Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 16
OÍDÐVMINN1 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Miövikudagur 2. september 1981 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiöslu blaösins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Leiðrétta þurfti í 6 greinum m.a. verðlagnmgu a súrali og rafskautum, og vegna afskrifta Hagnaður vantalinn um 70 miljónlr kr. Framleiðslugjaldið 39.7 miljónir ísl. króna í stað 18.5 miljóna / Fram kemur i frétt frá iönaðar- ráðuneytinu f gær að hér er um aihliða endurskoðun að ræða á ársreikningum ÍSAL 1980 og er niðurstaða hennar sú, að nettá- hagnaðúr islenska álfélagsins, dótturfyrirtækis Alusuisse, fyrir árið 1980 sé 14.192.000.- Banda- rikjadollarar (113.536.000.- Isl. kr.) i stað 5.521.000 Bandarikja- doilara (44.168.000 Isl. kr.) eins og gefið var upp I ársreikningum ÍSAL. Bresku endurskoðendurnir teija semsagt að nettóhagnaður Alusuisse af álbræðslu sinni i Straumsvik sé vantalinn um 8.671.000 Bandarikjadollara (69.360.000.- Isl. kr.) fyrir árið 1980. Með þvi að skjóta nærri tveim- ur þriðju af hagnaði sinum undan við framtal á tslandi árið 1980 hefur Alusuisse verulega lækkað skattgreiðslur sinar samkvæmt samningum. Endurskoðendurnir hafa endurreiknað framleiðslu- gjaldið fyrir árið 1980 og telja þeir það rétt reiknað meira en tvöfalt hærra en ISAL hefur þegar verið gert að greiða samkvæmt bók- haldsniðurstöðu sinni fyrir árið. Útreiknað og uppgert fram- leiðslugjald nam 2.313.000 Banda- rikjadollara (18.504.000 isl. kr.), en Coopers og Lybrand telja að það hafi að réttu lagi átt að vera 4.967.000,- Bandarikjadollara (39.736.000,- isl. kr). Vangreitt framleiðslugjald vegna ársins 1980 nemur samkvæmt þessum niðurstöðum endurskoðendanna 2.654.000.- Bandarikjadollara (21.223.000þ- Isl. kr.) Þessi endur- reikningur er gerður samkvæmt ákvæðinu um 35% lágmark fram- leiðslugjaldsins af hreinum hagnaði i málsgrein 27.01 i aðal- samningi Alusuisse og islenska rikisins. Niðurstaða Coopers og Lybrand um útreiknað framleiðslugjald ISALS fyrir 1980 hefur verið send fjármálaráðuneytinu, aö þvi er segir I fréttatilkynningu i gær, en það mun innheimta viðbótar- framleiðslugjaldiö ásamt vöxtum frá 1. janúar 1981 með skuldajöfn- uði eins og aðalsamningurinn segir til um. Hinir óháðu bresku endur- skoðendur telja I skýrslu sinni, að leiðrétta hafi þurft ársreikning- ana i tilteknum 6greinum, þ.á.m. vegna verölagningar á súráli og rafskautum og vegna afskrifta. Taka þeir fram að Alusuisse sé ekki sammála útreikningum sin- um og að Alusuisse hafi sagst mundi leggja fram i nóvember 1981 kostnaðartölur dótturfyrir- tækis sins i Hollandi, sem fram- leiðir rafskaut fyrir ÍSAL. Þess ber að geta hér að samkvæmt samningi er Alusuisse skuld- bundið til þess að tryggja ISAL hráefni á verði sem tiðkast I við- skiptum óskyldra aðila, og þvi koma kostnaðartölur endur- skoðun ársreikninga i samræmi við samninga ekki við. Iðnaðarráðuneytið fól á sinum Niðurstaða alhliða endurskoðunar á ísal 1980 tima endurskoðunarskrifstofu Coopers og Lybrand i Lundúnum að endurskoða ársreikninga ISAL fyrir árið 1980 og lauk henni 27. ágúst sl. og samkvæmt beinum fyrirmælum i aðalsamningi bar aö ljúka henni eigi siðar en 1. september, þe. I dag. Samkvæmt 29. grein I aðal- samningi milli rikisstjórnar Is- lands og Alusuisse um ál- bræðsluna i Straumsvik getur rikisstjórnin, ef henni þykir ástæða til, ráðiö óháða erlenda endurskoðendur til að endurskoða ársreikninga ÍSAL og endur- reikna framleiðslugjaldið fyrir hvert ár I senn. 1 ljósi niðurstöðu Coopers og Lybrand verður ekki annað sagt en að full „ástæða hafi verið til”. —ekh Ullariðnaður Sambandsins í erfiðleikum Greiðsluþrot og stöðvun