Þjóðviljinn - 03.09.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. september 1981
Nýjar bækur óg tímarit
*
Sögufélag Isfiröinga:
Ársritiö komið út
KomiO er út ársrit Sögufé-
lags Isfiröinga undir ritstjórn
Ólafs Þ. Kristjánssonar, sem
nýlega er látinn. Þetta er 24.
árgangur ritsins, sem er fjöl-
breyttog efnismikið að vanda.
Meginmál þessa heftis er
um hvalveiöar I norðurhöfum
1883 til 1914 eftir Joh. Tönne-
sen í þýöingu Skúla Jenssonar
og meö inngangi eftir Jón Þ.
Þór. Greinin er prýdd fjölda
mynda. I ársritinu eru auk
þessa greinar eftir þá bórö
Flóventsson, Jóhannes
Daviösson, Lýö B. Björnsson,
Asgeir Jakobsson og Kristján
frá Garðsstöðum. Skrímsla-
rima Jóns Hjaltasonar er
gamankvæöi um smalann I
Armúla birt eftir handriti Jó-
hanns Hjaltasonar fræöi-
manns.
Guömundur Ingi Kristjáns-
son á þarna Hrafnseyrarkvæöi
og er frásögn og myndir af
Hrafnseyrarhátiðinni 1980 i
ritinu. Þá er grein um Erlend
Þórarinsson sýslumann eftir
séra Öla Ketilsson. Kápumynd
ársritsins er af merki Vest-
ur-lsafjaröarsýslu sem var
notuö á Alþingishátiöinni 1930
og I timaritinu er teikning eftir
Björn Guömundsson á Núpi
frá Hrafnseyrarhátiö 1944.
Margt fleira er til fróöleiks i
þessu mýndarlega timariti
Sögufélags Isfiröinga. —óg
Samvinnan
I nýútkomnu hefti af Sam-
\ vinnunni er m.a. aö finna eft-
I irtaliö efni:
1 „Baráttan um byggöir
f landsins”, ritstjórnargrein.
I „Hvernig vill samvinnufólkiö
■ sjálft móta hreyfingu sina”,
Valur Arnþórsson segir frá því
■ helsta, sem geröist á fundum
■ stjórnarinnar á siöasta starfs-
® ári. „Núlliö verkar letjandi á
! allan efnahagsvöxt”, sagt frá
I ræöu Erlendar Einarssonar
■ forstjóra á siöasta aöalfundi
| Sambandsins. „Ýmsar fréttir
■ frá aðalfundi SÍS 1981”.
■ „Hrekkjabragöiö”, bernsku-
I mynd eftir Böövar Guölaugs-
I son meö teikningu eftir Arna
I Elvar. „Kvöld á Þverárbökk-
' um”, kvæöi eftir Pálma Eyj-
| ólfsson. „Lftiö lauf á stórum
■ meiöi”, Sigriöur Thorlacius
Isegir frá Kvennanefnd Al-
þjóöasamb. samvinnumanna,
Tryggingafélag samvinnu-
manna: „Aðalfundur i nýjum
húsakynnum”. Sigriöur Har-
aldsdóttir skrifar um neyt-
endamál. „Vel heppnuö hús-
mæðravika i Bifröst”. „Kost-
ur fremur en galliaö búa á af-
skekktum stað”, viötal viö Jón
Sigurösson, skólastjóra Sam-
vinnuskólans. „Annaö lif i
þessu lifi”, minnst 100 ára af-
mælis Huldu, birt er grein eft-
irSigurö Nordal, ummæli Jón-
asar frá Hriflu og ljóö eftir
Einar Benediktsson. Visna-
spjall. Tveir frásagnameist-
arar Gyöinga: Gæddur kimni
og visku i bland viö barnslega *
skynjun, pistill um Nóbels-
skáldiö Samuel Josef Agnon,
eftir Hjört Pálsson. „Hellis-
munnin eöa Sagan um geit-
ina”, eftir Agnon i þýöingu
Hjartar Pálsspnar.
