Þjóðviljinn - 14.08.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.08.1981, Blaðsíða 10
lfl SÍÐA — JjJÓÐVILJINN Föstudagur 14. ágúst 1981 Klrkjan í baráttunni fyrir afvopnun og friði Framhald af bls. 9. Bernharður Guðmundsson: islenska þjóðkirkjan er aöili aö tvennum alþjóðlegum kirkjusam- tökum: Lúterska heimssamband- inu (The Lutheran World Federation) og Alkirkjuráðinu (The World Council of Churches) Lúterska heimssambandið tel- ur flestar lútersku kirkjurnar innan sinna vébanda og eru þær starfandi i rúmlega 50 löndum, F’jölmennastar eru þær i Þýska- landi á Norðurlöndum, i Banda- rikjunum og Indónesíu. málefni sérfræðinga og stjórn- málamanna, heldur er það mál sérhvers manns og sérhverrar konu af öllum þjóðum. — Kirkjurnar hafa mjög ákveðnu hlutverki að gegna i þessari baráttu vegna þess að þær eiga mælikvarða trúarinnar á Guð vonarinnar, sem ætlar öllum mönnum að bera ábyrgð hver á öðrum i friði og réttlæti”. Alkirkjuráðið hélt eftirminni- lega ráðstefnu um afvopnun fyrir fáum árum. Þar var mikið fjallað um vitahring ofbeldisins, sem birtist ekki aðeins i hernaðar- hyggju heldur og á fjárhagslegri og andlegri kúgun sem henni tengist, ekki sist i þríðja heimin- um. „Kirkjurnar kalla kristna menn til baráttu — sem íriðflytj- endur — fyrir hinu nýja sam- félagi. Þar rikir nýr lifsstill og ný viðmiðun, þar sem tittnefnt þjóðaröryggi er ekki skoðaö sem viðhald forréttinda hinna fáu, heldur sem jöfnun valda og gæða meðal manna.” Málið getur ekki verið brýnna. Mat Alkirkjuráðsins á núverandi aðstæðum kemur fram i yfirlýs- ingu sömu ráðstefnu, sem er undirrituð af flestum heístu forystumönnum kirkjunnar i öll- um heimsálfunum. Þar segir meðal annars: Alþjóöasamskipti kirkjunnar í baráttunni fyrir heimsfriöi Alkirkjuráðið sameinar nær allar kirkjudeildir nema róm versk-kaþólsku kirkjuna, sem hefur þó i ýmsum efnum náið samstarf.Um 4U0 miljónir manna teljast til aðildarkirkna Alkirkju- ráðsins. Sem félagi i þessum samtökum, á islenska kirkjan aö sjálfsögðu aðild að alþjóðlegu starfi þeírra i þágu friðar og m annréttinda, þótt ekki hafi allar gárur þeirra átaka borist að ströndum eyjarinnar okkar. Bæði þessi samtök hafa deildir sem vinna sérstaklega að mannréttindum og lriðarmálum, auk þróunar og flóttamanna- hjálpar sem að sjállsögöu eru eðlisskyld mál. Samtökin hala mjög reynt að vekja hinn almenna liðsmann kirkjunnar til umhugsunar og virkrar þátttöku i þessari baráttu. Háðstefnur, bæöi alþjóö- legar og á heimaslóöum, smærri fundirog ritaömál allskonar hafa dreift margskonar gögnum og upplýsingum til almennings. Sér- staklega hefur verið lögö áhersla á útgáfu stuðningsleselnis lyrir umræðuhópa. Hel'ur Biskupsslofa nokkuð aí slikum gögnum, sem eru þvi miöur enn aðeins á erlendum málum. Aðalritari Alkirkjuráðsins, Jamaicamaðurinn Philip Potter ávarpaði þing Sameinuðu þjóö- anna er það fjallaði um afvopn- unarmál fyrir skemmstu, og sagði:,,—Afvopnun er ekki einka- „Við lifum nú i skugga vigbún- aðar sem er viðtækari, dýrari, magnaðri og hættulegri en áöur hefur gerst i sögunni. Aldrei heíur mannkyn verið svo nærri algerri sjálfstortimingu. Vigbúnaðarkapphlaupiö nú á sér enga hliðslæðu um sóun mannlegra sem efnislegra verð- mæta. Það veldur kúgun og hundsun mannréttinda. Það eí'lir ofbeldi og eykur öryggisleysi i stað þess öryggis sem þvi kvað vera ætlað að gæta. Það lamar allar vonir mann- kyns um réttlæti og frið. Það er fjarri ætlunarverki Guðs. Það er djöfullegl”. Séra Ólafur Skúlason: Kristur var kross- festur af herveldi Blaðamaður Þjóðviljans hefur beðið mig um að svara I fáum orðum spurningum um kirkjuna og afvopnunarmál. Það er sjálf- sagt að verða við þessari beiðni. Málið er þýðingarmikið. Það snertir allar þjóðir og hvern ein- stakling þar með. Þess vegna hlýturþaðeinnigaðvera