Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. september 1981 þJOÐVILJINN — StÐA 5 Vetrarstarf Þjóðleikhússins Hefst með gamanleik lýkur með óperettu Þjóðleikhúsið hefur nú kallað fólk sitt tilstarfa, haustið nálagst og nú um helgina verður tjaldið dregið frá er finnskir leikarar gista húsið. Lcikhúsið sjálft hefur starfsemi sina með frönskum gamanleik, en I kjölfarið fylgja nýtt islenskt verk eftir Steinunni Jóhannesdóttur leikkonu og leik- gerð Sveins Einarssonar á Húsi skáldsins, einni bókanna um ólaf Kárason Ljósviking. Sveinn Einarsson Þjóðleikhús- stjóri kallaði blaðamenn á sinn fund i gær til að kynna vetrar- starfsemina sem að vanda er fjöl- breytt. A fjölunum i vetur veröa Islensk verk sem erlend, óper- etta, ballett og bamaleikrit. Dans á rósum Hinn 25. sept. verður frumsýnt leikritið Hótel Paradls eftir Frakkann Georges Feydeau sem nokkrum sinnum áður hefur kitlað hláturtaugar islenskra leikhúsgesta, ma. i Fló á skinni. Sigurður Pálsson þýðir, en leik- stjóri er Benedikt Arnason. Ýmsirreyndustu leikarar hússins eru i aðalhlutverkum svo sem Róbert Arnfinnsson, Bessi Bjarnason, Sigriður Þorvalds- dóttir, Guörún Stephensen og Arni Tryggvason. Það verk sem eflaust á eftir að vekja hvað mesta athygli i vetur er Dans á rósum eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem frumsýnt veröur i október. Það f jallar um þrituga konu sem fer norður til Akureyrar i þeim tilgangi að halda upp á 10 ára stúdentsaf- mæli sitt. Þar gerist eitt og annað sem veröur til þess að hún fer að gera upp lif sitt. Leikstjóri er Lárus Ymir Óskarsson sem i fyrsta sinn leikstýrir i Þjóðleik- húsinu, leikmynd er eftir Þórunni Sigriði Þorgrfmsdóttur og i aðal- hlutverkinu er Saga Jónsdóttir Ólafur Kárason og Mozart Jólaverkefni Þjóðleikhússins verður Hús skáldsins i leikgerð Sveins Einarssonar, en svo sem áður segir liggur ein bókanna um Ólaf Kárason eftir Halldór Laxness til grundvallar. Halldór Laxness veröur áttræður á næsta ári og þessi sýning er honum til heiðurs, en skáldiö hefur oft komiö við sögu leikhússins bæði með leikverkum og setu i Þjóð- leikhúsráði. Það verður Eyvindur Erlendsson sem leikstýrir en leikmynd gerir Sigurjón Jóhanns- son. Eftir áramót eru á dagskrá leikrit Peters Shaffers Amadeus um tónskáldið Mozart, sem að undanförnu hefur vakiðumræður og athyg'li leikhúsgesta austan hafs sem vestan. Helgi Skúlason leikstýrir verkinu en Valgarður Egilsson þýðir. Ballettinn Giselle verður settur upp i febrúar og er stefnt að þvi að islenskir dansarar eigi sem allra stærstan hlut að sýningunni. Sögur úr Vinarskógieftir Odön von Horváth verður frumsýndur i mars, en sá höfundur hefur verið mikið leikinn úti i Evrópu að undanförnu. Hann skrifar um millistriðsárin, sem jafnt i leik- ritum sem kvikmyndum hafa verið mikið til umfjöllunar, að likindum vegna skyldleika við okkar tima. Haukur J. Gunnars- son verður ieikstjóri og Alister Powell gerir leikmynd. Ástarsaga aldarinnar Óperetta leikársins verður Meyjaskemman, tónlistin er eftir Shubert, en verkið fjallar einmitt um ævi hans. 1 óperett- unni eru mörg hlutverk og sagði Þjóðleikhússtjóri aö ætlunin væri að gefa ungu kynslóöinni tæki- færi, en undanfarin ár hafa ýmsir Nýtt leikrit eftir Steinunni Jóhannesdóttur frumsýnt í október nýir söngvarar komið fram á sjónarsviðiö. Litla sviðið veröur i notkun að venju og þar verða spennandi verkefni á fjölunum nú i haust. Fyrster að geta Ástarsögu aldar- innarsem byggð er á