Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 2. september 1981
Framkvæmdastofnun
rfldsins
óskar að ráða vélritara vanan almennum
skrifstofustörfum nú þegar.
Skriflegar umsóknir sendist lánadeild
Framkvæmdastofnunarinnar,
Rauðarárstig 31.
"j~T= ORKUSTOFNUN
1 I GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVÍK
óskar að ráða vanan vélritara. Umsóknir
með upplýsingum um menntun og fyrri
störf óskast sendar til Orkustofnunar,
Grensásvegi 9, Reykjavik, fyrir 8. sept.
n.k.
Orkustofnun
Bókasafns
fræðingur
Hálf staða bókasafnsfræðings við Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur er laus til um-
sóknar.
Upplýsingar um starfið veitir fram-
kvæmdastjóri.
Skriflegar umsóknir á eyðublöðum sem
stofnunin leggur til sendist fyrir 10.
september n.k.
Reykiavik
Tilkynning
um lóða-
skráningu i Reykjavík
Hér eftir verður ekki lengur nauðsynlegt
að láta framvisa sérstaklega til lóða-
skrárritara afsölum og öðrum skjölum,
sem þinglýsa á varðandi fasteignir i
Reykjavik.
Reykjavik 2/9 1981
Skráningardeild fasteigna
íslenska járnblendifélagid hf.
óskar að ráða
MÁLMIÐNAÐARMANN
sem þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Um er að ræða vélvirkja eða plötusmið.
Nánari upplýsingar gefur Jón Gunnlaugs-
son,tæknifræðingur, i sima 93-2644 milli kl.
8.00 og 12.00 daglega.
Umsóknir skulu sendar Islenska járn-
blendifélaginu hf. á þar til gerðum um-
sóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofu
félagsins á Grundartanga og Tryggvagötu
19, Reykjavik, svo og Bókaverslun
Andrésar Nielssonar hf., Akranesi, fyrir
10. september n.k.
Eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Grundartanga 1. september 1981.
Húsnæði óskast
Kennaraskólanemi og skrifstofustúlka
óska eftir 2 - 3ja herbergja ibúð sem fyrst.
Upplýsingar i sima 35571 og 71516 á kvöld-
in eða á daginn i 84111.
Guömundur Sœmundsson:
Ekki vísitölu,hækkun’
1. sept heldur stað-
festing kjaraskerðingar
Það má blekkja fólk mikið með
orðum og tölum, en hvergi sé ég
það gert jafn hrikalega og i kjara-
málunum, t.d. i sambandi við
visitöluna. Á þriggja mánaða
fresti er þvi logið að fólki að laun
þess hækki um ákveðin prósent,
þetta 7 - 12% i einu. Auðvitað er
þetta kjaftæði, — og verkalýðs-
forystan gerir ekkert til að leið-
rétta lygina, — tekur jafnvel und-
ir hana. Sorglegur andskoti, en
þvi miður rétt.
Ég er enginn hagfræðingur og
ræð ekki yfir neinni hagdeild, eins
og forysta ASl, en ég tel mig nú
samt botna talsvert i þessum
málum. Og þetta er svo sem ekk-
ert flókið, ef maður lætur slæma
framsetningu og setningarfræði-
legt pirumpár ekki fæla sig frá.
Hinn 1. sept. nk. verður ein þess-
ara „hækkana”. Þá skulu laun
„hækka” um 8.92% vegna visi-
tölu. En hver er sannleikurinn á
bak við þessi ósannindi?
Svo fikta þeir viö vísitöl-
una
Laun rýrnuðu jafnt og þétt
mánuðina mai til júli sl. og höfðu i
lok júli verið skert vegna hækk-
andi verðlags, þannig að i dag
þurfa þau að vera 8.96% hærri til
að halda sama kaupmætti og 1.
júni sl. Þessi 8.96% eru fundin á
grundvelli gamals og úrelts út-
reiknings á framfærsluvisitölu.
Þvi má reikna með að raunveru-
leg framfærsla fólks hafi að með-
altali hækkað nokkuð meir á
þessu timabili en nemur þessum
8.96%.
