Þjóðviljinn - 03.09.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.09.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 UBKúr leik? KA geröi sér iitiö fyrir og sigr- aöi Breiöablik nokkuö léttilega á Akureyri i gær. Er vist óhætt aö segja, aö ekkert lið hefur komiö eins á óvart og þeir i 1. deildinni i sumar. Þaö voru þeir Gunnar Gislason 1 og Ásbjörn 2, sem skoruðu mörk KA. Aö sögn þeirra noröanmanna voru þetta sanngjörn úrslit, og heföu mörk KA hæglega getaö oröiö fleiri, en Breiöablik átti varla marktækifæri allan leikinn. Við þetta tap minnka vonir Breiöabliks verulega á sigri i deildinni, KR — ÍA í kvöld KR og iA mætast á Laugardals- vellinum 1 kvöld kl. 19. Eins og allir aörir siöustu leikirnir i 1. deildinni er þessi leikur afar mikilvægur fyrir bæöi liöin. KR er i bullandi fallhættu, en Skaga- menn hins vegar meö i toppbar- áttunni. KR og Þór eru jöfn aö stigum þegar þetta er skrifaö, meö 10 stig (FH — Þór i gærkvöld), og þvi er hvert stig þeim afar mikilvægt. Skagamenn eru liklega meö besta lið deildarinnar þessa dag- ana, og munu KR-ingar eflaust iega erfitt uppdráttar gegn þeim. ÍA-sigur i kvöld eykur vonir þeirra enn, svo framarlega sem Víkingar tapa stigi, þvi marka- taia þeirra er mjög góö. Sem sagt hörkuleikur i kvöld. íþróttir (2) iþróttir Valur — Fram 0:0 / Mynd þessi er nokkuö táknræn fyrir leik Vals og Fram i gær- kvöldi. Leikmenn annaöhvort liggja á jöröinni einsog hráviöi, eöa standa eins og glópar i leit aö boltanum. Er þetta leikur, sem leikmenn beggja liöa vilja örugg- lega gleyma sem fyrst. — gel — Ahugaleysið ríkjandi Ekki var hann mikiö spennandi 0-0 leikurinn milli Vals og Fram á Laugardalsvellinum i gærkvöldi. Þó var talsvert i húfi fyrir bæbi liðin, sem höföu smá von um sig- ur i 1. deildinni. Sá vonarneisti er nú slokknaður meö öllu. Bæöi liö- in höföu allt aö vinna og engu aö tapa i leiknum, og þvi heföi mátt búast viö miklum sóknarleik af beggja hálfu, en þvi var ekki aö heilsa. Reyndar voru flestir leik- manna áhugalausir, og virtust lita á leikinn sem ólokið skyldu- verk. Ahorfendur, sem voru nokkuö margir, hafa eflaust átt von á góöum leik, en sú varö þó ekki raunin. Framarar byrjuöu leik- inn heldur betur, og virtist Vals- vörnin dálitið óörugg til aö byrja með. Framarar náöu þó ekki aö nýta sér þaö, og smám saman jafnaöist leikurinn, og leystist upp i eitt allsherjar þóf á köflum. Umtalsverð tækifæri i fyrri hálf- leik voru aöeins tvö, og féllu þau bæöi Valsmönnum i skaut, og þaö á sömu minútunni. A 31. min eru Valsmenn meö boltann i vitateig Framara, og þá á Hilmar Sighvatsson hörkuskot á markið en i Framara. Þaöan berst boltinn til Guðmundar Þor- björnssonar, sem þrumar á markið, og enn er Framari fyrir. Loks fær Hilmar boltann aftur, en Guömundur Baldursson ver fyrsta skot hans i horn. Valur Valsson tekur hornið beint á Trausta Haraldssonar, sem ætlar aö hreinsa frá markinu, en hann hittir ekki boltann, og minnstu munar að hann skori sjálfsmark. Fleira markverö geröist ekki i fyrri hálfleik utan þess aö Magnús Pétursson sýndi Hómberti þjálfara Fram gula spjaldiö fyrir aö senda sér tóninn heldur betur. Hafi fyrri hálfleikur veriö dauf- ur var sá siöari hálfu verri. Vart mátti sjá, hvort leikmenn héldu aö þeir væru aö leika tennis eöa knattspyrnu, þvi boltinn gekk yf- irleitt mótherja á milli. Er meö öllu óskiljanlegt hvers vegna þjálfarar liöanna reyndu ekki aö láta leikmenn sina þyngja sókn- ina, þvi hvorugt liöiö haföi nokkuö upp úr jafntefli. Hægt er að tala um eitt mark- tækifæri I siöari hálfleiknum, og kom þaö á 18. min