kvæöabálki finnsku skáldkonunnar Mörtu Tikkanen. Þaö er Kristin Bjarna- dóttir sem þýöir og hún fer jafn- framt með eina hlutverkið. Leik- stjóri er Kristbjörg Kjeld, en Guðrún Svava Svavarsdóttir ger- ir leikmyndina. Skáldkonan er væntanleg til landsins i haust og er ekki að efa að margan fýsir að sjá hana og heyra, en Marta Tikkanen ersú kona i rithöfunda- stéttsem vakið hefur hvað mesta athygli á Noröurlöndum að undanförnu. Kinverska óperan Annað verkefni sem sýnt veröur á litla sviöinu er Kisu- leikur eftir István örkney, ungverskan höfund sem leikhús- gestir þekkja frá þvi að verk hans Það er kominn gestur var sýnt i Iönó fyrir nokkrum árum. 1 leik- riti þessu eru mörg kvenhlutverk og fá leikkonur hússins að spreyta sig i kisuleik. Barnaleikritið aö þessu sinni veröur Gosi i leikgerð Davids Robinson, en margir kannast eflaust við söguna um spýtu- strákinn Gosa. Arni Ibsen þýðir. Þar með eru upptalin helstu verkefni Þjóðleikhússins i vetur og aðeins eftir aö nefna gestaleik- ina sem eru ekki af verra taginu. Fyrst er aö nefna franskan leik- hóp sem kennir sig við rauða hattinn. Vwkið er að miklu leyti látbragðsleikur og verður kynnt betur siðar. Peking-óperan kemur i heimsókn i október og sýnir tvö prógrömm meö þremur verkum hvort. Að ldcum má geta þess að ein sýning veröur tekin upp frá fyrra ári, Sölumaður deyreftir Miller sem sýndur var við mjög góðar undirtektir á siðasta ári. Sala áskriftarkorta hefst á morgun 3. sept. og kosta frá 376 kr. upp i 420 kr. en almennt miða- verð er 62 kr. Jafnframt hefst sala á gestaleik Sænska leikhúss- ins frá Helsinki á fimmtudag en það sýnir aðeins tvisvar sinnum, á laugardag og sunnudag. —ká Peking-óperan kemur i heimsókn I október Alþýöubandalagiö rœðir orku- og iðnaðarmál Ráðstefna í Verkalýðs- húslnu á HeUu 19.-20. 9, Æmk 7 ■ Svavar Hjörleifur Guðmundur Þ rV»* Skúli Elsa Guðmundur fi I p* Þórir Bragi Ragnar Alþýðubandalagið efnir til ráðstefnu um orku- og iðnaðarmál dagana 19. og 20. þessa mánaöar i Verkalýðshúsinu að Hellu á Rangárvöllum. Dagskrá: Laugardagur 19. sept. Kl. 10—12 Ráðstefnan sett: Guðmundur Magnússon form. iðnaöarnefndar Alþýðubandal. Stefnumótun i orku- og iðnaðarmálum: Hjörleifur Guttormsson iönaðarráðherra Vaxtamöguleikar og vandamál ialmennum iðnaði: Skúli Alexandersson alþingismaöur. kl. 12.-12.30 Matarhlé. kl. 13.30—16 Nýting auölinda, iðnþróun og rekstrarform i iðnaöi: Ragnar Arnason hagfræðingur. Samfélagsleg áhrif iönaðar: Bragi Guöbrandsson félagsfræðingur. Iðnþróun og byggðastefna: Elsa Kristjánsdóttir oddviti Kjör og aöbúnaður I iðnaöi: Guðmundur Þ. Jónsson formaður Lands- sambands iðnverkafólks, Þórir Daniels- son framkvæmdastjóri Verkamanna sambands Islands. kl. 16—18 Almennar umræður kl. 18—19 Umræðuhópar aðstörfum. kl. 21 Kvöldvaka. Sunnudagur 20. sept. kl. 9—12 Umræðuhópar að störfum kl. 12—13.30 Matarhlé kl. 13.30—17 Alit umræöuhópa — Almennarumræður kl.17 Ráðstefnunnislitið: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. Bílferð veröur frá Umferðarmiðstööinniki. 8 á laugardagsmorgni og frá Hellu til Reykjavikur kl. 18 á sunnudag. Ráðstefnan er opin öllum liðsmönnum Alþýðubandalagsins. Þátt- taka tilkynnist skrifstofu Alþýðubandalagsins hið fyrsta og eigi síð- I ar en 10. september. Þátttökugjald er kr. 100. Allar nánari upplýs- | ingar fást á skrifstofu Alþyöubandalagsins Grettisgötu 3. simi 17500. lðnaðarnefnd Alþýðubandalagsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.