Þjóðviljinn - 14.08.1981, Page 15

Þjóðviljinn - 14.08.1981, Page 15
Föstudagur 14. ágúst 1981 ÞJÓDVILJINN — SIDA 15 frá Hlustað á frétt um nifteinda- sprengjuna Gisli i Þrastarhlið hlustaði á frétt um, aö ákvöröun Banda- rikjaforseta um framleiðslu nifteindasprengjunnar hefði verið fagnað á Vesturlöndum: Það vakti fögnuð hjá vestrænum lýði, sem vonast eftir kröftugu striöi, aö sprengjuforðinn sé efldurog aukinn svo andskotans Rússinn fáiá baukinn. Vafasöm fullyrðing Stelpa i Breiöholti hringdi og vildi vekja athygli á fáránlegri fullyrðingu óla B. Þóröarsonar, i umferðarþætti þriðjudaginn 11. ágúst, um að það væri miklu hættulegra fyrir stelpur en stráka að vera á hjóli með stöng. Hefði hann sagt að stelp- ur væru þannig gerðar frá náttúrunnar hendi að ef þær dyttu gæti það komið fram hjá þeim seinna i lifinu. Taldi stelpan að strákum væri ekki 1 Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum I' esendum Þarfur þjónn en getur valdiö slysum ef ógætilega er fariö. siður hætt við að slasa sig á þannig að miklu liklegra væri aö stönginni á ,,stráka”-hjólunum. þeir bæru ekki sitt barr eftir Likamsbygging þeirra væri slikt slys. Barnahornið í r * / / \ \ x 0 V LJtlO D öaun qOöúO Uú ÚUV DpQDD oDpcro dOÖ OP at)DQ° on oO Q noPv u o tjdO’O OanD-P o aS ÖDflOQ aont^o SS oSEEd , aiL, Galdra- karlinn á teppinu Það var einu sinni galdra- karl á teppi. Hann sagði Bókus rókus og þá hvarf húsið og galdrakarlinn og svo kom hann aftur og sagði Bókus rókus bílarókus og þá hvarf bíllinn og karlinn í bílnum og öll húsin. En þá sagði hann hókus-Bókus- -Rókus og þá komu allt í einu ný hús. Og þá er sög- unni lokið. Sunna Rós (Helgi myndskreytti) Hafið þið heyrt þessa? Lán i óláni — Hugsaðu þér, prófessorinn gleymdi að klæða sig úr áður en hann lagðist í baðkerið — Sá hef urorðið fallega blautur! — Nei, því hann gleymdi lika að setja tappann í kerið. i rútunni Viðutan eldri maður utan af landi situr í rút- unni á heimleið úr Reykjavík. Hann segir við konuna.sem situr við hliðina á honum: — Og hvert ætlar þú nú, væna mín? — Til Keflavíkur. Sá gamli verður hugsi á svip. Svo segir hann: — Hugsa sér þessa þróun. Hér sitjum við i sama bil og ætlum samt sitt í hvora átt. Þú suðrí Keflavík, en ég upp á Skaga. Húsráð — Þjónn, það er fluga í súpunni minni. — Æ. já. Kokkurinn er bú- inn að týna flugna- veiðaranum sínum, svo við verðum að drekkja þeim í staðinn. Myndin um Pétur litla I kvöld kl. 21.15 segir frá enskum dreng og þeim vandamálum sem hann á við að glima vegna bæklunar. Listin að lifa k Sjónvarp 7CT kl. 21.15 Pétur litli heitir heimilda- mynd sem er á dagskrá sjón- varpsins i kvöld kl. 21.15. Myndin er um 14 ára enskan dreng sem fæddist illa bækl- aöur af vöidum thali- domide-lyfsins. Pétur er mjög illa bæklaður bæði á höndum og fótum, en er þrátt fyrir það allur af vilja geröur til aö reyna að bjarga sér sjálfur og hefur náö undraveröum árangri i listinni aö lifa. Brugðið er upp myndum frá skólagöngu hans, sýnd leikni hans i saumaskap og hvernig hann kemst feröa sinna i hjólastól, þrátt fyrir