verkefni fyrir kirkjuna, sem ekkert mann- legt er óviðkomandi. Kirkjan starfar að köllunar- verki sinu, sem er að boða trú á þann Drottin, sem var krossfest- ur af herveldi og bauð lærisveini sinum að sliöra sverðið, þegar hann mundaði það við handtöku herra sins. Jesús iagði á það áherslu, að kærleikurinn væri þaö vopn, sem hann beitti og þar með þeir, sem siðan hafa starfað i nafni hans. Kærleikur er and- stæða hatursins. Þess vegna hlýt- ur þá lika kirkjan að vara við smiði vopna, sem þann eiga til- gang einan að tortima og eyða. íslenska kirkjan tekur þátt i samstarfi kirkna bæði i Alkirkju- ráðinu, sem mikið hefur látið að sér kveða i mannréttindamálum; i Lútherska heimssambandinu, þar sem lútherskar kirkjur starfa saman og i þriðja lagi i Evrópu- ráði kirkna. 011 hafa þessi sam- bönd varað við hernaði og lagt á það áherslu, hversu sorglegt það er, að sifellt aukast framlög til vopnasmiði og vopnakaupa. Heimssambandið hefur þó verið ásakað fyrir það, að hafa i við- leitni sinni við að veíta frelsis- hreyfingum aðstoð, óbeint eða beint stuðlað að vopnakaupum þeirra. Er þarna enn komin þessi ömurlega þverstæða, að ætla að veita réttum málstað iið með þvi að senda vinum sinum byssu i hendur eða taka hana upp sjálfur. Virðist seint ætla að takast að sjá sköpunarverkið með augum Skaparans og rækta bróðurþel og efla samstöðu. Um allan hinn frjálsa heim, þar sem rödd kirkj- unnar fær að hljóma, hefur verið varað við taumlausu hervæðing- arkapphlaupi. Hafa þar hljómað raddir úr predikunarstólum um allan hinn vestræna heim, sem og frá aðalstöðvum kirkna, og ekki er langt siðan páfinn undirstrik- aði þá miklu hættu, sem vofir yfir mannkyni, ef ekki verður snúið við blaði. Sjálfur hef ég sótt þing Evrópuráðs kirkna, þar sem þessi mál hafa verið rædd af ein- urð og alvöru og Finnar voru i fararbroddi. Lengra nær nú ekki minn þáttur i þessu samstarfi kirkna um allan hinn vestræna heim að brennandi hagsmuna- máli mannkyns. \.Búmarkið ] i nú ákveðið Þótt nokkur ágreiningur hafi verið — og sé eflaust enn — um ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið til takmörk- unar á búvöruframleiðslunni, (kvótakerfi og fóðurbætis- skattur) þá verður þvi ekki á móti mælt, að undirbúningur I þeirra hefur margt leitt f Ijós um landbúskap þjóðarinnar. A fundi, sem forráðamenn Stétt- arsambands bænda, þeir Gunnar Guðbjartsson, for- maður þess, Árni Jónasson, erindreki og Ingi Tryggvason, ■ framleiðsluráðsmaður, héldu nýlega með fréttamönnum lét Gunnar svo ummælt, að ýtar- , legri upplýsingum og fróðleik ■ um islenskan landbúnað hefði ekki verið aflað sfðan þeir Árni Magnússon og Páll , Vidalin sömdu Jarðabókina. A grundvelli þessara upp- lýsinga er svo byggt hið svo- I nefnda „búmark”, sem er , meðaltalsbústofn á lögbyium i landinu, miðað við árin 1976, 1977 og 1978. Vinna við þessa ýtarlegu , gagnasöfnun hófst i okt. 1979 og lauk i júlibyrjun i sumar. Hefur söfnun og úrvinnsla einkum hvilt á herðum Ama , Jónassonar. ■ Heildarbúmark ailra lög- býla á landinu reyndist vera 1.756.153 ærgildi. Tala býla er , 4959 og þá meðtalin þau býli, Isem farið hafa i eyði á siðustu 5 árum, og félagsbýli talin ! sem eitt býii. Meðaltalsbú- mark á býli er 354,13 ærgildi. I Ekki er i heildarhámarkinu tekið með búfé þéttbýiis- I manna, sem dtki hafa lögbýli til ábúðar. Væri félagsbúum skipt mundi tala búa hækka 1 allverulega, en á félagsbúum , eru 2—5 aðilar með sameigin- legt búmark. t einuærgildi teljast 16,8 kg. af kindakjöti, 20 kg. nauta- kjöts og 174 ltr. af mjólk. 