—mhg
Æskan
Blaöinu hefur borist 7.-8.
tbl. Æskunnar. Er þaö aö
vanda fjölbreytt aö efni og
meðal þess má nefna:
Grein um Bertil Thorvalds-
sen, myndhöggvara. .JFiskar
kunna aö tala”. Kvöldsögur
Æskunnar: „Kata i kolakomp-
unni”. „I Þrastaskógi”, ljóö
eftir Ólaf Jóhann Sigurösson.
„Juri Gagarin, fyrsti geimfar-
inn”. „öræfatöfrar”, úr ævi-
minningum Guömundar Ein-
arssonar. „Rauöi kross Is-
lands”, eftir Ómar Friöþjófs-
son, erindreka. „Fjölskyldu-
þáttur” I umsjá Kirkjumála-
nefndar Bandalags kvenna i
Reykjavik. „Poppþáttur —
ævintýriö um Bubba og Utan-
garösmenn”. „Reykingar”,
eftir Helgu Jakobsdóttur,
Lindarbergi, V-Hún., en
greinin er úr ritgerðasam-
keppni Krabbameinsfélags-
ins.
„Gagnleg notkun áttavita”.
Skólakeppnin 1981 I frjálsum
iþróttum. Auk þessa er I blaö-
inu margvislegt annaö efni.
—mhg
Búnaðarblaðið Freyr
Meöal efnis i siöasta tbl.
■ Freys er eftirfarandi:
| „Skattalögin”, ritstjórnar-
[ grein i tilefni af viötali i blaö-
inu viö Arna Jónasson. I
I greininni er m.a. bent á, aö
■ timabært hafi veriö aö skatt-
| leggja veröbólgugróöann.
■ Hinsvegar þykir ósanngjarnt
hversu frumbýlingar og þeir,
sem standa i byggingarfram-
kvæmdum, fá auknar skatta-
byrðar i samanburöi viö þá,
JJ sem reka gróin bú. „Kartöfl-
| umar þurfa aö veröa fyrir
■ sem minnstu hnjaski”, viötal
I viö Agúst og Magnús Sigurös-
u syni I Birtingaholti, en þeir
| hafa náö góöum tökum á kart-
' öflurækt. „Bændur fengu
_ nokkrar réttarbætur viö, end-
urskoöun skattalaganna”,
■ viötal viö Arna Jónasson,
erindreka Stéttarsambands
■ bænda, þar sem hann greinir
L.
frá breytingum, sem geröar
voru á skattalögunum s.l. vor
og eru bændum I hag. Jafn-
framt lætur hann i ljósi þaö
álit sitt aö skattalögin muni
ekki standa lengi óbreytt þar
sem hinir vel stæöu munu
hagnast meira og meira á
þeim, en hinum illa stæöu
bændum sér gert sifellt erfiö-
ara fyrir fæti. „Hvanneyr-
inganýlenda i Ultuna i Sviþjóö
sJ. vetur”. „Nythæstu kýr
nautgriparæktarfélaganna
árið 1979”, Ólafur E. Stefáns-
son gerir grein fyrir nythæstu
kúm nautgriparæktarfélag-
anna og birtir töflur annars
vegar yfir kýr sem mjólkuöu
250 kg mjólkurfitu eöa meira
og hinsvegar kýr sem mjólk-
uöu 230 til 249 kg mjólkurfitu
og minnst 5500 kg mjólkur ár-
iö 1979.
— mhg
I
Já, — tvenn gleraugu eru betrien ein! — Ljósm. —gel,
Bókasafn Kópavogs í nýtt húsnæði:
Lánþegar aðstoða
við flutningana
Þessa dagana er veriö aö leggja
siöustu hönd á innréttingar i nýj-
um húsakynnum fyrir Bókasafn
Kópavogs i Fannborg 3—5. Bóka-
safniö veröur lokaö frá og meö 7.
september n.k. vegna flutnings-
ins en til aö Kópavogsbúar veröi
ekki bókarlausir á meöan er
heimilt aö fá allt aö 10 bókum aö
láni I einu þangaö til. Meö þessu
móti er lánþegum veitt góö þjón-
usta, en um leiö geta þeir iagt.
hönd á plóginn viö flutning safns-
ins meö þvi aö skila bókunum I
nýja safniö. Gert er ráö fyrir aö
safniö veröi opnaö á ný um miöj-
an september.