Þá er vert að minna á að verð-
lagshækkanir i ágúst koma ekki
inn i útreikninginn nú, heldur að-
eins smá brot af þeim. Skiptir sú
staðreynd verulegu máli, þar sem
allar rikisstjórnir leyfa ætið
mestu hækkanirnar i mánuðin-
um, þegar verið er að reikna út
visitöluuppbót á laun. Og þær
hækkanir koma ekki inn i visitöl-
una fyrr en 4 mánuðum siðar.
Kannski hafa einhverjir tekið
eftir að hér eru tvær örlitið mis-
munandi tölur. Framfærsla
hækkaði um 8.96% á timabilinu,
en laun hækka 1. sept. um 8.92%.
Þjóðviljinn upplýsti á dögunum,
að mismunurinn væri „tæknilegs
eðlis”. Jú ókei. Það sem raun-
verulega er hér á seyði er að
hækkanir á áfengi og tóbaki hafa
ekki áhrif á kaupgjald. En það
merkir þó að ég gefi atvinnurek-
enda minum eftir 10-kall af laun-
um næstu þriggja mánaða. Ég
vildi heldur gefa þennan 10-kall i
styrktarsjóð Áhugahópsins um
aukið lýðræði i verkalýðshreyf-
ingunni.
Nú, þann 1. sept. kemur 8.92%
uppbót á launin. Af framansögðu
er ljóst að þetta er ekki hækkun.
Og þetta er ekki einu sinni uppbót
sem vegur upp á móti verðlags-
hækkunum i mai - júli. Til þess
kemur hún of seint. Til þess er
hún reiknuð út frá of hæpnum for-
sendum. Uppbótin 1. sept. nk. er
ekkert annaö en staðfesting þess
að kjaraskerðing hafi farið fram.
Viö viljum visitöluuppbæt-
ur jafnóðum!
Vinnuveitendasambandið hefur
nú lýst þeim vilja sinum að
breyta visitölukerfinu til að koma
i veg fyrir vixlhækkanir verðlags
og launa. Glöggur maður, Þor-
steinn Pálsson!
En hvernig á að fara að þessu?
Að minu vesæla viti er aðeins til
ein leið, — nefnilega að koma i
veg fyrir að einhverjir aðilar
hagnistá vixlhækkunum verðlags
oglauna. Og nú skulum við sjá til,
hvernig þetta er hægt.
Segjum sem svo að i sept. nk.
sæki 20 aðilar um það til Verð-
lagsstjóra aö hækka framleiöslu
sina eða þjónustu. Verðlagsráð
ákvæði þá hversu mikla hækkun
hver aðili fengi og tilkynnti þeim
að þeir mættu hækka verðlag sitt
15. okt. nk. Þá hefðu Þjóðhags-
stofnun og Hagstofa hálfan mán-
uð til að reikna út áhrif þessara 20
verðhækkana á framfærslukostn-
aö. Þann 15. október — eöa um
leið og verðlagshækkanirnar
tækju gildi — væru svo öll laun
hækkuð i samræmi viö verðlags-
hækkanirnar.
Með þessu móti mundi enginn
græða á vixlhækkununum og allir
halda sinu. Ég geri ráð fyrir að
við slika kerfisbreytingu mundi
ásóknin i verðlagshækkanir
minnka stórlega. Og þá færi ekki
hjá þvi að verðbólgan hægði á sér.
Og þá væru allir ánægðir — eða
hvað?
Hin breytingin sem við þurfum
að hjálpa Þorsteini Pálssyni & Co
að gera er svo eins og ég ýjaði að
áðan, að gera forsendur visitöl-
unnar réttari en þær eru i dag,
altso að búa til nýjan visitölu-
grunn sem miðist viö raunveru-
lega framfærslu og neyslusam-
setningu dagsins i dag.
24. ágúst 1981
Guðmundur Sæmundsson
verkamaður, Akureyri
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða SENDIL, til starfa allan
daginn, sem fyrst.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá
starfsmannadeild.
Fóstra
Óskum að ráða fóstru á dagheimilið,
Dyngjuborg frá miðjum október. Upplýs-
ingar hjá forstöðumanni i sima 31135.
I
kLL
FHUMSÝNIR:
Þriðja augað
Stolin leynivopn — Barátta upp á lif og dauða milli
dularfullra afla i hinni dularfullu borg Hong Kong.
JEFF BRIDGES —JAMES MASON
tslenskur texti — Bönnuð innan 14 ára
Sýndkl. 5 — 7 — 9og 11.