2429 býli, eða tæpur helm- ingurallra býla á landinu, nær ekki 300 ærgildum. Tæp 1400 býli eru með 300—500 ærgildi I og um 1100 býli meira, en þar koma félagsbú inn. Mjög er bústærðin misjöfn i J einstökum landshlutum. I Eyjafirði er hún t.d. 523,63 ær- gildi, en i Austur-Barð- strandarsýslu 255,12 ærgildi. Þegar litið er til félagsbúa, I sem ekki ná 300 ærgildum, ber að hafa i huga, að skipting þeirra liggur ekki fyrir. Yrði þeim skipt á eigendur, mundi trúlega stór hluti þeirra búa, sem eru yfir 500 ærgildi, lenda undir 300 ærgilda markinu. Allmargir, sem eru undir þvi marki, hafa miklar tekjur af kartöfluframleiðslu, gróður- húsarækt,hlunnindum. Til eru þar og menn með miklar launatekjur. Vandasamt er að meta slikar tekjur. Þær vilja breytast milli ára, eftir ár- ferði o.fl. Gera má ráð fyrir að breyt- ingar geti orðið á skiptingu búmarks milli búgreina. Sciptingin er einkum byggð á áunnum rétti manna sam- kvæmt útreikningi en miklar bústofnsbreytingar hafa orðið frá viðmiðunarárunum, sem taka verður tillit til. Þá er og nauðsynlegt að taka sérstakt tillit til þeirra bænda, sem hafa staðið i miklum fram- kvæmdum eða eru að byrja búskap. Það hefur sýnt sig, að auð- velt er að halda i skefjum mjólkurframleiðslunni með þeim aðferðum, sem beitt hefur verið. Siðan farið var að beita þeim hefur hún minnkað um 12—15%. örðugra er það með sauðfjáraafurðirnar. Tala innleggjenda er há og margir þeirra með óverulegt innlegg. Á viðmiðunarárunum voru þeir um 40 þús. Komust upp i' 30 frá einu heimili. Framleiðsla þeirrar búvöru, sem kom til sölumeðferðar á sl.ári, reyndistnema 1.552.656 ærgildum (kindakjöt, nauta- kjöt, mjólk). Miðað við verð- mæta- og útflutningsáætlun yfirstandandi árs sýnist vanta um 45 milj. kr. á fullt verð fyrir þá framleiðslu, eða rúm- lega 4,5% af heildarverðmæt- inu. Fullt verð er þvi hægt að tryggja fyrir um 1.454 þús.ær- gildi eða um 80% heildarbú- marksins, án úrskurðaðra heimilda um viðbætur við bú- mark og án innleggs frá þétt- býlisfóiki. Fullt verð greiðist fyrir þær afurðir, sem ekki þarf að flytja út, svo sem nautakjöt. Ýmsir ytri þættir og óvið- ráðanlegir, geta haft áhrif á búvöruframleiðsluna frá einu ári til annars. Þessi mál hljóta þvi að verða árlega i endur- skoðun. Næsti aðalfundur Stéttarsambandsins, sem haldinn verður i byrjun sept., mun fjalla um það hvernig bú- markinu verður beitt. — mhg Norrænlr félagsráðgjafar: Þjóðfélagið í foreldra stað? „Þjóðfélagið i foreldra stað — eða hvað ” er efni ráðstefnu sem norræn samtök félags- ráðgjafa halda að Laugar- vatni dagana 16. - 21. ágúst nk. Fjallað verður um ábyrgð foreldra annars vegar og þjóð- fðlagsins hins vegar hvað snertir kjör og uppeldisað- stæður barna og unglinga og störf félagsráðgjafa á þessum vettvangi. Innlendir og er- lendir sérfræðingar flytja fyrirlestra og kynntar verða rannsóknir á þessu sviði. Til umfjöllunar verður m.a. vernd barna og unglinga, meðferð geðveikra barna, fikniefnanotkun unglinga, að- stæður þroskaheftra barna, vistun barna á stofnunum og einkaheimilum, vinnu- markaðurinn og unglingarnir, æskulýðsstarf. Fjöldi þátttakenda verður um 100 frá öllum Norður- löndunum. Af Islands hálfu verða einnig fulltrúar annarra starfsstétta, sem starfa að þessum málum hér á landi. Samtök norrænna félags- ráðgjafa hafa starfað um ára- bil. Islendingar hafa átt aðild að samtökunum undanfarin 10 ár, en markmið þeirra er m.a. að efla samvinnu norrænna félagsráðgjafa og stuðla að endurbótúm á sviði félags- mála á norrænum og alþjóð- legum vettvangi. A vegum samtakanna er gefið út fræði- ritið „Nordisk Socialt Ar- beid”, sem hóf göngu sina á þessu ári. Ráðstefnur eru haldnar ár hvert, og er þetta i annað sinn, sem Stéttarfélag islenskra félagsráðgjafa sér um ráð- stefnuhaldið. Fyrsta ráð- stefnan hérlendis var haldin árið 1975. Voru þá aðeins 16 félagsráðgjafar starfandi hér á landi, en þeir eru nú 50 að tölu Formaður stéttar- félagsins er Þórunn Óskars- dóttir, félagsráðgjafi hjá Sál- fræðideild skóla i Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.