sina miklu bæklun. Flóðbylgjan mikla og dularfullt morð Sjónvarp ty kl. 22.05 Flóöaldan mikla heitir ást- rölsk mynd sem er á dagskrá sjónvarpsins kl. 22.05 i kvöld. Myndin sem er frá 1977 greinir frá lögfræöingi nokkrum, David Burton i Sidney, sem einkum fæst við samnings- gerð. Það kemur honum þvi dálitið á óvart. þegar hann er beðinn um aö taka aö sér að verja nokkra frumbyggja, sem eru grunaðir fyrir morö á félaga sinum. Burton gengur i málið af kappi og tekur um leiö að kynna sér sögu og trúarbrögö ættflokksins. Undarlegir at- burðir taka að sækja á hann, bæði i vöku og draumi og ýmislegt veröur til þess, að hann fer að efast um að það sé venjulegt morðmál,sem hann fáist við, heldur tengist það trúarbrögöum frumbyggj- anna. Burton sökkvir sér niður i málið og finnst hann æ meir komast inn i heim.sem hann hafi áður þekkt! Leikstjóri er Peter Weir en með aöalhlutverk fara Richard Chamberlain og Olivia Hamnett. Útvarp kl. 21.30 Á sjötugs- afmæli Helga Hálfdanar- sonar A dagskrá útvarpsins i kvöld kl. 21.30 er hálftima þáttur i tilefni sjötugsafmælis Helga Hálfdanarsonar. Hjörtur Pálsson flytur for- málsorð um Helga, þýðingar hans og ritstörf, einkum það sem komið hefur frá hans hendi og birst hefur á prenti. Gunnar Stefánsson valdi og les ljóð eftir nokkra erlenda höfunda, sem Helgi hefur þýtt og birst hafa i ljóöaþýðingum hans. Þættinum lýkur með 10 min. broti úr leikriti Shakespeares, Lé konungi, i þýðingu Helga og er það tekiö úr flutningi útvarpsins á leik- ritinu jólin 1970. Leikstjóri er Benedikt Arnason og leikar- arnir sem fram koma eru: Þorsteinn ö. Stephensen, Kristbjörg Kjeld, Helga Bach- mann, Kristin Anna Þórarins- dóttir, Jón Sigurbjörnsson, Valur Gislason, Steindór Hjör- leifsson og Baldvin Halldórs- son. Helgi Hálfdanarson er löngu þjóðkunnur af ljóða- og leik- ritaþýðingum sinum og fer svo mikið orð af snilli hans að sumum þykja þýðingar hans Þessi mynd er úr leikritinu ótemjunni eftir W. Shake- speare sem Helgi Hálfdanar- son islenskaöi og Leikfélag Reykjavikur setti á sviö á sin- um tima. taka frumgerðúnum fram. Helgi byrjaði sinn merka feril meö litlu kveri, „Ferðalang- ar” sem kom út áriö 1939 og var einskonar kennslubók i náttúrufræði i skáldskapar- formi. Fyrsta ljóðaþýðinga- safn hans, „Handan um höf” kom út árið 1953; næst kom, „A hnotskógi” 1955 og árið 1960 kom svo safnið „Undir haustfjöllum”. Eiga þau það sammerkt að i þeim velur Helgi sér ljóð til þýðinga eftir ýmsa höfunda, bæði lifs og liðna. Arið 1973 kom safnið „Kinversk ljóð frá liðnum öld- um” og 1976 safnið „Japönsk ljóð frá liðnum öldum”. t þessum söfnum eru ljóö eftir bæöi nafngreinda og ónafn- greinda japanska og kin- verska höfunda, mest frá fyrri öldum. A árunum 1956 til 1975 komu sex bindi meö snilldarlegum þýðingum Helga á leikritum Shakespeares, alls sautján leikrit. Það siðasta sem hefur svo komið af hendi Helga af þýðingum eru þrjú leikrit eftir Sófókles, Antigóna árið 1975, ödipus konungur árið 1978 og ödipus i Kólónos árið 1979.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.