Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 15
Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum rétt Skólahljómsveit Kópavogs Þau hvimleiöu mistök uröu hér á siöunni i gær aö rangur texti fylgdi mynd meö les- endabréfi yfir fyrirsögninni: Hver var aö segja aö hver heföi spilaö hvar og hvenær? Þar var skrifaö „Skóla- hljómsveit Kópavogs” undir mynd af Hornaflokki Kópa- vogs. Um leiö og viö biöjumst afsökunar á mistökunum birt- um viö mynd af báöum þess- um ágætu hljómsveitum svo enginn vafi geti leikiö á hver er hvaö. Hornaflokkur Kópavogs Barnahornið Við heitum Björn og að ieyfa hundum að eiga Stefán (6 ára báðir). sig og öðrum dýrum líka! Okkur f innst að menn eigi — Þetta innlegg i um- ræðuna um hundahald barst okkur i pósti uF Reykjavík og myndin, þar sem m.a. má sjá hund og önnur dýr fylgdi. Miövikudagur 2. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Færeysk smásaga um piltinn Ábal Þessi smásaga er eftir Færeyinginn Sverri Patursson. sem dó fyrir u.þ.b 20 ^rum. Sverrir var mikill baráttu- maður fyrir færeyskum þjóö- réttindum. Hann vann um skeiö sem blaöamaöur og ritaöi margt um færeyskt dýralif og náttúrufegurö. Þessi smásaga Sverris, sem lesinn veröur upp i útvarpinu i kvöld af þýöandanum, séra Sigurjóni Guöjónssyni, fjallar um þroskaheftan unglingspilt, er Abal heitir. Abal þessum var flest betur til lista lagt en bóknámið og komst hann aldrei lengra i þeirri iöju en aö læra faöirvoriö. Þó var drengur þessi ekki meö öllu óskynugur og veltir gjarnan fyrir sér leyndardómum lifsins og tilverunnar. Þessi gæfulitli drengur iiföi lengi við sárustu fátækt en komst aö lokum i vist til mektarbónda og likaöi þar vel. Honum þótti vænt um dýrin og tókst meö honum og bolanum i fjósinu hinn besti vinskapur. Eitthvað fór þessi vinskapur i taugarnar á syni bóndans á bænum, sem bar kala til bola og þvi ögraöi hann drengnum meö þvi aö segja aö liklegast yröi grunnt á vinarhug tudda ef heilsaö væri upp á hann i rauðum klæöum. Abal vildiekki trúa þvilikum róg um vin sinn og ákvað aö ganga úr skugga um máliö. Hér látum viö staöar numiö viö aö rekja þessa frásögn til þess aö rýra ekki frásagnar- gleöi séra Sigurjóns... • Útvarp kl. 21.30 Mann- líf á Filipps- eyjum Vaxandi sam- keppni strand- ríkia um yfirráð markaða I þættinum Sjávarútvegur og sigiingar ræöir Ingólfur Arnar- son við Má Eliisson um sam keppnisaöstööu tslendinga viö aörar fiskveiöiþjóöir. Már tjáöi Þjóöviljanum, aö eftir aö svotil öll strandrlki heims hafa fylgt i fótspor tslendinga og fært út fiskveiði- landhelgi sina i 200 milur hefur samkeppni þessara sömu rikja um yfirráö markaöa Ameriku og Evrópu stóraukist. Okkur Islendinga skiptir ef til vill mestu máli.sagöi Már, aö Kanada hefur nú svotil full yfir- ráö yfir sinum fiskistofnum og nýtir þá sjálf. Af þvi leiöir, aö Kanadamenn eru orönir einn helsti samkeppnisaöili okkar tslendinga um Evrópu- og Amerikumarkaöi. Þar viö bætist, aö lönd Suöur- -Ameriku, s.s. Argentina, Perú, Chile og Uruguay.hafa aukiö og iróaö til mikilla muna fisk- Már Eliasson fiskimátastjóri. veiöar sinar og leita meira á Norður-Ameriku markaöi. Til móts viö þessa vaxandi samkeppni strandrikja kemur svo aukin eftirspurn á mörk- uöum i þeim löndum, er nauöbeygö hafa verið til þess aö draga saman fiskveiöar sinar vegna útfærslu fiskveiöilögsögu strandrfkjanna. Hér á ég einkum viö þjóöir eins og Vestur-Þjóöverja, Sovétmenn og Spán. Hitt er svo annáö mál aö endanlegt jafnvægi er enn ekki komiö á eftir breytt markaösskilyrði, uppstokkun á mörkuðum er ennþá i gangi, sagöi Már. Útvarp kl. 10.30 Aö sögn Kristrúnar Þóröar- dóttur, þýöanda myndarinnar, er hér um aö ræöa heimildar- kvikmynd, sem þýskur feröa- langur tók á Filippseyjum. Þjóöverjinn prómenerar sig meö kvikmyndavélina vitt og breitt um Manila, höfuöborg Filippseyja. Hann kynnist fátækri fjölskyldu. Tvær at- vinnulausar stúlkur á tvitugs- aldrinum leiðbeina honum um markveröa staði borgarinnár, um úthverfin þar sem fólk býr i kumböldum á hálfgerðum ruslahaugum og um skraut- hverfin, sem Marcos einræöis- herra hefur látiö gera fyrir yfir- stéttina. Kristrún sagöi ennfremur aö Frá úthverfi Manila. myndin væri ágæt. Hún væri persónuleg um leiö og hún gæfi ágæta innsýn inn i hinar miklu andstæður þessa Asiusam félags, — öfgana milli hræöi legrar örbirgöar og mikils riki dæmis fólksins i landinu. Sjónvarp kl. 20.40

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.