Snertir atvinnu 700 manns á Akureyri „Greiðsluþrot og stöðvun fram- leiöslu blasa við ullariðnaði Sam- bandsverksmiöjanna á Akureyri verði ekki gripiö til aðgerða” sagði Hjörtur Eiriksson fram- kvæmdastjóri iðnaöardeildar Sambandsins i samtali við Þjóð- viljann í gær. 1 gær var haldinn mikill fundur þess starfsfólks verksmiðjunnar sem við ullariðnað vinnur. Þar mættu yfir 500 manns og er þetta fjölmennasti fundur sem haldinn hefur verið um iðnaðarmál hér á landi. Form. Iöju, félags verk- smiðjufólks, form. starfsmanna- félags verksmiðjunnar og Hjörtur framkvæmdastjóri geröu grein fyrir hinni erfiðu rekstrarstöðu fyrirtækisins, sem kann að leiða til áfalla, er snerta um 700 starfs- menn verksmiðjanna. Orsökin er þróun gengismála úti i Evrópu, en svo sem kunnugt er hefur dollarinn farið sifellt hækkandi, meðan evrópskir gjaldmiðlar hafa lækkað að sama skapi. Verk- smiðjur Sambandsins selja stóran hluta framleiðslu sinnar á Evrópumarkaö, en rekstrarlán eru I dollurum. Þvi hefur veröið sem fæst fyrir framleiösluna far- iö hlutfallslega lækkandi meðan framleiðslukostnaður hefur hækkað um allt að 20%. 1 ræöu Hjartar Eirikssonar kom fram að vegna gengisbreyt- inga hefðu áætlanir ekki staðist og næmi tapið af útflutningi 12,7 milj. kr. á þessu ári, en alls væri tapið um 16 miljónir væri innan- landsmarkaöur talinn með. Það er einkum útflutningurinn til Danmerkur, skinnasaumur og sútunin sem valda erfiðleikum. Hjörtur sagöi I samtali við Þjóðviljann að fyrirsjánalegt væri að það yröi aö loka nokkrum deildum verksmiöjanna ef rekstrargrundvöllurinn batnaði ekki. Hann bætti þvi við að hann heföi vonir úm að stjórnvöld myndu gripa til einhverra ráð- stafana ullariðnaðinum til hjálpar. A fundinum sagðist hann eiga von á svari stjórnvalda um miðjan september. 1 næstu viku hefjast samningar við Sovétmenn, en þeir eru lang- stærsti viðskiptaaöilinn. Hjörtur sagði að þeir noröanmenn biðu spenntir eftir þvi hvað út úr þeim samningum kæmi, og á þeim ylti nokkuð hver framtiöin yrði. „Við verðum aö taka ákvörðun fljót- lega, tapið er alveg geigvænlegt” sagði Hjörtur. Á fundinum kom fram i máli Hjartar að þær úrbætur sem farið er fram,á eru þær helstarað gjöld verði felld niður til að lækka rekstrarkostnaöinn, að komið verið á fót eins konar verð- jöfnunarsjóði iðnaðarins og að iönaðurinn fái hluta af gengis- hagnaðinum sem liggur I Seðla- bankanum til sinna þarfa. Hagræöing i fyrirtækjunum væri aðeins sem dropi i haf tapsins, en þaö var ekki skoðun Hjartar að gengislækkun ein hentaði iðnaðinum til stuönings. A fundinum var samþykkt ályktun um að reynt veröi að Fjöidauppsagnir eru framundan I verksmiðjum Sambandsins verði ekki gripið til aðgerða og átaks er þörf i atvinnumálum. knýja á um aðgeröir stjórnvalda og þess krafist að þessi grein út- flutningsiðnaðar sæti við sama borð og annar útflutningsiðnaður. Að sögn Höskuidar Stefáns- sonar sem sæti á I stjórn Iðju er öllum ljöst að verksmiðjurnar eiga við mikinn vanda að etja og aö byggðarfélagiðmá ekki viö þvi að þessi iðnaður verði fyrir skakkaföllum eða leggist niður. Þvi verði að fylgja ályktuninni fast eftir. Helgi Guðmundsson bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins sem sótti fundinn sagði aö bæjaryfir- völdum hefði verið ljóst að Sam- bandsverksmiðjurnar ættu i rekstrarörðugleikum, en það hefði ekki komið fram áður að vandinn væri svo mikill sem raun ber vitni. Helgi sagði að það væri ekki á færi bæjarfélagsins og reyndar ekki i þess verkahring að koma til aðstoðar og standa undir hallarekstri fyrirtækja sem bær- inn ætti ekkert I, til þess hefði bærinn ekki bolmagn. Helgi sagði það sina skoöun að eitt brýnasta verkefni bæjar- félagsins væri að hyggja að þróun