hálfleiksins. Hafþór Guöjónsson spyrnir þá svokallaöri „hjólhestaspyrnu” aö markinu, en Siguröi Haraldssyni rétt tekst aö bjarga i horn. Upp úr horninu fær Halldór Arason bolt- ann, og skot hansfer I óttar Sveinsson, varnarmann i Val, og þaöan í slána og yfir. Framarar voru öllu friskari undir lok leiksins, eftir aö jafn- ræöi haföi veriö meö liöunum mestan hluta leiksins, en sóknar- leikur þeirra var fálmkenndur, og litil hugsun þar á bak viö. Ef ekki heföi veriö heldur kalt á vellinum, heföu eflaust einhverjir blundaö yfir leiknum svo dapur var hann á köflum. Segir þaö meira en löng saga um frammi- stöðu liöanna, sem liklega léku sinn lakasta leik i sumar. 0-0 voru þvi svo sannarlega réttu úrslit þessa leiks. 16 ára bið á enda? Isfiröingar hugsa örugglega hlýlega til Völsunga á Húsavik þessa daganna, þvi noröanmenn- irnir svo til gulltryggöu Isfiröing- um sæti i 1. deildinni næsta sum- ar. Þaö gerðu þeir meö þvi, aö sigra Þrótt R. á Húsavik i fyrra- kvöld 2-0. Þróttur var eina liöiö i 2. deildinni, sem átti virkilega möguleika á ööru sætinu fyrir ut- an Isfiröinga. Annaö sæti i deild- inni gefur sæti i 1. deild, en IBK hefur svo gott sem tryggt sér 1. sætiö. Reynir Sandgeröi getur að visu náö Isfiröingum aö stigum, en til þess þurfa þeir aö vinna tBK (heima) og Skallagrim (úti), og þaö meö talsveröum mun þvi markatala ísfiröinga er snöggt- um betri: 25:15 á móti 19:14. Þaö skal látiö vera aö óska Is- firöingum til hamingju með 1. deildar sætiö þar til þeir hafa endanlega tryggt sig, enda er Magnús þjálfari þeirra vart yfir sig hrifinn af etv. of snemmbún- um hamingjuóskum. Næstu leikir 1B1 eru gegn Haukum (heima) og IBK (úti). lsfirðingar i þungum þönkum. A myndinni sjáum viö varamenn og þjálfara ÍBt, Magnús Jónatansson, fylgjast meö leik Fylkis og IBÍ á dögunum. Fylkir vann þá 3-1, en þessir kappar eru væntanlega kátari nú þegar 1. deildin blasir viö þeim. Magnús er lengst til hægri á myndinni. — gel — FH í 2. deild Viö vorum hér á dögunum meö ákveöna tilgátu varöandi FH 1 knattspyrnunni. Var hún á þá lund, aö liö sem léki eins og þeir, og væri jafn lánlaust og þeir, færi niöur i 2. deild. Þaö hefur nú kom- iö á daginn, þvi þeir töpuöu á heimavelli sinum fyrir Þór I gær- kvöldi 3:0, og falla þar meö i 2. deild. Fyrir leikinn i gærkvöldi eygðu Hafnfiröingarnir smá von um aö halda sér uppi, og meö þaö vega- nesti fóru þeir i leikinn. Voru þeir mun betri en Þórsar- ar i fyrri hálfleik, og var Guðgeir Leifsson þar fremstur I flokki. Atti hann margar góöar sending- ar fyrir markiö, en sóknarmenn FH voru ekki meö á nótunum, og tókst ekki aö skora, þrátt fyrir mörg gullin marktækifæri. Þórsarar böröust eins og ljón allan timann og þeir uppskáru eftir bvi. A 15. skoruöu Þórsarar sitt fyrsta mark, og var Nói Björns- son þar aö verki eftir hornspyrnu. Fimm minútum siöar gera Akureyringarnir svo út um leik- inn þegar Guöjón Guömundsson, fyrrum FH-ingur skorar af stuttu færi, og áöur en leiknum lauk, haföi hinn sami bætt viö þriöja markinu. Sigur Þórsara er mjög mikil- vægur fyrir þá, þvi nú eru þeir tveimur stigum fyrir ofan KR, og eiga eftir Val á Akureyri, en KR á eftir 1A og Viking, sem nú eru efst i 1. deildinni. — B Enn frestað Vlkingar komust ekki til Eyja i gær þar sem ekki var flogiö þang- aö. Leikurinn hefur veriö settur á sunnudaginn kl. 2. Hlýtur þessi frestun aö vera mjög pirrandi fyrir alla aöila, ekki sist Vikinga, sem biöa spenntir eftir þessum leik, þvi hann sker úr um hvort þeir feti sig nær islandsmeistaratitlin- um. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.