnar: Vígslubiskupana tvo Ólaf Skúla- son og Pétur Sigurgeirsson, Bernharð Guðmundsson ritara í utanríkismálanefnd kirkjunnar, dr. Gunnar Kristjánsson frá Reynivöllum og séra Gunnþór Ingason í Hafnarfirði, — og þeir beðnir um að gera grein fyrir þessum málum. —h Dr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum: Kirkjan og Mðarhreyfíngarnar Dr. Gunnar Kristjánsson frá Reynivöllum tók þátt I ráöstefnu, „Kirkjudegi lúthersku kirkjunnar i Þýskalandi”, sem fram fór I Hamborg fyrir skömmu. Ráft- stefnugestir skipulögftu gífurlega friftargöngu um götur borgarinn- ar. Dr. Gunnar gerir aimenna grein fyrir stööu kirkjunnar i bar- áttunni fyrir frifti i heiminum og segir frá ráftstefnunni og friftar- göngunni I Þýskaiandi. Kirkjan er fremur hreyf- ing en stofnun Þegar rætt er um „kirkjuna á Vesturlöndum” ber aft hafa þaft i huga, að slikt fyrirbæri er ekki til! 1 fyrsta lagi er um að ræða tvær stórar kirkjudeildir, lúth- erska og rómversk-kaþólska auk fjölda smærri. I öðru lagi ber að minnastþess, aö kirkjan er miklu heldur hreyfing en stofnun. Rétt- ara væri þvi að tala um kirkjur Vesturlanda eða kristna söfnuðiá Vesturlöndum. Þetta skiptir verulegu máii þegar um friðar- hreyfingarnar nýju er að ræða, þar sem þær koma alfarið ,,neö- anfrá”. Þær spretta úr hinu hversdagslega safnaðarlifi hinna einstöku safnaða eða samtökum þeirra en grundvallast ekki á op- inberum yfirlýsingum kirkju- samtaka svo sem alkirkjuráös- ins, lútherska heimssambandsins eða annarra alþjóðlegra kirkju- samtaka. Þótt erfitt sé i stuttu máli aö greina frá hinum nýju friöar- hreyfingum innan kirknanna á Vesturlöndum skal þess þó freist- að i fáeinum orðum. Það er reyndarekki ókunnugt fyrirbæri i evrópskum stjórnmálum, að kirkjan komi verulega inn I myndina þegar gamanið fer að kárna. Þetta þekkja Þjóðverjar frá tlmum nazismans, þegar báð- ar stærstu kirkjudeildirnar reyndust þess megnugar að veita nazismanum sterkasta viönámiö frá upphafi til enda og jafnframt hafa forystu um uppbyggingu landsins eftir hamfarirnar aö verulegu leyti. Margir þykjast sjá • þess merki, aö vandi stjórnmála- manna sé oröinn slfkur, að hann sé þeim með öllu ofviöa og g jörðir þeirra beri merki örvæntingar. Vigbúnaðarkapphlaupið mikla, sem nú stendur yfir, beri þess vitni á ótviræðan hátt. i auknum mæli draga menn réttmæti vig- búnaöarins I efa, það sýna hinar nýju friðarhreyfingar svo ekki veröur um villst. Orsakir friðarhreyfing- anna I kjölfar gifurlegra deilna um kjarnorkuver á meginlandinu taka nú við harðskeyttar deilur um kjarnorkuvopn og stóraukinn vigbúnað á Vesturlöndum. Þessar deilur hófust að verulegu marki við ákvörðun NATO i des- ember 1979, um að leyfa uppsetn- ingu meðaldrægra eldflauga i Evrópu og er það prógramm nú á framkvæmdastigi. Þessi ákvörð- un stóreykur hættuna á kjarn- orkustriði i Evrópu, ekki sist i Þýskalandi og er þvi skiljanlegt, aö fá mál séu rædd af sama kappi og þessi. Fortiðin rifjast upp, minning þess, að Þýskaland hafi tvisvar á þessari öld komið af stað heimsstyrjöld. — Nýjasta fréttin um vigbúnað, þess efnis, að Bandarikin hafi tekið ákvörð- un um að láta hefja framleiðslu nifteindasprengjunnar, mun ekki verða til þess að draga kraftinn úr friðarhreyfingunum nýju held- ur efla þær verulega. Allt þetta er gert i skjóli töfra- hugtaksins „hernaöarjafnvægi”. Margir hafa þó bent á það á síö- ustu misserum, að hugtakið „hernaðarjafnvægi” eða vigbún- aðarjafnvægi er innantómt orö og ónothæft. Heimspekingurinn og eðlisfræðingurinn Carl Friedrich von Weizácker kallar þetta orð blekkingu: hernaðarjafnvægi Þýskir friftarsinnar I göngu verði aldrei náð og aðeins yfirskin beggja stórveldanna til þess að auka vigbúnað sinn. Jafnvægi verði aldrei náð hversu mjög sem vigbúnaður