Stefnuskrárnefnd SÍS
Stjórn SIS hefur nú skipaö
stefnuskrárnefnd i samræmi viö
ályktun siöasta aöalfundar. 1
nefndinni eiga sæti: Hjörtur
Hjartar, formaöur, Hjörtur E.
Þórarinsson, Olafur Jónsson,
Höröur Zóphoniasson, Dagbjört
Höskuldsdóttir, Arni Benedikts-
son og Þórir Gunnarsson. Meö
nefndinni starfa þeir Guömundur
Guömundsson og Haukur Ingi-
bergsson, starfsmenn Sambands-
ins.
Nefndinni er ætlaö að semja
frumvarp aö stefnuskrá fyrir
samvinnuhreyfinguna, er sendist
öllum samvinnufélögum til um-
fjöllunar ekki siðar en 1. okt.
1981. Er siöan ætlunin aö leggja
endurskoðaö frumvarp fyrir aö-
alfund Sambandsins 1982, til af-
greiðslu. —mhg
Nýi tónlistarskólinn:
Nýtt
húsnæði
í Ármúla
Á horni Grensásvegar og Ár-
múla hefur Nýi tónlistarskólinn
tekiö á leigu húsnæöi um 470
ferm aö flatarmáli og flyst öll
starfsemi skólans úr Breiöagerö-
isskóla I þetta nýja húsnæöi nú i
haust. Oll aöstaöa skólans mun
gjörbreytast viö tilkomu þessa
húsnæöis. M.a. fær skólinn þarna
rúmgóöan tónleikasal. Ýmsar
nýjungar eru fyrirhugaöar sem
kynntar veröa þegar aö þeim
kemur.
Breytingar i söngdeiid veröa
þær nú aö hún skiptist i almenna
deild, kórdeild og ljóöa- og óperu-
deild. Almenna deildin veröur
fyrir byrjendur, Kórdeild veröur
starfrækt fyrir þá sem eru I kór-
um og þá sem stefna að þvi að
komast i kór, fer sú kennsla ein-
göngu fram i hóptimum og veröa
skólagjöld þar miklu lægri. I
ljóöa- og óperudeild veröa ein-
göngu þeir sem vel eru komnir
áleiöis I námi. Kennari söngdeild-
ar er Siguröur Demetz Franzson.
Kennslufyrirkomulag i skólan-
um veröur þaö sama og veriö hef-
ur þau þrjú ár sem skólinn hefur
starfaö, þ.e. i öörum hljóðfæra-
leikstima vikunnar er nemandinn
einn, en i hinum 2—4 nemendur
saman, en reynsla þessa fyrir-
komulags hefur veriö jákvæö.
Skólinn verður settur i hinu
nýja húsnæöi skólans þriöjudag-
inn 15. september kl. 5/30 s.d.
Mánudaginn 7. og þriöjudaginn
8. sept. kl. 5—7 þurfa eldri nem-
endur aö staöfesta umsóknir sin-
ar frá i vor meö greiðslu fyrri
hluta skólagjalds.
Miövikudag og fimmtudag 10.
og 11. sept. kl. 5—7 þurfa nemend-
ur af biðlista aö staðfesta um-
sóknir sinar, einnig veröur þá
tekiö á móti umsóknum nýrra
nemenda og nemenda i forskóla
6—8 ára barna.
Nýi tónlistarskólinn þakkar
forsvarsmönnum Breiöageröis-
skóla, Bústaöakirkju, Karia-
kórsins Fóstbræöra og Félags-
heimilis K.F.U.K. sem lánaö hafa
húsnæöi undir starfsemi skólans
frá stofnun hans. Skólastjóri Nýja
tónlistarskólans er Ragnar
Björnsson.