atvinnumála, þvi fyrir lægi að stutt væri I það að skortur yrði á um 350 atvinnutækifærum. Al- mennt átak þyrfti aö gera I at- vinnumálum á Akureyri. —ká Eining á Akureyri Uppsögn samninga Hvatt til samstöðu A félagsfundi verkalýðsfé- lagsins Einingar á Akureyri þann 30. ágúst sl., var sam- þykkt að segja upp samning- um við atvinnurekendur fyr- ir fyrsta október næstkom- andi. En núverandi samn- ingar gilda til fyrsta nóvem- ber. Þá var samþykkt á félags- fundinum að taka undir ályktun formannaráðstefnu Verkamannasambandsins frá 14. ágúst um sem viðtæk- asta samstöðu aðildarfélag- anna i komandi kjarasamn- ingum. Sá varnagli var þó sleginn um málefnalega samstöðu, að kjarakröfur næðu fram aö ganga. A fund- inum var trúnaðarmanna- ráði faliö að skipa nefnd til að undirbúa kröfugerð fé- lagsins. 1 þessari nefnd eiga að sitja fulltrúar sem flestra starfsgreina innan félagsins.' ____________-og Bensín- hækkun 1 dag hækkar bensinlitrinn um eina krónu og kostar hann nú 7 krónur 85 aura i stað 6 króna 85 aura. Viðbrögð Morgunblaðsins og Davíðs Oddssonar við ummælum í Þjóðviljanum Grófur útúrsnúningur segir Sigurjón Pétursson „Ég tel að leita þurfi leiða til þess að hvetja fólk til aö leigja út frá sér, en ef engar slikar leiðir finnast og hundruðir eða þúsundir Rcykvikinga eru í nauöum stadd- ir meðan ibúöir standa auðar, hlýtur sveitarfélagið að skerast i leikinn og taka autt húsnæði leigunámi eins og dæmi eru til um víða erlendis.” Þetta sagði Sigur- jón Pétursson, forseti borgar- stjórnar, I gær, en undanfarna daga hefur Morgunblaðið verið önnum kafið við að rangfæra þessi orð hans, sem m.a. komu fram i viðtali við hann hér i Þjóð- viljanum i siðustu viku. ,,Viðbrögð Morgunblaðsins og Daviðs Oddssonar við þessu við- tali viö mig um húsnæðismál eru ekkert annaö en grófur útúrsnún- ingur”,sagði Sigurjón. „Ég sagði aldrei annað en þetta sem Morg- unblaðið kýs svo aö rangtúlka og gengursvolangtaðreyna að telja öldruðu fólki sem býr i of stóru húsnæði trú um að til standi að taka húsnæðið eignarnámi. Þetta br hrein ruglandi og kom auð- bitað hvergi fram I áðurnefndu viðtali við mig. Það sem ég hef sagt um vanda- mál aldraðra sem búaiof stóru húsnæði er að borgin þurfi að stuðla að þvi að til verði ibúðir sem henta þessu fdlki. 1 þvi felst engin tillaga um eignarnám. 1 mörgum tilfeUum er of stórt hús- næði eldra fólki fremur til byrðar en þæginda, — það er óhentugt, dýrt I rekstri og háir skattar og gjöld falla á það. Það sem þetta fólk hefur óskað eftir er að kom- ast I húsnæði þar sem þaö getur búið við ákveðið öryggi, t.d. næt- urvörslu og fengið einhverja þjónustu. 1 viðtalinu benti ég á nokkrar leiðir til að komatil mótsvið þess- aróskir. I fyrsta lagi að Reykja- vikurborg byggi sllkt húsnæði sem leiguhúsnæði eins og gert hefur verið en þar hefur ekki enn Sigurjón Pétursson veriðhægt að taka inn aöra en þá semeruímestrineyðogeiga ekki eigiö húsnæöi. I öðru lagi benti ég á að Reykjavikurborg getur stuðlað að þvi að byggðar verði sölmbúðir sem henta þörfum aldraöra og það hefur verið gert m.a.með þvi að úthluta siðastlið- iö vor lóðum undir tvö fjiflbýlis- hús til samtaka aldraðra. 1 þriðja lagi hefur verið bent á að borgin eigi sjálf að byggja söluíbúðir sem henta þörfum þessa fólks sem getur ekki fjármagnað bygg- inguna sjálfa meðan á henni stendur þó það geti hins vegar keypt minni ibúð þegar hún væri tilbúin. Þetta er raunar ekki i fyrsta skipti sem þessi atriði og stefnu- mörkun koma fram, sagði Sigur- jón, og t.d. kom þetta allt fram I fyrrgreindu viötali. En þegar menn lesa það eins og skrattinn les bibliuna, þá er ekki á góðu von”, sagði Sigurjón Pétursson að lokum. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.