sé aukinn (og ekki hefur tekist að draga úr honum), og er nú svo komið, að vopnabúr stórveldanna nægja til þess að tortima mannkyninu þrjátiu sinn- um ef ekki oftar. Það var þvi kannski ekki óspámannlega mælt hjá Jimmy Carter i kveöjuræðu hans i upphafi þessa árs er hann sagði: „Ef til vill er það aðeins timaspursmál hvenær vitfirring, örvænting, öfund eða mistök leysa hið skelfilega vald (kjarn- orkusprengjunnar) úr læðingi”. Sumir gera þvi skóna, að á bak við vigbúnaö Vesturlanda búi sú hugsun að „vigbúa Sovétrikin til dauða”, þ.e. að kapphlaupið verði efnahag Sovétrikjanna ofviða þannig að efnahagskerfi þeirra hrynji að lokum. Þessi útreikn- ingur kann hins vegar að reynast rangur, örvænting sovéska bjarn- arins gæti leitt hann til örvænt- ingarfullra aðgerða. Friðargangan mikla í Hamborg Þær fjölmörgu friðarhreyfing- ar sem sprottið hafa upp á und- anförnum tveim árum innan kristinna safnaöa á meginlandinu voru áberandi á „Kirkjudegi lúthersku kirkjunnar I Þýska- landi”, sem haldinn var i Ham- borg 17. - 21. júni s.L.Voru þátt- takendur hátt á annað hundrað þúsund. Hinn 20. júni gaf að lesa eftirfarandi klausu i „Hamburger Abendblatt”, einu virtasta blaði Hamborgar: „Hamborg er orðin •* vettvangur alíshérjar friðarum- ræöu. Allir tala um friðinn. Stjórnmálamenn eins og kanslar- inn Helmut Schmidt, forsætisráö- herrann (i Schleswig-Holstein) Stoltenberg og varnarmálaráð- herrann Hans Apel reifuðu hug- myndir sinar þar að lútandi á 19. „Kirkjudegi lúthersku kirkjunn- ar” og auk þeirra komu fram fjöl- margir fulltrúar friðarhreyfinga innan kirkjunnar.” Ég átti þess kost að fylgjast gaumgæfilega með þessum umræðum, sem of langt mál yrði að rekja hér. Fjöl- margir þýskir ráðherrar voru viðstaddir og tóku þátt i umræð- um bæði formlega og óformlega. Auk þess voru þarna komnir margir þekktir fulltrúar friðar og mannréttindahreyfinga víös vegar að úr heiminum, svo sem Angela Davis, Fernando Carden- al (frá Nicaragua) o.fl..I umræö- um kom fram eindregin gagnrýni á núverandi varnarmálastefnu V-Þýskalands og þar með NATO og er enginn efi á þvi, að hvörf hafa orðið i þessum málum við þessa samkomu eins og siðar hef- ur komið rækilega i ljós I hinni pólitisku umræðu I V-Þýskalandi. Til þess að gefa hugmynd um þátttöku almennings og eindreg- inn vilja hans má geta um friftar- gönguna miklu, sem þátttakend- ur kirkjudagsins fóru um götur Hamborgar og voru þátttakendur um hundrað þúsund úr öllum stéttum þjóöfélagsins og á öllum aldri. Þetta er stærsta ganga sinnar tegundar i sögu Sam- bandslýðveldisins. Hinar nýju friðarhreyfingar kirknanna á Vesturlöndum eru pólitiskt afl, sem ekki verður framhjá gengið. Og þess ber að geta, að stuttu sið- ar var sambærilegur kirkjudagur haldinn I Stralsund i Austur- Þýskalandi, einnig þar var ungt fólk i meirihluta og sömu mál bar á góma. Kirkjan er pólitiskt afl, sem sameinar menn bæöi austan járntjalds og vestan, það er sterkasta vonin, sem tengist kirkjunni sem pólitlsku afli I heiminum. Eru friöarsinnar ábyrgir? Nú ber aö skjóta því hér inn I, að friðarhreyfingar kirknanna i V-Þýskalandi eru ekki komnar frá kirkjustjórnunum heldur „neðanfrá” eins og fyrr segir. Ekki eru allir kristtnir menn á sama máli eins og gefur að skilja og þess ber aö geta, að þeir stjórnmálamenn sem hvað harð- ast urðu fyrir barðinu á gagnrýni friðarsinna voru kanslarinn Hel- mut Schmidt og varnarmálaráð- herrann Hans Apel en þeir eru báðir virkir kirkjunnar menn og hafa hvorki fyrr né síðar farið i launkofa með trúarsannfæringu sina (þess má geta, aö kanslarinn sendi frá sér bók I kosningarbar- áttunni 1976, sem ber titilinn „Sem kristinn maöur I hinni póli- tisku ákvörðun”). Reyndar hafa

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.