Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN | Miövikudagur 2. september 1981 KÆRLEIKSHEIMÍLIÐ VÍðtalÍð Rætt við Björn Baldursson um nýmæli á vetrardagskrá sjónvarpsins Spuminga- þáttur °g tvær bíómyndir Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á vetrardag- skrá sjónvarpsins. 2. siðan sió á þráðinntil Björns Baldurssonar á sjónvarpinu og spurði um heistu nýjungar á vetri kom- anda. „Þaöeru engar stórvægilegar breytingarfyrirhugaðar, það er helst að Fréttaspegill sem var á föstudögum I fyrra 70 minútna þáttur, verður skipt i þrennt. Hann varður i svipuðu formi sem fróttaútskýringarþattur þrjá daga vikunnar en styttri i hvert skipti en föstudagsþátt- urinn var áður. Það hefur frést á skotspónum um væntanlegan spurningaþátt. Hvað er til i þvi? Jú, eitthvað hef ég lika heyrt minnst á hann. Hugmyndin er að sá þáttur hefjist seinni hlut- ann ioktóber, samtals sex þætt- ir. Ákveðið hefur verið að þeir félagar Sigurður Richter og örnifur Thorlacius semji Björn Baldursson spurningarnar en Trausti veöurfræðingur Jónsson og Guðni Kolbeinsson sjái um stjórn þáttarins. Ennþá hefur ekki verið ákveðið með þá sem fyrir svörum munu sitja.” 1 sumar var tekið upp nýtt sjónvarpsleikrit eftir Davið Oddsson ,,Kusk á hvitflibbann”. Hvað er að frétta af þvi stykki og hafa fleiri slik verið kvikmynduð? „Leikrit Daviðs er fullfrá- gengið og verður væntanlega sýnt i sjónvarpinu i desember, og búið er að selja sýningarrétt á þvi til annarra Norðurlanda. Þá eru að hefjast tökur á nýju sjónvarpsleikriti eftir Steinunni Sigurðardottur sem heitir „Likamlegt samband”, en fleira heldég að sé ekki alveg á næstunni.” Er að verða minna um skil milli vetrar og sumardagskrár en áður var? „Vetrardagskráin lengist nokkuð, og það sem breytist kannski aðallega núna, er sú ákvörðun að hafa annað hvert laugardagskvöld, tvær bió- myndir. Frumsynda mynd og endursýnda og þá einhverja sem ekki hefur verið sýnd alveg nýlega. Dagskráin á þessum kvöldum gætistaðið til hálf eitt til eitt. Þá verður frá nóvember til febrúarloka á sunnudögum sjónvarp meðbarnaefni frá 4 til 7, eins og verið hefur undanfarin ár.” —ig. Hvað var verið að æfa? Ef tirf arandi klausu mátti lesa í Degi þeirra Akureyringa í síðustu viku: Það vakti athygli bæjarbúa á Akureyri s.l. mánudag að Phantom þota frá varnarliöinu var á æfingaflugi i Eyjafirði, og sjálfsagt viðar á Noröurlandi. Kom vélin inn Eyjafjörð snemma morguns með drun- um miklum og flaug mjög lágt yfir Akureyrarflugvöll. Hún kom svo til baka skömmu siöar og siðdegis þennan sama dag kom hún aftur i lágflugi inn fjörðinn. Sjálfsagt hafa margir velt erindinu fyrir sér, en að sögn mun hér einungis hafa ver- iö um æfingaflug að ræöa, hvað svo sem það er sem flugmenn vélanna hafa verið að æfa sig i. Krataforingjarnir geta huggað sig við það að takist þeim öllum að hafa rangt fyrir sér munu allir sannfærast um að þeir hafi rétt fyrir sér. \ Eiginlega f vorkenni ég I verðinu að vera * svona óstööugt! Það er gaman I réttunum ekki sist fyrir yngri kynslóðina. Hvenær eru réttimar? Réttagleðin nálgast Senn líður aö réttum. Margir vilja gjarnan fylgjast með þeim og þvi birtum við hér skrá yfir þá staði, þar sem réttað er frá 13,—19. sept., að báðum dögum meðtöldum. Framhaldið kemur siöar. Hraunsrétt i Aðaldal sunnu- dagur 13. sept. Laufskáiarétt I Hjaltadal Skag. sunnudagur 13. sept. Brekkurétt i Noröurárdal, Mýr., mánudagur 14. sept. Hrútatungurétt i Hrútafirði, mánudagur 14. sept. Kaidárbakkarétt i Kolbeins- staðahr., mánudagur 14. sept. Hitardalsrétti Hraunahreppi, Mýr., þriöjudagur 15. sept. Þverárrétt i Þverárhllð, Mýr., þriðjudagur 15. sept. og miðvikudagur 16. sept. Mælifellsrétt I Skagafirði, miðvikudagur 16. sept. Oddsstaðarétt i Lundar- reykjadal, miðvikudagur 16. sept. Svignaskarðsrétt i Mýr., mið- vikudagur 16. sept. Tungnarétt i Biskupstungum, miðvikudagur 16. sept. Grlmsstaðarétt á Mýrum, fimmtudagur 17. sept. Hrunarétt i Hrunamanna- hreppi, fimmtudagur 17. sept. Skaftholtsrétt i Gnúpverja hreppi, fimmtudagur 17. sept. Stafnsrétt i A-Hún., fimmtu- dagur 17. sept. Rauðsgilsrétt i Hálsasveit, Borg., föstudagur 18. sept. Skeiðarétt á Skeiðum, föstu- dagur 18. sept. Undirfellsrétt i Vatnsdal, föstudagur 18. og laugardagur 19. sept. Vlöidalstungurétt i Viðidal, föstudagur 18. og laugardagur 19. sept. Auðkúlurétt i Svínadal, föstu- dagur 18. og Laugardagur 19. sept. Skráin er sett saman eftir þvi, sem best er vitað nú, — mhg Sjáðu litla sæta naflann minn??? Eitthvað þessu llkt datt okkur I hug þegar við sáum þessa mynd sem gel Ijósmyndári tók I Hafnar firði I sumar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.